Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Blaðsíða 2
222 Þjóbviljtnn. XXII r, 56. ítalía. ítalakur hershöfðingi, Asanarí að naíni, hélt nýlega ræðu í borginni Breseía, og taldí Austuríkismenn verstu andmenn Itala. — Kvað hann Itali, sem háðir væru yfirráðum Austurríkis- manna, þrá þá stund, er þeir losnunðu. og víst væri um það, að Yidor konur ur Emanuel hefði þettanauðsynjamálþeirra í hug. Spann. I borginni Las Palmas á kanar- isku eyjunum kviknaði ný skeð í púð- urbirgðum, og biðu tveir menn bana, en níu urðu sárir. Bandaríkin. Járnbrautarslys varð í nóv., hlekktist á járnbrautarle9t, sem var á leiðinní frá Scattle, og biðu 6 menn bana, en 150 hlutu meiðsli, meiri eða minni. 478 menn fórust alls við námu- slysið í grennd við Cherry í Illínois. — Sumum eiginkonum þeirra, er dóu varð svo mikið um slysfarirnar, að aptra varð því með valdi, að þær steyptu sór ofan í logandi námuna. Þegar kunnugt varð um dóminn í málinu gegn Standard Oil fólaginu, féllu hlutabréf félagsíns í verði ura Dr. Cook, norðurheimsskautsfarinn, kvað hafa verið lasinn um hríð, og ætla að dvelja á Ítalíu sér til heilsubóta, og rita þar um heimskautaför sína. — — — Argentína. I borginnL Buenos Ayres varpaði tvítugur stjórnleysingi nýlega sprengivél undir vagn, sem Falcon lög- reglustjóri. og skrifari hans, sátu í, og hlutu þeir báðir sár, er leiddu þá til bana. — — — Brazilía. í San Paolo var ný skeð varpað tundurvél, er olli stór-húsbruna- og brunnu 12 menn inni. — — — Marocco. Herlið soldáns hefir ný skeð farið all-miklar ófarir fyrir uppreisnar, flokkum, er Mulay Kebir stýrir. — — Indland. Þegar Minto, vara-konung- ur á Indlandi, ók ný skeð um eina af götunum í Ahmadabad, sprakk tundur- vól rétt hjá pagni hans. — Maður, sem var þar á gangi, missti aðra höndina. Þegar vagninn var kominn nokkru lengra, var úr mannþyrpingunni varpað tveim spjótum á eptir vagninum, og særði annað þeirra, liðsforingja sem bar sólhlíf, til að skýla frú vara-konungsins. Þykir Bretum slíkar fregnir bera votfc um óvildarhug Indverja gegn brezkum yfirráðum. ískorunarskjalið. —0— Eins og getið er um í þessu nr. blaðs vors, hafa nokkrir menn úr andstæðinga- flokki núverandi stjórnar — fyrverandi ráðherra H. Hafstein o. fl. þingmenn — sent áskorunarskjöl í öll hóruð landsins, þar sern skorað er á menn, að lýsa van- þóknun á ráðherranum, og skora á hann, að víkja þegar úr embætti, sakir aðgjörða hans, að því er til Landsbankans kemur. Vér minnumst þess í þessu sambandi að í ráðherratíð H. Hafstein’s kom það nokkrum sinnum fyrir, að send voru til undirskripta l(k áskorunarskjöl, út af stjórn- arathöfnum hans, t. d. í ritsímamálinu. Slíkar undirskriptir voru þá harla lít- iis virtar af hálfu stjórnarflokksins, sem þá var, og ráðherra H. Hafsteín sinnti þeim eigi að neinu leyti. En síðan stjórnarskiptin urðu, hefir núverandi minnihluti tekið upp sirna sið- inn, að safna undirskriptum meðal al- mennings. Þakkarávörpin til fyrverandi ráðherra, sem safnað var á undirskriptum á siðastl. vetri, og S'ðan auglýst í blöðunum, eins og tífct er um þakkarávörp, munu enn mörgum í fersku minni. Og nú er 'annað undirskriptaskjalið farið á stað, svo sem fyr var getið. Vitaskuld er það, að almenningi get- ur opfc fundizt við eiga, og jafn vel tal- ið sér skylt, að senda stjórninni, eða ein- stökum mönuum, áskoranir um hitt eða þetta. Eq þegar slík undirskripta eða áskor- unarskjöl eru á ferðinni, verður almenn- ingur að gæta sín. Efni slikra skjala er tíðasfc þannig varið, hvort sem um menn, eða málefni ræðir, að full þörf er þekkingar, og ná- kvæmrar yfirvegunar. En þessu gleyma ýmsir þrásinnis, láta leiðast af kunningsskap, eða ósjálfstæði, eru gabbaðir á ýmsir lundir o. s. frv., og iðrar því opt fljótfærni sinnar eptir á. Að því er snertir áskorunarskjöl; sem