Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.07.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.07.1910, Blaðsíða 3
XXIV, 33. •ÞjÓÐViLJiaj'ir 131 i Hala, fyrverandi alþingismanni Rangvellinga haldið heiðurssamsæti af sveitungum hans, með því'að hann sleppir nú hreppstjórn, sakir angn- veiki, eptir að hafa gegnt hreppstjórastörfum í 35 ár. Auk minningargjafa, var honum og við greint tækifæri flutt kvœði, er Þorsteinn skáld Erlings.- so» hafði ort. Drukknaðjí hrunni. 3. júlí þ. á. drukknaði bóndinn að Hvammkoti i Möðruvallasókn í Eyjafirði í brunni skammt frá bænum. Maður þessi hót Guðvarður Guðmundsson, og var um sextugt. Hafði hann verið einn heima, og vita. menn því eigi, hvernig slys þetta atvikaðist. >1 —o— Það varð skammt milli þess, að skarð yrði fyrir skildi á Flateyri i Önundarfirði, því rétt- um 5 vikum eptir fráfall Ragnheiðar sál. Hail- dórsdóttur, (shr. „Þjóðv.“ 23.—24. tbl. þ, á.) and- aðist þar önnur góðkunnug og gömul konn. Elín Teitsdóttir var fædd á Saurum í Álpta- firði við ísafjarðardjúp, 17. ágúst 1833. Á öðru aldursári flutti hún þaðan með foreldrum sinum, Teiti hónda Jónssyni og konu hans Guðrúnu Sigurðardóttur, að Brekku á Ingjaldssandi í Dýra- fjarðarþingaprestakalli, vorið 1835, en 11. apríl 1836 drukknaði Teitur i hákarlalegu með Móises bónda Jónssyni frá Sæbóli, voru þeir 10 saman á skipi og týndust allir, þá var Teitur 43 ára gamall. Þau hjón áttu saman 3 hörn, voru tvö þeirra mjög ung, þegar faðir þeirra drukknaði. Jón 5 ára, EHn 3 ára, en Vigdís fæddist um baustið eptir það faðir þeirra dó. Öll komust þau úr barnæsku, Jón drukknaði á hafi úti á þilskipi með Gísla Jónssyni frá Gemlufelli, 29. apríl 1854, 25 ára gamall, ógiptur, en þær Vig- dís og Elín urðu háðar giptar konur. Eptir lát Teits, hjó Guðrún ekkja hans á Brekku, með hörn sín í ómegð, þar til 1842, að hún giptist aptur Bjarna Bjarnasyni, bjuggu þau saman á Brekku um 7 ár og áttu saman tvö hörn: 1. Sigurð, sem varð þrígiptur og lengi hjó á Hálsi á Ingjaldssandi, en drukknaði á Dýrafirði 30. oktober 1894 ásamt siðustu konu sinni, og Guð- mundi Hagalín frá Mýrum. 2. Ragnheiði, sem enn or á lífi á Mýrum. Hjónaband þeirra Guð- rúnar og Bjarna varð skammvinnt, þvi hann dó 6 árum síðar en þau giptust. Guðrún Sig- urðardóttir lifði um langt skeið ekkja, eptir báða menn sína, hún dó í Alviðru hjá Vigdísi dóttur sinni og manni hennar Kristjáni Jónssyni 24. sepb 1885, 78 ára gömuh Þegar Elín Teitsdóttir var 11 ára gömul fór hún frá móður sinni að Þingeyri í Dýrafirði, og dvaldi þar tvö ár, en að þeim liðnum, flutti hún aptur að Brekku til móður sinnar og stjúpa þar var hún staðfest árið 1847, með góðum vitn- isburði fyrir kunnáttu og siðsemi, þar eptir var hún á Brekku til þess hún giptist á 21. aldurs- ári, 27. sept. 1854, Jóni, sem þar var þá vinnu- maður, syni Odds bónda Jónssonar á Brekku. Fóru þau að búa á parti af Brekku 1858, en Jóns naut ekki lengi við, því hann dó 21. júlí 1863, 32 ára gamall. Þau hjón áttu saman 2 börn. 1. Guðfinna, fædd 3. janúar 1857, dó 31. marz s. ár. 2. Oddur Guðjón freddur 31. júlí I 1852, ólst upp með móður sinni og stjúpföður, fór utan og varð sjómaður, en drukknaði svip- lega við England um kvöld í myrkri, 14. janú- ar 1891, ógiptur. Eptir það Elín varð nú ekkja, bélt hún áfram búskap þar til hún giptist aptur 28. sept: 1870, og átti þá Greip Oddsson, albróður Jóns fyrri manns síns. Eptir 1871 brugðu þau hjón húi, og i'luttu frá Brekku að Gerðhömrum og voru þar 3 ár, hjá síra Jóni Jónssyni, þar næst voru þau 1 ár á Arnarnesi, og svo 8 ár í Hjarðardal í Dýrafirði, þar eptir voru þau 10 ár á Mýrum, en þaðan fluttu þau 1894 að Elateyri og voru þau hjón þar síðan til þess Elín andaðist 12. maí þ. á., 77 ára gömul. Með seinni manni sín , | um átti hún tvær dætur, dó önnur þeirra tveggj*. j mánaða gömul, en hin er Jónina Elín, fædd á i Gerðhömrum 14. septomber 1873, kona Bjarna Sigurðssonar tómthúsmanns á Elateyri. Elín sál. var ein þeirra alþýðukvenna, sem ekki lét mikið til sín taka út