Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.11.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.11.1910, Blaðsíða 6
218 Þjóðviijinn. XXVI. 54.-55. íiuíafeiagið De Hiiiisbi Vín- & Konserves Falfriker. Hasmusen Kgl. Hof-Leverandör fjg. n. geauvais Leverandör til Hs. Maj. Kongen of Sverige Kaupmannahöín, Paaborg, selur: Niðursoðnar vörur. — Syltuð ber og ávaxti. — ávixtavökva og vaxtavín. hlöðu að Reykjum í Ölfusi, með þvi að hiti hljóp i heyið, hvort sem það nú hefir stafað af því, að það hefir verið varþurkað, eða væta heíir komið að þvi. Heyið var í snatri rifið út úr hlöðunni, Og talsverðu bjargað, en skaðinn þó engu að síður mjög tilfinnanlegur. Garöy rkj u-kenusla. Frá byrjun næstk. maímánaðar fer fram kennsla í garðyrkju í gróðrarstöðinni í Reykjavík. Kennslutíminn er sex vikur, og eiga umsókn- ir að seodast Einari garðyrkjumanni Helgasyni fyrir 15. marz næstk. Nemendur fá 45 kr. námsstyrk, og þeir, sem langt eru að, fá efnnig nokkurn ferðastyrk. Kviknar i húsi. Að kvöldi 19. nóv. síðastl. kviknaði í húsi Samúels söðiasmiðs á Laugaveg (í Reykjavíkj. Eldurinn kom upp á efra lopti hússins, og stafaði af ðnógum umbúnaði um arinpipu. Loptið í húsinu brann, og sviðnaði, en þó eigi til muna, með því að sJökkviliðinu tókst brátt að slökkva eldinn: Á hinn bóginn urðu innanstokksmunir fyrir töluverðum skemmdum. Bæði hús og munir var i eldsvoða-ábyrgð, Plæingarkennsla. Samkvæmt ráðstöfun búnaðarfélags Islands fer fram kennsla í plægingu, og sáningu, frá 14 raaí næstk. hjá Alíred bónda Kristensen í Einars- nesi i Mýrasýslu, og eiga umsóknir að sendast honum fyrir lok næstk. marzmánaðar. Búnaðarfólagið borgar kennslu- og dvalar- kostnað nemendanna. REYKJAVÍK 26. nóv. 1910. Hláka nokkra siðustu dagana. „Ceres“ kom frá ntlöndum að morgni 14. þ. m. — Meðal farþegja voru: kaupmennirnir Jón Brynjólfsson (Reykjavík) og Jónas Gunnarsson (Akureyri). Enn frernur Magnús verzlunarmaður Steph- ensen (landshöfðingja) o. fl. Fyrirlestra byrjaði Árni sagnfræðingur Páls- son að halda bér í bænum, í „Iðnó“, 20. þ. m. nm „höfuðþætti úr kirkjusögu íslands fram á daga Jóns Arasonar". Tombóla verður haldin í Bárubúð hér í bæn- um 3. og 4. des. næstk., og rennur ágóðinn til ekknasjóðs Reykjavikur. Tunglmyrkvi var á miðvikudagskvöldið (15. þ. m.), og stóð hann yfir kl. 9,í5 til 12,M. Kl. 10,53 til 11.47 var myrkvinn almyrkvi. Veður var kalt og heiðskírt, og sást myrkv- inn því mjög glöggt. Prestsvígsla fór fram hér i dómkirkjunni 20. þ. m., og var þá, cand. theol. Þórður Oddgeirs- son vígður aðstoðarprestur síra Jóns Halldórs- sonar á Sauðanesi. Síra Bjarni Jónsson lýsti vígslunni, sem bisk- up landsins hr. Þórhailur Bjarnason framkvæmdi. Ný vígði presturinn, síra Þórður Oddgeirsson, sté síðan í stólinn. Strandbáturinn „Vestri“ kom úr strandferð að kvöldi 12. þ. m. Margt farþegja var með skipinu, þar á meðal kaupmaður Björn Sveinsson í Stykkíshólmi, Möll- er verzlunaragent o. fl. Þýzkur vísindamaður, Karl Behrens að nafni, er ný kominn til bæjarins, og ætlar að dvelja hér í eitt ár, til þess aðþieraa íslenzku, og kynn- ast íslenzkum bókmenntum. Hann gefur mönnum og kost á, að nema hjá sér þýzku. Nýskeð dvaldi hann í Noregi, til þess að afla sér þekkingar á norskum