Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1911, Blaðsíða 3
XXV., 13,—14. Þjóðviljinn. 51 Sjálfstæðisflokkurinn taldi á hinn bóg- inn tiltæki Kr. J. gegn flokknum, og þá ■eigi síður gegn þjóðfélaginu, þess eðlis, að samþykkt var þegar. með sanihljöða Æextán atkvæðum, að — reka hann úr flokknum. Jafnframt ályktaði sjálfstæðisflokkur- inn þá og samstundis, að bera frarn van- traustsyfirlýsingu, þingræðinu til verndar, gegn nýja ráðherranum í neðri deild. Var vantraust9yfirlýsingu þessari út- býtt á fundi neðri deildarmanna daginn eptir (14. rnarz), og voru flutningsmenn hennar: Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson frá Vogi, Sigurður Gunnarsson, Jón Þor- kelsson, Jön frá Hvanná, Þorleifur Jónsson og Benedikt Sveinsson. Verður eigi annað sagt, en að hér væri rösklega vikist við. Væntanlega þarf og eigi að efa, að þjóðin taki nú einnig öfluglega í taum- ana réttindum sínum til verndar. X. .Ekki stórrnálin“ ,Priður á jörðu!“ I ræðustúf, er nýi ráðherranD flutti í fundarbyrjun í báðum deildum þingsins 15. marz, jafnframt því er hann skýrði frá útnefningu sinni, lét hann í ljósi, að hann vildi, að stórmálin vœru nú látin j hvílast í 2—3 árin og kvaðst vilja 9tyðja ■ kappsamlega að því, aðfriðuryrði í land- ; inu. Þetta er þá stefnuskráin!! Og mjög ílla situr það á hr. Kr. J., j að vera að taia um það, að hann vilji j stuðla að friði í landinu, — rétt í sömu * acdránni, sem hann traðkar þingræðinu, og vekur þjóð vorri, eða að minnsta kosti mjög miklutn meiri hluta hennar, megnan leiða oo cremju, og jafn framt því er blöð- íd, sem hann styðja, taku sem ósparast að veita öldum lyga, rogs, æsinga og heiptar út um öll héruð landsins. Sjálfur leyfði hann sér og í ræðustúfii- um, sem fyr er getið, að varpa fram þeim ösannindum, að hann hefði haft á- stæðu til að ætla, að hann nyti stuðnings 23 þingmanDa, og þetta gjörðist hann svo djarfur að segja; enda þótt síra Sig. Stefánsson og Sk. Th. gengju beint af flokksfundi heim til hans um hádegis- bilið á sunnudaginn (12. marz) — flokks- menn biðu á fundinum á meðan —, til þe9s að skýra bonum frá fylgt Sk. Th. í sjálfstæðisflokknum, sbr. símskeytið til konungs, og minna hann þá jafnframt á „hálmstráiðu. Þetta, að varpa fram þessari blekkingunni lætnr hann verða fyrsta ráðherra-starfið j sitt, næst því að gjörast brotlegur gegn j 1. og 4 gr. ráðherraábyrgðarlaganna með því að takast á hendur ráðhorraembættið vitandi sig eigi hafa fylgi meíri hluta þingsins, og mikinn meíri hluta þjóð- kjörinna þingmanna sér andvígan. XI. Ósannindin og l>lel<lviiiií- arnar byrja! an ósanDÍndavef um það, hversu fyigi Sk. Th. hafi verið varið, og nægir, til svars því, að vísa til símskevtisins til koD. unge, sem birt er hér að framan í blag. ið, bæði að því er atkvæðamagnið snertir og hversu fylginu var háttað Það er alls annars eðlis, en fylgi það, sem sama nr. „Lögréttu“ segir, að „heima- stjórnar“-flokkurinn hafi heitið hr. Kr. J. því að í svari heimastjórnarmanna — upp á ávarp nýja ráðherrans til efri deildar 15. marz, —, semLárus H. Bjarnason las upp, að lokinni ræðu ráðherra, segir að eins, að þeir muni „ekki bregða fæti fyr- ir hann að ástæðulausu á þossu þingi“. Þannig lagað fylgi nú til þinglokanna sem hlaupa má frá, er vill, myndi rit- stjóri blaðs þessa ails eigi hafa látið sér lynda. Með línum þessum er „Ingólfi“ (16. marz) einnig svarað nægilega í brúðina, eins og