Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1909, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1909, Page 3
XXIII., 54.—55. JÓÐ Y Ii JIN N 115 2. Sparisjóður bankans hefir ekki verið „gerður upp“, sem svo er kallað, 8—9 ár sainfieytt, þ. e. ekki aðgætt, hvort reikniugum sparisjóðseigenda í höfuðbók um bankans ber heim við sparisjóðsbæk- urnar. Það hefir orðið uppvíst um tölu- verða skekkju þar eða skekkjur, en ó- rannsakað, hvort þær eru fleiri. 3. Mikill hluti víxillána hefir verið veittur ólöglega, ýmist með þeim bætti, að það hefir gert einn maður i bf.nka- stjórninni, í stað 2 minnst eða að alls enginn úr bankastjórninni befir gert það, heldur aðrir menn, sem höfðu hvorki neina lagaheimild til þess né bankastjórnin neina heimild til að selja í hendur vald til þess. Hún getur ekki slept því valdi við á- byrgðarlausa menn. Þannig til komnir víxlar, keyptir af öðrum en bankastjórn- inni, voru 25. okt. i haust til dæmis að taka 260—70 að tölu, fyrir 140 þús. kr. Munnmælasaga um, að þetta séu allt smá- víxlar, allir lægri en 300 kr., en svo smáa víxla hafi bankastjórnin veitt þessum mönnum heimild til að kaupa að banka- stjórninni fornspurðri, hefir ekkert við að styðjast, heldur er tiibúin eptir á, til blekkingar, með því að í fyrsta lagi eru þeir mjög margir miklum mun hærri, sumir stórkostlega miklum mun, enda heimildarleysið fyrir þvi ráðlagi jafngilt um smáa víxla sem stóra, auk þess sem ekkert eptirlit hefir verið haft með því, hvort slíkri reglu hefir verið fylgt, ef til hefði verið, enda ókleift að gera það, þeg- ar frá líður. 4. Lög og reglur um lán gegn sjálf- skuldarábyrgð hafa verið margfaldlega brotin. Bankastjórnin sjálf viðurkennt, að slik lán hafi verið veitt og tryggingin á- kveðin af.einum úr bankastjórninni, sem sé framkvæmdarstjóra, í stað hennarallr- ar eða meiri hluta hennar. Gæzlustjórar hafa vitað um þetta, og ekkert skipt sór af. Sjálfskuldarábyrgðarlánin hafa verið yfirleitt rajög vanrækt árum saman, hvorki séð um að ná inn vöxtum né sfborgun, þótt dregist hufi langt fram yfir gjald- daga, ekki gengið eptir þeim árum sam- an, þótt tryggingin hafi bersýnilega stór um rýrnað eður og verið mjög léleg að upphafi. Yíxillán og sjálfskuldarábyrgðar opt veitt mönnum sem aflir vissu að ekki áttu fyrir skuldum, og jafn vel voru í vanskilum við bankann Eu „ábyrgðar- hestunum“ engin miakunn sýnd. Sú regla böfð í bankanum, að lýsa ekki sjálfskuld- arábyrgðum í bú ábyrgðarmanna; og lýsir það frámunalegii vauþekking á öllum sjélfdíuldarábyrgðum og grundvallarregl- um fyrir þeim. 6. Skuldheimtulögsóknir marg opt stórum misráðnar. Ekki hirt um þær fyr en komið er í óefni einmitt fyrir óreglu bankastjórnar, í stað þess að reyna að komast að samningum í tíma. Fleygt þá í málfærslumenn í einni dembu — einu sinni 150,000 krónum. 6. Lántökuheimildir vantar opt (frá félögum m, m.). 