Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Blaðsíða 3
XXIII, 48.-49. Þjóðviljinn 191 Nýju ráðherrarnir eru allir úr flokki hinna írjálslyndri vinstrimanna (radikölu) og eru þeir þessir: Yfirráðgjafi og dómsmála C. Th. Záhle Landvarnarráðgjafi Christofer Krabhe bæjar- fógeti. j Utanríkísr. Scavenius skrifstofustjóri Landbúnaðarr. Paul Christensen húsmaður Kennslumálar. Nielsen Vemmelev prófastur Yerzlunarr. Weimann konsúll í Hamborg Fjármálar. dr. phil. Edvard Brandes Atvinnumálar. Jensen-Onsted bóndi. Innanríkisr. dr. phil. P. Munch. Flokkur frjálslyndari vinstrimanna er minni hluta flokkur í fólksþinginu, sem í landsþinginu, og eru því afar-litlar lík- ur til þess, að ráðaneyti þetta fái setið lengi að völdum. Að öllum líkindum freistar stjórnin þingrofs, áður en veturinn er allur, ef ske kynni, að flokksmönnum hennar fjölgaði þá nokkuð. — Samningur við Sameinaða félagíð. —o— (NiðurlagJ 3. Félaginu er skylt að flytja á öll- um þeim ferðum, er ræðir um í 1. gr., póstflutning allan, bréf og böggla og ber ábyrgð á öllum póstflutningnum meðan hann er í vörzlum skipsins, það er að segja frá því að skipverjar taka við hon- um og þangað til hann er fenginn í hend- ur þjónum póststjórnarinnar. Skal geyma hann mjög vandlega í lokuðu herbergi, neraa bréfakassann, hann skal láta þar, er allir geta að honum komist. Félagið ber ábyrgð á því tjóni, þeim missi, eða þeim skemmdum, sem póstflutningur kann að verða fyrir sökum þess að hans er ílla gsett. Farist skip eða hlekkist því á, skal, svo sem framast er kostur á, reyna að bjarga póstflutningnum og flytja hann til næsta pósthúss. Þurfi maður að fylgja póstflutningi á skipum sökum þess, hve mikiil póstflutningur þessi er eða dýr- mætur, fær hann ókeypis far bæði fram og aptur, en sjálfur verður hann að sjá sér fyrir fæði. 4. gr Póstflutning skal afhenda á skipsfjöl og af samkvæmt skrá og gegn kvittun skipstjóra og hlutaðeigandi póst- embættismanns. Sýni viðtakandi, að póst- flutningurinn sé eigi samkvæmur skránni, skal sá er afhendir póstflutninginn skyld- ur að rita undir athugasemd þar að lút- andi. Þegar eptir komu gufuskipsins skal j flytja póstflutning úr skipi, hvort eem það liggur við land eða fyrir akkerum á sjá úti, til næsta pósthúss, og skal félagið bera kostnað af flutningi þeim, nema i Kaupmannahöfn, þar verður póstflutning- urinn sóttur. Sömu reglum skal fylgja um flutnings póstflutnings á skip. 5. gr. Félagið ekuldbindur eig tii að sjá um, að enginn skipverji eða nokkur maður annar flytji með sér muni, er skylt er að senda með pósti. Sá er skiprækur; er slíkt er uppvíst um, og greiði að aukí lögboðna sekt. Þó er ekipstjóra vítalaust að flytja bréf um málefni skipsins frá ' ' - —..................... útgerðarmönnum þess til afgreiðslumanna og þeirra í milli. 6. gr. Félagið greiðir öll útgjöld, enda bera því öll fargjöld og farmgjöld. Fyrir allt það, er félagið lætur í té samkvæmt því, sem að framan er talið, fær félagið alls 40,000 — fjörutíu þús- und — krónur um árið úr rikissjóði, sem er þóknun sú, er Danmörk innir af hendi vegna gufuskipa til Islands. Þóknunin greiðist sem hér segir svo framarlega sem félagið þá hefir fullnægt skuldbindingum sínum, 4000 kr. í apríl- mán. og 4000 hvern hinna mánaðanna á eptir, og afganginn, 4000 kr., þá er lokið er hinni siðustu ferð í desembermánuði. 