Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.11.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.11.1910, Blaðsíða 2
210 ÞjÓBVILJTnn XXIV., 53. Enevold-Sörensen, ráðherra 1901—1909 hefur Dýekeð verið skipaður kouungkjör- inn landsþÍDgsmaður. — Hann er nú eextugur að aldri. Raumastúlkur í Álaborg hættu nýskeð | vinnu, til þess að fá lauQ eín hækkuð, J og áunnu það, að þær fengu einnar krónu liækkun á viku, og loforð um aðra krón- | una frá 1. ágúst 1911. Noregur. Norski tónlagasmiðurinn Chr.Ledén er nýlðga kominn frá Grænlandi, og hefur hann saÍDað þar grænleDzkum kvæðum, on sönglögum. — Syngja Grænlendingar ýms kvæðanna, er dans er stíginn, og hefur Ledén því tekið myndir af dönsum þeirra, og ætlar að sýna þær, og lofa mönnum að heyra sÖDglögÍD, bæði á Þýzkalandi, í Noregi, og víðar. — Bretland. Nú er kveðinn upp dómur í málinu gegn dr. Crippen, sem fyr hefur getið verið í blaði voru, og var hann dæmdur til dauða, enda þótt hann héldi því fast fram, jaÍDvel eptir það, er dómurÍDn var kveðinn upp, að hann væri sýkn saka. Sagðist honum svo frá, að kona sín, Bel\e Elmore að nafni, væri enn á lífi, og hefði hún strokið tii Ameríku með elskhuga sinum, og leyndust þau þar einbvers staðar. Kvaðst harin hafa sagt vinum og kunn- ingjum, að hún væri látin, til þess að það vekti eigi hDeixli, að hún he ði hlaupið brott með Bruce Miller, elskhuga sínum. Ed er gengið var fost að honum, að gera gleggri grein fyrir, hvað af kon- unni væri orðið, kvaðst hanu hafa orðið hiæddur, og því flúið, fyrst til Belgiu, og síðaD til Ameríku, með ástmey sinni Ethel le Neve, er hann kvaðst hafa látið dularklæðast, og létið heita, að værí sonur sídd. Hvernig stóð á líki, sem fannst grafið í kjallara hans, og var höfuðlau9t, handa- og fóta-laust, kvaðst hann eigi vita. Engu að síður þóttu likur þó svo sterkar, að hann var dæmdur til dauða, sem fyr segir, og átti að taka hann af lífi 8. nóv. síðastl. Á9tmey hans, Ethel le Neve, var á hinn bóginn sýknuð. í Suffolk-héraðinu hafa nokkrir menn nýskeð dáið úr pest, sem ætlað er, að stafi frá rottura, er sýkt hafi héra, kaninur, og fleiri dýr, og borizt svo til manna. Gerð hefur því verið ráðstöfun til þess, að útrýmt verði sem mestu af rottum og banna iæknar að snerta þær, nema menn hafi glófa á höndum. Eimskipið „Heathfieldu, frá Glasgow, skipstjóri Smith, fórst 14. okt síðastl., og drukknuðu sextán menn, en tuttugu var bjargað. — Aðfaranóttina 14. s. m. fórst og eim- skipið „Oranford“, fráLundúnum,og týndu tuttugu menn lífi. f 22. okt. þ. á. andaðist prinz Franeis af leck, að eins fjörtíu ára að aldri, broðir Mary, drottnÍDgar Georgs Bretakonungs. — Hafði verið gerður á honum holdskurð- ur, og andaðist hann nokkru síðar. — Frakkland. 17. okt. síðastl. mátti telja, að lokið væri verkfalli járnbrautarþjóna í Paris, enda hafði stjórnin kvatt herlið, til að tak- ast störf þeirra á hendur. — Var gerð sú '■áðstöfun fyrir nokkrum árum, að hafa jafnan hermenn til taks, ef á þyrfti að halda, som kynnu til starfanna, þar sem slik verkföll geta ella orðið ríkinu að ó- metanlegu tjóni. Mælt er, að lögreglurnenn hafi nýskeð komizt á snoðir um, að stjórnleysingja- félag í París hafi nýskeð ákveðið, að myrða ýmsa af æð.stu embættismönnum lýðveld- isins, vegna afskipta þeirra af verkfalli járnbrautarþjónanna. Portúgal. Lýðveldisstjórnin í Portugal befur nú látið af hendi eigur Manuel’s konungs, er eigi voru ríkiseign talÍD, og er mælt, að þær nemi svo miklu, að árlegur arður nemi um 400 þús. króna. Manuel konungur, og Amelía, móðir hans, eru nú sezt að á Lnglandi, fóru þsngað frá Gíbraltar, á brezka konungs- skipinu „Victoria and Albertu. Haít er eptir Manuel konungi, að hann sé eigi vonlau9 um, að þingkosningar í Portugal geti farið svo, að þeir verði í meiri hluta, er kjósa fremur konungdóm hans, en lýðveldið, en hætt er við, að slíkar vonir bregðist honum gjörsamlega. Mælt var, að