almenn málefni varða, mega og undir- skrifendur all-optasfc vænta þess, að þeir verði taldir þingmálaflokki þeim fylgjandi í öllu, er fyrir söfnum uudirskriptanna gekkst, og harðlega ámælt, synji þeir honum fylgis við þingkosningar, eða breyta skoðun sinni eptir á. Þess vegna er einatt rétt, að íhuga vandlega, hvað gjöra skal, áður en menn rita nöfn sín undir slík áskorunarskjöl. Séu menn á hinn bóginn sannfærðir um, að um gott málefni só að ræða, þá er auðvitað rétt að synja því eigi fylgis sins. Vér höfum talir rétt, að vekja máls á þessu, þar sem alkunnugt er, hve margs konar hrekkjabrögðum er þráfaldlega beitt, til þess að vinna menn til þess að skrifa undir slík áskorunarskjöl. Að því er til ofangreindrar áskorun- ar til róðherra kemur, þá er ekki líklegt, að hún beri neinn árangur, hvorfc sem undirskriptirnar verða fleiri, eða færri. Slíks er eigi að vænta, þar sem kapp- Ið er jafn mikið á báðar hliðar, sem raun er á orðin. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kaupmannahöfn 4. des. 1909. + Dáin er María prinsessa. (María prinsessa var fædd 13. janúar 1865, og var elzta dóttir Robert's Charfc- res-herfcoga, sem var sonur Ferdínand’s, hertoga af Orleans (f 1842), sonar Lud- viqs Filipp'?, Fnkka konungs (f 26. ág 1850). 22. okt. 1885 giptist hún Valdemar, Dana prins, og eru börn þeirra: Aki, Axel, Eirikur, Viggo og Margrét, öll ,á. lífi. María prinsessi var mjög við ýms góð- gjörðatyrirtæki riðin, og gat sér gotfc orð í Danmörku. Um banamein hennar er enn ófrótfc.) Kaupraannahöfn 10. deo. 1909. Málefni íslandi. í Atlantshafseyjafélaginu hafa orðið umræður um málefm íslands. Doktorarnir Finnur og Valtijr töldu skilnað þjóðartortímiugu. Jón Sveinbörnsson gerði svæsna, pers- ónulega árás á ráðherra Islands, og sætti áminningu af hálfu fundarstjóra. Danskir ráðherrar, og fleiri danskir stjórnmálamenn, voru viðstaddir. Svend Poulsen vildi, að herskip væri sent til fslands, en sætti ávitum fyrir, og varð tillagan að athlægi. Cook norðurfari Skilríki Cook’9, að því er heimskauts- för hans snertir, eru komin til Kaup- mannahafnar. Jaumast rainnast blöðin nú á ann- að, en frávikningu bankastjórnarinnar, og atriði þau, er standa í sambandi við hana. „ísafold“, blað ráðherra, dregur sízt úr ávirðingunum, en andstæðingablöðin telja þær allar einskis virði, og verður almenningur naurnasfc miklu fróðari af sumum þessara blaðagreina. Það er auðvitað eðlilegt, að all-miklar umræður verði um jafn nýstárlega stjórn- arráðstöfun, sem hér um ræðir; en of mik- ið má þó að öllu gera, og væri því æski- legt, að blöðin sinntu jafnframfc öðrum málum að nokkru. Það fer aldrei svo, ef blöðin vekja máls á hinu eða þessu, sem til nytsemda þykir horfa, að eigi leiði fyr eða siðar eitthvað gott af einhverju. Blaðamenn þurfa því, sera unnt er, að gera sér far um, að vera glöggir, og stutt orðir, svo að á sem flest verði drepið, enda leiðist flestum, ef eigi öllum lang- orð þvæla, og sífelldar endurtekningar, um sama málið, ekki sízt í hverju blað- inu eptir annað. Að því er til bankamálsins kemur, höfum vér eigi orðið þess óskynja, að nein veruleg atriði hafi komið á góma, síðan blað vort var síðast á ferðinni. Lækjartorgsfundurinn, og förina til bústaðar ráðherra, sem getið var um í síðasta nr. blaðs vors, telur blað ráðherra, mestu fagnaðarviðhöfn honum sýnda, og kvað sú fregn bafa verið símuð dönskum blöðum, að tilstuðlan íslenzku stjórnar- skrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Andstæðingablöðin segja á hinn bóg- inn allt öðruvisi frá, télja Lækjartorgs- fundinn fjölmennasta mótmælafundinn, sem hér á landi hafi verið haldinn, o. s. frv., og ætlum vér, að blað vort hafi farið sönnu næst um fund þenna, sbr. síðasta nr. blaðs vors. .

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.