ritstjóri „Ingólfs“ getur og hér framar í blaðinu, séð, hversu háttað var „góðu trúnni‘ (!) hjá hr. Kr. J., aðþví er fylgi hans á þinginu snerti. XII. O-jöri'oeðinu. mótmœlt. Oss láðiet að geta þess, er vér minnt- umst ræðustúfsins, er hr. Kr. J. flutti, þegar hann skýrði neðri deild frá úcnefn- ingu sinni, og sagði sannast(!) frá því, hvaða þingfylgi hann hefði talið sig hafa að ummælum hans var þegar mótmœlt (af Sk. Th., fyrir hönd sjá'ifstæðisflokks- ins) og jafnframt sýnt fram á það með alvarlegum orðum, að hr. Kr. J. hefði lát- ið hafa sig til þess, að traðka þingræðinu, og bent á, hve hættulegar afleiðingar slíkt gæti haft fyrir þjóðfélag vort. XHI. „Lögrétta“ getur þess (15. þ. m.), að 105 „Já! Þá verður að haga spurnÍDgunum á annan hátt!„ mælti rannsóknardómarinn. Allir biðu þess nú með óþreyju, hversu spurning- unum yrði hagað. „Sáuð þér líkið?“ ,Ji!“ „Vitið þér með vissu, að það er lík Ratray’s?“ „Nei! En ef þér viljið leyfa mér, að skýra frá mín- um skilnÍDgi á málinu, hygg eg, að það myndi spara mikinn tíma. — Það voru sérstök einkenni á líkama sjúklings míns — dálítil missmíði —, sem og eru á lik- inu, og því sannfærðist eg um, að það væri lík sjúklings míns. — En nú heyri eg alla vandamenn hr. Ratray’s segja, að það sé eigi Ratray, sem myrtur hefur verið. — Sé svo, get eg að eins sagt það, að þá befur hr Ratray eigi horfið síðustu dagana, en fyrir nokkrum vikum. — Hann hlýtur þá að hafa horfið, áður en eg var kvaddur til sjúklingsins". „Höfðuð þér nokkurn grun um, að sjúklÍDgur yðar væri eigi hr. Ratray?“ „Nei, auðvitað ekki! Jeg hafði að eins séð hr. Rat- ray í svip! Og hvernig átti mig að gruna Dokkuð, þar sem hvorki dóttur hans, skrifara hans, né nokkurn á heimilinu, grunaði nokkuð?“ „Var sjúklingur yðar mjög veikur?“ „Það er örðugt, að svara því ákveðið“, anzaði lækn- irinn. „Þegar jeg var kvaddur til mannsins, sem nú er dáinn, duldist mór eigi, að hann auðsjáanlega gerði sér upp ýms af einkennum sjúkdómsins, sem hann kvaðst þjáðst af“. „Glerði sér upp!“ greip Merriott fram í. 94 Þeim bar og saman utn það, að þær hefðu engum mætt. A heimleiðinni gengu þær inn um garðhlíðið, og stíginn, sem liggur fram með húsinu. Þar var mjög dimmt, með þvi að hann var upp gróinn, os ekki ljÓ9 í neiuu hinna fimm herbergja, er sneru út að stígnum. Þær gengu hratt, og fyrir utan gluggann á her- herginu, sem hr. G-rimthorp — maðurinn, sem siðast hafði stundað hr Ratray — bjó i, skrikaði stofuþernunni fótur um eitthvað, sem lá á jörðinni. Hún hrökk við, og æpti upp: „Phoebe! Það er maður!“ Þær hlupu þá báðar, sem fætur toguðu, til eldhúss- ins, og sögðu garðyrkjumanninum, er sat þar, og var að borða, hvað fyrir þær hefði borið. Garðyrkjumaðurinn, Philip Oarter að nafni, tók peg- ar ljósker, gekk þangað, og rakst þá á dauðao mann, er lá þar á grúfu. Þegar hann sneri likinu við, til að sjá, hver þetta væri, kom hann auga á gimsteinum settan rýting, er keyrður hafði verið i b>- jósbið á manninum, upp að skapti. Ráðskonan, frú Benfold, kom nú og hlaupandi. „Það er húsbóndinn! Það er hr. Ratray!“ æpti hún, mjög óttaslegin. „Hvað er að orðið?“ „Ekki annað, en það, að hann er dauður, cg hefir verið myrtur!“ Ráðskooan hljóp upp í herbergi hr. Ratray’s, og sá að rúmið var autt, og að fötin, sem hann var vanur að vera í, hengu á rúmgaflinum. I herbergi Grimthorp’s var og enginn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.