7. gr. Hamli ís því, að skipið komist út frá Kaupmannahöfn á leið til Islands í einhverri þeirri ferð, sem getur um í 1. grein, fellur sú ferð niður og skal draga frá ársþóknuninni 2500 kr. fyrir hverja ferð, sem fyrir þá sök ekki er farin. Ef ís tálmar því að lokið verði ein- hverri ferð í kringum ísland og tilhlýði- legar sönnur eru á það færðar af hálfu félagsins, skal ekki draga frá umsaminni ársþóknun. En verði það ekki sannað, að ís hafi tálmað ferð, sem fallið hefir niður að ein- hverju eða öllu leyti, eða félagið lætur mót von ekki fara umsamdar feröir, greiðir það 1000 króna sekt fyrir hverja ólokna ferð, — nema skipi hafi hlekkst á, — og skal auk þess draga frá ársþóknuninni fyrir hverja ferð, sera ekki er lokið, kr. 2500 fyrir millilandaferð og 2400 krónur fyrir ferð í kringum landið. 17 einhverju sinni við vin þeirra beggja, að gott værí, að eiga Schatherton að ef maður væri í vandræðum, en ílla væri sér við, að eiga hann að óvin. Hann hafði og óefað rétt að mæla, því að Scahath- erton var einn þeirra manna, sem ryður brott öllurn tálm- unum, sem á vegi hans verða, og hirðir þá lítt um, hvaða tökum beitt er. Hann hafði lengi verið í fjarlægum löndum, en ekki þar, sem ferðamanna straumurinn er vanalega mestur. 1 eyðimörkum, og skógum, Mið-Afríku, var hann á hinn bóginn að líkindum kunnugri, en nokkur annar Norðuráifu-maður, og mánuðum saman hafði hann dvalið í afskekktustu héruðum í Persalandi og í Litlu-Asíu. En fátt eagði hann aí ferðum sínum, og fór dult með það, sem fyrir hann hafði borið, og var það því eigi á vitorði annara, en sjálfs hans, og ef tii vill nokkurra þarlendra manna. Ferðabók hafði hann aldrei ritað, þó að hann hefði óefað frá ýmsu skemmtilegu að segja, og enda þótt hon- um hefðu þrásinnis verið boðin ýms kostakjör í því skyni. Þótti ýmsum þetta ílla farið, bæði vegna almenn- «ngs, og bóka-útgefanda. Schatherton sat, og horfði á stóran, glitrandi gim- stein, sem hékk rétt hjá skrifborðinu hans. Gimstein þenna hafði hafði hann tekið heim með sér, er hann kom síðast úr eyðimörkum Persalands, og Jiafði vinurn hans, er fengið höfðu að sjá hann, þótt mjög rnikið til hans koma. Yar það eigi að eins vegna stærðarinnar, heldur og af því, að gert var ráð fyrir, að hann hlyti að kosta ó- grynnin öll. 6 miðar vel áfram, og pilturinn flækist enn meira og meira í netinu. Hann verður þó sá, er síðast hlær, ef starfið eyði- leggur taugar mínir. Svo er að sjá, sem spegillinn mæli, hve mikið eg reyni á mig. Á hverju kvöldi veiti eg því eptirtekt, að móða sezt á hann, áður en eg lýk dagsverki mínu. Dr. Sinclair — sem virðist vera eins konar sálar- iræðingur — er orðinn svo forvitinn, sakir þess er eg hefi sagt honum, að hann kom í dag, tii að skoða spegilinn. Jeg hafði veitt því eptirtekt, að aptan á speglinum á málminn, voru grafnir mjög gamlir bókstafir. Hann rannsakaði stafina í stækkunargleri, og sýnd- ist letrið loks vera: „Sanc. X. Pal.“ En þetta gjörði oss engu fróðari. Hann ráðlagði mér, að láta spegilinn inn i annað herbergi; en, eins og hann varð að játa, varð speglinum þó eigi um að kenna, hvað að mér gekk. Það em höfuðbækurnar, en ekki spegillinn, sem ætti að leggja frá, ætti mér að verða nokkurrar hvíldar auðið. En nú er eg með áttundu bókina, og miðar því vel áfram. — 13. JANÚAR. — Ef til vill hefði það verið hyggi- legast af mér að taka spegilinn burt, því að mjög kyn- legt var það, sem fyrir mig bar í nótt, er leið. I aðra röndina fannst mér fyrirburðurinn þó svo skemmtilegur, að eg læt spegilinn vera kyrran í gamla staðnum. En hvað átti fyrirburðurinn að þýða?

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.