Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Qupperneq 3
XXIII, 52.-5.8
Þjóðviljinn
207
vaningsleg og lítils verð, eins og barna-
fitl. Viðeyjarstofan tnun vera eízta hús,
eem uppi steudur, en hún var reist á
miðri 18. öld. Af mannvirkium fyrri
tíma manna er ekkert eptir, annað en
bjagaðar steinaraðir niðri í moldinni. Eng-
inn veit, hvar Vífill reisti bú í Vífils-
staðalandi fyrir þúsuDd árum. Frá land-
námstíð er ekkert mannvirki til, er nái
upp úr grasrótinni.
Erum við föðurbetruDgar? Skyldu
mörg okkar mannvirki geta staðizt tim-
ans tönn í þúsund ár?
Við vitum vel hvað verða mun; áður
en þessi nýrunna öld er liðinn á enda,
verða öll torfhúsin okkar fallin og ekk-
ert eptir af timburhúsunum nema þá fá-
einir kumbaldar, grautfúnir, skakkir og
skældir, okkur til skammar. Og þessi
fáu steinhús, sem til efu — þau kunnu
að geta staðið af sér eina eða tvær aldir
sum þeirra, ef vel lætur.
En að 500 árum liðnum, eða 1000 ár-
um liðnum — hvað verður þá eptir?
Jeg veit eitt hús og ekki nema eitt,
sem vænta má, að geti staðið í 1000 ár.
Við höldum í dag upprisuhátíð hússins,
upprisuhátíð heilsuhælisins á Vifilsstöðum.
Jafntraust hús hefir aldrei verið reist hér
á landi; það stendur á klöpp og er allt
ein klöpp, í hólf og gólf, eiu steinstorka,
svo trygg og traust, að henni er eflaust
óhætt í þúsund ár, ef jörðin skekur hana
ekki af sér, eða niðiar okkar hætta að
unna henni sóma og viðhalds.
Við metum hverja kynslóð þjóðarinn-
ar eptir því, hvað hún hefir unnið og af-
rekað til sóma, eða skammar, fyrir sjálfa i
sig, til heiila, eða tjóns, fyrir niðja sína.
Þegar aldir líða og við verðum lagðir
á metin, mun það akki bregðast, að okk-
ur, þessari aldamóta-kynslóð, verður talið
til gildis, og má vera það mest til gildis,
að við höfum reist þetta heilsuhæli. En
það mun ekki verða talinn mestur sóm-
inn, að húsið er traust, heidur hitt, að
j íslenzk alþýða réðist í þetta þrekvirki af
frjálsum vilja án lagaboðs, af heitri og
einlægri ást á ættjörð sinni og viturlegri
fyrirhyggju og uroönnuD fyrir komandi
kynslóðum.
Við höfum að undanförnu hugsað og
talað ósköpin öll um alls konar réttindi,
bæði þjóðarréttindi og réttindi hvers manns,
karls og konu í þjóðfélaginu.
Við höfum sjaldan minnst á skyldurn-
ar — því miður.
Beztu menn þjóðfélagsins eru ekki
! beir sem rnest hugsa um réttindi sín.
Beztu menn hverrar þjóðar eru þeir,
; sem mest hugsa um skyldur sínar við
þjóðfélagið.
Heilsuhælið er einn hinn fegursti af-
springur íslenzkrar ættjarðarástar.
En margir spá því, að hann muni
visna og deyja.
Þess vegna er heilsuhælið hættulegt
tiltæki, afar-hættulegt.
Hvers vegna?
Af því að allar framtíðarvonir hvers
íslenzks manns spretta upp af þeirri trú
og sannfæringu, að þjóðin í heild sinni
| elski ættjörð sína.
------v- ~ ----- ----------f
En ef það sannast, að alþýða manna
fæst ekki til að leggja neitt i sölurnar af
frjálsum vilja landinu til viðreisnar, jafn
vel ekki svo tnikið, að nemi árlega 2 kr.
á hvert heimili á landinu, — ef þetta sann-
ast, þá er hætt við að margir missi trúna
á framtíð landsins.
