Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1910, Blaðsíða 2
22 ÞjÓBVILJTNN XXIV., 6.-7. í Teinlai'aliúsinii voru á fundi rúm 300 manna. Jón alþm. Jónsson frá Múla eefcti fundinn. Tók hann það fram, að tilætlun fundarboðendanna hefði verið, að hér yrðu almennir fundir, fyrir kjósendur af báðum flokkum. Taldi hann fundarboð stjórnar- manna að eins gert til að rugla öll reglu- leg fundarhöld i bænum og villa almenn- ingi sjónir. Fór hann hörðum orðum um framkomu þingmanna bæjarins og lítils- virðingu þeirra á kjósendum, sem lýsti sér í því, að þeir mættu hér ekki. Fundarstjóri var kosinn Guðm. Björns- son landlæknir og til nefndi hann skrif- ara þá Sighvat Bjarnason bankastjóra og Thor Jonsen kaupm. Lárus H. Bjarnason lagaskólastjóri hóf umræður um bankamálið. Rakti hanu rnálið frá upphafi og taldi upp þær sakir, er Isafold fyrst, en síðan rann- sóknarnefndin bar a gömlu bankastjórn- ina. Hvað hann sakagiftir þessar og að- finnslur nefndarinnar í skýrslu hennar yfir höfuð eigi á rökum byggðar. Benti hann á, að eigi hefði verið hægt að búast við víðtæku eptirliti af hendi gæzlustjór- anna,þegar litið væri á það, að þeir fengu að 1 eics þóknun fyrir starfa sinn. Veðsetn- ingu varasjóðs taldi hann lögiega, þótt deila mætti um hve heppileg hún væri. En hins vegar væri það ekkert efarnál, að varasjóður bankans væri til óveðsettur. — Mat nefndarinnar væri sleggjudómur gerður af hand&hófi. Kæmi það ljósast fram, þar sem nefndin skipaði þeim við- skiptamönnum bankans, er hún teldi ó- tr.ygga, í flokka. Flokkaskipting þessi væri byggð á spádómum nefndarinnar, en ekki staðreyndum. Hins vegar gæti matið orðið stórhættulegt áliti voru er- lendis, ef nokkur legð; trúnað á skýrsl- una. Til þess að skýrslan hefði nokkuð sönnunar gildi, hefði hún orðið að vera litlaus, en skýra að eins rétt frá öllum atriðum. En allir sæju hið gagostæða, hve hlutdræg hún væri. Af öllu þessu ráðlagi stjórnarinnar hefði það svo hlotist: Að nú sætu ólög- legir gæzlustjórarí landsbankanum. Drjúg- um kostnaði, sem af rannsókninni leiddi, væri dembt á landssjóð. Alit bankans utanlands og innan væri í veði. Kjör- frelsi alþingis væri að vettugi virt og skýlaus lög brotin. Alþingi eitt gæti greitt úr vandræð- unum. Brýn nauðsyn byði þvi, að kalla saman þing sem fyrst, til að komast úr þessum ógöngum. Las ræðumaður síðan upp tillögu frá fundarstjóra, svo látandi; r Af þvi að nú er eigi lögleg gæzlu- stjórn starfandi í Landsbankanum; af þvi að óröskuðum úrskurði dómsvalds- • ins er ekki hlýtt; og af þvi að aiþingi eitt hefir vald til að heimta öll skjöl og skihíki í bankamálinu og til að koma bankanum í löglegt iag, þá krefj- ast alþingiskjósendur í Reykjavík þess, að kvatt sé sem allra f'yrst tii auka- þings, er haldið verði svo fljótt sem auðið er í sumar“. Tillagan var samþ. með 318 samhljóða | atkv. Því næ9t flutti Jón Ólafsson alþm. svo hljóðandi tillögu: „Þingmenn Reykvíkinga hafa reynzt ófáanlegir til að boða til almenns kjós- endafundar út af bankamálinu, þeir hafa ekki verið fáanlegir til að sækjai fundi vora og þeir bafa nú í dag gerst samsekir í tilraun til að spilla ölium fundarhöldum. Þetta er ósæmilegt athæfi þingmanna gagnvart kjósendum. Því lýsum vér megnri óánægju og fullu vantrausti á þingmönnurn vorum og skorum á þá að leggja tafarlaust, niður þingmennskuu. Tillagan var samþ. með 313 samhljóða