Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Blaðsíða 6
194 ÞJÓSVILJINN XXIII, 48.-49 „Nú er búið að slá vetrar-rúginn, og binda bann í knippi, Bem reist eru upp til þerris á akrinurn. — Sjá ferðamenn, sem um akbrautina fara, nýstárlega sjón: mannhæðahá kornöm, vax- in í íslenskri mold. — það er talandi vottur þess, hvern árangur jarðræktin getur gefið hér á iandi, ef henni er sómi sýndur, og reynzlu- vísindi nútímans höfð til leiðbeiningar11. Fullum þroska hefir vetrar-rúgur náð, ein teg- und hafra, og nokkrar byggtegundir. Málverkasýning. Ángrímur málari Jónsson hefir í haust haldið sýningu á málverkum sínum á Akureyri. Mannulát. Eins og getið var um í síðasta dt. blaðs vors, andaðist Björn augnalæknir Ól- afsson að heimili bídu í Reykíavik aðfara- nóttina 19. okt. síðastl. Hann var fæddur 11. aprí! 1862, og voru foreldrar hans Ólafur dbrm. Sigurðs- son á Á_si í Skagafjarðarsýslu, og kona hans Sigurlaug Ounnarsdóttir, og þar ólst Björn upp. — Hann tók stúdentspróf í Reykjavíkur lærða skóla vorið 1884, og lauk prófi á læknaskólanum 1888, en sigldi síðan, og nam augnlækningar hjá prófessor dr. Edm. Hansen-Orut, sem hafði mikið orð á sór, sem augnlæknir. — Ept- ir heimkomu sína, gegndi Björn stutta hríð héraðslæknisstörfum í Rangárvalla- sýslu, eptir fráfall Boga heitins Péturs- sonar, en varð aukalæknir á Akranesi 1890. A Akranesi lagði Björn heitinn Ó- lafsson mjög stund á augnlækningar, og lánuðust þær svo vel, að menn sóttu til f hans alls staðar af landinu, og veitti al- þingi 1897 honum því 2000 kr. ársstyrk, til að setjast að sem augnlæknir í Reykja- vík, og gegndi hann þar siðan augnlækn- ingum til dánardægurs, en fór þó á hverju ári. eptir ráðstöfun alþingis, umhverfis land, til þess að gera almenningi, sem hægast fyrir, að vitja sín, sem augnlæknis. Björn heitinn Ólafsson var kvæntur Sigrúnu Isleifsdóttur, síðast prests að Arn- arbæli, er liSr hann, ásamfc tveim dætr- um, sem báðar eru í æsku. Síðustu ár æfinnar hafði Björn verið mjög heilsutæpur, en lá þó að eins fáa daga, áður en hann andaðist. KBYKJAYlK 30. okt. 1000. Veturinn gekk í garð ‘23. þ. m., og snjóaði þá nokkuð á láglendi hér syðra, og jörð alhvít morguninn eptir. — „Vesta“ kom frá útlöndum 20. þ. m. að kvöldi, og með henni nokkurir farþegjar. Ungfrú Guðrún Thorsteinsson frá Hellorúp og stud. mag. Grunnar jEgilson voru 21. þ. m gefin saman í borgaralegt hjónaband hér í kaup- staðnum, og tóku sór far til útlanda með „Ster- liug“ sama dag. „Þjóðv.“ færír ungu hjónunum beztu heilla- óskir. „Sterling“ kom frá Vesturlandi aðfaranótt- ÍDa 20. þ. m., og lagði af stað til útlanda dag- inn eptir. „Flóra“kom norðan um land 20. þ. m. — Hafði skipið hreppt óveður mikil, og missti báta sina, hrakið langt vestur í haf, og sætt áföllum, en komst þó loks inn til Patreksfjarðar. „Ingólfur“ kom frá Austfjörðum aðfaranóttina 21. þ. m., og með skipinu fjöldamargir farþegj- ar ('u™ þrjú hundruð), flest kaupafólk frá Aust- fjörðum. Skipið lagði af stað til útlanda, vestur og norður um land, 22. þ. m. Jarðarför frú Idu Halldórsdótbur, prestsfrúar á Útskálum, fór fram hér í dómkirkjunni 23. þ. m., og flutti Jens prófastur Pálsson í Görðum líkræðuna. Frú Ida var fædd í Reykj ivík 2. júní >859, og eignuðust þau bjónin, hún og síra Kristinn Daníelsson á Útskálum, alls sex börn, og eru fimm þeirra á lífi, eins og getið vat- í síðasta nr. blaðs vors. 21. þ. m. veitti bæjarstjórnin 45 gamalmenn- um styrk úr alþýðustyrktarsjóði (42 kvennmönn- um og 3 karlmönnum.) „Ceres“ kom loks frá útlöndum, norðan jog vestan