Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.10.1909, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.10.1909, Síða 2
186 Þjóðaijlinn. XXIII., 47. ^ega limlest lík bankamanDS nokkurs í París, er hét Jules Spech, og er ætlað, að liann hafi verið myrtur til fjár.-------- Portúgal. Portúgísiski prinzÍDn Miguel Braganza kvæntist nýlega dóttur amer- ísks milljóna-eiganda, og fór brúðkaupið fram í þorpinu DÍDgwall á Skotlandi,og var viðhafnarmikið. — — — Spánn. Um 2 þús. „esperantista“ héldu nýlega fund í borginni Barcelona, og var Alfonso konungur einn þeirra er þar mælti á þá tUDgu. — — — ítalía. Þar hafa 418 sýkzt af kóleru, og af þeim dáið 208. — Flestir þeirra, er veikst hafa, hafa átt heima í borgun- um Neapel og Genua. — — — Serbía. Nýlega hefir orðið uppvist um samsæri gegn Pétri konungi, og kvað hafa verið til þess stofnað, að svipta hann konungdómi, sem og ættmenn hans rík- istilkalli. — Helzti forkólfur uppreisnar- manna er nefndur Genchich ofursti, er var riðinn við morð Alexanders konungs, og Drögu, drottnÍDgar hans Mælt er, að Pétur konungur ætli í haust að bregða sér i kynnisför til Péfc- ursborgar, Lundúna, Parísar, Eómar og Konstantínópel. — — — örikkland. Fyrverandi forsætisráð- herra Grikkja, Iheotokis, hefir látið i ljósi að gríska konungsættin muni víkja úr landi brott* ef þingið samþykki tillögur liðsforingja, um ýmsar breytingar á skip- un hermálanna; en óvíst enn, hvað þing- ið gerir, eða hvort þing verður rofið, sem sumir telja réttast. Segi Georg konungur af sér koDung- dómi, en ættmenn hans sleppi þó eigi ríkistilkalli, telja ýmsir réttast, að Georg, sonur hans, verði fremur til ríkis tekinn, en krÓDprinzinD. — — — Pinnland. 18. sept. síðastl. voru 100 ár liðin, síðan er Svíar létu Finnland af hendi við Eússa, er friðurinn i Frederiks- hamn var saroinn, og gerði Rússastjórn þá ráðstöfun, að þess skyldi minnzt í kirkjum roeð þakklætisguðsþjónustugjörð, og keisari sendi Finnlendingum opið bréf þess efnis, hve áríðandi þeim væri, að tengslin við rússneska ríkið yrðu æ nán- ari og nánari(!) Bandaríkin. Dr. Cook, sem fyrstur tjáist hafa komist til norðurpólsins, kvað hafa heitið því, að halda nokkra fyrir- lestra í Bandaríkjunum, og í Canada, og fær fyrir það að minnsta kosti 50 þús. sterlingspunda. laft, forseti Bandamanna, var ný skeð á ferð í borginni Cincinnatí, og sóttu þá á fund hans 600 konur, er kváðu menn sína hlaupna frá sér. — Kváðu þær standa eins á fyrir 2700 ungum konum í Cin- cinnatí, og vildu að löggjöfin tryggði betur rétt þeirra, en gjört er, þegar slíkt kemur fyrir. Ríkasta kona i Bandaríkjunum er sögð vera ekkja Rarrimanrfs járnbrautakóngs- ins, sem Dýlega er látinn. — Mælt, að eigur heDnar nemi alls um 400 millj. króna. — — — Marocco. Mælt er, að soldáninn í Mar- occo hafi látið taka Rhogien, er þar gerði tilkall til ríkis, og láta hann inn í ljóna- búr, og rifu ljónin hann til bana. — Sold- áni eru og borÍD ýms öDnur hryðjuverk. JapaD. Japanar hafa vigbúnað all- mikinn um þessar mundir, sem sagt er, að sé af þeim rótum runninn, að þeir vænti ófriðar af Rússum, er minnst | vonum varir, vilja meina Rússum hafnir j allar þar eystra. — Svo hræddir eru inenn ! við ófrið, að japanskir kaupmenn í hafn- arborginni Yladivostock hafa jafn vel lok- að sölubúðum sínum. — Samningur við Sameinaða félagið. —o— 1. gr. Félagið skuldbindur sig til að halda uppi stöðugum gufuskipasamgöng- um milli Kaupmannahafnar og Leith ann- ars vegar og Islands hins vegar, á þeim ' grundvelli, sem viðfest ferðaáætlunarupp- uppkast sýnir. Fyrir 10. október ár hvert skal félagið senda stjórnarráðunum til samþykktar frumvarp til ferðaáætlunar fyrir næsta ár. Ekki mega viðkomur í Færeyjum vera tíðari en viðkomur milliferðaskipanna þar samkvæmt núgildandi ferðaáætlun, og skulu baldast fyrirmæli hennar um við- kornur skipanna eingöngu vegna pósts- flutnings. Híds vegar má krefjast þess að skipin komi eins opt við í Færeyjum eins og millilandaskipin koma þar nú. Um leið og hin árlega ferðaáætlun er samþykkt, skal samið nánara um, bvort gufuskipið Botnia (eða það skip, ser* kem- ur í hennar stað) skal leyst frá því að koma við i Yestmannaeyjum á ferðum sínum til og frá Reykjavík, eða að eins koma þar vegna farþega og póstflutnings. 