bókmenntum. Seinna kvað hann og ætla að kynna sér sænskar, finnskar og danskar bókmenntir. Með því að svellið hér á tjörninni var eigi sem hentugast til skautaferða, lét skautafélagið hér í bænum veita vatni á það svæði, sem bæj- arstjórnin hefir heimilað því til afnota. Hafa félagsmenn siðan notað það til skauta- ferða. og uppljómað það með biysum, sér og öðrum til skemmtunar, auk þess er leikið hefir verið á lúðra, að minnsta kosti öðru hvoru. Tvö fiskiskip frá verzluninni „Edinborg“ hér 1 í bænum, „Sjana“ og „Morning Star“, er farið 9 í Oraneboro var hann tslinn í heldri manpa röð — maður, sem hafði barizt á eigin spítur, og komizt til vegs. Hann var rikur maður, eigandi stæretu verzlunar- innar i Craneboro, þar sem selt var allt, sem heiti hefir, og einatt, var einhvers konar „útsala“. Yor, sumar, vetur, haust, eldsvoðar, gjaldþiot, svip- legnr dauði, eða jarðskjálptar, paf hvert um sig tilefni til þess, að hr. Ratray fann ástæðu til þese að bjóða við- skiptamönnum sínum vildarkjör. Við slík tækifæri lét kvennfólkið sjaldnast færið ó- notað, og trúði því statt og stöðugt, að hr. Ratray hefði auðgast ósköpin öll á því, að selja varning sinn „undir innkaupsverði“. Auðæfi hr. Ratray’s höfðu vaxið jafn framt því er borgin hafði stækkað. Hann hafði byrjað að verzla í litilli búð, með ein- um glugga, og fengið vörurnar að láni. Sjálfur annaðist hann búðina, ásamt konu sinni, að öllu leyti. Nú var kominn sá bragurinn á, að hann kom ak- andi til verzlunar sinnTar, og verzluDarfélögum,i en, áður höfðu haft ótrú á honum, myndu nú hafa þótt heiður að því, að fá bréf, er bæri undirsktipt hans- Hr. Ratray átti jarðeignir miklar. — Hann hafði keypt lóðir, til þess að græða á, og verið heppinn, að því er sölu hússtæða SDerti. nafði hann keypt byggingastæðÍD, áður en bærÍDn tók að vaxa til muna, og þegar fólkinu tók að fjölga, kyggffl hann hverja röðina af háum húsum á fætur ann- ari, og hækkuðu þau ár frá ári í verði. 14 Ratray horfði stíft á hana. „Veit sonur yðar, að þér eruð hér?“ Nei, auðvitað veit hann það ekki!“ Er dóttur minni kunnugt um það!“ „Ekki frernur!“ „Hefir soDur yðar ást á dóttur minni?“ Ekki veit jeg það!“ „Hefir dóttir mín þá ást á syni yðar?“ „Ekki veit jeg heldur um það!“ „Hafið þér vakið máls á þessu við dóttur mína?“ „Nei!“ Hr. Ratrey fleygði sér aptur á bak í stólnum. „Viljið þér þá ekki skýra málið fyrir mér?“ „Við erum bæði gömul, hr. Ratray!“ mælti hún. „Jeg er að oíds 49 ára“, svaraði hann stuttlega. Hann taldi sig ekki gamlan mann. „En eg hefi einn um sextugt“. mælti hún. „Jeg dáist að því, hve ungleg þér eruð“. „Yður þykir jeg þá ekki orðin ellileg. Kvennmað- ur, sem eigi hefur vit á þvi, að sýnast tíu árum yngri en hún er, hún er beimskingi“. „Hr. Ratray dró upp úrið sitt, all-óþolinmóður. „Giptuð þér yður af ást?“ spurði barónsfrúin. Það komu kippir i Ratray. — Það var nú svo langt um liðið, að hann varð að hugsa sig um, áður en haan sagði: ..Tá!“ „Iðraði yður þess?“ Honuin var, sem sæi hann í sýn mynd lágvaxinnar konu, sem fyrir titi árum lagðist í gröfina, og fór því eigi fjarri, að honum gremdist, að vera minntur á hana. — Hún hafði lagt á sig mikla vinnu, og reynzt vel, meðan

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.