Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.01.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.01.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN. 3. tbl. Reykjavík 14. janúar 1913. XXVII. árg. StjórnarsMrmálií. Eptir L. II. Frumvarp þingsins frá 1911 rýmkv aði ko8ningarrétinn til alþingis að mikl- | um mnn, eptir því átti að afnema með i öllu auka-útsvarsgreiðslu sem skilyrði fyr- ir kosningarrétti, veita vinnumönnum kosningarrétt og loks kvennfólki með -sömu skilyrðum og karlmönniim. Þetta þótti „Heimastjórnar"mönnum flestum langt of langt farið, þeim virt- ist það hættulegt að í'jölga kjósendum bvo mjög allt ieinu, og veitaþeim er lítið eða ekkert leggja til almennra þarfa, jafnan rétt við þá, sem þyngstar bæru byrðarnar. Mörgum Sjálfstæðismönnum virtist aptur á móti hér of skammt farið, þeir Tildu færa aldurstakmarkið, sem eptir frumvarpinu átti að vera 25 ár niður í 21 ár. Þeir þóttust mega ganga að því -sem visu, að á næstunni myndiþaðílög tekið hér á landi, að menn yrðu fullveðja 21 árs, og virtist sjálfsagt, að allir full- veðja menn hefðu kosningarrétt. Því skal ekki neitað að stórkostleg kjósendafjölgun getur haft stórkostlega þýðingu, bæði fyrir einstaklinga og þjóð- félagið í heild sinni. Storfeldasta breytingin, sem frum- Tarpið trá 1911 fór fram á, var að veita konum kosningarrétt með sömu skilyrð- um og karlmönnum, því að við það yrðu karlmennimir í ákveðnum minni hluta, þar sem talsvert er fieira af konum en körlum í landinu. Því var það svo einkennilegt, að „Heimastjórnar"menmrnir sem óttuðust þá byltingu, sem mikil kjósendafjölgun hefði í för með sér, voru ekki litandi TÍtund hræddir við kvennkosningarrétt- inn út af fyrir sig. Þeir lýstu því, að minnsta kosti marg- ir, yfir, að þeir væru honum fylgjandi. Það er því ekkert útlit fyrir að harm Terði ágreiningsefni milli flokkanna; hann i víst mótstöðumenn og fylgismenn í báðum fiokkum, og skal þvi ekki gerður hér að umtalsefni að sinni. Nei, það sem þeir voru hræddir við, Toru vinnuhjúin, og ef til vill lausafólk, aem ekki greiðir 4 kr. í aukaútsvar. Jeg verð mí að játa hreinskilnislega, að mér er þessi hræðsla óskiljanleg með öllu. Eins og menn vita, er vinnuhjúastétt- in á landinu ekki svo sérstaklega fjöl- menn, að líklegt væri, að hún lít af fyrir *ig hefði sórstaklega mikil áhrif á stjórn- málin, þótt hún fengi kosningarrétt. Auk þess fara hagsmunir þeirrar stétt- ar manna að ýmsu leyti saman við hags- muni annara landsmanna, því ábatasam- ari sem atvinnuvegirnir verða, þess meira kaup geta menn goldið hjúum sínum. Hinsvegar er ómögnlegt að færa nein skynsamleg rök fyrir þvi, að neita vinnu- hjúum um kosningarrétt i landi þar sem kosningarrétturinn er jafn almennur og hjá oss. Þau eru ekki ver að sér en aðrar | stéttir manna, sem kosningarrétt hafa, t. d. lausamenn. Þau greiða all-optast meira auka-nt- svar en heimtað er af öðrum, sem kosn- ingari éttarskilyrði. Og að hegna fólki fyrir að vilja held- ur vera í vinnumennsku og á sama stað allt árið, en að vera sína vikuna hjá hverjum, og á stöðugum flækingi, virðíst mér hvorki ráðlegt né réttlátt. Hér á landi, sérstaklega til sveita, hefir mikið verið kvaitað um vinnuhjúa- eklu. Halda menn nú að það muni auka löngun manna til þess að gefa sig i vinnu- mennsku, ef það hefir missi kosningar- réttarins