Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Qupperneq 6
74 ÞJÓÐVILJINN. XXVI., 18.-19. ÞJÓÐVILJINN. Yerð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. og í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. hlusta á hið ágæta erindi próf. Guðm. Hanness. um sigur sjálfstæðisstefnunnar11, rétt áður en hann snerist frá þeirri stefnu sjálfur. — „Ein- hvern veginn verður að byrja11, segir hann. „Og einhverjir verða að byrja11. — Ójá, en það er ekki alveg víst, að það sé sama, hverjir gjöra það, eða hvernig, Yið höfum flokksstjórnir, meðal annars til þess, að koma fram fyrir hönd flokk- anna út á við, og þeir, sem vilja fara í kriug um þær með pukursmakk við mótflokkinn, settu helzt að segja sig úr sínum flokki fyrst. — „ Vandiíl má það veia, eins og Einar segir, a. m. k. fyrir þá, sem álitu „Uppkastið11 innlimun, að flnna nú leið, sem þeir „geti við unað fyrir þjóð sína og „sem verulegar líkur séu til að Danir þykist lika geta farið". Já, vandi má það vera, þegar Danir telja oss jafnvel innlimunina ofgóða, en þeim „málsmetandi“ verður ekki mikið fyrir því. Gaman er að sjá Jón setja þrjú upphrópun- armerki við þá tilhugsun, að þeim félögum skuli vera brugðið um þá óhæfu, að búa yfir „heimul- legu skjali!!!11, eða heyra hann vara menn vfi) kviksögum, sem herast kynni af leynibralli þeirra, því að þær hljóti allar að vera „markleysa ein — getgátur manna, sem ekki vita hvað um er rseða11. Ojæja, við höfum nú gengið í nokkra daga með breytingatillögurnar þeirra, eiðstafinn alian og undirskriptirnar í vasanum, og nú er allt komið á götuhornin. Barnsleg er einfeldniu, ef hann heldur a,ð engum detti í hug að bera greinina með breytta letrinu, þar sem er „ætlast tii að þjóðin fái nægan umhugsunartrima11 o. s. frv., Saman við það síðar i greininni, er skorað er á kjðsendur að negla þingmenn á bræðinginn í hverju kjördæmi, fyr- irfram! Skrítið er að fræða menn um það, að „upp- kastið11 hafi komið „öllum meira og minna á ó- vart“ 1908, þar sem 20 menn voru þó húnir að vera mánuð að klambra þvi saman. — En Jón ætlar líklega að koma öllum á óvart með aðra fregn í sama blaði, sem sé þá, að nú eigi að fara að hyrja að prenta 6 þús. kr. orðabók- ina hans, sem nú er búið að bíða eptirí3—4 ár, væntanlega þá eitthvað meira af henni, en titil- blaðið og mynd höfundarins. (sjá alþtíð. 1911) Heilsusamlega8ta forvituishótin af öllu er þó það, að Jón skuli láta menn vita að enginn þeirra „málsmetandi11 hafi verið „lokkaður né keyptur til samkomulags11. Þetta hefði liklega enginn hugsað út í, ef Jón hefði ekki sagt það, en orð hans ættu að vera nóg trygging fyrir því, hvernig ástatt er. Einar vill líka „finna nýja stefnu11, —„án þess að það verði vatn á mylnu annarshvors flokksins11. Þetta er nú ekki vel Ijóst, ef þeir „málsmetandi11 ætla að mynda nýjan flokk, þriðja flokkino, — nema bann verði þá undanþeginn þessu skilyrði. Seinna mætti, of til vill, sýna, hvert álit þessir tveir „málsmetandi menn11 höfðu áður hvor á öðrum. En faðmist þeir nú, jeg ann þeim þess vel báðum! Gott er þegar slík ævintýri gjörast með þjóð vorri. Karl í krapinv. Símfregn. —o— Voðalegt manntjón. London 18/t > kl- 448- Fólksllntningaskip White Star-línunn- ar Titanic, sem var á vesturleið í At- lantshafinu, rakst á hafísjaka á sunnu- dagskveldið 14. þ. m. kl. 10.25. Á skipinu voru 2358 manns. Skipið sökk á mánudagsnóttina kl. 2.ao. 705 menn komust af. 1653 menn fórust. Þeir sem komust af koma til New- York í kveld. Daily Mail. Verzlunarliús brunnið. Hús brann í Keflavík í Gullbringusýslu 14. þ. m. (apríl). — I húsi þessu var rekin verzlun, og hrann þar inni talgvert af vörum, — eign Vilh. Ohr. Hákonarsonar. Bæði húsið, og vörurnar, kvað hafa verið í eldsvoða-ábyrgð. Prestafundur Hólastiptis. Ákveðið er, að prestastefna norðlenzkra presta verði sett að Hólum i Hjaltadal í Skagafjarðar- sýslu 30. júni næstk. Frakkneskur konsúll. Hr. Þórarinn kaupmaður Guðmundsson á Seyð- isfirði hefir nýiega verið skipaður frakkneskur konsáll. Nýr aðventista prestur. 