Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Qupperneq 2
162 Þ JÓB a’ijiinn. XXIII., 41.—42. Fimiland, Blaðstjóri frá Yíborg, Ö- ström að nafni, íyrirfór sér nýskeð í Kaup- inannahöfn, ásamt ungri stúlku, ástmey sinni; skutu þau sig þar í veitingahúsi einu, og höfðu stráð blómum á rúmið, þar sem þau lágu í, alklædd. — — — Rússland. Nicolaj, Kússakeisari, og fjölskylda hans, brugðu sér til Lívadín við Svartahaf seint í ágúst, og ætlar keis- ari þaðan til Tyrklands og Ítalíu. — — Svissaraland. I Briinig var nýlega stolið skartgripum á veitingahúsi einu, er voru alis 50 þús. króna virði. 23. ágúst þ. á. varð gass-sprenging í borginni Genf, og biðu 7 menn bana, en 15 hlutu meiðsli. — — — Holland. I borginni Rotterdam önd- uðust nýlega 4 börn úr Kóleru-veiki. — ítalía. Aðfaranóttina 26. ág. þ. á. varð vart við jarðskjálpta í héraðinu Síena, sem og í borginni Plorenz, og sló fleratri miklum að mönnum. — Skaði varð þó eigi að mun. — — - — Tyrkland. Vegna ágreinings við Grikki, út af eyjunni Krít, bannaði stjórn Ung- Tyrkja ný skeð sölu alls grísks varnings hvívetna á Tyrklandi, og svöruðu grísk- ir kaupmenn því á þá leið, að stöðva ferðir allra grískra dráttar-eimskipa, er um Bosporussæ fara, og dró það mjög úr öUum vöru-aðflutningum til Konstan- tinópel. Á eyjunni Krít er enn fremur ófrið- vænlegt, og við búið, að kristnir menn ráðí á Muhamedstrúarmenn þá og þegar 18. ágúst sendu herskip stórveldanna 500 menn í land í höfuðborginni Kanea, og létu draga niður gríska fánann, er blakti þar á kastalanum, og eru enn mjög eindregið gegn því, að eyjaD sameinist Grikklandi. — — — Grikkland. Orð hefir leikið á því, að Oeorg, Grikkja konungur, muni afsala sér konungdómi, og setjast að á RússlaDdi, en hæpið er, að fregnir þær séu sannar. Rhallis, er tók að sér stjórn ráðaneyt- ísíds í öndverðum ágúst, og tókst að jafna ágreininginD við Tyrki, út af Kríteyjar- j roálÍDU, hefir orðið að segja af sér, og hefir konungur falið Michalis, að mynda nýtt ráðaneyti. — — — Marocco. Kabyla-þjóðflokkurinn náði ný skeð é sitt vald einum af hershöfð- ingjum Spánverja, Martinez að nafni, í grennd við borgina Melilla, ásamt 45 mönDum öðrum, og voru Spánverjamir j allir tafariaust skotnir. Menn Muley Hafíd’s soldáns hafa ný | skeð beitt afskaplegri grimmd við 25 höfð- ingja í liði uppreisnarhöfðingja, er þar kallaði til ríkis, og ný skeð var handtek- inn, ásamt greindum böfðingjum. — Yar höggin af þeim hönd, og af helztu mönn- unum annar fóturinn jafnframt, og stúf- unuro síðan dýft niður í sjóðandi bik. — Létust sumir síðan af sárum, en uppreisn- arforÍDginn er nú sjálfur hafður í járn- búri, og fara engar sögur af meðferðinni a hoDUm þar. — — — Mexíeo. Seint í ágúst hljóp ofvöxtur mikill í áua San Chatarína, sem bærinn Mouterey stendur við, og valt ain ínn. í borgina, og létust þar um 1200 manna. Montevídeo. Á höfninni í Montevídeo rákust Dýskeð á tvö gufuskip, og drukkn- uðu 30 menn, og ýmsir hlutu meiðsli. — Dóu sjö þeirra síðan af meiðslum þessum. — — — Bandaríkin. I ríkinu Miseouri eru nýlega gengin í gildi lög, er banDa að sýna líkneski, eða myndir, sem ósiðlegt er, nema svo sé umbúið, að það, sem ó- siðlegt er, sé hulið. Félag er nýlega myndað, er hefir sett sér það hlutverk, að berjast gegn því, að karlar og konur kyssist, þar sem á þann hátt geti borizt næm veiki mann frá manni. Maður nokkur-, dr. Kepford að nafni, hefir og heitið hverri ungri stúlku 25 sterlings punda verðlaunum, er sann- | að getur, að hún láti engan kyssa sig. I borginni Pittsburg varð nýlega bar- dagi rnilli lögreglumanna og verkfalls- manna, er að stálgjörð höfðu unnið, og