Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Blaðsíða 3
XXIII, 56. Þjóð viljinn'’ 223 líj undirskripta-smölun. Áskorunarskjal hafa nokkrir af þingmönnum „Heimastjórnarflokksins11, og fjórir menn aðrir ný skeð sent út um land. til undirskripta.1) „Vér getura eigi orða bundist að lýsa þvi fyrir yður. Björn Jónsson ráðherra, að vér höf- um horft með undrun og ótta á meðferð yðar á Landsbankanum og stjórn hans. Alitum vér þá meðferð öldungis óforsvaranlega. Þér hafið heitt hankastjórana því ranglæti, að þér hafið ekki gefið þeim kost á að sjá eða heyra kæruatriði þau, er tínd bata verið sam- an á þá. JÞér hafið vikið þeim frá með þeim hættf, að ekki likist saemilegri stjórnarráðstöfun. Þér hafið að öðru leyti framkvæmt stjórn- arráðstöfunina á þann hátt, að húast má við að bún valdi Landsbankanum og landsmönn- um lítt hærilegu tjóni innan lands og utan ■enda er þegar farið að hera alvarlega á því’ Af þessum og ýmsnm hér ótöldum ástæð. um mótmælum vér þessum ósæmilegu aðförum yðar, og lýsum jafnframt yfir fullu vantrausti á yður og skorum á yður, að leggja nú þegar Diður emhætti yðar“. 1 ávarpi, sem greindri áskorun fylgir, leit- ast höfundarnir við, að rökstyðja hana á ýmsar lundir, og fara mjög hörðum orðum um ráð- 'herrann. Þeir, sem áskorunina, og ávarpið, lesa, verða að hafa það hak við eyrað, að stjórnarandstæðingar reyna auðvitað, að hagnýta hvert tækifæri, til að sundra sjálfstæðismönnum. *) Þeir, sem undir áskorunina hafa ritað, eru Áug. Flygenring, Hannes Hafstein; J. Hav- steen, Jón frá Múla, Jón Ólafsson, K. Zimsen, Lárus H. Bjarnason, L. E. Sveinhjörnsson, Sveinn Sigfússon, Þorsteinn Gíslason Að þingmönnum sjálfstæðisflokksins sé það eigi óannara, en öðrum, að hvorki ráðherra, né öðrum, haldist það uppi, að gera mönnum rangt til, án þess hlutur þeirra sé réttur, sem tök eru á, ætti eigi að þurfa að efa. Fundarályktun. A fuodi í félaginu „Landvörn“ 10. þ. m. var samþykkt svo látandi tillaga: „Félagið vill að svo komnu engan dóm leggja á gjörðir landsstjórnarinn- ar í bankamálinu, en mótmaelir ’atferli minDÍ hlutans, sérstaklega rangri skýrslu hans um fundinn 28. nóv. og svo að gera tilraun í áskorunarskjali sínu að æsa þjóð- ina til að kveða^upp dóm í þessu máli að öllu hálfséðu“. Ofan greinda tillögu eru þér hr. rit- stjóri beðinn að gera svo vel að birta í blaði yðar. Reykjavík 10. des. 1909. Jón Sigurðsson Sig. Sig. frá Vigur formaður. ritari. „Fjallkonan" hættir á næstk. nýári að koma út í Hafnar- firði, en verður gefin út í Reykjavík. Alþm. Ben. Sveinsson, fyrrum ntstjóri „Ing- ólfs“, tekur við ritstjórn blaðsins. Sænskur vara-konsúll. Verksmiðj u-eigandi P. M. Bjarnarson á ísafirði hefir nýlega verið skipaður sænskur vara-konsúll. Kirkja lögð niður. Stjórnarráðið heflr nýle ga samþykkt þá álvkt- un sóknarnefndar; og héraðsfundarins í Skaga- fjarðarprófastsdæmi, að Holtskirkja i Fljótum verði lögð niður, og sókninni skipt niður milli Barðskirkju og Knappstaða. Nýjar péstafgreiðslur hafa verið settar á stofn í Haf narflrði, á Siglu - firði, og 1 Vik í Vestur-Skaptafellssýslu. Lögtign Isiaudsráðherra 'm. m. Konungsúrskurður 7. des. þ. á, ákveður, að ráðherra Islands skuli vera undanþeginn allri lögtign, og eigi skylt, að hera embættisbúning. Konungsúrskurður þessi er í samræmi við það, er ákveðið