á við, en hún hafði frábæra kosti hið innra. Jafnlyndi henn- ar, blíðlyndi. kurteis glaðværð, jafnt í sorg og gleði, var alveg fágæt, og sérlega einkenndi allt Iíf hennar innileg lifandi kristileg trú, sem viða virðist nú sem blakti á skari. Hún var langa tíð heilsulítil, en um 5 hin síðustu æfiár honn- ar, mátti kalla, að hún lifði við sífellda og sára vanheilsu, því um þau ár klæddist hún ekki nema með köflum, en þolinmæðin og traustið til drot.tins var allt af í fullu fjöri og sönn fyr- irmynd, eins og allt líf hennar hafði verið. Hún gat ekkert aumt séð, og sjálf vildi hún í veik- leikanum vera öðrum til gleði. Síðustu æfiár sín var hún með seinni manni sínum, sem lifir hana, í húsum einkadóttur þeirra hjóna, Jónínu Elínar og manni hennar, og naut hinnar nákvæm- ustu aðhjúkrunar þeirra hjóna og manns síns, í sinni löngu og þjáningarfullu vanheilsu, enda hafði hún til þess unnið af öllum, sem til henn- ar þeklrtu, og allir þeir sem einhver kynni höfðu af henni,minnast hennar með þakklæti og virðingu 21. júní 1910 S. Gr. B. REYKJAYlK 23. julí 1910. Tíðin hlý og hagstæð að undanförnu. Þýzka skemmtiferðaskipið „Oceana“ kom hing að 12. þ. m., og með því fjöldi ferðamanna, er hafði hér eins dags viðdvöl, eða þar um. Borgarstjóri Páll Einarsson brá sér nýskeð norður í land, og verður fjarverandi um mán- aðartíma. 11 fætur toguðu, og konist ofan f bátinn hjá Guíseppa, og kornust þau evo undan landi. „Guði, og öllum dýrðlingum, sé lof!“ var sagt mjög alúðlega rétt hjá honum. „Hvernig á eg að þakka yður bjÖrgunina?“ hejfrði hann enn fremur, að sagt var. Crayehaw varð alveg utan við sig, og gat ekki komið fyrir sig ítölsku orði í svip. „EkkertJ, mælti hann á ensku. „Allt er nú vel um garð gengið!“ Hann hafði lagzt fyrir i káettunni, og teygt fram annan handlegginn, og sá stúlkan, að blóð lagaði úr hon- um, og hljóði upp: „Guð minn! Það er blóð á yður! Æ»ér eruð sár! Lofið mér fljótt að sjá!“ Það var’hik á honum, og sagði hún þá á ensku: „Gerið svo vel, að sýna mér handlegginn á yður!“ Hann lét til leiðast, og sá hann, að hún gjörðist all- áhyggjufull á svipinn. Það verður að binda um sárið!“ mælti hún. „Jeg er góð hjúkrunarkona“, mælti hún enn fremur og lagði særða handlegginn á svarta ábreiðu. „Jeg lærði það hjá blánunnum. — Ed hér er ekkert að óttast. — Súrið er lítið, og þér eruð hraustlegur11. Með barnalegri aðdáun leit hún framan í hann, od roðnaði svo, er hún af augnaráði hans þóttist skynja hugs- anir hans. „Hvað heitið þér?“ spurði hún, t;l þess að leyna því, hve ringluð hún varð. Hún roðnaði, er hún gjörðist svo djörf, að spyrja þessa En hann svaraði stillilega: „Crayshaw — Burton Grayshaw. — Jeg er enskur. — En þér? Nú — auðvitað ©ruð þér Elena frá Montelupí — Elena fagrau. 8 hans. Honum sýndist bjarma leggja á spegilflötinn — geislandi ljósbjarma, — og áður en það hvarf, sá hann andlit — fegra en með orðum verði lýst — andlit ungrar stúlku, með rjóðar varir, djúpblá augu, og gullið hár, sem haldið var upp með skýnandi perlubandi. Sýninni brá að eins fyrir í svip, og hvarf jafn harðan. Hann æpti upp: „Sjáið þér það?“ spurði hann aptur og aptur, mjög ákaft. „Þér gleymið því, að eg er blindur“, mælti gamli maðurinn stillilega. „En það þori eg að sverja, að speg- illinn er Guaramíni-spegillinn, eins og eg drap á áðan. — Vilduð þér nokkuð annað?“ „Nei, ekkert“, mælti Crayshaw, all-ákafur, og borg- aði það, sem áskilið var, án þess að prútta um verðið, og var, sem garnla manninn furðaði á því. „Guð veri lofaður!“ mælti gamli maðurinn, er Eng- lendingurlnn var farinn, og fór að telja peningana. „Þeir eru allir vitlausir þessir Englendingar. —Ef til vill hefir sagan valdið miklu; — hann á kannske svipaða konu“! Að svo mæltu faldi hann þriðjung andvirðisins í vasaklút sínum. III. Vikur voru liðnar, og enn var Crayshaw í Venedig og leið svo enginn dagurinn, að hann liti eigi í speg- ilinn. Sýninina sá hann þó ekki. Það voru eigi eptir nema tíu dagar af tímanum,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.