Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1911, Blaðsíða 6
54
ÞjÓÐVILjINN.
XXV. 13,—14.
Vogi, ber í neðri deild fram frnmvarp
þess efnis, að skipta Dalalæknishóraði í
tvö læknishéruð, sem hér segir:
1. Suðurdalahérad: Hörðudalshreppur, Mið-
dalahreppur, Haukadalshreppur, Lax-
árdalshreppur og Hvammssveit. —
Læknissetur í Búðardal.
2. Vesturdálahérað: .Fellsstrandarhreppur,
Skarðstrandarhreppur og Saurbæjar-
hreppur.
Læknissetur milli Skarðsár ogFagra-
dalsár.
Til Vesturdalahéraðs leggist og Rauðs-
eyjar og Húffeyjar, sem nú teljast tilFlat-
eyjarhéraðs.
Gufuskipaferðir.
Þrír þingmenn efri deildar (Sig. Stef-
ánsson, Lárus H. Bjarnason og Stef. Stef-
ánsson) bera í efri deild fram þingsá-
lyktun þess efnis, að skipa 5 manna nefnd,
til að athuga ferða-áætlanir sameina^a
gufuskipafélagsins og Thorefélagsins, og
koma fram með tillögur um haganlegra
fyrirkomulag á þeim, en nú er.
Skipa-afgreiðslumenn.
Stefán Stefánsson, þm. Eyhrðinga, ber
í neðri deild fram þingsáiyktun þess efn-
is, að skora á landsstjómina, að hlutast
til um, að hvert það félag, er nýtur styrks
úr landssjóði til strandferða, eða milli
landa, hafi afgreiðslumann á hverri höfn
hér við land, þar sem skipunum er ætl-
að að koma.
Maríu- og Péturslömbin.
Nefndin, sem skipuð var í neðri deild
til þess að íhuga frumvarp um ofan greint
efni, hefir eigi orðið á eitt mál sátt. —
Meiri hlutinn (Ben. Sveinsson, Jóh. Jó-
hannesson og Jón frá Hvanná) vill, að
frumvarpil sé samþykkt, og að þeirri
kvöð, sem í fimm sóknum á landinu hvíl-
ir á bændum, að fóðra svo nefnd Maríu-
eða Péturslömb fyrir prest sinn, só af-
numin, og presti greiddur tekjuhallinn
úr prestslaunasjóði
Minni hluti nefndarinnar (01. Briem
og Stefán í Fagraskógi) vill á hinn bóg-
inn að eins heimila landstjórninni, að
gefa eigendum jarða þeirra, er kvaðir
þessar hvíla á, kost á að létta kvöðum
þessum af jörðunum, gegn því að greiða
í kirkjujarðasjóð endurgjald. ernemi 162/a
af hærri upphæð, en kvöðin er reiknuð í
krónutali.
Sama vilja þeir og að gildi, að því
er til prestsmötu kemur.
Fasteignaveðbanki.
Frumvarp um stof’nun fasteignaveð-
banka hefir Björn bankastjóri Kristjáns-
son bori) fram í ne' ri deiid alþingis.
Holræsi og gangstéttar
í Reykjivík.
Þingmenn Reykvíkinga (Magnús Blön-
dahl og dr. Jón Þorkelsson) hafaíneðri
deild, að tilstuðlan bæjarstjórnarinnar í
Beykjavík, borið fram frumvarp um gjöld
til holræsa og gangstétta.
í frmnvarpi þessu er ákveðið að þar
sem bæjarstjórn hafi lagt holræsi í götu,
skuli hverjum húseiganda skylt, að gera
skolpræsi frá húsi sínu út í göturæsið.
Kostnaðurinn við holræsagjörð greið-
ist sumpart úr bæjarsjóði, en sumpart af
lóðareiganda (2 af þús. af brunabótavirð-
ingarver’i húseigna, og 45 aura fyrir
hvern meter af lengd lóða meðfram götu.
Grangstéttir kostar bæjarsjóður að 2/s,
en ló ''areigandi að x/s.
Veðdeild Landsbankans.
