Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1911, Blaðsíða 1
erð árgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. 50 aur. erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júmmónað- arlók. ÞJÓÐVILJINN. -|= Tutttjgasti og fimmti árgangtjs. =1 =— M—RIl’STJOEI SKÚLI THOKODDSEN. =* *a&—i— M 43. EeYKJAVÍK 9. SEPTEMBEB. Uppsögn skrifleg ögild nema lcomið sé til útgef- anda fyrir 30. dagjúnl- mánaðar og kaupandi sabihliða uppsögninni borgi skuld sína iyrir blaðið. 1911. (Framhald sýnÍDgarinnar). —o— Eins og lesendur blaðs vors hafa orðið varir við, hafa „heimastjórnar“-blöðÍD — af því að pólitiskur andstæðingur átti í hlut, og af því að þau geta eigi talið sér neins sigurs von við kosningarnar, bendi þau að eins á stefnuskrá, og af því að eina voDÍn þeirra er sú, að þeim ávinn- ist eitthvað, takist þeim að óvirða póli- tiska andstæðinga sína — reynt á ýmsar lundir, að gera ávarp vort til frakknesku þjóðarinnar, og þá um leið terð vora til Rouen, hlægilegt — gætandi eigi þeirrar sjálfsögðu skyldu allra, að vanda æ um hvað eina, sem miður fer í hvaða þjóð- félagi, sem er, og þá því frernur, sem athæfið er verra, og orðið eldra í hettunni. Á þessu háttalagi nefndra blaða furð- aði auðvitað hvorki oss, né aðra, sem þekkja, hver smámenni hér eiga hlut að máli. Hinu furðaði oss á hinn bóginn mun J meira á, að núverandi ráðherra, hr. Kr. Jónsson, hefir — að öllum líkindum, að minnsta kosti svona meðfram, til að gleðja hina nýju vini sína, „heimastjórnaru- mennina — farið að hlaupa eptir þvaðri jafn ómerkra, og í vorn garð íllviljaðra máltóla, sem hér ræðir um. Hr. Kr. Jónsson hefir áður verið frem- vir persónulegur kunningi vor — eða vér litið svo á; en slíkt er nú að vísu eigi jafnan gagnkvæmt —, og í bankamáls- deilunni lögðum vér honum fremur tiðs- yrði, en hitt, og bárum, ásamt öðrum, fram þingsályktunartillögu þess efnis, að veita gæzlustjórunum fulla rétting máls1). En svo kom það fyrir, sem kunnugt er orðið, að hr. Kr. Jónsson varð til þess, að ganga á hluta vorn — taka að sér ráðherra-embættið, traðkandi þiugræðis- reglunni, þar sem honum hlotnaðist hnoss- ið með ósönnum söguburði „heimastjórn- ar“liðsins, söguburði, sem það eigi hefir fyrir neinn mun þorað, að láta koma fyrir almennings augu —, og því er nú opt 9 Að vér, er þingsilyktunartillagan síðar kom til atkvæða á þinginu — eptir það, er hr. Kr. J. var orðinn ráðherra, og hafði látið það vera eitt sitt fyrsta verk, að setja sjálfan sig inn, sem gœzlustjóra, samkvæmt ályktun efri deildar — eigi greiddum henni atkvæði, stafaði af þvi, að málið horfði þá allt öðru vísi við, en áður — eigi lengur um það að ræða, að veita þeim manni (Eir. Br.), er sárt þótti hafa leikinn verið, rétting máls síns — það gat hr. Kr. J. þá gert á hverri stundu — heldur um hitt, að hjilpa til þess, að fullnægja hefnilöngnn, og klekkja enn betur, en orðið var á hr. Birni Jónssyni. svo farið, að beiti einhver annan íllu, hafi af honum fé, hnokki áliti hans, eða því um líkt, þá fer honum — þótt Ijótt sé — að verða ílla við hann á eptir, og reyna þá jafn vel að telja sjálfum sér trú um, að hann sé í raun og veru versti lubbi. En hvernig sem nú þessu er varið — eða réttara hugarfari hr. Kr. J. til vor —, þá er það víst, að 5. sept. þ. á., barst oss frá honum svo látandi bróf: Stjórnarráð íslands. Reykjavik, 4. septhr. 