Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.01.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.01.1913, Blaðsíða 2
10 ÞJÓÐVILJINN. XXVII., 3. ÞJÓÐVILJINN. Verð árganjjsins (minnst 60 arkir) ;S kr. 50 a., •rlendis 4 kr. 50 a. og i, Ameríku dell.: 1,50. Borgmt fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni bsrgi skuld, sína. yrir. b.laðið. Nýr lýðveldisforseti á Frakkiandi. Með því að embættistími Fattiérea, nú verandi Frakklands' forseta, er á enda i næstk. fébrúarmánuði, fór fram forseta- kosning í Frakklandi 17. janúar þ. á. Försetann k]ósa þingmenn beggja þing- deildanna (fálltrúadeildárinnar og öld- ungaráðsihs), og fer- kosningin jafnan fram í Versölum, borg litlu norðar en París. Kosningin fór á þá leið, að kosinn varí Rai/mond Poincaré með 485 atkv.j Hann hefir um hríð verið forsætis- ráðherra Frakka, og er fæddur í Loth- ringen 20. ág. 1860. Hann er lögfræóingur, og var í fyrsta skipti kosinn á þing 1887, en ráðherra varð hann í fyrsta skjpti 1894, og opt eíðan. Atti hann mestan þátt í því (1911), að samning&r tókust með Frökkum og Þjóðverjum, að því er Marocco snerti, svo að komist varð hjá ófriði. Kveanaslægð. Danskt blað eitt segir syo frá: Margir þykjast hafa kennt á kvenna- slægðinni, en það mun fágætf, að menn hafí kynnst henni svo rækilega eins og hann N. efnisunglingur, sem nýtur lífsins, sonfur eins af okkar heldri mönnum, sem við þekkjum allir. N. litli hafði náð sér í ofurlitla unga vinstúlku tir yzta útjaðrinum einum á Kaupmannahöfn og ávöxtur vináttu þeirr- ar bafði orðið drengur, stór og yndis- legur. En margt er undarlegt í náttúrunnar ríki. Frá þeirri stund sem herra N. fékk vissu um föðurupphetð sina, hvarf hann þaðan með öllu og lét ekkert frá sér spyrjast. Vinkona hans reyndi hvað eptir ann- að að ná fundi hans. Hún skrifaði hon- um og sagði honum, hve aumlega stödd hún væri, að hún ætti ekkert og sæi engin ráð barni þeirra til framfærslu og bað hánn hjálpa sér. En allt var það árangurslaust. Frá N. heyrðist ekki eitt orð. Nú liðu työ missiri, eða eitthvað fram undii* það. Þá var það hér um daginn, að yngismaðurinn var heima hjá sér og var þá hringt dyrabjöllunni. Vinnukon- an fór fram, kom inn aptur og sagði, að úti væri dama, og inn kom á hæla henni barnsmóðir hans, með drenginn þeirra á handlegg sér. Sem vita mátti, þótti N. þetta engin skemmtisending, samvizkan var ekki alls kostar góð og hann bjóst við hrið ekki mildri. En af því varð ekkert hér og varð hann feginn, sem nærri má geta. Vinkona hans var mild og- ástúðleg og sýndi honum hróðug drenginn þeirra. Og loks varð N. svo glaður og ánægður yfir því, hve vel allt þetta hafði snúizt, ' að hann fékk stúlkunni allt það af pen- ingum, sem hann hafði á sér, og bað hana að kaupa fallegan barnsvagn handa drengnum. Haiaingjan góða, sagði móðir barnsins allt í einu, — barnsvagninn, honum hefi jeg alveg gleymt. Æ, haltu á drengn- um Friðrik rétt á meðan jeg hleyp niður og lít eptjr barnsvagninum; haqn stendur á miðri götunni. Svo hljóp hún eins og örskot. En 10 mínútur liðu og enn þá lengra, leið, | Hún kom ekki aptur. Herra N. sat þar j undír syni sínurn og hann fór að gráta og æpti og ólmaðist eins og hann lysti, en móðir hans kom ekki. Þá skildist N. það loksins, að hann hafði fallið þar fvrir hinm gömlu og al- ræmdu kvennaslægð. Hún hafði fengið honum barnið og nú mátti hann sitja með það. Niðurlag sögunnar er ekki eins skemti- legt og alls kostar ánægjulegt var það ekki fyrir þenna unga spjátrung. Q-lím- an við foreldra hans var ærið alvarleg. En séð er nú fyrir uppfóstri drengsins, og það var það mark, sem hin slungna móðir hans ætlaði sér að ná. —n. Samgöngumálið var rætt á fundi stúdentafélagsins hér í bænum 