Björn Kristjánsson hefir í nelrideild
borið fram frumvarp þess efnis, að breyta
lögunum um veðdeild Landsbankans í þá
átt, að heimildin til þess að greiða auka-
afborganir, og skuldir til ve)deiidarinnar
með bankavaxtabréfum veðdeildarinnar,
er þá séu tekin með ákvæðisverði, skuli
úr lögum numin.
Frumvarp þetta hefir því hag veð-
deildarinnar, en eigi skuldunauts hennar
fyrir augum, — villláta veðdeildina lána
veðdeildarbréfin með ákvæðisverði. en
bannar að gera henni sömu skil, þ. e. að
skylda hana tii þess, að taka þau með
sama verði, er hún lót lántakanda fá þau
fyrir.
Teljum vér því réttast, að frumvarp
þetta næ'i ekki fram að ganga.
Forgangsréttur kandídata
frá háskóla íslands,
Dr. Jón Þorkelsson, og Bjarni Jóns-
son frá Vogi, hafa í neðri deild borið fram
frumvarp um ofan greint efni.
Rannsókn simaleiða.
Bitstjóri blaðs þessa hefir í neðri deild
borið fram þingsályktun þess efnis, að
skora á landstjórnina, al hlutast til um,
97
hærður, og vantaði tvo fingur á hægri hendi. — Svo var
og lýsingin á manninum, sent takast átti, en þó var sá
er eg hafði hneppt í varðhald, eigi rétti maðurinnu.
_En maðurinn, sem stundaði hann — er hann kom-
inn í leitirnar?"
„Nei!“
rEn Ratray?u
„Heidur ekki!“
rVar Ratray mjög veikur?"
„Já! Dauðveikur, að því er ráðskonan segir, og
gat ekki hreift sig!“
„Kynlegt er þetta!“
rdá!“
Þeir komu nú tii hússins, og gengu þegar þangað,
sem líkið lá.
Kenwood fékk ékafan hjartslátt, er hann nálgaðist.
rúmið.
Allan daginn hafði hann reynt að telja sjáifum sór
trú um, að morðið stæði eigi í neinu sambandi við sam-
særið.
En nú datt honum nokkuð í hug! Nei! J?að var
alveg óhugsandi!
Kenwood hrökk við, er lakið var tekið frá andlit-
inu á hinum dána.
Það lá við, að bann æpti upp, en hann stilltí sig þó!
Honum var þegar ljóst, hver myrti maðurinn var.
Hann þurfti ekki annað, en renna augunum á skorpna
gulleita andlitið, með brostnu augunum.
Það var Roachley, aðal-stórglæpamaðurinn!
Lögreglustjórinn hafði orðið eptir úti, með því að
einn af undirmönnum hans þurfti að tala við hann.
102
til vill þekkið þér hann, og við vddum fyrir hvern mun
vita hver hann er!u
„Þekkti hann?u Já, það vir enginn vafi á því!
En Hallur þurfti að eins að líta á hann — eins og
Kenwood!
En Hallur gætti stillingarinnar.
„Nei!u mælti haon. rJeg þekki hann ekki!“
Hallur sneri sér síðan undan, og gekk snögglega
út úr herberginu.
„Guð minn!u mælti hann síðan lágt. „Hnífurinn
hennar Constanse Riycourt! En — hver getur hifa
myrt hann?u
XX.
Skýrsla lœknisins.
Lík hins myrta var daginn eptir flutt í líkhúsið, og
réttarrannsóknum haldið áfram.
Skýrsla læknisins var birt f blaðinu rCraneboro“
Mercury“, og skal hennar getið.
Læknirinn var orðinn roskinn maður, 38 ára að aldri
og að útliti tiu árum eldri, eo hann var í raun og veru,
að því er Mallabar komst að orði.
Af útliti læknisins mátti ráða, að hann væri tauga-
veiklaður, og tremur feiminn, en hann var í miklu áliti
sem læknir, og þar sem hann var ókvæntur lót kvenn-
fólkið í Craneboro mikið rneð hann, sem húslækoir.
Próttn gengu, sem hór oegir:
„Þór hafið eigi dvalið lengi í Craneboro?u
„Að eins rúmt ár!u
„Þér keyptuð réttinn til læknisstarfa dr. Maysay’s?“