3. apríl þ. á. hefir hr, Ólafur J. Olsen fengið viðurkenningu, sem prestur aðventista safnaðar hór i bænum (Reykjavik). Hr. Davíð Östlund er þó enn forstöðumaður nokkurs hluta aðventista safnaðarins. Vélarbátur ferst. Sex menn drukkna. I ofsa-roki, er skall á 14. þ. m. (apríl) fórst vélarhátnr frá Vestmannaeyjum. Drukknuðu þar sex menn. Eormaðurinn kvað hafa heitið Bergsteinn Bergsteinsson. Húsbruni í sveit. Aðfaranóttina 16. apríl þ. á. kviknaði í íbúð- arhúsi að Bojg í Skötuíirði í Norður-lsafjarðar- sýslu, og brann það til kaldra kola. 128 „Fiýtið yður!“ mælti Grra«e. „Sækið rúm, og flytj- ið hann heim til mín, vesalinginn. — Okkur var það þó óbeinlínis sð kenna, að hann valt um koll!u „Betra væri að fara með hann á sjúkrahúsið“, mælti þjónninn. „ Jungfrúin á von á gestum í kvöld!“ „En veslings maðurinn vill ef til vill ógjarna, að hann sé íluttur þangað! Borið hann þegar heim til mín!“ „Eigum við þá að vitja læknis?“ „Það vill svo vel til, að Burton læknir verður einn gesta minna í kvöldu, svaraði jungfrúin, „og er hans von kl. 7, og hlýtur því að fara að koma!“ „En þarna kemur hann!“ mælti hún enn fremur, er hún sá vagn koma upp götuna. „Hann kemur einatt fyrstur allra gestanna!“ Dr. Burton spratt þegar út úr vagninum, er hann eá mannþyrpinguna, og sá, að Giraee var ein í hópnum. Hann var ungur maður, grannvaxinn, bláeygur, og með jarpt hár. Rannsakaði hann sjúklinginn þegar, og hrissti siðan höfuðið mjög alvarlega. „Það er líklega hættulegt!“ mælti Grace. „Ekki held eg nú það“, svaraði læknirinn, „en get þó eigi sagt það með vissu! En nú er, að koma honum í rúmið! Annars er það eigi slysið, sem eingöngu veld- ur ástandi hans, heldur er haDn óefað gamall drykkju- maður, og ræð jeg yður ti! þess, að koma honum á fljúkrahús!“ „Ætti jeg, að senda hann á sjúkrahús, þar sem þetta atvikaðist nú svona?“ 133 blaðið komið? Viljið þér ekki lesa um leikhúsin? Hvern- ig skyldi ganga í „MirandaMeikhúsinu? Ætli þeir hafi fengið nokkurn í stað min?“ Hjúkrunarkonan tók blaðið, og las: „Mikil er aðdáunin, sem Belinda BeDassus virðist nú vera farin að vekja! Á hverju kvöldi er henni tekið með afskaplegasta lófaklappi!“ „Hvað heyri jeg!“ mælti sjúklingurinn, og reis upp. „Bonassus farin að vekja aðdáun, eins og skrækhljóðin í heDni eru þó eymdarskrokksleg! — hún, gamla hrukkótta nornin —“. „Gætið yðar nú, frú Hadingu, mælti hjúkrunarkon- an. „Þér vitið, að þér megið ekki komast i geðshrær- íngu! Jeg sé, að jeg verð að lesa eitthvað annað fyrir yður!“ „Nei!“ sagði sjúklingurinn. „Jeg vil hvorki heyra um pólitik, né annað! En mér hefir annars opt þótt gaman, að lesa auglýsingar! Fáið mér eitt blaðið! Aug- lýsÍDgarnar fellur mér betur, að lesa sjálf!“ Frú Hading las nú trúlofunar-, giptingar- og dán- ar-auglýsingarnar, og fór síðan að lesa auglýsÍDgar um ýmis konar efni. En allt í einu hljóðaði hún upp, svo að hjúkrunar- konar leit forviða upp úr blaðinu, sem húu var að lesa. „Hvað er að?“ „Ekkert, — alls ekkert!“ svaraði sjúklingurinn. „En jeg hélt, að þér hefðuð rekizt á eitthvað, sem yður hefði þótt leitt, eða þá gert yður hissa!“ „Nei, nei!“ sagði frú Hading, og innti hjúkrunar- konan þá eigi frekar eptir þessu, með því að dr. Burton kom inn í sömu svifunum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.