1911. Stjórnarráðið heíir látið greiða yður, herra alþingisforseti, 1200 kr. úr landssióði, sam- kvæmt fjáraukalögum fyrir árin 1910—1911, sem ferðastyrk til þess fyrir landsins hönd að sækja þúsund ára hátíð Normandís11. — Þar sem þess nú hvergi er getið í skýrslum þeim um hátíðina, er stjórnarráðið hefir séð, að þér hafið mætt við hátíðahöldin fyrir lands- ins hönd, og þar sem það jafn vel hefir komið opinberlega fram (í blöðunum), að þér eigi hafið verið í Rouen, eða i París, meðan á á hátiðinni stóð, vill stjórnarráðið beiðast þess, að þér látið því í té skýrslur um ferð yðar til hátíðahaldsins, og um það, á hvern hátt þór þar hafið rækt erindi það, er alþingi fól yður1), sem sé að sækja hátíðina fyrir landsins hönd2), og væntir stjórnarráðið að fá þessa skýrslu þegar um hæl. Kristján Jónsson. Eggert Briem. Til herra alþingisforseta Skúla Thoroddsen R. af Dhr. Bréfi þessu svöruðum vór þegar með svo látandi bréfi, dags. 6. þ. m : Á bréfi liæztvirts ráðherra til mín, dags. 4. þ., en meðteknu i gær, hefur mig furðað stórlega, þar sem ráðherranum getur eigi ver- ið ókunnugt um það, að mér var það eiw- um i sjálfsvald sett, og m\tt að ákvarða, hvernig mér þóknaðist að haga móti minu við bátíðahöldin i Rouen, og kannast eg ekki við, að ráðherranum beri jafn vel hinn allra- minnsti réttur til þess að krefjá mig nokk- l) Eins og orðalaginu í bréíi ráðherrans er hagað — líklega eigi alveg óviljandi —, bregður hér fyrir skáldskapargáfu hjá ráðherranum, sem fæstum «aun vera kunnugt ura, að með honum byggi, þar sem ráðherranum er ongu síður kunn- ugt um það, en mér, að mér var alls ekkert er- indi Jalið að rœkja, — eg ekki átti eg neitt „privatu-erindi til Rouen. Sk. Th. *) Að það hafi verið mitt — og ráðherra allsendis óviðkomandi — að ákvarða á hvern hátt mér þóknaðist, að vera i Rouen fyrir lands- ins hönd, hefur ráðherra sjálfur viðurkennt Eða hví afhonti hann mér þá ekkert erindis- bréf, áður en eg lagði af stað í ferðina? Auð- vitað af því, að hann vissi sig onga heimild til þess hafa, — vissi málið sér gjörsamlega óvið- komandi. En þvf auðsæjari er og okurteisin, sem hann Býnir mér í bréfi sínu. Sk. Th. urs reikningsskapar í þvi efni, eða blanda sér í það, sem mér einum bar að taka ákvörð- un ura. Ekki síður hefur mig og furðað á þeirri ókurteisi i minn garð, er mér virðist lýsa sér í þvíj er ráðherrann fer að hlaupa eptir þvaðri litið merkra, og ráðherranum — að eg hygg — vitanlega mér afar-óvinveittra blaða, ekki sízt þar sem eg þykist mega ætla, að ráðherrann hafi séð það, sem eg hefi sjálfur ritaði um för mína til Rouen, sbr. 30.—31. nr „Djóð v.“ þ. á.j en vilji hann engu að slður vefengja, að eg hafi farið til Rouen — og annað kemur honum alls ekki við, né heldur öðrum fremur, en mór þóknast —, getur hann leitað upplýsinga á gistihúsinu „Hotel de la Poste“ i Rouen, þar sem eg bjó, meðan er eg dvaldi þar, — eður og innt forstöðumann hátíðahaldanna eptir þvi, hvort honum hafi eigi verið kunnugt um þaDgað- komu mína. Að öðru leyti finn eg eigi ástæðu til, né tel hina allra minnstu skyldu 4 mér hvíla, að svara bréfi ráðherrans frekar — þessu biéfi, sem mór reyndar virtist likara því, að nota ætti í pólitiskri agitation, eða í hefni- leik — þótt eigi sé þess vænt — en að það væri frá ráðherra íslands. Reykjavík 6. sept, 1911. Skúlí Thoroddsen. Til ráðherra íslands. — Nú ætlum vór lesendum vorum að dæma um, hve prúðmannlegar getsakir ráðherrans í téðu bréfi eru í vorn garð. En það hefir, sem kunnugt er, verið fremur fátæklegt um stefnuskrána bjá nýja ráðherranum — gömlum, fremur íhaldssömum embættismanni —, þar sem hún hefir að eins verið sú: „að láta nú stórmálin hvíla sig!u Oss gat því eigi annað en flogið í huga, er vér lásum ráðherrabréfið: Skyldi þá þetta eiga að vera pólitiska stefnu- skráin, sem þjöðin á að gina við nú við kosningarnar? Só svo, þá er óneitanlega á henni gamla „heimastjórnaru-markið, þ. e. reyna að óvirða pólitiska andstæðinga sina, í stað þess að halda sér við málefnin. Og hr. Kr. J. er nú, sem kunnugt er, orðinn bezti góðkunningi þeirra. Rvik 6. sept. 1911. Sk. lli. fil „|ngólfs“. —0— Síðan ráðherr&skiptin urðu, hefir pilt- urinn, sem ritstjórn „Ingólf»“ hefir á hendi, elt mig með hverri ósanninda- litilsvirðingar- og ósvifnÍ6-aðdróttaninni á fætur annari. Yið pilt þenna, Gunnar Egilaon, hefi eg aldrei átt neitt saman að sælds, rétt,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.