Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.07.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.07.1911, Blaðsíða 2
134 1’jÓÐVIUl.NN XXV., 34. í maí, bæði í Södormanland, og í Kristi- anstid-héraði, og náði þar yfir svæði, sem var miia á lengd og á breidd. Húsbrunar urðu og í Uineá 30. maí siðastl. Þar brann verksmiðja, og fimmtán hús önnur. Bretland. Stei jolíu-uppspretta fannst nýskeð í Wigan-kolanámunni i grennd við Leith, og fengust þar á tveim sólarhringum yfir 90 þús. pottar af oiíu. Aður en krýningar-athöfnin fór fram í Lundúnum, þá er mælt’ að geistiegir menn hafi satið á ráðstefnu, til þess að ráða ráðum sínum um það, hvort búa þyrfti til ný smyrsl, eða oliu, til að skvetta á höfuð konungi, er krýningin færi fram, eða nota mætti leifar, er til voru, síðan er Játvarður konungur var krýndur. — Olían kvað vera búin til úr þrjátíu efn- um. — Hver niðurstaðan hefir orðið, vit- um vér eigi. Mælt er, að Redmond, foringja írskra heimastjórnarmanna, og Asquitb, forsæt- isráðherra, semji eigi som bezt um þess- ar mundir, með því að Redmond krefjist jafn vel enn meira fjárframlags af hálfu rikissjóðs Breta handa íruro, er sjálfsstjórn komist á, en Parnell heitinn krafðist. Gizka menn á, að Redmond, og flokks- bræður bane, segi skilið við stjórnarflokk- inn, — hætti að veita honum liðsinni á þingi, nái sjálfstjórnarmál íra eigi íram að ganga; en í því máli er mælt, aðsum- ir ráðberraona vilji alls eigi fara eins langt í sjálfstjórnaráttina, eins og gert var ráð fyrir i Pumvarpi Gladstone’s, er hann vildi sinna kröfurn íra á seinni stjórnarárum sinum. Belgía. Út af umræðum um nýtt skólalaga- frumvarp, beiddist Schollaeit ráðaneytið lausnar 8. júní þ. á., en eigi hefir enn borizt fregn um það, hverir þá bafi við stjórnarformennskunni tekið. Frakkland. Rósturnar, sem orðið hafa í Ohampagne- vínyrkjuhéruðunum, kvað alls hafa vald- ið 32 millj franka skáða, eða 420 þús. franka fjártjóni á degi hverjum. I síðasta nr. blaðs vors var getið láts Rouvier’s, fyr forsætisráðherrs. — Hann hafði, er bann var róðherra, fengið fram- gengt iögum um skilnað líkis og kirkju, og yfirleitt verið kaþólsku kirkjunni mjög þungur ijár i þúfu, og því var það, að klerkar neituðu honum um kirkjulega greptran, enda þótt ekkja hans færi fram á það er maður hennar var látinn. Seint í mai þ. á var afbjúpað líko- eski leikritahöfundarins Oorneille (t 1684), er telinn er höfundur frakknesku sorgar- leikanna, en dó þó í örbirgð, eðaáttivið þröngan kost að búa síðustu ór ætínnar. Um sama leyti var í Paris afhjúpað Hkneski skáldsins Paul Verlaine, er fædd- ur var 1844, en andaðist í Paris 1896. Þýzkaland. Bæjarstjórnin í Berlín hetír nýlega ákveðið að taka 323 rígsmarkalán (eitt rígsmark freklega 89 aur.), er varið verð- ur til ýmsra þarfa bæjarfélagsins. Veraldarstórstúka Goodtemplara hélt nýskeð þing sítt í flamborg, og var á- kveðið, að halda næsta veraldarstórstúku- þing i Kristianíu, böfuðstað Noregs, árið 1914. t 10. júní þ. á. andaðist í Rostoek leikritahöfundurinn Adolph von Wil- brandt. Hann var fæddur í borginni Rostock árið 1837, og skrifaði fjölda leik- rita, er öfiuðu honum raikils orðstýrs, og var hann sæmdur aðalsnafnbót. — Yms- ar skáldsögur samdi hann og einnig. — Kvæntur var hann alkunnri leikkonu, Augustu Bandíus að nafni. Portugal. Mælt er, að fimm þúsundir manna séu í varðhaldi í Portugal, er settir hafa verið í fangelsi fyrir ýmsar pólitiskar yfirsjónir. Yfir böfuð er svo að sjá, sem eigi séu þeir enn all-fáir í Portugal, sem konungg- sfjórn eru hlynntir. þótt eigi kæmu þeir einum mönnum sð við þingkosningar, enda gert orð á því, að rtjórnin hafi hag- að þeim svo, að naumast hafi verið þar um frjálsar kosningar að ræða Serbia. Mælt er. að Alexander, krónprinz Serba, hafi nú nýskeð fastnað sér rússneska stór- fursta-jungfrú, or Tatjana Petrowna heit- ir, og kvað hann fá með henni þrjir milljónir rúblna, og kvað hún þó hafa 60 þús. rúblna árstekjur. Ungyerjaland. f 24. maí þ á. aDdaðist Banffy barón, er var forsætisráðherra ITngverja 1895-- 1899. — Hann var fæddur 28. okt. 1843. Rússland. 