fylgisuienn konungsdóms- ins hefðu áformað, að reyna að steypa lýðveldisffjóminni frá völdum 14. okt. síðastl.. en ekki varð þó neitt úr því, enda hafði stjórnin gert öflugar ráðstaf- anir, til að varna slíku. Lýðveldisstjórnin hefur gert þá ráð- stöfun, að Braganza-konungsættin skuli útlæg úr Portugal í fjórða lið. Forstjóri peninerasláttunnar í Portugal fyrirfór sér nýskeð, varð uppvis um afar- mikinn fjárdrátt — tvær milljónir millreia ! (einn millrei — 4 kr. 3 aur.) Lýðveldisstjórnin hefur tekið sér vald til þess, að koma á ýmsuro breytingum, svo sem að hætta skuli við alla trúar- bragðakennslu í skólunum, og þeir að eins háðir verzlegri, eo eigi geistlegri stjórn. — Hún hefur og gert þá ráðstöf- un, að hætta skuli að vinna þann eið á þaDn hátt, sem verið hefur, ensvariðvið drengskap, enda liggur aðal-tryggingin þar i hegningunni, sem það bakar við- i komanda, hafi hanD gefið ranga skýrslu. j Yms óuauðsynleg embætti hefur stjórn- j in og látið leggjast niður, og afnumið nafnbætur og otður, nema alls eina. Efri roálstofu þÍDgsins hefur stjórnin og iátið leggjast niður, sem og ríkisráðið. Ágreiningur er nokkur um það, hvort fáDÍ lýðveldisins skuli vera blár og grænn eða blár og hvítur. Tuttugu nunnur, tr falizt höfðu 'í kjallara, voru teknar og fluttar yfir landa- inærin. 17. okt. siðastl. fannst sprengivél á götu í Lissabon, og sprakk hún þar, og serði sjö menn. Jarðarför dr. Bomharho’s og B.eis’ aðmír- áls, sbr. síðasta nr. blaðs vors, fór frarn í Lissabon 17. okt. þ. á., og tóku tvö bundruð þúsundir manna þátt í sorgarat- höt’ninni. St.údenta uppþot varð í borginni Coimbra og varð því að senda berlið þangað, til að sefa þær. Skarlatssótt hefir nýskeð stungið sér niður í nokkrum húsuu) í Akureyrarkaupstað. Veikin er þó fremur væg. Ókunnugt er um, hversu hún heiir borizt í kaupstaðinn. 8bip sekkur. Norskt síldvoiðaBkip sökk nýskeð áSiglufirðL Manntjón varð eigi. ■Sjö nautgiipir hrcnna inni. Fjós brann í haust að Miklahóli í Viðvikur- sveit i Skagafjarðarsýslii. Það var að nóttu, og hafði ljós verið borið í fjósið kvöldið fyrir. Sjötíu og fimin ára varð síra Matthías .Jochumsson 11. nóv. siðastl. Minntust Akureyrarbúar þess á þann hátt, að þeir sendu honum skr.iutritað ávarp, og nem- endur gagnfræðaskólans á Akureyri fluttu hou- um kvæði. Heilla-óska-símskeyti bárusthonum og víða að. N irskt-ísienzkt vcrzlunarfélag segir hlaðið „Norðuriand", að í ráði sé, að Btoínað verði i Bergen, er heiti: „Bergens is- landsk Hándelskompagni1*. Ætlar það að selja hér útlendar vörur, en flytja wt islenzkar afurðir, þar á meðal kot og fipk í kælirúmum, og má flytja það þaðan til Kristjaníu í kælirúmum á járnhraut. Frá Bergen má síðan senda vörurnar til Ham- borgar, oe búizt við gufuskipa sambandi þaðan mjög bráðlega til Ameriku. Þjðlnaðir. Blaðið „Norðri“ skýrir“frá þvi 31. okt. síðasti., að hrytt hafi á hnupli þar nyrðra: vfirhöfnum stolið úr tveim húsum, tveim rúllupylsutunnum' frá kaupmanni á Akureyri, hrotizt inn í káettu á flóahátnum „Jörundur“, og stolið frá skip- herranum: yfirhöfn. buxum, suðvesti og húfu.— Enn fremur stolið nokkru af matvælum úr fiski- skipinu „Samson“. Lausn frá embætti. Héraðslæknirinn á Sigluiirði, hr. Nelgi Ouð- mundsson, hefir nýskeð sótt um lausn frá em- bætti, Hann hefir verið héraðslæknir í Siglufjarðar- iæknishéraði í 31 ár. „Gull“ er nafn nýrrar skáldsögu, sem Einar Hjiírleifs- son hefir nýlega samið, og kemur hún á prent á næstk. vori. Safn fyrirlestra og ritgjörða eptir sama kvað og verða prentað mjög bráðlega. Laiul vainarfelagið. Svohljóðandi ályktun var gerð á fundi í Land- varnarfélaginu 11. þ. m.: „Fundurinn væntir þess, að þing og 8tjór» Jeitist við að útvega erlent láusfé með hent- ngri kjörum, ön vér höfum nú, en auki því að eins lántökur landsins, að brýna nauðsyn bori til. lívík 12. nóv. 1910 Jón Baldvinsson, ritari félagsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.