Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1910, Blaðsíða 3
XXIV., 30. Þjóðviljinn. 119 og skilnings, því það er bæði rétt séð og vel sagt í ritdómi doktors Helga Péturs- sonar í „ísafold“, að Stefáo er eimmtt það sem fornmeno kölluðn spakur að viti. Það eru ekki væolegar framtíðarhorfur á að efla vit og menningu ef Stefán vinn- ur hér ekkert á. Stefán sér svo margt, sem ekki er haft til sýnis. Það er ekki hvers manns sjón. Þar hafa auðsjáanlega verið borin álfa- smyrsl á sjáaldrið og skírnarvatnið ekki komið í augun. Prágangur allur á bók- inni er prýðis vandaður. Þorsteinn Erlingsson. Guðfræðispróf. Embættispróf í guðfræði er nýlega um garð gengið á prestaskólamim, og luku þessir prófi: Raraldur Jdnasson II. einkunn (o3 stig) Þöröur Oddgeirsson II. einkunn (67 stig). Hinn fyrnefndi er sonur síra Jönasar, sem */ar prestur í Sauðlauksdal, eu hinn síðarnefudi sonur síra Oddgeirs i Vestmannaeyjum. Húsbruni. Samkomu- eða funda-kús brann að Grund í Eyjafirði 17. júní síðast.h Húsið var eign Magnúsar kaupmanns Sia- urðssonar, er þar býr, og var 30X14 álnir að stærð. Húsið kvað hafa verið óvátryggt, og skaðinn metinn 6000 kr. Skarisitssóttiii. Skariatssóttin. sem hefur stungið sór niður í Stöku húsum í Beykjavík, hefur yfirle'tt verið fremur væg, og því vonandi, að eigi verði meín að henni til muna. Sóttkvíun liefur eigi verið fyrirskipuð, en á hinn hóginn boðið, að gæta samgöngu-varúðar. Tveir prestar vigðir. Síðastl. sunnudag (26. júní) fór fram prestvígla í dómkirkjunni, og voru prestvígðir kandídatarnir: Bjarni Jönsson og Brynjól/ur Magnússon, hinn fyvnefndi, sem annar dómkirkjupresturinn í Reykjavík, en binn síðarnefndi, sem prestur til Grindavikurprestakalls. Biskupinn hr. Þórhallur Bjarnarson fram- kvæmdi prestvígsluna, með aðstoð síra Jöns Helgasonar, prestaskól forstöðumanns. Síra Bjarni Jónsson prédikaði. Ileimspekispróf. Heimspekisprófi luku 20 júní þ. ’ á.: I. Lœkna-einin: Bjarni Snæbjörnsson Guðm. Asmundsson Halldór Kristinnssonjog Jónas Jónasson, .'II. Lögírœðis-etnin: Eiríkur Einarsson og Jónas Stephensen. III. Prestaskóla-námsmaðurinn: Vigfús I. Sigurðsson. Einkunnirnar þykir oss óþarft að nefna. dlögleg vínsala. Brytinn á „Ingólfi11, einn af skipum Thore- félagsins, var nýskeð í Seyðisfjarðarkaupstað ! dæmdur í B00 kr. fjársekt, sakirólöglegrar vínsölu. Við i*j órsárbrú verður háð íþrótta-sýning 9. júlí nœstk., og eru það ungmennafélögin eystra, sem fvrir henni gangast. Þ.ar verða ýmiskonar kappleikar: glimur, stökk o. f . Það verða að sjálfsögðu mestmegnis Arnes- ingar; Rangvellingar og Vestur-Skaptfellingar, or íþróttamót þetta sækja. Skattamáhinefndin. Skattamálanefndin, sem setið hefur á fundi á Akureyri, kvað leggia það til, að frestað verði framkvæmd bannlaganna um hríð, og ný at- kvæðagreiðsla látin fram fara, áður en farið sé að beita þeim. Verði þetta eigi gert, segir „Lögrétta11, að nefndin leggi það til, að fé því, sem landssjóði , tapast við það, að áfengistollurinn hverfur úr I sögunni, sé náð með vöruskráa-tolli, eða þá á þann hátt, að kaffi- og sykur-tollurinn sé hækk- aður. Toll-svik. ^lögleg vinsala, „ísafold11 skýrir frá þvi, að skósmiður nokkur —---------- ■ "•.■■-==g| f | á Seyðisfirði hafi nýskeð verið sektaður um 125 [ kr. fyrir ólöglega vínsölu, og tollsvik, sem og [ dæmdur, til að borga tollhæðina þrefalda, er* nemur alls um 500 kr: Þingmenn llúnvetninga. kvað hafa áformað, að halda Þingmálafund að Hvammstanga 1. júlí næstk. Líklega verður landsbankamálið þar aðal- umtalsefnið, sem á öðrum þingmálaíundum, er haldnir hafa verið. REYKJAVÍK 27. júní 1910. Tíðin inndæl og sólrík á degi hverjum, en hlýindin þó eigi svo mikil, som ákjósanlegt vœri um þenna tima árs, og seinkar það grasvextin- um að mun. Danska herskipið „Heimdallur“ kom hingað frá Eæreyjum 19. þ. m. Foringinn heitir Broekmeyer, en alls eru yfir- mennirnir á „Heimdalli“ tiu. Á