Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.01.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.01.1911, Blaðsíða 3
XAV., 3. Í>JÓÐVILJ1*N. 11 Heilsuhælið á Vífilsstöðmn. Oddfélagar gáfu herklahæiinu á Vífilsstöðum 100 kr. í jólagjöf, til að skemmta sjúklingum. Þar var jólatré haft til skemmtunar. Fimm menn drnkknn. Skömmu fyrir jólin lagði mótorbátur af stað frá ísafirði til fiskiveiða. Formaðuritin hét Hrólfur Jakobsson, og voru alls fimm á bátuum. Hefir síðan ekkert til bátsins spurzt, og er því talið víst, að hann hafi farizt, og mennirnir drukknað. Frá Stokkseyri. Þar voru nokkrum sinnum sýndir sjónleikir 1 síðastl. des.: „KönDusteyparinn11, eptir Holberq, ■og frakkneskur smáleíkur, er nefnist; „Fagra malara konan“. Kona livarf. ný skeð um nótt úr rúmi sínu á Kálfhaga i Arnessýslu, og fannst nokkru síðar örend, vafin innan í sænginni, í gjótu skammt frá dráttar- brautinni, sem liggur frá Kaldaðarnesi að Eyr- arbakka. Kona þessi hét Sigriðnr Egilsdóítir. Hún var jörðuð að Kaldaðarnesi 3. janúar þ. á. (1911). Mannalát. I blaði voru var nýskeð getið láts húsfreyjunnar Öuðfinnu Jönsdóttur, er and- aðist að Gfesthúsura á Álptanesi á jóla- daginn 26. des. f. á. Hún var fædd að Deild á Álptanesi 20. des. 1869, og voru foreldrar hennar Jón Jónsson og öuðfinna Sigurðardóttir, er fyret b)uggu fjögur ár að Báruhaugseyri en siðan 47 ár að Deild, og eru báðir bæirnir í Bessastaðahreppi í Gullbringu- | sýslu. Olst Guðfinna heitin upp hjá foreldr- ura sínura, og dvaldi hjá þeim, unz hún L7. febr. 1894 giptist eptirlitandi raonni sínum, ólafi sýslunefndarmanni Bjarnasyni í Gresthúsum, Steingrímsson- ar, Jónssonar, hreppstjóra á Glíði á Álpta- nesi, en móðir Ólafs var Sigríður Jóns- dóttir, Kristjánssonar, er lengst bjó að Skógarkoti í Þingvallasveit. Hafa þau hjónin, Ólafur og Guðfinna búið allan samverutimann að Gesthúsum og varð þeim alls fimm barna auðið, en að eins fjögur barnanna eru á lífi, og eru nöfn þeirra: 1. Sigríður, 16 ára 2. GuðfinDa, 13 ára, 3 Snæbjörn Tryggvi, 11 ára, og 4. Oddný Jenny, 8 ára. Faðir Guðfinnu heitiunar, Jón bóndi | Jón>son á Deild, andaðist 19. nóv. 1904 ári síðar, od hann, og kona hans hóldu gu'lbrúðkaup sitt, en móðir Guðfinnu er enn á lífi, og nú orðin 83 ára, og hef- ur hún dvalið i Gesthúsum, siðan maður hoanar féll frá. Guðfinna sáluga mátti heita fríð kona, að öðru leyti er henni lýst, svo að hún hafi verið „guðrækin og góð kona, mjög um- hyggjusöm móðir, og hafi viljað láta gott ef sér leiða, hver sem i hlut áttiu. — Hún hafi og verið „vel greind og stjórnsöm húsmóðir“. Látinn er nýskeð í Akureyrarkaup- stað Jön Chr. Stefánsson, timburmeistari. Hann stundaði um hríð þilskipasmíð- ar á Akureyri, en siðnr fékkst hann við húsa- og búsgagna Rmíði. Nokkur ár sinnti hann og um t.rjá- ræktarstöðina á Akureyri. Síðustu ár æfinnar var hann mjög farinn að heilsu. Enn fremur er og dáinn seint á ár- inu, sem leið: Þorkéll bóndi Guðmundsson á Fjalli. Hann var faðir Indriða skálds Þor- kelssonar á Fjalli. 