16. janúar þ. á. (1913). Frummælandi var Bjarni Jónuson t'rá Vogi, alþm. Dalamanna. Taldi hann nýju samgöngu-samning- ana — auk 60 þús. króna gjaldsins úr landssjóði — mundu kosta landsmenn 200 þús. króna, þ. e. hækkun farm- og fargjaldanna mundu nema þeirri upphæð. A íundinum gat Thot kaupmaður Jennsen þess, að ýmsir Reykvíkingar (kaupmenn o. fl.) hefðu að undanfcjrnu verið að bollaleggjastofnuninnlendsgufu- skipafélags, og myndu tillögur þeirra birtast almenningi, áður en langt um liði. Samþykkt var að lokum fundarálykt- un, er Ólafur ritstjóri Björnsson bar fram, og var hún þess efnis, að þá fyrst væri samgöngumálið í gott horf komið, er is- lendingar hefðu sjálfir tekið samgöng- urnar að sér. Harðar á Álptanesi. Umsækendur um Garða á Alptanesi eru. 1. Sira Arni Þorateinsson á KAlfatjörn. 2. — Guðmundur i Ólafsvik. 3. Cand. theol. J. Ó. LArusson og 4. Sírn Þorsteinn Briem á Hrafnagili. Ekki verður enn neinu um það spáð, hver hlutskarpastur verður. Frá Akureyri. „Skjaldvör tröllkona11 er nafnið á sjónleik, eu* leikinn hefir verið á Akureyrj í vetur. Höfundurinn er Páll kennari Jónsson, sena lengi hefir dvalið þar nyrðra. — gefið út ljóða- bók o. &. Enn fremur hafa og í vetur farið fram kvik- myndasýningar á Akureyri, — verið sýndar þar i húsi Antons timburmeistara Jónssonar. Meiðyrðainál dœmd í yfird&mi. Dómar voru nýlega kveðuir upp í landsyfirrétti í tveim moiðyrðam,álum gegn ritstjóra „Lögréttu11. Mál þessi höfðu bankastarfsmennirnir Arnl Jóhannsson og Jakob Möller höfðað, og, var rit- ■tjórí „i.ögréttu‘!, hr. Þorsteinn Gislason, dæmdr ur í 30 kr, sekt í hvpru þeirra, sem og til að greiða hvorum um sig 40 kr. í málskostnað. Skrautritað ávarp sent Þór. E. TiuUnius. Ymsir Norðlendingar og. Austfirðíngar, sendu ný skeð Þórarni E. Tul- i inius, stórkaupmanni í Kaupmannahöfn, skraut- j ritað Avarp, — bundið inn í hvítt bókfellsskinn I (,,Pergaments-bind“). Undir ávarpið, sem sent var skömmu fyrir á.ramótin, höfðu alle ritað urn tvö hundruð rnanna. Ayarpinu fylgdu og tvö kvæði, — annað, er o:t hafði sira Matthias Jochumsson, en hitt eptir Guðm. skáld Guðmundsson. Myndir nokkurra staða hér á landi voru og i bókinni, er ávarpið og kvæðin var ritað i, t. d. litinynd: af Eyjafirði, mynd af Hornafirði, í’á- skrúðsfirði, Eskifirði, Geysi, Guljfoaai, og Þing- völlum. Myndirnar hafði teiknað Kristín Jónsdóttir frá Arnarnesi, — stúlka, sem nú stundar nám við fjöllistaskólann i Kaupmannahöfn. —0— 25. jan 19,1,3. Aðal-fundur styrktar- og sjúkra-sjóðs verzl- unarmanna var haldinn hér í bænum 13. þ, m. (janúar), Alls var eign sjóðsins, nú um ára-mótin ný afstöðnu, orðin frekar 42 þús. króna, Stjórn sjóðsins var endurkosin. í stjórninni eru: 1. Sighv. bankastj. Bjavnason (formaðnr). Guðm. kaapm. Olsen (gjaldk^ri)- 3. Jeq Ziuisen (ritari). -Meðstjðrnendur eru og kaupmennirnir Einar Árnason og Geir Zoéga. Út af ýrnsum umkvörtunum yfir gas-leiðsl- unni hér í bwnum, samþykkti bæjurstjórnin, í fundi 16. janúar þ. A., að síma þegar firma-inu Carl Francke i Borlin, og krefjast þess, að það sendi hingað sérfrupðipg á qipn kostnað, til þosf að athuga af þverju hið ífiegpa ólag á gaf-fram- leiðslunni stafar, og ráða bót á því. Hótaði bæjarstjórnin og jafn framt að útvega ella sjálf mann, og greiða borgun til hans af fa því, er nefnt firma hefir sett. bæjarstjórninni til tryggingar tilhlýðilegutp rekstrigas-stöðvarinnar. Enda þótt styrktar- og sjúkrasjóður verzlun- armanna, sem getið er hér að framan, sé þegar orðin all-álitlegur, borinn saman við ýmsa aðra. sjóði hér á landi, nemur hann þó enn litlu, er litið er A þarfir jafn fjölmennrar stéttar, ae«a verzlunarstéttin hér í bænum er.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.