skipinu eru 36 sjóforingja-efni er stunda þar nám. Samsöngurinn, sem frúrnar Asta Einarsson (kona Magnúsar dýralæknis) og Valhorg Einars- son (kona Sigt'úspr söngfrœðings) héldu i Báru- búðinni hér í bænum 15. þ: m. var fremur vel sóttur, þótt eigi fengist- fullt hús. Frú Valborg söng þar, meðal annars, lag, er maður hennar hafði samið við sálminn: „Sjá þann hinn mikla flokk“. Frú Ásta Einarsson lék á píano. Björgunarskipið „Geir“ kom frá Danmörku 20. þ. m. Þrívegis hefurhornleikenda-flokkurinnádanska herskipinu „Heimdal11 skemmt bæjarbúum, leik- ið tvisvar á Austut-velli, og einu sinni bjá ráð- herra-bústnðnum. Skemmtiferð til Þingvalla fóru,kennarar kenn- araskólans, og ýmsir þeirra, er nám hafa stund- að þar í vor (framhalds-námsskeiðið svo nefnda), í vikunni, sem leið. Kappsund var háð bjá Grettisskálanum við Skerjafjörð 19. þ. m. Alls tóku nœr tuttugu karlmenn þátt í því. I dómnefnd voru: Guðm. læknir Björnsson, Guðm. Sigurjónsson ogMatthíaslæknirEinarsson. Sex beztu sundmönnum voru afhent skraut- rituð verðlaunaskjöl. 125 legt það var, að vita þetta ástkæra barn eiga það á hættu, að sæta grimmd af hálfu þessa tígrisdýrs. Jeg hafði því einatt vakandi augu á Fay, og þeg- ar þér komuð, hr. Tresham, varð eg þvi fegin, með því að eg vissi, að þér mynduð líta eptir Felix. Svo kom tíminn, er Harley brá sór til meginlands- ins. Jeg trúði því statt og stöðugt, að hann hefði tarið, og þegar Felix var myrtur, gat eg því ekki ímyndað mór að hann væri morðinginn. Af þessum rökum, gat eg eigi sagt yður neitt á- ikveðið. Jeg braut heilann um það, hver glæpamaðurinn gæti verið, og datt í hug það, sem Jasper hafði sagt um kór- hvelfinguna, og eina nóttina brá eg mér þangaðu. „Fóruð þér þá leiðina niður um hola tréð?u „Nei, jeg vissi ekki af þeim innganginum. — Jeg elti Jasper, og sá hann fara niður lúkugatið, og nóttina eptir, fór eg þangað svo sjálf. Jeg rakst á herbergið, og fann þar munkahettuna, og skyldi þá, hvernig í öllu lá, skildi, að hr. Harley hefði ^ldrei farið til meginlandsins, en verið 1 korhvelfingunni, ffleðaD æðiskastið stóð yfir. Til þess að geta betur ieyDzt, og geta skroppið út að nóttu, til að anda að sér hreinu lopti, lót hann berast uppspuna-söguna um hvít-munkinn, ög olli það því, að vinnufólkið í klaustrinu þorði eigi að fara út, þegar dimma tók. Jeg var nú, er eg hafði sóð kórhvelfinguna, alls ekki i vafa um það, að Harley hefði myrt Felix“. „Hvers vegna skýrðuð þér mér eigi frá því?u 122 „Að lokum veittu þau samþykki sitt, en tóku það aptur, er Harley lávarður bað dóttur þeirra, og neyddu hana, til að giptast honum, svo að Dexter var utan við sig af sorg. Þetta er honum til afsökunar“. Frú Areher þagnaði nú um hríð, með því að end- urminningarnar um sorgar-atburði þessa fengu mjög á hana. Að lokum herti hún þó upp hugann, og hélt áfram sögu sinni á þessa leið: „Eptir giptineuna hitti systir mín kapt. Dexter eDgu að síður, var hann stöðugt þar, sem hún var, og elti hana, sem skuggi. Jeg, sem þótti mjög vænt um hana, sýndi henni fram á hve rangt þetta væri, en hún tók engum aðvör- unum, en gaf honum undir fótinn. Yður er kunnugt hver afleiðingin varð. Fay er ekki dóttir Harley’e, heldur Dextersu. „Það er mér kunnugt, frú Archeru, mælti Gilbert stillilega. „Ungfrú Oarr hefur sagt mér þaðu. „Mig grunaði, að Dexter hefði sagt henni það, þar sem þér nefnduð nafn hans áðanu, mælti frú Archer. „Sjálfri þykir mér vænt um það, að svo er, því að það er henni betra, að vera hórgetin, en að blóð Harley’s rinni í æðum henni“. „Hvernig brauzt æðið út?u spurði G-ilbert. „Þegar hann komst að því, að Fay væri ekki dóttir hans“, mælti frú Arcber. „Hún var orðÍD átta ára, áð- ur en Harley komst að því, sem Dexter og konu hans fór á milli. — Emhver var svo góðgjarn, að skýra hon- um frá því, að þau hefðu áður verið trúlotuð, og að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.