Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 7
XXVI., 18.-19. ÞJÓÐVILJINN. 75 Fólk var komið í svefn, og bjargaðist með naumindum úr eldinnm, — sumt með bruna- sárum. Engu varð bjargað af innanstokksmununum, og voru þeir eigi vátryggðir. — Húsið kvað á hinn bóginn hafa verið í eldsvoða-ábyrgð. Þilskip ferst. 14 menn drukkna. 1 ofea-rokinu aðfaranóttina 14. apríl þ. á. viidi það slys til, að frakbnesk skúta sigidi á fiskiskipið „Svaninn“. eign H. P. Duus-verzlunar, og urðu svo mikil brögð að, að „Svanurinn“ brotnaði, og hefir eigi sézt síðan, — óefað sokkið nær samstundis. Skipverjar á „Svaninum11 voru alls 26 að tölu og voru 12 þeirra uppi á þilfarinu, er ásigiing- in varð, og fengu þeir bjargað sér yfir í frakkn- esku skútuna, er flutti þá sfðan til Reykjavíkur. Hinir 14 voru á hinn bóginn undir þiljum niðri, og hafa allir farizt með skipinu. Kafaldshríð vai-, er slysið varð, og sáu skip verjar á frakknesku skútunni, að „Svanurinn“ hvarf snögglega, hvort er því oefir þá fremur valdið, að hann var sokkinn, eða hriðin befir huiið hann »ýn. Mennirnir, sem drukknuðu voru: 1. Bjarni Guðmundsson, Akurnesingur. 2. Eiríkur Ingvarsson,frá AnansustumíReykja- vík. 3. Eirikur Jónsson, úr Reykjavík. 4. HalJgrimur Eyjólfsson, frá Bakkárholti i ÖIíubí. 5. Jóhann Hjörleifsson, úr Roykjavík. 6. Jón Pálsson, Keflvikingur. 7. Magnús Magnússon, Akurnesingur. 8. Magnús Ólafsson, sömuleiðis af Akranesi. 9. Ótafur Jónsson, frá Gígjarhóli í Biskups- tungum. 10. Sveinn Daviðsson, Akurnesingur. 11. Sigurmundi HeJgason, sömuleiðis af Aki’a- nesi. 12. Teitur Gíslason, Akurnesingur. 13. Jón Páll Jónsson, Keflvikingur. 14. Vigfús Magnússon, Akurnesingur. Skipstjóri, og stýrimaður, komust báðir lífs af. — Hét hinn fyr nefndi Guðjón Guðmunds- son (Grettisgötu nr. 12, Reykjavík), en hinn síðar nefndi Sig. Sigurðsson (Grettisgötu nr. 22, Reykja- vík). Skipheirann tjáist hafa látið kalla til þeirra, er niðri i skipinu voru, er séð var, að eigi yrði komist hjá ásiglingunni. en hana bar þá svo brátt að, að alls ekkert svigrúm var. S!ys þetta er mjög hörmulegt, — ekki Bi'zt þar sem mannskaðinn af „Geir“ var nýlega á dottinn. Hve margt hinna drukknuðu hafa verið kvænt- ir menn, vitum vér eigi að svo stöddu, en óefað eiga hér margir um sárt að binda. Frá Isafirði. Þaðan að frétta fremur góð afl»brögð i þ. m. (apríl). Eiskifélagsdeild var stofnuð á ísafirði á ann- ann dag páska, og urðu félagsmenn um fimmtíu. Maður drukknar. Datt iU úr vélarbát. — 17. apríl þ. á. vildi það slys til, að maður datt útbyrðis úr vélaróát frá Súgandafirði og drukknaði þegar. Maður þessi kvað hafa heitið Þorvaldur Jóns- son, og verið úr ísafjarðarkaupstað. Maður skaut sig til bana. 16. apríl siðastl. skaut sig maður ; til bana á fiskiskipinu „Hildur“, — eign Jóns j Laxdal’s, fyrrum verzlunargtjóra. Maður þessi hét Daníel Jónsson, ættaður úr Hafnarfirði, og var hann skipherra á „Hildi“. Þilskip í'erst. Menn halda lifi. í ofsa-veðriuu 14. apríl síð- astl. rak þilskip á land vestur í Arnaríirði — og brotnaði í spón. Skipverjar — tólf að tölu — komust í skips- bátinn, og varð það til bjargar, að vélarbát bar þar að, er þeir voru, og bjargaði þeim. „ísl. orðal»ók“. ísl. orðabókina, sem alþm. Jón Ólafssou hefir haft f smfðum, kvað nú vera byrjað að prenta, og á í vor, eða í sumar, að koma út 26 arka. bepti i 4 blaða broti, en áframhaldið er svo á- formað, að komi út smám saman á nsestu ái um. Enskur botnverpingur strandar. Aðfaranóttina 