Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Síða 6
166 Þ J ÓÐTXLJINN XXIII., 41.-42. ► hefir kippt úr heyskap margra, og munu þó all- flestir hafa fengið hey eptir venju, því að gras- vöxtur varð fremur góður, þö að á sumum stöð- um brinni af túnum í þurkunum í júlí. Verðlag á hefstóu útlendu vörum á Þingeyri sem hér segir: bankabygg á 14 kr., haframél 17 kr., og rúgmél á 13 kr., hundrað pundin, kaffi á 72 a., kandís á 32 a., export á 50 a. rjól á 3 kr., og rulla á 3 kr. 80 a. Fiskafli enginn, nema á mótorbáta á hafi úti“. Frá ísafirði voru helztu tíðindi í öndverðum sept.: Tíðin óþurrkasöm í ágústmánuði, og veitti því örðugt um þurrk á fiski kaupmanna, sem og á heyjum. Seint í ágúst aflaðist nokkuð að hafsíld í lagnet, i Alptafirði og víðar. Verð á blautum fiski, óflöttum, var seint i \ ágúst mánuði ákveðið sem hér segir: málfiskur 4 aur., smáfiskur 3 aura, ísa 2 aura. Maður drukknar. Báti, er tveir menn voru á, hvolfdi nýskeð í Garðsjó syðra, og drukknaði annar maðurinn, unglingspiltur frá Gerðum. Drukknuu. Maður drukknaði í Hornafjarðarfljótií Austur- Skaptafellssýlu 21. ágúst þ. á. — Maður þessi hét Quðmundur Jónsson, og var frá Þingnesi. Mannfjöidi á ísandi. Eptir landhagsskýrslum, sem nýlega eru prent- aðar, var mannfjöldi hér á landi 31. des. 1907 alls nær 82,500, sem er nálega 1700 fieiri; en í árslok 1906. íiýjir strandbátar. Thorefélagið hefir samið við skipasmíðastöð í Helsingör um smíði tveggja strandbáta, er verða á lengd 160 fet, en á breidd ‘23l[2 fet. og með tvöföldum botni. — Skipin verða bæðimeð kælirúmi. Pyrsta farrými verður fyrir 36 farþegja, en annað fyrir 42. Skípin eiga að hafa 10 mílna hraða. Mannalát. 27. júlí síðastl. aod- aðist á Fáskrúðsfirði Y. Baohe, sem lengi var framkvæmdarstjóri Orum & Wulff’s- verziana hér á landi. — í Kaupmannahöln er og nýlega lát- inn F. A. Bald, húsaemiður, 67 ára að aldri. — Hann sá um smiði alþingishúss- ins, holdsveikraspitalans og franska spítal- ans i Reykjavík. — ý 8. júlí síðastl. andaðist að Girnli í Manitoba í Canada Finnur járasmiður Benediktsson, 76 ára að aldri. Finnur heitinn Benediktsson var fædd- ur að Marðareyri í Jökulfjörðum í Norð- ur-Isafjarðarsýslu 15. marz 1833, og voru foreldrar hans: Benedikt Jónsson, Bjavna- sonar á Marðareyri og kona hans Petrína Eyjólfsdóttir, prests Kolbeinssonar á ísa- firði. — Fjögra ára gamall fluttist Finn- ur, m eð m óður sinni, að Kálfanesi í Stranda- sýslu, og giptist hún siðar Guðbrandi Hjaltasyni, prests að Stað í Steingríms- firði. Finnur lærði járnsmíði hjá Þorsteini ; Þorleifssyni að Kervogi, og kvæntist ár- j ið 1861 eptirlifandi ekkju sinni Sigríði ! Jónsdóttur, og var síðan á Kálfanesi í 22 ár. — Síðan voru þau í tvö ár í Álpta- firði við ísafjarðardjúp, og loks stundaði Finnur járnsmíðar á ísafirði í 18 ár, unz hann, og kona hans, fluttu til Vestur- heims árið 1903. Finni og konu hans varð alls 5 barna auðið, en að eins tvö barnanna náðu full- orðins aldri: 1. Benedikt, vélafræðingur og járnsmið- ur í Kristjaníu í Noregi, kvæntur norskri konu, og 2. Guðlaug, gipt Jóhannesí barnakenn- ara Freemann að Gimli í Manítoba. Finnur sálugi dvaldi síðustu æfi-árin j hjá Guðlaugu dóttur sinni, og manni hennar, og hafði hann verið rúmfastur í meira, en ár, áður en hann andaðist. Finnur heitinu var skynsemdarmaður, einkar hægur í framgöngu allri, og margt vel um hann. — f Það þykir máske ekki mikið í var- ið að geta þess á prenti, þó urnkomulitill kvennmaður falli frá, eptir anda nútím- ans, þar sem völd og tignarmerki virð- ast vera hið æðsta hno-is syo margra manna, og að koma sér í góða stöðu, sem í sjálfu sér er gott og blessað, þegar þess er aflað rneð leyfilegu móti, og vandlega gætt þess að rækja allar skyldur sínar, en jeg ætla samt að geta um andlát Ingibjargar