Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.12.1909, Blaðsíða 5
XXIII, 54—55. Þjóbvil JIN s 217 hefði framkvæmdarsfcjóri ekki heimild til þess að veita uokkurt lán upp á sitt ein- dæmi. En þ etta er ekki rétt, því að sam- j kvæmt lögum og reglugerð bankans og reglu þðirri, er fylgt hefir verið frá því hann var stofnaður, hefir framkvæmdar- stjóri vald til þessa. Önnur atriði, er nefndin kann að hafa drepið á við okkur, teljum við ekki máli skipta. Reykjavík*23. nóvbr. 1909. Eiríkur Briem. Kristján Jánsson. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Kaupmannahöfh 26. nóv. 1909. Frá Danmörku. Áreiðanlegt er nú talið, að fyrverandi ráðherrum Christensen og Berg verði stefnfc fyrir ríkisrétt. (Að því er símfregn þessa snertir, vís- nm vér til útlendu fróttanna í þessu nr. blaðs vors. — má af henni ráða; að meiri hluti fólksþingsins sé orðinn þessu áformi Xa/íie-ráðaneytisins samþykkur. Af pólitiskum ástæðum hafa sum dönsk blöð gert mikinn úlfaþyt út af þvi, að greindum ráðherrum hafi verið eitthvað kunnugfc, eða haffc grun um fjárbrall Al- bertPs, og þó eigi tekið í taumana, meðan hann sat í ráðherrasæti, ásamt þeim. Pólitiskt flokksfylgí, og löngun, til að hnekkja pólitiskum andstæðingura, veld- ur því og óefað mestmegnis, verði þeim stefnt fyrir ríkisrétt, þótt sigurvonin að j því tiltæki sé líklega fremur hæpin). ■ ’ W) \ • Björnstjerne Björnsson. Norska þjóðskáldið Björnstjerne Bj'örns- \ son er fárveikur. — Hefir fengið slag, j og veikin afleiðíngar þess. Frá Bretlandi. Landsdowne, lávarður og ráðherra, krefst þess, að kosningar sóu látnar fara fram, áður en fjárlögin séu samþykkfc. (Að því er símfregn þessa snertir, vís- um vór til útlendu fréttanna í þessu nr. blaðs vors. Frá Bandaríkum. Ríkisdómurinn í Miunesota hefir ónýtt dóm, sem gert hafði Standard-olíufélag- inu töluverð fjárútlát. ^Mötmælafundur^. „Mótmælafundur“ svo nefndur var haldinn á Lækjartorgi hér {Kaupstaðnum sunnudaginn 28. nóv. þ. á. kl. 3. e. h. Hafði þá um morguninn verið fest upp hér og hvar um bæinn svo látandi áskorun, er nokkr- ir bæjarhúar, flestir úr „heimastiórnarliðinu11, eða þvi sinnandi, höfðu ritað undir; „Vér undirritaðir skorum hér með á alla, konur, sem karla, er mótmæla vilja hinn, forsvaranlegu meðferð ráðherra á landsbank. anum, og forstjórum hans, að koma saman á Lœkjartorgi i dag, sunnudaginn 28. nóv. kl . 3 síðdegis11. Á ákveðnum fundartíma safnaðist þar saman múgur og margmenni; og sté bæjarfulltrúi Knwd Zimsen þar í ræðustól, fór hörðum orðum um ofangreinda 'stjórnarráðstöfun, og skoraði á mann- fjöldann, að samþykkja svo fellda ályktun, er færð yrði ráðherra samstundis: > i' j<< , js-v ' „Fundurinn mótmælir Birni Jónssyni, ráð- herra, gagnvart Landsbankanum, fog lands- bankastjórninni, telur atferli hans ótyrirleitna misheiting á valdi sinu inn á við, og óþolandi lítilsvirðing á sæmd og hagsmunum íslands út á við, og talandi vott um það, að honuiu sé ekki trúandi f.yrir því embætti, sem hann hefir á hendi. Þess vegna krefst fundurinn þess að hann leggi þegar niður ráðherraemhættið11. Var svo látið heita, sem áskorun þessi væri samþykkt með lófataki, þó að um enga reglu- hundna atkvæðisgreiðslu gæti auðvitað verið að ræða, þar sem saman var kominn slíkur mann- fjöldi. Var alþm. 7dni Jónssyni frá Múla falið, að skýra ráðherra frá fundarályktuninni. og gekk mannfjöldinn, karlar, konur unglingar og börn, síðan rakleiðis til hústaðar ráðherra í Tjarnar- götu. Þusti þangað mannfjöldi þess utan. Hve fjölmennur hópurinn varð alls, er safnað- ist umhverfis hús ráðherra, og