7. sept. f. á. andaðist í Músárdal í Norður-Dacota í Canada Sveinbjörn Sig- urðsson, 73 ára að aldri. Hann var frá Ósí í Öxnadal. Landar hans í Norður-Dacota minDt- ust gullbrúðkaups hans, og konu hans, síðastl. sumar, og var þeim þá færður að gjöf heiðurepeningur úr gulli, með ártali og fangamarki þeirra. Blaðið „HeimskrÍDgla“ segir um Svein- björn sáluga, að hann hafi verið „glað- lyndur og fyrirtaks gestrisinnu, og „var sem allir kæmu til foreldra, eða forn vina, er komu að garði þeirra hjóna, Sigríðar og hans, og það þótt ókunnir væru“. Einn son eiga þau hjónin á lífi. Banamein Sveinbjarnar heitins var krabbamein innvortis. 41 Honum geðjaðist ílla að þessu. Þegar guðsþjónustunni var lokið, satKenwood stund- arkorn, til að vita, hvort hún þekkti sig, od hún lét, sem hún sæi hann ekki. Kenwood gramdiet þetta svo mjög, að hann gjörðist svo ókurteis, að koma ögn við böndina á henDÍ, sem hún studdi á stólbríkina, og sagði hann jafnframt lágt: „Ekki get eg dáðst að því, hve minnug þér eruð“. Hún svaraði engu, en gekk stillilega útúrstólnum, oe Hallur með henni. Hann hafði eigi heyrt, hvað Konwood sagði, en þó hryklað brýrnar. UDga stúlkan leit ekki á Kenwood, fyr en hún var kominn fram að dyrum; en þá leit hún snöggvast á hat.n og roðDaði mjög. Hallur sá þetta, og og sneri sér við, til þess að virða Kenwoond fyrir sér, en hann sneri þá bakinu að hoDum. Kenwood var að hugsa nm það, hver unga stúlkan myndi vera? Hann spurði þann, sem næstur bonum var, og var honum svarað, að hún héti Eleanor Ratray. Honum hafði dottið í hug, að inna eptir því, hvort hún væri unnusta Halls Gregory’s. en hætti við það. Hann gekk nú út úr bænahúsinu, gegnurn fjölda þröngra gatna, og niður að ánni. Aptur og aptur datt honum í bug nafnið: „Ratray! Ratray! Ratray!“ Hann var nú ekki í neinum vafa um það. að hann hefði ást á henni, og varð að fá hennar. En nú var hann riðinn við samsæri gegn föður hennar, og henni. 38 Hann hætt.i þá að brosa, og leit forvitnislega fram- an í Kenwood. Kenwood þótti gaman að þessu. en lét það þó ekki fipa sig á neinn hátt. „Og hvað gengur að ökumanninum yðar?“ mælti Kenwood enn fremur. „Ökumanninum inínum?“ mælti Ratray.“ „Hvað vitið þér um hann?“ „Það eitt, að hann er veikur“. „Já, það er slæmt kvef, sem al honum gengur“. „Ekki þó hitt fremur, vænti eg, að hann hafi fengið högg í höfuðið? mælti Kenwood. Hr. Ratraj’- spratt snögglega upp úr sæti sínu, og var hinn ékveðnasth „Farið til lögreglunnar“, mætli hann. „Segið henni það, sem þór viljið, en sjáið mig i friði! Jeg kannast hvorki við árás, né tösku! Farið nú!“ En er Kenwood var genginn út úr dyrunum, kall- aði Ritray á eptir honum: „Hvað heitið þór?“ „Jeg heiti ekkert“, svaraði Kenwood stillilega. „Hvað meinið þór með því?“ spurði Ratray. „Jeg á við, að það er eins um natn mitt, eins og um töskuna — hvorugt er til“. Án þess að biða svars, lokaði hann svo hurðinni á eptir sér. Þetta gerðist á laugardegi, og dagÍDn eptir varð Kenwood enn ögn meira ágengt. Hann var á gangi frcim með Bramley-hæðinni, er hann sá unga stúlku fara inn í stóit bænahús, er byggt var í gömlum stýl.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.