hefir verið, að því er til nýju dönsku ráðherranna kemur. Drukknun. Snemma i nóv. þ. á. drukknaði maður í Mý» vatni í Suður-Þingeyjasýslu. Maður þessi, sem hét Sveinn Friðfinnson, og var vinnumaður á Skútustöðum, var að renna sér á skautum á vatninu, og er ætlað, að hann hafi farizt ofan um vök, með því að skammt frá vökinni fannst stafur og hattur hans.j Á Eyjafirði allgóður fiskiafli í nóv., utarlega á firðinum. ! þegar á sjó gaf. Kígliósti hér og hvar í Eyjafirði, og hafa dáið úr hon— um eða afleiðingum hans, nokkur hörn í Svarf- aðardal, sem og á Siglufirði, 59 að óhugsandi virtist, að nokkur málart hefði málað hann Leagrave gat eigi hætt, að stara á hann, og bar sýnina, sem hann hafði séð um nóttina, þá fyrir hann að nýju. Hafði hann hugann svo fastan við þetta, að hann veitti því eigi eptirtekt, að Lefranc barði þrisvar að dyrum. LefraEC, sem vissi, aðLeagrave var heima, opnaði því að lokum hurðina í hálfa gátt, og rak inD höfuðið. Sá hann þá, að Leagrave hallaðist aptur á bak í skrítnum stól, útskornum, hélt á málara-verkfærum, og 'einblíndi á arininn, upp fyrir sig. „Hann er vitlaus, eða syfjaður, eins og allir land- ar hans eru“, datt Lefranc í hug, vildi eigi trufla hann, og ætlaði út aptur; en þá tók hinn eptir honum. Gerið svo vel, að koma inn! Jeg hefi líklega eigi heyrt yður berja áð dyrumu, mælti Leagrave. „Jeg barði þó tvisvar sinnum“, mælti Lefranc um leið og hann gekk inn í herbergið, og tyllti sér i stól. „Jeg stend ekki lengi við, þvi að eg sé, að þér eruð að vinnu, eins og jeg. — En mig langaði til að fá að vita hvort þér hefðuð orðið nokkurs vísari um það, sem bar fyrir yður í gærkveldi“. „Jeg hélt mig sjá ljós í herberginu mínu“, svaraði Leagrave, „en nú er ljóst orðið, að svo var ekki. Lengri «r sagan ekki“. „Það er margt, sem veiklandi áhrif hefir á taugarn- ar — jafnvel vinnan“, mælti Lefranc. „Á það hefi jeg rebið mig. — En þér eruð nú nýbyrjaður að starfa? Er ekki svo?“ „Jú — það má heita, að eg sé að byrja í dag!“ svaraði Leagrave þurrlega. 56 En hurðin út á ganginn var þó læst, og slá fyrir, eins og hann hafði gengið frá öllu. Allt var og óhreift í herbergínu, Dema einn stóll, sem færður hafði verið að borðinu, sem hann var vanur að vinna við. Það var hægindastóll, útskorinn haglega, úr svört- um eikarviði, en fremur klunna’egur. Bakið á stólnum var hátt, og hékk þar rauður svæfill Englendingurinn gekk að stólnum, og staðnæmdist fyrir framan léreptið, sem hann málaði á, og bar þar á beztu birtu. Siðan ereip hann i arinsilluna, til þess að detta ekki «g gerðist all-þungbúinn. Hann sá að eitthvað bærðist mjög unaðslega upp eptir léreptinu, og þó eigi beint, heldur í krókum, og greiddist sundur, svo að úr því varð andlit, nokkuð af líkama, og lítil hönd. Og höndina litlu kannaðist hann við! Bubín-steinninn glampaði á einum fingrinum. Hún bafði haft hann é baugfingri á hægri hendi, en hringfingurinn á vinstri hendi var ætlaður öðrum hring, sem Jeanne eignaðist þó aldrei. „Jeanne!“ kallaði Leagrave, í hásum róm. En í sömu svipan hvarf myndin, og Ijósið slokknaði. Leagrave stóð einn í myrkrinu, og rann kaldur svit- inn niður eptir enninu á honum. Hann reikaði aptur til herbergis síns, og lá þar, unz cnóttin var liðin. * * * * * * * * *

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.