atkv. Mánudagsfundirnir 7. lebr. Samkvæmt fundaboðunum áttu kjós- endur úr Austurbænum (Laugavegi og Skuggahverfi) að mæta áþessum fundum. I Iðnö: Fundarstjóri og skrifari hinir sömu og fyrra kvöldið. Ráðlierrann talaði fyrstur manna, og var þetta aðal- innihald ræðu hans: Kvað hann minni hlutann, hafa um þær mundir er þingi var slitíð, unnið kappsamlega að því, að fá fjárlögunum neitað konungsstaðfestingar, vitanlega í því skyni, að geta komið hínni núver- andi stjórn frá. Aðferðin hefði veríð sú, að reyna að gera Dönum svo íilt í geði 48 Þá loks var henni sleppt, og jafn framt ákveðið, hvenær d,’mur skyldi kveðinn upp í málinu. Dómurinn varð, eins og ailir bjuggust við Kflátsdómur. T stað heiptarinnar, sem allir höfðu borið til Eilen- ar, korn nú nieð..nmkvun, og aðdáun. Yms síórmenni Englands vottuðu henni hluttekn- ingu sina, og allir kc-pptnst um. að láta sem mest með hana. Öllmn þótti hún nú lagleg, enda spillti það eigi til, að hún var einka-erfingi Aberdeen-stóreignarinnar. Ymsir urðu þvi til þess, og æ fleiri og fleiri, að leita ráðhags við hana; en hún synjaði þeim öllum. Hún bafði þegar ráðið það með sér, hverjum hún tæki, — nnga málfærslumanninum, Edvarð Poe, er hafði látið sér svo annt um, að verja hana. Edvard Poe, og systurnar, hittust opt, cg leið því eigi á löngu, unz þau bundust ástarheiti. Frú Argyle, sem veitt hafði því eptirtekt, að bugir þe'rra hnigu saman, vakti sjált máis á því, að réttast væri að þan gerðu alvöru úr samdrættinum. Eitt gerðu þó systurnar að skilyrði, og var það, að Edvard Poe lofaði, að fara með þeim til Indlands. Ví-K'ti það þó eigi fyrir þeim, að setjast þar að, en- þær langnðí báðar til þess, að heimsækja ættjörð sína, og hressast þar, og safna nýjum kröptum, eptir alla mæð- unu, sem steðjað hafði að þeim í Englandi. Edvard Poe, sem var tilfinninganæmur maður, þóttí þetta mjög eðlilegt, enda unni unnustu sinni svo heit\. að hefði naumast neitað henni um neitt, sem henni Vt-r mjög hugleikið, og honum var eigi um megn. Giptingunni var nú hraðað, og nýgiptu hjónín 44 lögðu síðan af stað sjóleiðis til Indlands, ásamt frú Argyle. Öll urðu þau að því skapi glaðari, sem þau fjar- 1 ægðust rneira þær stöðvar, þar sem þeim hafði mætt hið megna rnótlæti G-æfa sú, er Ellen hafði hlotnazt, gerði og líf frú Argyle heiðara, og ánægjusamlegra, en verið hafði. Systurnar hresstust mjög, bæði andlega og líkam- lega, raeðan þær dvöldu á Indlandi, og voru því hinar hraustustu, er þær lögðu aptur af stað heimteiðis, til Englands. Aberdeen- stóreignin var í ágætu standi, er þær komu heim aptur. Þau umskipti voru þá á orðin, að ráðsmaðurinn, Will Sídeler, sem séð hafði um eignina, var dáinn. Mæðan. sem steðjað hafði að Aberdeen-ættinni, sem verið hafði nafnkunn, og mikilsvirð ætr, hafði flýtt fyr- ir dauða hans. Heirnamenn í Aderdeen geymdu minningu hans ibeiðri Það var hann, sem i raun réttri hafði frelsaði eigand’a eignarinnar frá dauða, sem ella hafði verið óumflýanlegur. I hvert skipti er menn minntust á „Skuggann“, sem frú Argyle þekkti aptur, er mestu skipti, minntust menn og ráðsmannsins, Will Sídelers, með þakklátsemi. Meun minntust þá þessa ágæta manns, sem einmitt þegar hættan var mest, hafði nefnt hið rétta nafn morð- ingjans, og þannig komið því til leiðar, að uppvíst varði um glæpinn. ENDIR.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.