í för með sér. Nei, slík löggjöf er ekki í þágu bænd- anna, og líklega eJiki í neins manns þágu. Eins og ástatt er hér á landi nú, hefir sú skoðun ekki við annað að styðjast, að því er jeg bezt fæ séð, en hleypidóma og þröngsýni. Sama er að segja um afnám auka- útsvarsgreiðsiunnar, sem skilyrði fyrir kosningarrétti, að það myndi hata svo litla kjósendafiölgun í för með sér, að menn yrðu hennar alls ekki varir. Hinsvegar veldur útsvarsgreiðsluskil- yrðið nú talsverðri óánægju, með þvi líka að engin rök er hægt að færa fyrír því, ekki einu sinni frá sjónarmiði þeirra manna, sem mótfallnir eru almennum kosningarrétti. Frá þeirra sjónarmiði ættu liklega á- hrifj manna á landsmálin að standa í beinu hlutfalli við hvað þeir legðu til landsþarfa. En þannig skoðað hlýtur það að vera miklu ósanngjarnara, að sá maður, sem greiðir BOO kr. í útsvar, hafi iafnan at- kvæðisrétt við þann, er greiðir 4 kr., heldur en þó sá, sem greiðir 3 kr. hefði sama rétt og hinn, sem borgar 4 kr. Getur verið, munu sumir svara, en vér viljum þó að þeir einir hafi kosning- arrétt, sem eitthvað leggja til landsins þarfa, hinir sem eru þjóðfélaginu byrði eða gagnslausir eiga engu um mál þess að ráða. Þó að þetta væri nú rétt, sem jeg skal •kki fara frekar út í að sinni, þá leiddi] það ekki til þess að heimta útsvars- greiðslu sem kosningarskilyrði, heldurtil þess að allir sjálfbjarga menn fengju kosn- ingarrétt. Því að þeir gjalda allir eitthvað til opinbcrra þarfa, hér um bil undantekn- ingarlaust. Því \ ó að þeir greiði ekki beina skatta til landssjóðs eða sveita, kaupa þeir eitt- hvað af tollvöru og greiða á þann hátt skatt. Auk þess er útsvarsupphæð mjög ó- heppilegur r mælikvarði fynr þvi hvað menn leggja" til opinberra þarí'a, vegna þess að sveitarþyngslin og efnahagur sveitarfélaganna er svo mismunandi. En að menn verði Játnir gjalda þess með réttindamissi, eí' þeir flytja úr fá- tækri sveit í rika, getur auðvitað ekki náð neinni átt. Frá Vestur-íslirðingiiiii. Alþingi maklega ámælt. Láðst hefir að geta þess í blaði vom að á þmg- og héraðsmálafundi Vestur- ísfirðinga, er haldinn var á Þingeyn í siðastl. nóvembermánuði, var meðal ann- ars, rætt um nrslitin, er urðu á síðasta alþingi, að þvi er þingkosninguna i Vest- ur-Ísafjarðarsýslu snerti. Samþykktar voru svo látandi tillögur: 1. Fiivduripn lýuir me.gv.fi cárice.gjn nnrti yfir ad þirigiö <1(M lísnöi kotningarl ceru iir V<st- nr-fsa/jarðarsýslu l.il úrttita með nýrri kosn- ittgu heima í héraði. 2. Fundutinn skorar á þing og stjóm íð brevta kosniiigalögunum i þá att, að þingið hafi ekki sjáHt úrskurðarvald um kosn- ingu þingmanna. 3. Funduiinn telur æskilegt, að nœsta þing endurskoði alþingiskcsningarlögin og verði þA bannað að íranjbjóðendur sitji i yfir- kjöistjom og betur gengið frá ákvæðunum um kjörseðla, svo það oiki ekki tvímœlum ftamvegis, hveinig brjcta skuli seðlana. Fundinn sóttu alls 13 fulltrúar, tír hreppunum í Vestur-ísafjarðarsýslu. Fyrsta ályktunin, sem því miður var þó eigi samþykkt i einu hljóði, en að eins með 8 atkv. gegn 6 — nokkrir full- trúar rangsleitninnar þar á fundinum, semjívíðar vill við brenna — er Vestur- ísfirðingum til heiðurs. Það hefði verið leitt, og héraðinu til vandsœmdat, í bráð og lengd, hefðu þeir tekið gjöirœdinu þegjandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.