10. júní þ. á. urðu húsbrunar miklir i borginni Miers. — Þar brunnu tvö hundruð hús, og um tnttugu menn kvað hafa biðið bana. Mexico. Mælt er, að borgarstyrjöldin í Mexico hafa hafi alls kosfcað um 100 millj. krÓDa. Til útlendinga, er tjón haf'a beðið, vegna borgarastyrjaldarinuar, verða Mex- icomenD, auk hins fyr greinda, að greiða 10 milij. króna. Carnegie. Stórgjöf til friðar-eflingar. Carnegie hefir nýiega gefið 10 millj. dollara í sjóð, og á að verja vöxtunum, ti! bess að efla friðinn, þ. e. afstýra styrj- öldum á jörðinni. Nefnd tuttugu og sjö manna á að ráða því, hvernig vöxtum sjóðsins er varið, i ofan greiodu 9kyni. Dálaglegar aðfarir. —o— Plogið hefur það fyrir, að hr. Siyurður Sig- urðsson, landbúnaðarfélagsráðanauturj er býður sig fram til þingmennsku i Árnessýslu að nýju, látist þar í uppsveituuum vera sjáljstæðismaður, en sé gallharður „heimastjórnarmaður11, er hann talar við kjósendur i neðri hluta kjördæmisinsf!) Vonandi er, að slíkar aðfarir vorði honum sizt sigurvænlegar. Víst er um það, að sjálfstæðismenu á þingi fengu moira, en nóg af Sigurði ráðanaut á síð- asta alþingi. Hann brestur um of sjálístæði, og stofnu- festu, til að vera á þingi. Bezt því, hæði sjálfs hans vegna, og annara, að liann fengi nú að hvilast frá þingstörfunum um hríð. Staðíest lög. Lögin, er samþykkt vora á síðasta alþÍDgi, hlutu stiðfjsfcingu kooungs 11. júlí þ. á, 42 að tölu. Ein lög — um breysingu á lagaskóla- lögunum — voru þó eigi lögð fyrir koa- uog til staðfestingar, með því að aiþiagi hafði, eptir það, er þau voru samþykkt, gjört breytingu á háskólalögunum, er fór í bága við þau. Að því er stórnarskráibreytinguna snertir, verður húa á hion bóginn eigi borin undir konuog til staðfeshtngar, fyr en hún hefur samþykkt verið á væntan- iegu aukaþingi að ári. Þmgkosningar 28. okt. ]). á. Samkvæmt því, er skýrt v~ir frá í „Lögréttu“ ný skeð, eiga þingkosning- arnar í haust að fara fram 28. okt. næstk. Mun m ’ga telja áreiðanlegt, að þetta sé rétt hermt, enda þótt fregnin um þingrof hafi enn eigi birzt á annan hátt. Frá Vestur-lslendingum. — O— Vestur-íslendingar hafa ákveðið að halda „ís- lendingadag11 1. ágúst næstk., eins og opt að undanförnu, og kusu þeir i þvi skyni níu manna forstöðunefnd í öndverðum júni. Hátíðin verður haldin í „Hiver Park“, sem er íagur skemmtigarður við Kauðá. Nær sex þúsundir manna kvað hafa tekið þátt í samskotunum til Jóns Sigurðssonar minn- isvarðans, enda urðu þau og mjög myndarleg, og Vestur-íslendingum til mikils lieiðurs. Kirkjuþing isl. unitara — en þoir hafna guð- dómi Krists, svo sem kuunugt cr — var haldið að Gimli i Nýja-íslandi 17. —19. júnl þ. á. I kirkjufélaginu eru 6 söfnuðir í Manitoha, og einn i Saskatchewan. Á Kirkjuþinginu hélt síra Magnús J. Skapta- son fyrirlestur um „Unítara-trúna og nýju guð- fræðina", en síra Guðm. Árnason um „ísl. heims- speki“. Samkomu héldu Vestur-lslendingar 17. júní þ. á., á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar, og var samkomusalurinn skrýddur ísl. fánanum og fálkanum, og blasti þar einnig við mönnum feldur mikill, með mynd Jóns Sigurðssonar í miðju, blómum prýddri o. s. frv. Kvæði höfðu ort: Lárus Thorareusen, Stephan G. Stephausson, Guttormur J. Guttormsson,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.