í götunum þar f grenndinni, skulum vér ekkert fullyrða um. — Blaðið „Revkjavik11 gizkar á 7000, en „ísafold“ á allt að 4000, og er hvorttveggja talan líklega jafn óábyggileg. Ollum var, eins og gengur, forvitni á að vita hvað gerðist, og verður því ekkert sagt um það með vissu, hversu margir voru þar í forvitnis skynl eingöngu — liklega mikill meiri hlut.i —, hve margir ályktuninni sinnandi, og hve margir henni móthverfir. Hitt er á hinn bóginn áreiðanlegt, að háðir höfðu haft liðsafnað, og gert sér far um, að verða sem allra ijölmennastir; helztu forsprakk- ar „heimastjórnarliðsins11, og nánustu kunningj- ar ráðherra. Lögregluliðið hafði skipað sér á tröppurnar sem liggja upp í ráðherrabústaðinn, og segir „ísafold11 það þó eigi hafa verið að beiðni ráð- 53 Mjög svo forviða hlýddi hann á spurningar Englendings- ins, og kvaðst þora að svorja, að enginn hefði komið inn í herbergið, og að eigi hefði verið brugðið upp ljósi í verkstofunni. Á hinn bóginn hefði verið ljós á verkstæði því sem hr. Lefranc hagnýtir. „Það eru ekki liðnar fimm mínútur, síðan eg gekk fram hjá dyrunum hérna, og þá var koldimmt í herberg- inu“ mælti bann. En hann kvaðst skyldi inna Lefranc eptir því, hvort hann hefði séð nokkurn fara inn í herbergið, eða séð þar ljós Húsráðandinn gekk nú út, til að inna eptir þessu en málarinn fór að láta hlerana fyrir gluggana. En er hann hafði lokið því, og sneri sér við, tók hann eptir þvi að á gólfinu, rétt hjá útskornum eikarstól, sást dálítil, rauðleit ljósrák. Hann kraup á kné, og sýndist honum þá augu sem úr logandi báli kæmu, einblína á sig. Þetta minnti hann á kynlegan viðburð úr lífi hans, °g kippti hann höndinni ósjálfrátfc að sér. Hann hló, beygði sig aptur, og sýndist þá ljósrák- in hverfa i svip. Loks veitti hann því þó eptirtekt, að ljósrákin staf- aði frá steinhringi, sem lá á gólfinu, og brá honum þá eýnilega. Hann tók upp liringinn en það kom hristingur á höndina á honum, svo að hann datt á gólfið aptur. Hann tók hringinn upp, og varð þá áptur, sem hann hafði átt að sér, enda heyrði hann húsráðanda koma. Hringinn lagði hann á borðið, og þar var hann, er húsráðandi kom inn. 46 „Kn viljið þér þola súrt og sætt með mér?u mælti hann enn fremur. „Jeg skal vera yður góður, eins góð- ur, eins og nokkur maður getur verið —“ Hann kraup á kné, og greip í aðra höndina á henni „Jeg vil lifa fyrir yður, starfa fyrir yður, og elska yður, meðan æfin endist! Æ, talaðu við mig, elskan mín. Jeg endurtek það, að eg ann yður — elska yður!“ Hún lypti upp hinni hendinni, og lagði hana þýð- lega á höfuðið á honum. Hann kippti henni upp úr stólnum, og þrýsti henni að brjósti sér. Ástin skein út úr augum þeirra beggja, og hann þrýsti heitum kossi á varir hennar. Það varð nú þögn, þögn, sera hafði meira að þýða, en með orðum verði lýst. Loks sagði hún í hálfum hljóðum: „Það getur nú reyndar verið, að við verðum ekki mjög fátæk, því að þrátt fyrir alla galla frúarinnar, þá er hún þó brjóstgjóð! Hún styður að þvi, að þú verður frægur, og það verðurðu nú auðvitað, hvort sem er, ástin mín! En — brjóstgóð er hún!u „Segðu það aptur, sem þú sagðiru, mælti hann, „og þá kyssi eg þig!“ „Hún verður okkur góð stoð“, mælti hún. „Nei; betra er að reiða sig ekki á hanau, mælti Pre- scott. „Henni líkaði ekki vel myndin, skildist mér“. „Hún er þó mjög lík“, mælti Maríetta, „eins lík henni, eins og min mynd er mér. — En þú lézt mig snúa að vinstri kinninni, er þú málaðir myndina af mér“. HaHB tók í höndina á henni, sem hún hafði borið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.