Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1910, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1910, Blaðsíða 5
26 Þ J OflVILJI NS. XXIV., 6.-7. Þiiitíiiienn iiiiiini hlutans, seta keirna eiga í Reykjavík, og nokkrir aðrir bæjar- búar, boðuðu 4. þ. m. ffebr.j þrjá almenna kjós- andafundi sinn daginn hvern, og fyrir sinn hluta hæjarins i hvert skipti, til þess nð ræða bankamálið. Fundarboðið var svo látandi: „Almennir kjósendafundir fyrir Reykjavík útaf bankamálinu verða haldnir þannig: 1. Fyrir Þingholtin að meðtöldu Bankastræti, Skólavörðusti'g, Njálsgötu og Grettisgötu, sunnudaginn 6. febr: kl. 8 síðdegis i Góð- templarahúsinu. 2. Fyrir hinn bluta Austurbæjarins (Lauga- veg allan og allt þar fyrir neðan) Mánu- dag 7. febr. síðd. sama stað. 3. Fyrir Vesturbæinn og Miðbæinn (allir fy r- ir vestan læk) þriðjudaginn 8. febr. kl. 8 síðd. á sama stað. Alþingismenn bæjarins eru sérstaklega boðnir á fundina. Alþingiskjósendur geta vitjað aðgöngu- miða, sem hljóða upp á nafn, i Góðtemplara- húsiuu, frá þvi á Laugardag til þess á Þrid- judag, kl. 11 — 7 hvern dag. Engum verður hle.ypt inn nema hann hafi aðgöngumiða og sé alþingiskjósandi, á því svæði, er fundurinn er fyrír“. Þegar hljóðbært varð um fundarboð þetta, risu þegar upp nokkrir kjósendur úr mótflokkn- um, og boðuðu fundi nákvœmlega á sömu tímum og fyrir sömu hluta bœjarins, sem hinir höfðu gert. Tilgangurinn; — að draga úr aðsókninni að fundum minni blutans, og gera það vafasamara i augum landsmanna, en ella hefði getað orðið, hver skoðun Reykvikinga er, að því er aðgjörð- ir ráðherra í málinu snertir, — leynir sé>- auð- vitað ekki. Fundarboð þetta er svo hljóðandi: „Með því að minnihlutamenn hafa boðað til funda, sem þeir kalla „almenna kjósenda- | fundi“, til þess að rœða um bankamálið, en j sýnilegt þykii', að þar hljóti aðallega að vera , að ræða um flokksfundi, þar sem til þeirra I er valið minnsta samkomuhúsnæði bæjarins, j sem túmai' að eins örlítinn hluta kjósenda, þá boðum vér hér með, í samráði við al- þingismenn bæjarins, almennna kjósendafundi fyrir lieykjavik í stóra salnum í Iðnaðarmanna- húsinu. 1. Fyrir Þingholtin að meðt'áldu Bankastræti, Skóiavörðustíg, Njálsgötu og Grottisgötu, sunnudaginn 6. fehr. kl. 8 síðdegis. 2. t’yrir hinn hluta Austurbæjarins (Laugaveg allan og allt þar fyrir neðan) mánudag 7. febr. kl. 8 siðdegis. 3. Fyrir Vesturbæinn og Miðbæinn (allan fyr- ir vestan læk) þriðjudaginn 8. febr. kl. 8. síðdegis. Umræðuefni á fundunum: Bankamálið Sambandsmálið. Síðasta símfregn minnihluta blaðannna o. fl. Ráðherra og alþingísmenn mæta á fund- unum“. Vér hugðum, að lesendur vorir kynnu að | hafa gaman af því, að sjá, hversu menn hlypu j í kapp í máli þessu, og þvi birtum vér fundar- hoðin. Fundar haldanna sjálfra er að nokkru getið í öðrum stað í þossu nr. blaðs vors. Skipstrand. Ensl.t botnvörpuveiðagufuskip strandaði á Meðallandsfjörnm