um land, aðfaranóttina 23. þ. m. — Með- al farþegja voru: Jón alþm. Jónsson frá Múla, Jón skraddari Féldsted, Guðm. kaupmaður Böðv- grsson o. fl. — Skipið átti að koma hingað 12. okt., en hafði tafizt mjög, sakir óveðra einkum á Skagafirði. Meðal farþegja, er fóru með „Sterling“ til útlanda, voru: Aage Möller, stórkaupmaður, Árni Riis, verzlúnarfulltrúi, verzlunarmennirnir Árni Einarsson og Ragnar Þorsteinsson, cand. jur. Griiðm. Sveinbjörnsson, og frú hans, ungfrú Helga Þórðardóttir frá Hói, Chr. Níelsen, umboðssali, Ólafur kaupmaður Ólafsson, og frú hans, Philip- sen, forstjóri steinolíufélagsins, o. fl. JarðarförBjörns heitins Ólafssonar. augnlækn- is, fór fram hér í kaupstaðnum þriðjudaginn 26. þ. m. — Sira G-ísli Skúlason á Litla-Hrauni, svili hins látna, flutti húskveðju á heimili hans, en síra Jóhann Þorkelsson flutti ræðu í dómkirkj- unni. 9 Það er hvíldin, sem eg tók mór í einn dag, sem veldur því, að eg só ekki sýnÍDa. Mér þætti gaman að vita, hvort eg verð þess nokkuru sinni vísari, hvað hún átti að þýða! í kvöld rannsakaði jeg spegilinn að nýju í sterku ljósi, og tókst mér þá, auk orðanna: „Sanc. X. Pal.“, að verða var við einhver teikn, eða skjaldarmerki, sem ó- ljóst sáust á silfur umgjörðinni, og hljóta þau að vera frá mjög gamalli tíð, þar sem þau eru nálega alveg máð af. Að því er eg bezt gat séð, voru það þrjú spjóts- blöð, tvö ofar, og eitt neðar. Jeg sýni lækninum þetta þegar hann kemur á morgun. — 14 JANÚAR — Nú liður mér mjög vel, og hefi eg fastráðið, að láta ekkert tefja míg, fyr en verkinu er lokið. Jeg sýndi lækDÍnum merkin á speglinum, og var hann sömu skoðunar sem eg, að það væru skjaldarmerki. Honum þýkir gaman að öllu, sem eg segi honum og vill vita allt sem glöggast. A binn bóginn er honum það ríkt í huga, að sjúk- lingi sínum batni, en á hinn bóginn, að jeg, sem mið- ill, geti ráðið gátuna. Hann ráðlagði mér þó, að fá mér, nýjan hvíldartima, en andmælti mór þó eigi að mun, er eg sagði, að það gæti eigi komið til neinna mála, fyr en eg hefði farið yfir tíu höfuðbækur sem eptir væru. — 17. — JANÚAR. — Nú hefi eg ekkert sofið í þrj ár nætur. 14 viljað, að eg minntist á það, en nú hlýddi hann á mig með stakri athygli. „Hefir yður eigi dottið í hug, að þetta væri atburð- ur úr veraldarsögunni?“ spurði bann all-tortryggnislega. Jeg sagði, sem var, að jog væri mjög ílla að mérí veraldarsögu n ni. „Og þór vitið heldur eigi, hvaðan spegillinn er, eða hver hefir átt hann?“ mælti hann enn frernur. „Yitið þér það?“ spurði eg, með því að mór fannst hann leggja sérstaka áherzlu á orð sín. „Jeg skal finna yður seinna i kvöld, og hafa þá eitthvað meðferðis“, svaraði hann. — 8einna. — Hann er nýfarinn hóðan, og ætla eg að rita hór það, sem hann sagði, sem bezt eg man. Hann lagði fyrst nokkrar gamlar, og slitnar, bækur á rúmið mitt. „Lesið þær, er þér hafið tíma, og krapta“, mælti hann, „og er hérna ögn, sem eg hefi ritað til minnis, sem þór getið haft til samanburðar“. „Það er enginn vafi á því, að atburðurinn, sem þór sáuð“, mælti hann enn fremur, „hefir verið morð Rizzio’s, er skozku aðalsmeDniruir myrtu árið 1B66, og lýsing yð- ar á konunni sýnir, að það hefir verið María Stuart. — Það er ekki á að villast; en unglegi, hái maðurinn, hefir verið Darnley, eigÍDmaður hennar. „Rizzio", mælti hann enn frerúur, „segir sagan, að verið liafi i eins konar rauðum silki-slopp, og í dökkrauð- um flauelsbuxum. —■ Hann þreif í kjól Maríu með ann- ari höndinni, en hélt á rýtingi í hinni. — Magri, inn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.