Sú þjóð sem ekki elskar land sitt, á
sér enga framtíðarvon, en ástina jverður
að sína í verkunum, engu síður en trúna.
Þess vegna er þetta mál mjög alvar-
legt íhugunarefni fyrir íslenzku þjóðina.
Heilsuhælið er eins konar eldraun ís-
lenzkrar þjóðar, þeirrar kynslóðar sem nú
er uppi.
Vér treystum því, að ættjarðarást þjóð-
arinnar standist þessa eldraun.
18. dag nóvembermánaðar 1906 var
heilsuhælisfélagið stofnað.
3 ár eru liðin. Nú er aptur 13. nóv-
ember,og nú er heilsuhælið komið und-
ir þak.
Farnist því vel — Þessu veglega
minnismerki núiifandi kynslóðar; standi
það heilt á hófi öld eptir öld í þúsund
ár, verði það jafnan athvarf þeirra sem
sjúkir og bágstaddir eru, gefi það gæfan
að húsið standi óhaggað 13. nóv. 2909 og
þá verði uppi íslenzkir menn, okkar niðj-
ar, er minnst geti raeð fögnuði umliðinna
alda, en ekki með barmi, eins og við
hljótum að gera.
Sú er okkar ósk. Það er drengileg
ósk. Við vitum að það er ósk allrar þjóð-
arinnar. Lifum því og störfum í þeirri
von, að hún rætist.
43
Með sjálfum sér vildi hann þó alls ekki við þetta
kannaet“.
Á hinD bóginn duldist honum þó eigi, að hann var
orðinn töluvert bjartsýnni, en hann hafði verið.
Ea nú heyrði hann, að Bertie var á ferðinni, og
lagði því trá sér myndina.
„Er Márehesa farin?“ mælti hann. „Svo var um
talað, að við hittumst hér. —- En hún kemur þá liklega
bráðum!“
Rétt á eptir kom unga stúlkan aptur, og Prescott
setti þá mynd hennar á vinnuborð sitt.
Hún starði á myndina, mjög hrifin.
„llún er ágæt!“ mælti hún, „eða svo virðist mér“.
„Sýnist yður það?“ mælti Prescott, fremur stuttur
i spuna.
„En er myndin nú eigi laglegri, en jeg er?“ mælti
hún enn fremur.
„Nei, það er hún ekki!“ mælti hann. „í rauD og
veru eruð þér miklu fegri, en eg hefi getað gert, yður á
myndinnni“.
Roðinn læddist fram í kinnar henni; og hún leit
hann þeiin augum, er eigi lýstu að eins þakklátsemi held-
tir og enn æðri tilfinningu, sem^Preseott áttaði sig þegar
fyllilega ó, og svaraði á svipaðan hátt.
„Standið augnablik í sörou sporum, sem nú!“ mælti
Proscott.
Hún hlýddi, og hélt hann þá áfrm að 'mála, og var
sem hena veitti henni þá alls enga eptirtekt.
Unga stúlkan fór nú að svipast uHg. í herberginu,
og virti fyrir sér ýmsa menjagripi, sem þar voru inni.
En allt í einu rak hún upp dálítið vein.
32
Schatherton hrökk aptur á bak, en um seinan, með
því að járnklumpurinn féll ofan á öxlina á honum.
Hann hafði frelsað líf manns þess, er hann vildi
myrða, en fallið í sina eigin gildru.
Sagan má nú heita á enda.
Læknarnir gáfu honum þegar litla von um‘ að lífi
hans yrði borgið.
Hann raknaði að vísu við til meðvitundar, en mælt-
ist til þess, að enginn ætti tal við sig.
Eptír þungbærar þjáuingar í viku, losaði dauðinn
haon að lokum úr hinum jarðneska harmadal.
Spádómurinn, er stóð í sambandi við „Khorbeyan“-
gimsteininn hafði rætzt.
Hálfum mánuði eptir fráfall Sehatherton’s var Teward
lagður af stáð til Teheran, og hafði gimsteininn með sér
Gimstein, sem í hans augum var margfalt dýrmæt-
ari, átti hann í vændum, er hann kæmi heim aptur. —