hlutu ellefu bana, en tíu dóu síðar af sárum. — Um hundrað hlutu og minni háttar meiðsli. I New-York var nýlega grafinn morð- ingi nokkur, Raphaél Cascone að naÍDÍ, er myrt hafði 6 menn, en þó aldrei verið refsað. — Bróðir eins þeirra, er hann hafði myrt, skaut morðingjann að lokum, og fylgdu honum margar þúsundir manna til grafar, með því að hann hafði jafnan | verið mjög hjálpfús, og góðgjörðasamur. Ávarp til íslendinga. Gróðix* Íslenclingrai-! IVIenn og konur! Dagurinn í dag er einn af mestu merkisdöguDum í sögu þjóðar vorrar. I dag fyrir ári síðaD reit islenzka þjóðin þenna dag í árbók stórviðburðanna með glæstu letri ódauðlegrar sæmdar. I dag fyrir ári síðan sýndu Islendingar þann þroska, að þeir eiga skilið það sæmdarnafn, að heita siðuð þjóð. I dag fyrir ári síðan máðu íslendingar þann blett af þjóðinni, sem um liðn- ar aldir hefir þar einna dökkastur verið. I dag fyrir árí síðan leystu Islendingar fósturjörð sína úr þeim læðing, sem öld eptir öld hafði haldið henni og börnum hennar í þungri ánauð og djúpri nið- urlægingu. Öld eptir ö'd hafði Bakkus teygt veldissprota sinn yfir þetta land. Öld eptir öld hafði sú ranga skoðun verið ríkjandi hjá þjóð vorri, að brenni- vínsflaskan væri uppsprettulind gleði og ánægju, fjörs og hreysti. Öld eptir öld voru Islendingar að læra að drekka í hófi, en jafnan endaði lærdómurinn á þá leið, að fjölda margir lærðu að drekka úr höfi. Öld eptir öld hröpuðu ótal margir efnilegU9tu og mannvænlegustu synir þjóðarinnar í brennivínsbrunninn og létu þar fjármuni, líf og sæmd. Öld eptir öld urðu árlega ótal slys á sjó og landi af völdum ofdrykkjunnar. Öld eptir öld úrkynjuðust sumar beztu ættir landsins af völdum áfengisins. Öld eptir öld grétu eiginkonur og mæður þungum tárum yfir eymd þeirri og ógæfu, sem áfengið skapaði eiginmönnum þeirra og sonum. Öld eptir öld eyddi þjóðin, þrátt fyrir fátækt sína, ógrynni fjár, milljónum króna, til að kaupa ólyfjan þá, er ekapaði benni meira tjón en allur hafís, eldgos og landskjálptar til samans. Öld eptir öld steypti brennivínið mörgu heimilinu í volæði og mörgu sveit- arfélaginu i fátækt. Öld eptir öld hefir áfengisnautnin staðið í vegi fyrir framförum þjóðarinnar og dregið úr mönnum dug. í dag fyrir ári síðan var þjóðin spurð, hvort hún vildi búa framvegis undir þessu forna ánauðaroki Bakkusar. Þjóðin svaraði skýrt og skorinort: Nei. Svaraði með yfirgnæfandi meiri- hluti greiddra atkvæða. íslendÍDgar dæmdu á allsherjar-þingi áfengið útlægt um endilangt ísland. Ánnað eins hreystiverk, annað eins þarfaverk, annað eins kærleiksverk hafa Islend- ingar aldrei unnið. Því er dagurinn í dag 10. dagur septembermánaðar, stór-hátíðisdagurlslendinga. Ófæddar kynslóðir munu blessa minningu allra þeirra manna, sam þann dag í fyrra greiddu atkvæði með algerðu b3nni á innflutningi allra áfengra drykkja. Síðan þessi tíðindi gerðust, hefir alþingi farið að vilja þjóðarinnar og sam- ið bannlög og konungur staðfest þau. En — svo hafa og önnur tiðind, gerst, sem fara í gagnstæða átt. Margir höfðu við því búist, að Bakkus myndi taka fjörkipp, um leið og hann fengi banasáiið. Sú hefir líka raunin á orðið. — Þið hofir komið í Ijós, að þeir eru allmargir, sem ekki þykir við unandi, að ísland \i brennivínslaust. Líta þeir svo á, að sæmd íslendinga sé í veði, ef brennivínsfie dran verði numin burt úr skjaldarmerki íslenzku þjóðarinnar, og öll á- nægja og lifsgleði verði landflótta, ef menn eiga ekki kost á að drekka frá sér vit- ið einstöku sinnum. Telja þeir þá þjóð skrælingjum líka, sem ekki vilja leyfa mönnum að neyta áfengis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.