Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1912, Blaðsíða 1
Þ JÓÐVIL JINN
■
XXVI. árg.
Reykjavík 23. nóvember 1912.
53.-54. tbl.
Lamlsbankinn.
Frá þessum degi tekur Laudsbankinn fyrst um sinn forvexti af
víxlum, og vexti af lánum, öðrum en veðdeildarlánum, 6°/„ p. n., auk
framlengi nga rg j a 1 dsin s.
Reykjavík 19. nóv. 1912.
Bankastjórnin.
« I <-| III1111111111 11111111111111111111111 III1111111111111111 I IIIIIIIH III11III11111111111111II!!!!! lli'tllllllllHH IIIIIIIIU
Frá þessum degi tekur
*
Islandsbanki
fyrst um sinn í forvexti af víxlum og vexti af lánum öðrum en fasteignar-
veðslánum með veðdeildarkjörum: C5°/„ l>- ;<auk framlengingargjalds.
Reykjavik 19. nóvbr. 1912.
Stjórn íslandsbanka.
•W-Í44+W I M H 1111II U 1111111111III IIIIII.H4HIIWIII II111II111 Ltl 111 HHI111111111111 |<|M IIIII 111(1(1 (((.((; | (:(!(:(| llllirmilt
Ofriður á Balkanskaganum.
ii.
Fátt heíir orðiö stórtíðinda, síðan síð-
ast var getið tíðinda af ófriðinum í blaði
voru.
Tyrkir hafa þó leitað ásjár stórveld-
anna, og beðið þau miðla málum. milli
sín, og andstæðinga sinna.
Stórveldin hafa tjáð sig ófús til þess,
— segja andstæðinga þeirra eigi hafa
óskað þess(!)
Vitaskuld var það nú að vísu skylda
stórveldanna, að sjá um það, að ófriður-
inn hefði orðið fyrirbyggður, eða þá að
minnsta kosti stöðvaður, en það létu þau
ógert, og hafa nú bætt gráu ofan á svart,
er liðsinnis þeirra var alsérstaklega leitað.
Mikið — og þó fráleitt um of — er
látið af hryllingum ófriðarins, lemstrunum
o, fi., og hefir því verið efnt til samskota
i ýmsum löndum norður-álfunnar, svo
að félagið „Rauði krossinn11 gæti sent
lækna, hjúkrunarkonur, sára-umbúnað o.
fi. tii ófriðarstöðvanna.
Failegt er þetta, og mikils um vert,
en dálitið einkennileg er þó að vísu með-
aumkvunin, sem lýsir sér í þessu, i stad
pess ad hlaupa þegar til og stödva ófrid-
inn, — hryllilega glæpa- og níðings-
leikinn.
Menn telja sér skylt, að fyrirbyggja
glæpi, og níðings-hátterni, en hví þá eigi
að fyigja sömu reglunni, að fyrirbyggja,
eða stöðva tafarlaust styrjaldirnar, sem
öllum glæpum, morðum og níðings-athæfi
eru þó enn svívirðilegri?
Dettur nokkrum í hug að neita því,
að sú hafi æ verið skylda allra þjóðerna,
sem og allra einstaklinga jarðarinnar?
Auðvitað veit hver maður, að svo
hefir æ verið.
Mikið er talað um grimmdina, sem
sýnd sé í ófriðmum, og hefir það óefað
átt töluverðan þátt í því, að auka hana,
að bæði Fetdínand, Búlgara keisari, og
Fétur, Serba kongur, hafa reynt að slá
á strengi trúar-ofsans, látið sem nú stæði
baráttan milli „krossins og hálf-mánans“.
En er þá breytni þeirra, er sig kristna
telja, betri en breytni hinna, er það
eru eigi?
IV.
Kiamil pascha heitir sá, ernú.erstór-
vezír (yfir-ráðherra) Tyrkja, og hafa þeir
borið gott traust til hans, þó að mjög
steðji nú ólánið að þeim.
iSazrini pascha hefir á hendi yfirher-
stjórn alla. — En Abdullah pascha hefir
verið vikið frá herstjórn.
Egypzkan prins, Aziz að nafni, er haft
hafði herstjórn á hendi, og þótt hafði
sýna ódugnað, eða eigi ganga svo vel
fram sem skyldi, létu tyrknesku yfir-
völdin ný skeð umsvifalaust, skjóta, sem
og 200 hermenn, er sama var gefið að
sök.
Mun þessi harka sýnd í því skyni,
að herða á hermönnum, og yfirmönnum
að ganga sem rösklegast fram, og svífast
alls einskis.
Nýlega lögðu Tyrkir og í hlekki eigi
all-fáa Albana, er þóttu hafa svikið þá
í tryggðum.
Yoru þeir fir sveít Albana höfðingj-
ans Issa Beletínaz, er gengið hefir í lið
með Serbum.
En yfirleitt hafa Albanar þó sýnt
Tyrkjum fullan trúnað, síðan er ófriður-
inn hófst, þrátt fyrir fjandskapinn, sem
æ hefir verið þar á milli.
Allra nýjustn tíðindin, sem borizt hafa
frá ófriðarstöðvunum, segja að Tyrkir
hafi nú óskað voynahlés.
Þykjast þá mjög að þrotum komnir.
OLYMPISKU LEIKIRMR. — Þeir
voru i sumar, sem kunnugt er, haldnir
í Stokkhólmi, og er nú áformað, að þeir
verði næst haldnir í Berlín.
Það verður árið 1916.
Strandferðirnar 1913.
Samkvæmt símskeyti, er landritaran-
um barst frá Kaupmannahöfn 19. þ. m.
(nóv.), h-efit samist svo, niitti i ádhei ra og
» sameinada guf'uskipafélagsins«, ad félag-
id tekur ad sét strandfeidh nat nœsta ár
(þ. e. 1913).
Hvernig ferðunum verður háttað, og
með hvaða kjörum félagið hefur tekið
þær að sér, það er enn ófrétt.
Þá er og ófrétt, hver orðið hefur
niðurstaðan, að því er snertir uppsögnina
á samningi þess, sem áður hefur verið
drepið á i blaði voru (sbr. 50. nr. „Þjóðv.“
þT á.)
En sjálfsagt má búast við hvorutveggja:
ad ferðirnar verði landsmönnum yfir-
leitt óhagkvæmari, en vetið hafa, og
ad þær verði landinu dýrari.
Gott þó, að eitthvað hefur ráðizt úr,
— eigi betur, en á horfðist.
NOBELS-VERÐLAUN. Að því er
snertir Yoóefe-verðlaunin í læknisfræði,
þá er fullyrt, að þau verði i ár veitt
amerískum lækni, dr. Alexis Cairel,
Hann er maður um fertugt, — læknir
við Eockefellet -stofnumna í New York.