í Vestur-Skaptafellssýslu 11. janúar þ. á. Menu björguðust allir, nema mataveinninn drukknaði. Skipsbrotsmenn komu til Reykjavíkur sein- ast í janúar, og fóru til útlanda með gufuskip- inu „Ceros" 2. febrúar síðastl. Lœkn skölinn. Embœttispi óf við læknaskólann i Reykjavík lauk ný skeð Ólafur LArusson, og hlaut aðra betri einkunn. Svo nefndu „miðprófi“ luku og nýskeð á læknaskólanum: Olafur Qunnarsson og Pétur Thoroddseri, og eiga þá síðasta prófinu ólokið. „Skuggsjá“ er nafnið á blaði, sem nýlega er farið að koma út í iíafnarfirði. Útgefendur þess eru Jnn Hdgasou og Karl H. Bjarnason. Blaðið flytur mestmegnis fréttir og sögur, Iíotr.vdrpungur sektaöur. Danska varðskipið náði ný skeð þýzkum 'botn- verpingi, sem var að landhelgisveiðum. Skipstjóri var sektaður um 1000 kr. og afli og veiðarfæri gert upptækt. UáskOlapröf. Embættisprófi við háskólann i Kaupmannahöfn í stjórnfræði og hagfræði lauk ný skeð Jónas Eínarsson, og hlaut I. einkunn. ííý.jii handbökin. Mælt, að lokið verði prentun hennar í þ. m. ('febrúar), og segir „ísafold11, að i henni séu „miklar breytingar 4 helgisiðum: við jarðarfarir, skírn og giptingar o. s. frv.“ Ur Xtirður-ísiifjarðarsýslu (Inn-Djúpinu) er „Þjóðv.“ ritað ‘25. janúar þ. á.: „Vetrarlegt fremur, síðan um þrettándann. — Haglaust yfir allt en ekki snjó-þungt með sjó fram. Eins og vant er, þar sem jafnlitið er um hey- feng, sem hér er vanalega, eru menn misjafn- iega búnir við þungum vetri, og i þetta sinn kom vetur snemma á, að norðanverðu Djúpsins: - Hefur verið gefið meira og minna þar,. síðan þrem vikum fyrir vetur. Að vestan verðu voru hagar fram yfir nýár; en þar er land léttara, og heyskaparminni jarðir. Heilsufar all-sæmilegt, og er það mikilsvert þar sem læknishjálp er engin. Skepnuhöld fromur góð, on þó hefur bráða- fár í sauðfé gert vart við sig víðar, og meira, en fyrirfarandi vetur“ Sild hefur aflazt nokkur á Pollinum á Akureyri í öndverðum janúar þ. á. Frií Eyjaflrði segir blaðið „Norðri“, að ganga muni í ár um tuttugu þilskip til þorskveiða, og muni þau leggja út i marz, oða í öndverðum ap-íl. Bíuöiö „Norðn“. Cand. jur. Björn IAndal hætti ritstjórn „Norðra“ nú um áramótin, og tjáir hann það stafa með- fram af sakamálsrannsókninni gegn sér. Við ritstjórn „Norðra“ hefur nú tekið Björn prentari Jónsson, sem nýskeð gaf út blað á Eski- firði, og eitt sinn var útge+andi „Fróða“. Kighóstinn gengur víða um Eyjafjörð. að því er skýrt er frá í blaðinu „Norðurland“ 21. janúar þ, á., og hafa þar látizt nokkur börn. Á Akureyri hefur nú um áramótin verið leikinn nokkrum sinnum sjónleikurinn „Sherlok Holmes11, og bæj- búum þótti dágóð skemmtun Landsbanka-útbúið á Akureyri. Stjórn iandsbankans hefir 15. jan. þ. á. svipt hr. Björn Líndal eptirlitsstarfinu við landsbanka- útbúið á Akureyri, og stafar það af sakamáls- rannsókninni gegn honum, að því er blaðið „Norðurland“ segir frá. Oss þvkir Jeitt, að stjórn