7. Ýmsar bækur, eem eru bankastjórn- inni bráðnauðsynlegar, þótt ekki snerti | beint reikningshaldið sjálft, i mestu ó- ■■* reiðu, sumar alls akki haldnar síðan 1907, fyr en nú eptir beinni áskorun nefndar- innar. Reikningsbókfærslan sjálf auk þess alls ekki óaðfÍDnanleg. Yfir höfuð virtist nefndinni banka- stjórnin þekkja nauðalítið til einstakra atriða í bankanum, og má geta nærri, hverjar afleiðingar slikt hefir. Þessi upptalning er, eins og fyr segir, ekki nema dœmi ekki nema sýnishorn. Sunit af því, sem hér er ótalið, er eptir eðli sínu þannig vaxið, að það getur ver- ið ábyrgðarhluti fyrir landsstjórnina að gera það eða láta gera heyrin kunnugt að svo stöddu“. ii pörn gœzlustjóranna. sem dags. er 23. nóv. þ. á., og er hún svo látandi: riI a 1 íuennings. Ráðherra íslands hefir vikið okkur úr i gæzlustjórastöðu við landsbankann. Hann hefir gert þetta án þess að gefa okkur til vitundar, hvað fundið er að starfi okkar. En hann, ráðherrann, sakar okkur um margvíslega, megna og óaf- í sakanlega óreglu í starfsemi okkar við J stjórn bankans og frámunalega lélegt ept- irlit með honum. Þessi ákæra er alveg órökstudd, enda staðhæfum við, að hún sé allsendis raka- laus. Almenningi er nokkuð kunnugt um starfsemi okkar í bankanum. Yið höfum 55 Hann kenndi sig eDgan mann til þess, að taka til starfa, eins og hann bafði ætlað sér. Það var annars kynlegt, að þessi gömlu sár skyldu ýfast upp að nýju, að löngum tíma liðnum. Jeanne hafði hann nú reyndar aldrei gleyœt fyllilega. Og nú rifjuðust umliðnu tímarnir upp fyrir honum, og alls staðar í herberginu fannst honum hann finna lykt- ina af ilmvatninu hennar. „Jeg verð vitlaus!M mælti hann loks upp hátt. Hann lagði nú hringinn frá sér, og með því að hann kenndi sig engan mann til þess, að starfa neitt, slökkti hann Ijósið, og fór að hátta. í svefnherberginu var allt, eins og hann hafði skil- ið við það, nema hvað gluggatjaldaböndin voru undin öðru vísi um knappinn, en vant var — á samahátt, sem hann hafði séð Jeanne gera fyrir fimmtán árum. Hann hafði opt strítt henni, af því að hún vatt gluggatjöldin á þann hátt, sem nú var gjört. Veslings JeaDne! Henni féll nú bezt, að baga því þannig. En er hann var að koma þessu í lag, sá hann ljós skína gegnum skráargatið á hurðinni, sem vissi inn í verkstofuna. Það gat því eigi hjá því farið, að ljós væri þar inni. Það fór hrollur um hann allan, en brátt taldi hann þetta þó heimsku eina. Hann fór i síðsloppinn sinn, sem legið -hafði á stól- bríkinni, og lauk upp hurðinni. Gagnstætt því, er hann átti von á, var ljós þar inni, og gluggatjöld fyrir gluggunum. 44 Prescott stóð upp, og sá þá, að hún stóð í grennd við vopn nokkur, er voru frá austurlöndum, og hélt um fingurna, eins og hún hefði skorið sig. Preseott hljóp til hennar, og þreif í handlegginn á henni. „Þér hafið skorið yður!“ mælti hann. „Á hverju skáruð þér yður?“ Þetta mælti hann í mjög alvarlegum róm, rétt eins skólakennari væri að tala við óhlýðið barn. Hún hélt fast um fingurinn á sér og benti á odd- mjóa ör. Hann varð náfölur, greip í fingurinn á henni, og hélt honum upp að Ijósinu. „Getið þér þolað sársaukanD?“ mælti hann. „Það verðið þór að geta, því að jeg verð að skera hér burt stykki! Verið óhrædd! Orin var eitruð!“ Hún einblíndi á hann. „Var hún það?“ mælti hún. „Þá verð eg að sætta mig við það“. „Setjist niður!“ mælti hann, all-skjálfraddaður, um leið og hann greip hnífinn. Hún hreifði sig eigi, fyr en hnífsoddurinn kom við hana. Þá mælti hún: „Það var reyndar eigi örin, heldur spjótið, sem ee skar mig á“. Hann leit á hana, og sá hún, að svitadroparnir runnu niður eptir enninu á honum. „Guði sé lof!“ mælti hann. „Vitið þér þetta með vissu ?“ Hún játti því. „Eu hvað mér þykir' vænt um það“, mælti hannT „Það hefði getað verið um seinan“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.