2. gr. A skipunum skal vera 1. og 2. farrými. Fyrsta farrými skal auk þess fylgja sérstakt kvennaherbergi. Fyrsta farrými á að geta tekið 30 far- þega að minnsta kosti, og annað farrými á tveim skipunum um 50, og þriðja um 35 farþega. Skipin eiga að geta tekið minnst 400 smálestir af vöruflutningi. Skipin skulu vera að minnsta kosti eins hraðskreið, eins stór og hafa eins mikil þægindi eins og þau, sem nefnd eru í ferðaáætlunaruppkastinu (þingskj. nr. 679), þó má setja gufuskipið Laura í stað gufuskipsins . Yesta; gufuskipið Botnia eða annað jafn hentuglega útbúið skip með kælirúmi, sem er vel lagað til að fiytja kjöt og nýjan fisk alla leið sem skipið fer, skal því fara 9 ferðir eins og til er tekið í uppkastinu. Verði þess krafist, er félagið skylt að setja kælirúm í gufuskip- ið Ceres eða það skip, sem kemur i henn- ar stað, gegn sérstakri þóknun úr lands- sjóði, er nemi 6000 eða 7000 kr. á ári, eptir því hvort kratist er 5000 eða 10,000 teningsfeta kælirúm. Félaginu er ekki skylt að nota kæli- vélina, nema sagt sé til fyrirfram kæli- rúmsflutnings fyrir minnst 50 kr. fyrsta árið og 100 kr. síðar. Gjaldskrá um fargjöld og farmgjöld skal samþykkt af stjórnarráðunum og mega gjöld þessi eigi vera hærri en fyrir árin 1908 og 1909, bæði milli Danmerkur og íslands og milli Leith og íslands, hvora leiðina sem er. Þó áskilur félagið sér rétt til að hækka farþegjagjald á Botniu eða þvi skipi, sem kemur i hennar stað, þó svo, að það verði oigi hærra en: 100 kr. í 1. farrými fyrir aðra ferð og 65 - - 2. — — — — og fyrir ferð fram og aptur 170 og 115 krónur. Enn fremur áskilur félagið sér rétt til að halda athugasemdum þeim, sem verið hafa í ferðaáætlunum og farmgjaldaskrám. Félagið skal koma sér saman við það félag, sem fær styrk til strandferðanna, um farrngjaldsgreiðslu fyrir íiutningsmuni til og frá viðkomustöðum strandferðaskip- anna, þaonig að farmgjaldið hækki ekki, þótt skipt sé um skip. Ekki má hækka fargjald né farmgjald milli tveggja staða, þótt skipt sé um skip á leiðinni, en skyldur er þá farþegi að nota fyrsta skip, sem á að fara þangað, sem ferð er heitið. Á ferðum þeim milii íslands, Leith og Kaupmannahafnar, sem ræðir um í samn- ingi þessum, skal veita allt að 25 stúd- entum, og allt að 50 efnalitlum iðnaðar- mönnum og alþýðumönnum þá ivilnun, í fargjaldi, að þeir geti ferðast í 2. far- rými báðar leiðir fyrir sama fargjald og venjulegt er fyrir aðra leið, enda sýni þeir vottorð frá forstjóra íslenzku stjórnarráðs- skrifstofuunar í Kaupmannahöfn eða þá sýslumanni eða bæjarfógeta i sýslu þeirri eða kaupstað, þar er maðurinn á heima. Sömu ívilnun skal gera árlega 10—15 dönskum bændastéttarmönnum, er sýni vottorð frá stjórnarráði innanríkismálanna. Loks skuldbindur félagið sig til að flytja innflytjendur frá Leith til íslands fyrir sama fargjald og tekið hefir verið hingað til af farþegjum i 3. farrými frá íslandi til Leith. (Framh.) Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kaupmannahöfn 13. okt. 1909. Frá Danmörk: J. C. Christensen sleppir ráðherra- embætti 18. okt., og er talið líklegt, að Holstein-Ledreborg, forsætisráðherra, taki þá að sór forstöðu þees. (Að Christensen sér sig knúðan, til að sleppa embætti sínu, forstöðu hermála- ráðaneytisins, stafar af hinni megnu mót- spyrnu gegn hoDum, út af Albertí-hneixl- inu, og lýsti sá andróður sér meðal ann- ars í þvi, að um 140 þús] manna rituðu undir áskorun til konungs þess efnis að, láta hann víkja úr embætti. — Fengu fulltrúar undirskrifanda siðan áheyrn hjá konungi, en hann kvaðst í þessu máli eigi geta sinnt áskorun frá öðrum en þingmönnum þjóðarinnar, og kvaðzt sjálf-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.