20. þ. m. strandaði enskur botnverpingur í gremid við Sólheimasand í Vestur-Skaptafells»ýlsu, — fyrir vestan mvnni Jökulsár á Sólheimasandi. Skipið rakst þar á sker, Og brotnaði að mun. Talið er líklegt, að skipverjar hafi komið sér f skipsbátinn, en allir farist. Nafn skipsins er „Kingfisher11, og var það frá Hul). „Slaturféiag Suðurlands“. „Sláturfélag SuðurJands11 hélt nýlega aðal- fund sinn að Þjórsirtúni í Rangárvallasýslu. Pélagið hofir nú í buga, að koma sér upp frystivélum. pgT' Sunnudaginn fyrstan i sumri — segir sagan — að þeir ætli sér að ganga saman til altaris fyrverandi ráðlierraruir, Björn og H a n n c s. „Þjóðv.“ fullyrðir þð ekkert um það, hvort sagan reynist s'ónn. Reykjavík. —o— 27. apríl 1912. „Sterling11 lagði af stað héðan til útlanda 14. þ. m. — Meðal farþegja, er héðan fóru með skipinu, var Þorvaidur læknir Pálsson. Hann tók sér far með skipinu til Bretlands. Málverkasýningu ætlar Einar málari Jóns- Bon að hafa í Báruhúðinni nokkra daga. 132 vír!“ vakið afskaplega aðdáun, og var faún því þegar orðin þjóðkunn í Lundúnum. En einu sinni, er hún var að syngja vísu þessa á leiksviðinu, kom hún of nærri lömpunum, svo að föt hennar stóðu þegar í ljósum loga, og fékk hún brunasár hér og þar. Leikhús-foretjórinn hatði þegar látið vitja til henn- ar þjóðkunns læknis, og hafði hann nú, er hér var komið, gengið til hennar í fjórar vikur. Yar hún og þegar á góðum batavegi, en þó eigi lengra komið en svo, að hún gat tæpast hreift sig, nema hún nyti aðstoðar hjúkrunarkonunnar. Hjúkrunarkonan var yfir henni nótt og dag, og skoðaði íeifekonan hana fremur, sem himneskau engil, ea sem jarðneska veru. Hún var enn tæpast hálf-þritUg, og var auðsætt, að henní höfðu suemma mætt miklar sorgir. Dr. Burton hafði útvegað hjúkrunarfeonuua á sjúkra- húsinu. Hjúkrunarkonan, sem hét Hetty, hafði í svip vikið sér eitthvað út úr stofunni, og hallaði leikkonan höfðinu á meðan á koddann. „Æ, 8ystir!“ mælti deikkonan, er hjúkrunarkonan kom aptur inn. „Mér finnst einatt svo einmanalegt, er þér eruð ekki hjá mér! En nú hlýtur dr. Burton þegar aS fara að koma!“ „Líklega eptir hálf-tíma!“ „En hvað timinn er lengi að líða!“ „Á jeg ekki að lesa fyrir yður?“ mælti hjúkrunar- konan. „Þakka yður fyrir!“ mælti sjúklingurinn. Er kvöld- 129 „Komið honum þá til vinar mÍDS, er dr. Yítus nifnist. — Hann býr skammt héðan!" „Jæje! Koma honum þá þsngað! Jeg sé um borg- unina!“ Þegar dr. Burton kom aptur, frétti hún, að maður- inn, sem slasaðist, héti Studly. „Kapt. Studly?“ mælti hún. „Þekkið þér hann?“ spurði læknirinn. „Já!“ svaraði hún“. Hann er faðir vinkonu minnar!“ Henni datt nú í hug, að hann kynni að geta frætt sig eitthvað um önnu. „Gæti jeg fengið, að tala nokkur orð við hann?“, mælti hún. Dr. Burton hrissti höfuðið. „Það leyfir vinur minD, dr. Yítus, tæpast! Ástand bans er hættulegt! En vera má, að haDn hressist!“. „Imyndið yður ekki, að eg óski þessa af forvitni!“ mæ!ti hún. Að nokkrum dögum liðnum, sagði dr. Burton ung- frúnni, að nú gæti hún fengið, að tala við sjúklinginn. Fylgdnst þau síðan þangað, er hann lá, og mæltist hann þá til þess, að mega tala við ungfrú Middleman £ eÍDrúmi. „Hvað viljið þér mér?“ m»lti Graee, er þau voru orðin tvö ein. „Komið nær!“ hvíslaði haDn. „Eruð þér jungfrú. Middleman, sem voruð í skóla með dóttur minni?“ „Já!“ svaraði Grace. „Jeg rak haua, vesaliuginn, í dauðann!“ „Þó að þér hafið syndgað mjög gegn henni, þurfið)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.