Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1909, Qupperneq 5
XXin., 48.-49.
JÞ JÓÐY IL JIN N
193
og íslenzku þi'óðerni, roeðal íslendinga í
Yesturheimi, og því mjög roikils um vert,
að bún kemst á fót.
Hjftjtt leikrit hefir Björnstjerne Björn-
son, norska þjóðskáldið, nýlega samið, er
nefnist: nNaar den ny Vin blomstreru,
og verður það sýnt á aðal-ieikhúsinu í
Christianiu í vetur, og að líkindum víðar.
IJönsku hvalveiðafélagi er ver- j
ið að koma á tót í Kaupmannahöfn um
þessar mundir, og ætlar það að reka
hvalaveiðar við vesturströnd Grænlands. j
— Forgöngumenn fyrirtækis þessa eru:
E. Gliichstadt, bankastjóri, o. fl.
Mælt er, að Otto Sverdrwp, norðurfari,
taki að sér stjórn nefnds hvalveiðafélags.
Stofnfé félagsins kvað vera hálf míll-
jón króna, og ætlar það að hafa tvo gufu-
báta til hvalaveiðanna, en hirða aflann á
stóru járnskipi, um 40C0 smálestir að
stærð, í stað þess að hafa hvalveiðastöð
á landi.
„Bjiirg'niiar-lijálma" svo nefuda láta Frakkar
ýmsa af neðansjávar „tundurspillirum11 sínum
hafa meðferðís, svo að hermenn geti bjargað sér
til yfirborðs sjávar, ef illa tekst til.
Tölsku-gildril er nýlega farið að hagnýta i Char-
lotterburg, i grennd við Berlín, sem svo er hag-
að, að rafmagns-straumur drepur rottuna i sama
vetfangi, er hún bitur í agnið.
Yöisku-gildra þessi þykir yfirleitt hafa reynzt
mjög vel.
1 ár voru hundrað ár liðin, síðan fyrst var freist-
að, að fara á loptfari yfir sundið milii Frakk-
lands og Englands.
Sá hét Blanchard, og var frakkneskur maður
er tilraunina gerði. — Hann reyndi og fyrstur
manna að gera loptfar svo úr garði, að því yrði
stýrt,
Sænskur hershöfðingi, Björlin að nafni, er lá
hættulega veikur i Svíþjóð, langt frá Stokkhólmi,
sá í veikindum sínum, í óráði, í siðastl. júní-
mánuði faðfaranóttina 27. júní), að vinur hans,
Beckmann hershöfðingi, er átti heima í Stokkhólmi
var myrtur.
„Gjörðu það ekki!“ kallaði hann í óráðinu,
„heyrið hvellinn i skotunum!11 Hjúkrunarkonan
sem stundaði hann, reyndi á allar lundir, að friða
hann, en þá varð hann gramur, og kaltaði: „Sjá-
ið þér eigi skotreykinn? Jeg sá, er þeir skutu
Beokman hershöfðingja! Sjáði þér ekki blóðið á
götunni?11
Um þetta var sjúklingurinn að þvaðra í ó-
ráðinu alla nóttina, og fullyrti morguninn eptir
er hann hafði fengið ráð og rasnu, að Beckmann
hershöfðingi hefði verið skotinn.
Þegar blöðin komu þá um daginn, datt eigi
lítið ofan yfir hjúkrunarkonuna, er hún las þar,
að svo var, sem sjúklingurinn hafði séð í óráð-
inu. —
Hvanneyrarskólinn.
Bændaskólinn á Hvanneyri var settur 16. okt.
síðastl., og eru nemendur þar tuttugu og sjö að
tölu.
Frá Húsavíkurverzlunarstað
er að trétta all-góðan þorsk- og síldarafla í
septembermánuði.
Úr Suðnr-Þingeyjarsýslu
er „Þjóðv.“ ritað 1. okt. þ. á.: „Heilsufar
gott í sumar. — Grasspretta í betra lagi yfir-
leitt, og byrjað all-snemma að slá; en óþurrkar
og úrkomur, töfðu beyskapinn siðari hluta slátt-
arins, og bættist þó úr, svo að flestir hirtu hey
sín fyrir réttirnar, og munu menn nú almennt
heyaðir með betra móti.
Tíðin ágæt soinni partinn af sept., en hríðar-
ritja fyrst i dag.
Eé i feitara lagi, og eru menn nú að reka
það til „kaupfélaga11, og kaupmanna; verð svipað
sem i fyrra, nema gærur betur borgaðar.
Nokkrar likur til, að ir.enn minnki nokkuð
kaupstaðar-skuldir hér um slóðir, því að féð er
i fleira lagi, reynist vel, og ullarverðið mik-
ið hærra, en í fyrra. — Svo hafa menn og gert
samtök um, að spara ýms kaup að þessu sinni11.
Cand. med. Magnús Pétursson
er nýlega orðinn aðstoðarlæknir við Eyrarsunds-
spítala í Kaupmannahöfn ("„Öresundshospital11).
