Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.09.1911, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.09.1911, Síða 4
176 ÞJÓBVILJINN. XXV., 44. Afhjúpun á minnismerki Jóns Sigurðssonar fór fram 10. þ. m. Þar hélt Tryggvi Gunnarsson ræðu fyrir hönd nefndarinnar og afhenti landstjórn- inni styttuna, en Kr. J. ráðherra"þakkaði fyrir landsins hönd. Guðm. Stefánsson glímukappi, sem fyrir skömmu er farinn til Vesturheims, segir „Vísir“ að sé orðinn formaður i íslenzku iþróttafélagi, sem stofnað var í Winni- peg 25. ágúst síðastl. f (xuðríður Hjaltested dó 1. þ. m. Hún var fædd 16. apríl 1832. 1859 giptist hnn Birni P. Hielte- sted jámsmið, er lézt 9. nóv. 1901. Af börnum þeirra eru á lífi: Sigríður kona Pálma Páisonar, kennara við Mennta- skólann, Pétur, skrifari í stjórnarráðinu, og sira Bjarni. Guðríður sáluga var merk- iskona og vel látin af öllum, sem hana þekktu. danska smjjkiúá t bcjt. Béftjift um fetfurettrndr JWLey* mk%g6Íf\jrm „Hefela”«fa JadlbUf Smjðrttfeið einungi$ frn i Ofto Mðnsted Tlr. Kauprminncihðfn 03 /fró$u * i Oanmðrku. j 14. sept. síðastl. andaðist á Landa- kotsspítalanum Hjalti Páll Hjaltason frá Tröð í Álptafirði í Norður-ísafjarðarsýslu, 45 ára að aldri. — Lætur eptir sig ekkju og tvö böm. Helztu æfiatriða hans mun síðar verða getið í blaði voru. REYKJAVlK 22. sept. 1911. Tlðin ávalt óstöðug. Kalt veður og optas. stormur, eða rigning og stundum hvorttveggjat s/s „Ceres kom að vesta 12. þ. m. og fór til útlanda daginn eptir. • „Sterling11 kom frá útlöndum 13. þ. m. og fór aptur til útianda i gærs „Flora“ kom á laugardagskvöldið norðan og vestan um land frá útlöndum og fór aptur í fyrra kvöld. „Vestri“ fór í strandferð 21. þ. m. ForskriY selY Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt nortofrit mod Efterkrav 4 fVEtr. 130 Ctm. 'bved.-t sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet fin- nlds Klæde til en eleganc, eolid Kjolp eller Spadserdragt for kun ÍO K!r. (2,50 pr. Meter). Eller 3x/4 IVIti*. 1315 Ctni. bredt sort, morkeblaa og graanistret moderne Stoí til en solid og smuk Herreklædning foi* kun 14 Klx*. 550 Store svære uldno Sove- og Rejsetæpper 5 Kr. Store svære uldne Hestedækkener 4 Kr. 50 0re. Er Varerne ikke efter 0nske tagés de tilbage Aarhus Klœdevœveri, Aarhus, DanmarK. Auglýsingum, sem birtast eiga i „Þjóðv.“ má dagiega skila á af- greiðslu blaðsins i Vonarstræti nr. 12 Reykjavik. Prentsmiðja Þjóðvijlans. 18 það, að jeg sannfærðist nú brátt um, að sporin, sem álitið hafði verið, að væru eptir fugl, væru fótaför ap- ans, tók og af allan vafa um það, að finndi eg Ali, þá væri morðinginn fundinn. Þegar jeg kom heim aptur frá Lundunnm, spurð- ist eg því fyrir um hann í nágrenninu, en enginn gat gefið neinar upplýsingar um hann. Þetta voru mér mikil vonbrigði, og var mér þvi næst skapi, að ímynda mér, að hann væri farinn burt úr héraðinu. Af tilviljun datt mér þó í hug, að eigi væri óhugs- andi, að hann væri lagstur út, og hefðist við uppi á heiði. Það, að enginn hafði séð hann í heilan mánuð, gat verið vottur um kænzku hans, og undirferli. Mér duldist nú eigi, að hann hefði talist í því skyni, að bíða tækifæris, til þess að geta hefnt sín á James lávarði. Loks hitti eg gamlan daglaunamann, sem að kvöidi dags hafði séð ljós milli trjánna í Marshhole. En sé farið að dimma, þá eru tæpast til tvær manneskjur í öllu héraðinu, er til Marshhole þori að fara, og þótti mér því eigi ólíklegt, að Alí hefði einmitt val- ið sér þenna dvalarstað. Þegar nú hér við bættist, að Devrsbury sagði mér frá manninum, sem hann hefði séð sitja í girðingunni, þóttist eg og vita, hvers kyns væri“. Hr. Leville sýndi starfsmanni blaðs vors síðan langa og þunna ör, var oddurinn, sem nálaroddur. „Er hún eitruð?“ spurði starfsmaður blaðs vors. „Nei!“ svaraði hr. Leville- „Það er sams konar 19 ör, sem Malayar eru vanir að hagnýta, og hefur Alí skotið henni, enda hefur hann verið ágætur bogamaður.“ „Örvar þessar“, mælti hann enn fremur, „eru alit annarar tegundar, en þær, sem hann skaut úr blástur- pípunni sinni; en þær voru vökvaðar í mjög sterku eitri. Mér var kunnugt um, að hann hafði aflað sér blást- urpípunnar í Afríku, og notaði hana, til að skjóta fugls, og síðan hefur hann hagnýtt hana, til þess að rayrða lávarðinn. Jeg, og vinir mínir, sem sannfærðir vorum um, að bættulegur villimaður, væri seztur að í nágrenninu — allt benti sem sé á það, að Alí væri orðinn villimað- ur að nýju, eins og hann hafði verið í heimkynui sínu — tókum oss því til, og héldum vörð í lágskóginum eina nóttina, er bjart var af tunglskini. Gizkaði eg á, að væri bann á felum að deginumy hlyti hann að vera á ferli að nóttunni. Hversu fór, það er yður kunnugt uro“. „En hvernig skýrið þér það, hr. Leville“, spurði starfsmaður blaðs vors, „að maðurinn kom aptan að hr. Sedgeley, eins og skýrt hefur verið frá?“ rHann hefur að líkindum“, svaraði Loville, „haft beykistöð sína uppi í einhverju af hæðstu trjánum, og séð Sedgeloy þaðan, og ætlað þá að reyna, að koma að honum óvörum“. „Að hann hafi ætlað sér að myrða“, mælti Leville enn fremur „sést glögt af því, að hann hafði eigi annað, en „blásturplpuna“, er fyr er getið, meðferðis, en hafði skilið vistaforða sinn, bogann, og örvarnar eptir í lág- skóginum, — og þar fann eg það síðar, sem og nokkra fataræfla; og eitthvað smávegis.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.