Pálsdóttur, er dó á Ytrihúsum i Dýrafirði þann 7. júli þ. árs á sjötugs aldri. Hún var fædd á Hóli í Önundarfirði, þar sem foreldrar hennar bjuggu, Páli Sigurðsson og Kristín Hákonardóttir frá Grafargili, Hákonarsonar frá Arnarnesi (ffyrir 1785), Bárðarsonar, af ætt síra Ólafs skálds Jóns- sonar í Söndum. Bræður Ingibjargar sál. voru þeir Guðmundur Pálsson, sem lengi hefir búið á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, Hákon tómthúsmaður á Þingeyri, og Vilhjálmur bóndi i Tungu í Skutilsfirði, ailir enn á lifi, valinkunnir merkismenn. Kristin móðir þeirra var sérlega fróð og minnug um marga hluti og fyrirmynd kvenna að háttprýði og guðrækni, og var Ingibjörg sál. sönn í- mynd rnóður sinnar að öllu því, enda helgaðí hún líf sitt sannri dyggð og Kristi- legum kærleika. Hún var alla æfi ógipt og barnlaus, og alla æfi annara hjú ýmist i 60 sýnt, en að hann næði þeim eptir fáar mínútur, og tók hann þegar til spjóts síns. Englendingurinn leit aptur fyrir sig, en beygði sig síðan niður að Zuleimu, og sagði eitthvað við hana, og stökk hún þá af baki. „Æ, vesalingurinn!a æptu hinir. „Ætlar sér þá að reyna að komast, einn und«n“. En því fór fjarri, að þetta vekti fyrir smávaxna manninum, því að hann sneri nú hestinum við, og hleypti honum, sem eldingu að Muhamed, og lögðu þeir nú spjót- um hvor til annars, og svo fóru leikar, að Muhamed, og brúni klárinn, sem hann sat á, féllu tiJ jarðar. Brúnn stóð upp aptur, en Muhamed lá grafkyrr, og starði á upprennandi sólu, og stóð hnífur í honum, sem hafði verið lagður með milli rifbeinanna. Stutti maðurinn sneri sér við á gráa folanum, og tók Zuleimu á bak hjá sér, þótt hinir kæmu á eptir. „Heimskinginn; að ímynda sér, að hann gæti sloppið, þótt Muhamed væri drepinn, þar sem áin Sus var á aðra hönd honum, en Zanagar veittu eptirför“. Leikurinn sýndist nú á enda, því að þeir höfðu þegar slegið um hann hálf-hring, en hann sneri þá við hesti sínum, og hélt beint að ánni, sem ákafur niður heyrðist nú í, er hún ruddist fram gegnum skóg- lendið. Englendingurinn spennti hnén sem fastast að klárn- nm, teygði sig, bandaði með hendinni, rak upp hálf-gerð- an hlátur, eða bölvaði, og lét gráa folann steypa sér í ána, sem öllum virtist þá al-ófær. Zanagar, sem komnir voru á árbakkann, horfðu 65 sendir hingað frá París vor vegna, til þess að komast á suoðir um, og hegna fyrir glæpi, sem framdir eru af stór- mennunum í garð smámennanna, og það er kynlegt, hve margir af embættisbræðrum mínum hafa lagt af stað frá Auvergne, þar sem heimilisfang þeirra er, og að jeg er orðinn einn eptiru. Gamla konan, Jaquard að nafni, gekk nær honum, og mælti mjög alvörugefin: „Aðalsmaður! Fyrirgefið, að eg bendi á, hvort yð- ur myndi eigi einnig holt, að skipta um verustaði í svip!“ „Vitið þér, hver eg er?u „Já, þór eruð Claude de Barey, hertogi frá ítozede eigandi herragarðsins Ivay, og annara stóreigna“. „Alveg rétt“, svaraði Rozede. „Er það kunnugt um mig, að eg hafi krafizt ólöglegra gjalda, eða tekið mér vald, sem mér eigi bar? Eða breyti eg ílla við þá, sem undir mig eru gefnir?“ „Nei, alls ekki“, svaraði gamla konan. „Þór eruð brjóstgóður og landseturn yðar þykir vænt um yður. — En engu að siður er því þó svo farið, að sá sem ástsæl- astur er, er og stundum raanna-mest hataður“. „En eg fer með egg og kálmeti á sölutorgið, herra minn“, mælti gamla konan enn fremur, „og þar ber margt á góma. — Fyrir ári um þetta leyti var eigi um annað talað, en um yður, og um hjónaband yðar, og hversu þér, er Precorbín neitaði yður um dóttur sína, námuð hana brott frá foreldrum hennar. Rozede hló glaðlega. „Það er rétt, sem þér segið; en móðir hennar var þó með í ráðum, kom manni sínum burt til Ríom, lét spenna hestana fyrir vagninn, lót ungu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.