Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Side 4
J92 Þ JÓÐ A.I JLI NN. XXII!., 48.-49. y 8. gr. Samningur þessi gildir fyrir árin 1910 -1919, að báðum árum með- töldurn, evo framarlega sem félagið full- nægir settum skilyrðum og ríkisþing Dan- merkur veitir 40,0o0 kr. á ári sem póst- tillag til að halda uppi póstgufuskipaferð- um til Islands. Eptir fjárhæðinni 10 sinnum 40 þús- und krónur, er stimpilgjaldið fyrir samn- inginn kr. ö5,65, og greiðir hvo" samn- ingsaðili helming þess. Samningur þessi er gerður í 3 sam- ritum, og fá stjórnarráð þau er samning- inginn hafa gert, og sameinaða gufuskipa- fólagið sitt eintakið hvert. Wýjar bœkur. - -o— Kennslubók i dönsku handa byrjendum. — Eptir Jhn ófeigsson og Jóhannes Sigfússon. — Rvík 1909. - - 160 bls. 8—. (Kostnaðarmaður Guðm. Gamal- íelsson). Kennslubók þessi verður tvö bindi, og er það fyrra bindið, eða fyrri hluti bókarinnar, sem nú er komið út. Fremst í bókinni (bls. 1—8) er hljhð- frœðiságrip, því næst málfrœðiságrip (bls. 9—35), þá leskaflar, ýmiskonar, og loks orðasafn aptast í bókinni, miðað við les- kaflana, sem fyr var getið. Eins og tekið er frarn á titilblaðinu, er bókin ætluð byrjendum, og verður ó- efað ýmsum að töluverðum notum, þó hentara sé reyndar, að hafa slíkar bækur í svipuðu formi, sem „100 tímar“ í ensku og fleiri þess kyns bækur eru, þ. e. að láta nemendur læra, og temja, sér ýms samtöl, sero algeng eru í daglegu lífi. Annars er það yfirieitt stakasta fá- sinna, og tíma-eyðsla að iæra erleod tungu- málaf bókum,endalærastþau aldrei til hlýt- ar, nema af lifaudi vörum. — Mörg vinnu- kona, sem verið hefir 1—2 ár í vist í Danmörku eða Bretlandi, er i raun og veru mikið betur að sér í dönsku, eða eosku, en fjöldinn a’lur af skólagengnum raönnum, sem stundað hafa bóklegt nám árlega. Að læra erlená. tungumál á greindan I hátt, ætti því einatt að ganga á undan hinu, að afla sór málfræðislegu þekking- arinnar á málinu af bókum. I þessu tilliti eru konunga og keisara- ættir langc á undan sínum tíma, og stöku menn aðrir, en þó allt of fáir, enda tala konuDgar og konunga-ættmenn, all-optast ýms erlend tungumái, sem sitt eigið. í skólunum, ekki sízt í alrnenna mennta- skólanum, ætti sem allra bráðast að koma á þeirri kennslu-aðforð, sem nú var nefnd, og ætti í því skyni að útvega erlenda raenn, sem að eins væru ráðnir, meðan kennslutíminn stendur yfir, og væri þá heppilegast, er nemendur eru margir i sama bekk, að skipta þeim i smáflokka, svo að hver njóti munnlega samtalsins sem bezt, en láta málfræðisstaglið bíða, unz nemandinn gæti skilið og talað er- lenda tungumálið við hvern, sem er. Til að annast slíka kennslu, ætti alls ekki að nota hórlenda menn hversu lei kn- ir í málinu, sem þeir kunna að vera, þar sem framburður, hnittilegt orðaval, ýms orðtæki o. fl. lærast eigi til neinnar hiýt- ar, nema af vörum þess manns, sem tal- að hefir máiið frá barnæsku, í almenna menntaskólanum víkur þessu svo öfugt við, að þess eru dæmi, að nem- endur, sem skilja og geta talað við er- lendan mann, fá margfalt verri vitnisburð eD hinn