Samábyrgðarstjóri.
Verzlunarstjóri Jón Gunnarsson í Hafnarfirði er
skipaður sam-ábyrgðarstjóri við samábyrgð is-
lenzkra fiskisKÍpa, sem koma skal á stofn, shr.
lög 20. júli 1909.
Um sýslan þessa sótt.u, auk haDs: bískups-
ritari krni Jóhannsson, cand. Einar Gunnarssm,
verzlunarstjóri Ingólfur Jónsson í Stykkishólmi,
Jón A. Egilsson, fyr kaupmaður, fyrrum verzl-
unarstjóri Jón Lnxdal, Matthías skipherra Þörð-
son, iSigfús kaupmaður Bergmann í Hafnarfirði,
og sýslumaður Siqurður Eggerz.
íslenzku glímnmennirnir,
Jóhannes Jósefsson, og lagsbræður bans, hafa
nýlega sýnt iþrótt sina i Berlín, og hvað þar
mikið hafa þótt koma til islenzku glímunnar.
Erá Berlín ætla þeir félagar, til Pétursborg-
ar, til að sína þar íþrótt sína.
Kornyrkja á Norðurlandi.
Ræktunarfélag Norðurlands hefir gert tilraun.
rceð kornyrkju tvö siðastil. ár.
Um þetta farast „Norðurlandi11, orð á þessa
leið:
15
eygði maðurinn hefir verið Ruthven, sem var ný staðinn
upp úr þuDgri legu“.
„Já, en hvers vegna birtist mér þessi sýD?u mælti
eg, alveg utan við mig. „Hví birtist hún mér frernur
en einhverjum öðrum?“
„Af því að veikindi yðar gerðu yður móttækilegan
fyrir áhrifin, og af því að atvikum hagaði svo, að þér
voruð eigandi spegilsins“.
Spegillinn! Þér ímyndið yður þá, að hann hafi ver-
ið í eign Maríu Stuart — hangið í herberginu, þar sem
þetta hryllilega morð var frainið?u
„Jeg er alveg sannfærður um, að það befir verið
spegillinn hennar“, svaraði læknirinn. „Hún hafði verið
drottning í Frakklandi, áður en hún tók við ríkisstjórn í
Skotlandi, og því hefir verið fangamark frakknesku kon-
ungsættarinnar á munum hennar, er eigi voru ríkiseign,
og það, sern yður virtust vera þrjú spjótsblöð, hafa verið
liljurnar í merki Frakkakonungs“.
„En letrið?“
„Sanc. X. Pal.“ mælti læknirinn. „Það verðið þér
að skilja, sem styttiugu i stað orðanna „sanctæ crucis
palatium“ (höll krossins helga), sem rispað hefir verið á
spegilinn, til að sýna, hvaðan hann væri.
„Holyrood?u* mælti jeg.
.,Já, einmitt!u svaraði læknirinn. „Spegillinn yðar
er frá Holyrood. — Merkur atburður hefir borið fyriryð-
nr, og þér hafið komizt klakklaust frá þessu. — Nú vona
eg, að þér gætið yðar mun betur eptirleiðis.
*) „Holyrood11 er nafn hallar í Edinborg, þar sem Marfa
Stuart bjó, og Rizzio var myrtur.
8
Yfirleitt bar allt vfirlit hennar vott um megnustu
sálar-angist.
Hún var í svörtum flauelsfötum, og bar gljáandi
gimstein á brjóstinu, en gull-krossmark í kjólfellingunum.
Svona var konunni háttað, sem í silfurspeglin-
um sást.
Hvaða voða-atburður getur hafa valdið því, að mynd
hennar sást enn i speglinum?
Yinstra megin nóðariega á svarta kjólnum hennar
sá eg eitthvað, er mér í fyrstu var óljóst hvað var, en
sem eg síðar sá, að var karlmannshönd, er hélt þar
dauðahaldi; en að öðru leyti sást karlmaðurinn að eins
sem í þoku.
Það var auðsætt, að einhver voða viðburður var að
gerast, og að maðurinn var afskaplega hræddur.
En hvað hefir gert hann svona hræddan? Hví gríp-
ur hann dauðahaldi í kjólinn?
Það hljóta að vera verurnar, sem eru á ferð-
inni að baki þeirra, sem hræðslu mannsins valda!
Jeg gat eigi slitið hugann frá þessu, og starði því
á myndirnar, eins og eg væri í leikhúsi.
Meira, en þegar er getið, sá jeg þó ekki, því að
myndirnar tóku nú að gjörast æ óglöggari og óglöggari,
og hurfu að lokum.
Nú segir læknirinn, að eg verði að taka mér eins
dags hvild frá störfura, og það get eg leyft mér, þar sem
starfinu hefir miðað vel áfram.
Það er alveg auðsætt, að það, hvort eg sé sýnina,
eður eigi, fer eptir veikleika tauga minna, því í kvöld hefi
eg setið í heilan kl.tíma fyrir framan spegiliun, og star-
að, en þó ekki komið auga á neitt.