landsbankans skuli eigi hafa biðið þess, að dómur væri uppkveðinn í málinu, —einatt ílla viðeigandi, aðráðaáþann sem aðrir sækja að, með því að bonum verður það þá enn sárara; en ella: í hans stað hefir eptirlitsstarfið verið falið Sigurði ritstjóra Hjörleif'ssyni. — Unglingspilt kól nýskeð á leið milli Skuggabjarga í Dalsmynni og Húsavíkur verzlunarstaðar í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hafði 17. des. síðastl. verið sendur til Húsavíkur, en lá úti um nóttina. — Daginn ept- ir komst hann til bæja i Skuggahverfi, en var þá kalinn til skemmda á fótum. Sinjdi búin oru nú alls 35 hér á landi: 1 í Vestur-Skapta- sýslu, (I í Rangárvallasýslu, 12 í Arnessýslu, 1 i Kjósarsýslu, 3 í Borgarfjarðarsýslu, 1 í Mýra- sýsl u 1 í Snæfelisnessýslu, 1 í Dalasýs I u, 2 í Húna- vatnssýslu, 2 í Skagafjarðarsýslu, 2 i Eyjafjarð- arsýslu, og 3 i Suður-Þingeyjarsýslu. H rossab y nbótabú eru nú að eins tvö hér á landi: Hrossaræktar- félag Austur-Landeyinga og hrossakynbótabúið í Vallanesi í Skagafjarðarsýslu. Nautgripafélög Voru alls fimmtán, er styrks nutu frá Land- búnaðaríálaginu síðastl. ár, með nær 1600 kúm. Félögin eru: 1 í Vestur-Skaptafell.ssýslu, 2 í Rangárvallasýslu, 2 í Arnessýslu, 1 i Kjósarsýalu 1 í Dalasýslu, 1 í Barðastrandasýslu, 1 í Hiina- vatnssýslu, ) í Skagafjarðarsýslu, 2 í Eyjafjarð- arsýslu, 1 í Suður-Þingeyjarsýslu, og 2 í Fljóts- dalshéraði Síðast á árinu roru og Siofnað jtvö naut- gripafélög í Arnessýslu (á Skeiðunum og í Bisk- upstungunum). Sauðfjárkynbótabú eru alls sjö hér á landi, og eru þau á þessum stöðum: á Breiðabólstað i Borgarfjarðarsýslu, á Grímsstöðum í Mýrasýslu, á Tindi í Stranda- sýslu,áAuðunnarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu á Nautabúi í Skagafjarðarsýslu. á Einarsstöðuin í Suður-Þingeyjarsýslu, og á Hreiðarsstöðum í Noiður-Múlasýslu. Binaðarrit’ð segir, að i undirbúningi sé og stofnun sauðfjárkynhótabúa, bæði í Dalasýslu og Austur-Húnavatnssýslu. f LátÍDn er 9 febrúar þ. á. Páll sagui'ræðingur Melsted, á 98. aldursári, fæddur 13. nóv. 1812. Helztu æii atriða Páls heitins sagn- fræðÍDgs verður sið.ir getið í blaði voru. ZZZZZ Fleygt er því, að við atkvæða greiðslurnar á bankaniáls-funduDum, sern getið er um i þessu nr. blaðs vors, hafi að öllu samtöldu verið greidd ft&iri athvœði, en kjósendur eru í bænum, enda þótt sú tilhögun væri höfð. að hver kjósandi ætti að eins að geta greitt eiuu sinni atkvæði(!!) Ganga má að því, sem alveg vísu,að um þetta atriði byrji nú harðar rimmur í blöðunum. iVIixn nalát. Látinn er nýskeð, 28. jaDÚar þ. á., Einar dbrmaður Guðmundsson frá Hraun- um, síðast í Haganesvík í Skagafjarðar- sýslu, og um hrið kaupmaður þar. Einar heitinn Guðmundsson frá Hraun- uin vtr fæddur 4. sept 1841, og var því á 69. aldursári, er hann andaðist. Hann hafði verið þrikvæntur, og voru konur hans þessar:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.