nemandinn, sem stendur frammi fyr:r útléudinginum, som mállaus og skiln- ÍDgsL.us, vitnisburðargjöfin eÍDgöngu raið- uð við bóklegt málfræðisstaglið, og svo við hitt, bvort Demandinn getur i svip- inn fundið heppilegt íslenzt orð yfir út- lenda orðið, sem hann þó skilur vel, eða er laginn á að rita útlenda málið lýta lítið. — Slikt er að fara aptan að siðunum, því að engum getur í raun réttri blandazt hugur um, hvor nemandanna, sem hór er átt við, er færari í málinu. Óskandi væri, að stjórn vor, og þeir, sem um skólamál fjalla, tæku þetta mál- eÍDÍ til íhugunar, svo að hætt só að eyða tíma nemenda í vitleysu, svo sem nú á sór stað. — 9 Ifestur-jslendingar hafa ákveðið, að koma á fót ókeypis kennsiu í islenzku í Winnipeg, og eru tildrögin þau, að það hefir eigi sjaldan þótt valda örðugleikum við kristindóms uppfræðslu barna, hve mjög kunnáttu þeirra í íslenzku er ábóta- vant. íslenzku kennsla þessi verður óefað öflug stoð til að haida við íslenzkri tungu, 7 Jeg hygg, að klukkan hafi verið um eitt í nótt, er eg lokaði bókum mínum, og ætlaði að fara, þegar eg sá kvennmann standa fyrir framan mig. Yeran, eða mynd hennar, var lítil, en þó afar-glögg — svo glögg, að hver dráttur sást í andliti hennar, og hver fellÍDg í fatnaðinura. Myndin sást í speglinum vinstra megin, yzt út við röndina, og við hliðina á henni sást óskýr, þokukennd myDd, og get eg þó glöggt greint, að hún var af karl- veru Að baki vera þessara virtust mér og nokkrar aðrar verur vera á breyfingu. Ea það er eigi að eins mynd, sem og só, heldur við- burður, sem er að gerast í raun og veru. Hún drýpur höfði, og skelfur af ótta, og maðurinn, sem hjá henni stendur, virðist og vera skjálfandi. Óglöggu myndirnar að baki þeim hreifast örar. Forvitnin lót allan ótta minn hverfa. Mér þótti fjarska leiðinlegt, að sjá þetta, en vita ekki rneira. Kvennverunni get eg þó lýst mjög greinilega, fjareka fallegur kvennmaður, og mjög ung, ekki eldri en 24—25 ára að því er mér virtist. Hárið var dökkbrúnt, og sló gullnum bjarma á það að neðan. A höfðinu hafði hún dálitla húfu, lagða hnýtling- um, og perlu-eetta. Ennið var mikið, og reyndar meira, en svo, að til prýðis væri, þó að það gerði hana svipmikla. Hún var föl í kinnum, og varirnar fölar. Eptir Guy Robert. (Lauslega þýtt.^ Arthur Schatherton sat i ruggu-stólnum sínum með pípuna í munninum, og vermdi fæturnar við ofninn. Hann sat einn í skrifstofu sinni í húsi sínu í Chury- stræti. Inn í það herbergi höfðu að eins vildustu vinir hans fengið að koma, og þeir voru ekki margir, því að þó hann væri einn þeirra, sem komast í kynni við marga varð hanu þó vinur fárra. Hann var um fertugt, og þeir, sem þekktu hann, töldu hann vera hæfileikamann. Hann var hár vexti, horaður, og grannur. Sólbrunninn var iiann í íraman, og stataði það af lang-vistum í heitu löndunum. Skarpieitur var hann, og eitthvað það i svip hans, er olli því að menn hændust eigi að honum. Dulverton lávarður; sem hafði kynDet honum í fjar- lægum löndum, sem og í félögum í Lundúnum, sagði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.