Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1910, Blaðsíða 2
113 Þjóbviljtkim XXIV., 30. Nýjar bækur. Andvökur. Kvœðasafn Stephans G. Stephanssonar. Það hafa sagt góðir menn, að Stefán yrki stundum svo þungt, að hann þreyti þá, og þeir skiiji hann jafnvel ekki. Það er og satt, að Stefán tekur stórum optar á kraptaskáldgátu sinni en á Ijóðgáfu, og jeg skal kannast við það, að á fáeinum stöðum get eg ekki greitt úr, hvað af tvennu eða þrennu hann vill vera láta af því sem mér finnst orðin bendi til. En þetta er að eíns einn af þúsund af verka | hans, eða rninna, og allt meginið er svo, að hver sæmileg greind getur notið þess að fullu með athygli. Það er list, sem fáir menn hafa getað hrósað sér af í þesaari veröld, að geta hnitað niður rígfelldar röksemdir og lát- ið hljómana þó bera þær á léttustu fjöðr- unum. Kveðandi fer og stundum nokk- uð á hnökrum og hörslum hjá Stefáni það kannast hann sjáfur við og þvi neit- ar enginn, en hann sigrar lika margopt hugina með hvorutveggja í senn: töfra- fögrum hreimi og meginþrótti hugsunar- innar. Jeg hef áður nefnt tvennt: úr Ánni: IJii söngst þig framgjörn út og inn, o. s. frv. og úr Aftöku óeirðarmannsins: Nú svifaði ysjan og isingin blind o. s. frv. Jeg bæti nú við þessu, svo sem til smekks: Heyrðu, vinur, greiðinn á sín gjöld, gef mér fyrir sveiginn slíkra blóma: nokkur fjölstirnd, frostheið tunglskinskvöld fagurheltuð segulstraurnaljóma. I. h. 60 hls. A fornstöðvurn okkar er sviplegt að sögn, tóm sandgröf er þar framm í dölum; þar ráða dú öræfum auðn og hún þögn, en útrýmt er heiðló og smölum og í rauninni allt þaðyndisljóð I. b. 286 bls. Jeg kvæði þér, ef til vill, lofdýrðarljóð ef leyfði mér hrottferðarhraðinn, vor lýðmenntun kristna, með leifar af þjóð á leið út á aftökustaðinn II. b. 216 bls. Og stundum leggur hann beinlínis frá sér „lúðurinn11, eins og hann segir sjálfur, og tekur „langspilið af hillunni". Sumarkvölds eilífð, skógur skúrablár, skrúðbúin hlið og fossahljóð þar stendur, hrafnsvartir Jokkar, Ijósar augnahrár, ljúflingahrjóst, og mjúkar hvítar hendur. I. h. 140. hls; Hún rikti sem drottning frá dimmbláum geim hvers djúpmiðs, til öræfa jarða, hún réð yfir fjalldals og hájökia heim og hundraði blikandi fjarða. og svo þetta úr inngangsljóðinu að II. bindi: Úti grænkar lauf um ling, iitkast rein um akra sána. Jeg i huga sé og syng sumardrauma allt um kring, út að fjarsta aldahring yztu vonir þar sem blána. og í rauninni alt þetta indæla vorgígju- ljóð, sem fyrst hefur verið kveðið svo síðan Jónas leið, að ekki bæri hreiminn beina leið frá fífilbrekkunni og gljúfra- búanum. Margar hringhendurnar og lausa- vísurnar eru og hreinn söngur og léttur, þó þær jafnist trauðlega við þes9a hljóma. Jeg hef tekið þessi sýnishorn hér, ef Þjóðviljinn kynni að koma í hönd ein- hverju olnbogabarninu, sem aldrei sér kvæðin. Þó þessi ljóðsnilli sé ekkert fátíð í kvæðnnum, þykir mér það þó helzt skorta þar, að Stefán befur tekið of sjaldan á þeirri list. Jeg kynntist fyrst ljóðum Stefáns 1895 og þó ekki að gagni fyrri en jeg eign- aðist Oldina í Winnipeg 1896, en síðan hefi eg ekki setið mig úr færi, ef Stefán hefur farið með eitthvað, og sé eg ekki eptir þeim stundum, sem hjá honum hafa liðið, því þær eru þó meðal hinna fáu, sem jeg á ótýndar. Og ef við hefðum þokast lítið eitt hærra upp eptir menningarbrekkunni, svo að sjóndeildarhringur okkar væri ofur lítið víðari, þá hefði okkur íslendingum öllum saman verið það hróðug sjón, að sjá þennan einyrkja brjótast með hóp sinn og plóg vestur eptir bygðum ogauðnum, þar sem segulmagn Klettafjallanna var að draga að sér stálið í íslendingnum, og gamli landnámsdugurinn frá874 vildi hafa rúm fyrir olnbogana meðan þess var kostur. Því Stefán var allur íslenzk- ur, hvert lóð í honutn og allt sam hans er neina ph-in i nafoinu, hver lófastærð sem hann hefur numið, er auki við óðul íslenzka kynstofnsins, og gróðurinn vor eign, enda er margt blómið og margt stráið þar komið upp af íslenzku fræi; minningarnar, sögurnar og túngan er nálega það eina, sem hann telur sér eign, og það sem gróðurinn er þroskameiri en vér eigum að venjast, er ekki sogið úr enskum eða amerískum skáldskap, sem vér höfum ekki átt aðgang að; þar í hefur V9rið minni mergur en frauð á vorum dögum. Stefán ber ekki tilfinningar sín- ar utan á sér að jafnaði, en þetta syngur hann á langspilið: Legg þú, auðna, ár og frið íslands ver og grundum; hitt veit enginn eins og við að oss langar stundum, hörpu að lokka Oreif aíj inn á frónska móa syngja austur yfir naf akra vora og skóga. Stefáni er ekki tamast þakklætið, en hlý er ástarþökkin, som hann sendir frá sér og öllum íslenzka hópnum: mæðrum sem við kvæði og koss] kenndu ot’s þessa tungu. Þetta er ylur frájj] hjartanu. Tungan á draumana, vonirnar, vængina; hún erfir hjartað, Ameríka iljaskinnið.: Gullið er fémætt og fjölmenni þarft, en fegursta þjóðeign er sagan og harpan. I. 160 Og Stefáni, helir hlotnast þaðjlán, að verða máttarstoð móðurtungu sinnar og láta eptir sig þær^Jminnjar, sera minna lengst á veru Islendinga vestan hafs, þvi annað sýnist þar allt hverfa nálega jafn óðum. En Stefán hefir nú unnið það verk, að Yestur-íslendinga verður minnst að minn3ta kosti þangað til vér erum búnir að koma málinu okkar fyrir kattarnef. Það hefir verið fögur sjón, að sjá þenna einförul, þar sem hann hefir verið að hlúa að íslenzku landnemaleiðunum úti um auðnirnar og það molnar eitthvað á undan öðrum eins minnismerkjum og Eptir frænd- konu mína, Sigurbjörn Jóhannsson, Sig- urbjörg Stofáosdóttir, Landnámskonan og Stetan Kristinsson og fleiri. Jeg hefi nú skrifað tómt lof um þ^ssa bók, en ekkert minnst á gallana. Ojá. Mér er það svo minnisstætt, að jeg var eitt sinn á ferð í vagui; þar kom inn og sat um tíma kona tíguleg og stórfrið, og að öllu svo, sem hver mundi sig kjósa, nema að því, að þar vottaði fyrir rauð- gulri rák á enoi og kinn, eptir dropa úr hattblæju, að því er jeg gat til. Þegar hún var skroppin út úr vagnioum fóru milli 10 og 20 konur, sem eptir sátu, nærri allar að tala um þessa rák á kinn- inni. Afbragðsfegurð konunnar nefnd: engin. Á búningnum hjá Stefáni er sú rák, að stöku lína er stirðkveðin og þó óviða rangar áherzlur, en allt megÍD lýtalaust og sumt hjóliétt, þó að of litið séafþví. í rnálinu bregður fyrir dönskum orðum og lítils háttar döoskum setningum og hæpnum orðmyndunum, en þar erlíka fjöldi nýmyndana gerður af írábærleik og hvass- ari sjón á hugsun í orðum og setningum en dæmi séu til um óralangan aldur, og á þá leið verður orðmyndun vor að snúa ef tungunni á að verða viðreisnarvon úr þeirn dönsku blendingi, sem nú er mál lærðra manna og hálflærðra, og alþýðan er sem óðast að tileinka sér. Á örfáurn stöðum finnst manni sem Stefáni verði minna úr viðfangsefni sínu, en við mátti búast úr þsiru böndum. Svo er til að mynda um Ætternisstapa og Auda lamp- ans og mundi þó talið fullgilt af meðal- mönnum; en um flest er óhætt að hinkra við með aðfinnslurnar til þess er eitthvað sézt jafn gott eða betra. Stefán hefir valið sér ljóðin, og finnst oss þó, sem lesmálið hefði ekki orðið hon- um ófærara, en þar fylgir opt svo mikið þunnmeti, eins og hann segir sjálfur, að hann hafði síður lyst á því, enda skilur það góð ljóð og gott lesmál, að í þeim ljóðum er opt í hverju erindi góð setning og vel sögð, en tæpast sú bók með les- máli, að góð setning og minnisstæð sé þar á annari hverri síðu. Jeg gat þess í upphafi, að þessi bók væri oss menningargreiði. Stefán tekur varla svo til máls, að hann bendi ekki á eitthvað, sem mörgum af oss var áður óljóst eða hulið, og hann hefir þau tök á máli og bugsun, og skinnar svo upp hversdags muni, að þeir verða sem nýir, og hann getur jafn vel gert oss sjálfar þvættituggurnar minnisstæðar. Og slíkt lag hefir hann á því, að knýja huga les- anda síns til starfs, að jeg skil varla, að nokkur maður af greindara tægi lesi svo kvæði Stefáns með athygli, að hann geti sloppið hjá því, að verða á ept’r mennt- aðri maður og gáfaðri, hæfari til hugsana

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.