Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.03.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.03.1913, Blaðsíða 2
46 ÞJÓÐVILJINN. XXVII, 12. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minn»t 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o? í Ameriku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. UppBögn skrifleg ógild nerna komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og knupandi samhliða uppsögninni b®rgi skuld sína yrir blaðið. öllu leyti iitgerð þeirra, verður og að mun betur unnt, en nú er, að sinna ósk- um landsmanna, að því er til viðkomu- staðanna, og fjölda strandferðanna, kemur. Þingmálafundirnir, sem haldnir verða á komanda vori, ættu því, að taka mál- efni þetta til íhugunar, og alþingi síðan, að taka málið til meðferðar, og sem greiðastrar úrlausnar. U t I ö n d. —o— Síðustu blöðin, er oss hafa borist frá útlöndum, herma þessi tíðindi markverð- ust: Danmörk. Þegar kviðinn greip marga í vetur, og menn óttuðust almennan ófrið í norður- álfunni á hverri stundinni, hlupu ýmsir menn í Danmörku til, og skutu saman hálfri milljón króna, er varið skyldi til að tryggja betur víggirðingarnar umhverf- is Kaupmannahöfn. Það er lega Danmerkur, sem veldur því, hve mjög ýmsir Danir óttast, að eitthvert stórveldanna kynni að hremma hana, eða varna því, að hún gæti látið ófriðinn hlutlausan, ef almennur Evrópu- ófriður yrði. f 11. janúar þ. á. andaðist danski listmálarinn Cilius Andersen. Hann var að eins frekra 47 ára að aldn. 1. febrúar þ. á. varð G. M. Tholle, tónlagasmiður, áttræður — hann hefir iamið lagið við kvæðið: „Lette Bölge, naar du blaaner“, sem margir Islending- ar kannast við —, og urðu því eigi all- fáir til þess að færa honum heilla-óskir sinar. — Tholle gamli er annars, og hef- ir æ verið, skósmiðameistari. Albeiti, (fyr dómsmála- og Islands- ráðherra), sem dvaiið hefir um hríð í sjúkrahúsi hegningarhússins í Vndslöse, var í öndverðum janúar þ. á. orðinn all- heilsugóður. — Hann notar tímann nú einkum til að iæra spönsku, — ætlar að I líkindum að setjast að hjá spönsku-mæl- j andi mönnum, ef hann lifir það, að hafa tekið út hegninguna. Annars er það Dönum hádung, að hafa eigi löngu sleppt Alberti úr hegn- ingarhúsinu, — sjúkum manninum. — Máttu þeir og muna það, að hér átti sá í hlut, er áður hafði gegnt einu af æðstu embættunum í ríkinu, og þá gert ýmis- legt gagnlegt fyrir þá, að þeirra eigin dómi. Út í hitt skal hér eigi fanð — yrðí og of langt — hvers eðlis það og æ er í sjálfu sér, að beita hegningarvaldinu, sem eigí er í raun og veru neitt annað, en hefnileikm af þjóðfélagsins hálfu. f I janúar þ. á. andaðist í borginni Handers á Jótlandi Ankerstjerne etazráð, og er hans því hér getið, að f arfleiðslu- skrá sinni ánafnaði hann fátækum mönn- um í Randers 1—2 milljónir króna. 13. janúar þ. á. hafði hr. Kr. Dahl verið blaðamaður við „Politiken11 í 25 ár, og minntust félagar hans, og kunn- ingjar, þessa atburðar á ýmsa vegu. — En því er þessa hér getið, að hr. Dahl hefir stundum tekið Islendinga tali, sem tíðindamaður blaðsins „Politiken“ — þar á meðal ritstjóra blaðs þessa —, og þá æ gert sér far um að fá réttan skiln- ing, og skýra rétt frá, að því er raun vor hefir á orðið. Almenn umkvörtun orðin í Kaup- mannahöfn um atvinnuleysi rneðal verk- mannalýðsins, þegar i öndverðum janúar þ. á., og þurfa þá margir á hjálpsemi góðgjörðafélaganna að halda, er þá og j sjá um matgjafir daglega o. fl., en hafa því miður aldrei það fé í höndum, er nokkuð verulega hrökkvi. 30. janúar þ. á. hófst í Kaupmanna- höfn „dúfna-sýning“, og er slík sýning æ haldin þar árlega. Dúfurnar mjög ýmsra tegunda, og dúfnaræktin í Danmörku fremur talin í framför á seinni árum. Noregur. Eins og drepið hefir verið á í blaði voru, hafa Norðmenn áformað, að halda sýningu all-mikla (á iðnaði og afurðum Noregs m. m.) að ári (1914), til minn- ingar um bað, að þá eru hundrað ár liðin síðan er þeir losnuðu úr sambandinu við Dani, er þeim æ hafði staðið meiri óheill af, en lýst verður — eigi síður en oss íslendingum. Hafa þeir nú skorað á skáld sín, að yrkja hátíðaljóð („Kantate"), er sungin verði á sýningunni, og heitið eitt þús- und króna verðlaunum fyrir þau ljóðin, er bezt þykja. Búist er við, að norskum tónsmiðum verði siðan gefinn kostur á að spreyta sig á svipaðan hátt. Svíþjóð. Sem venja er til, hófst þing Svía 15. janúar þ. á. Yinstrimenn sitja þar nú að völdum, en þó er ráðaneyti þeirra, Staaff-ráða- neytið, eigi á fastari fótum en svo, að styðjast verður við fylgi jafnaðarmanna, og því er mælt, að það verði aðallega verkmannamálið, er þingið fjallar um að þessu sinni: styrkur til lasburða og elli- hrumra o. fl. Bretland. Bretar hafa nýlega sent lier til Thibet, og eru að semja við Dalai Lama —- þjóð— höfðingjann þar —, að lýsa ríkið háð vera verndarrétti Breta. Brezkt eimskip, „Veronese“ að nafni, fórst í janúar þ. á. við Leos-vitann, á- vesturströnd Portugals, — klofnaði sund- ur í miðju, og sökk nær þegar, enda af» skapa sjógangur. 234 menn voru alls á skipmu, og drukknuóu eigi all-fáir, en fjöldanum þó bjargað. | Sjálfstjórn í> a var samþykkt í neðri málstofu brezka þingsins með 368 atkv. gegn 258, en felld í lávarðadeildinni (31. janúar þ. á.), með 326 atkv. gegn 69, — frestast því enn um hríð, og þó að lík— indum eigi mörg árin. Belgia. Ríkið hefir nú nýlega boðið dætrum Leopold’s konungs, er mál höfðu höfðað gegn ríkissjóði, út af eptirlátnum fjár- munum konungs, að greiða þeim 36 millj. króna, ef frekari kröfur verði þá látnar mður falla. Mælt, að konungsdætur muui líklega ganga að þessum kostum, þótt eigi væri það mál enn að vísu útkljáð, er síðast fréttist. Alþjóðasýning áformuð í borginni Gent, og hefst hún í næstk. aprílmánuði. Gent er borg í Austur-Flandern, reist þar, er árnar Lys og Schelde renna sam- an, og er borgin reist á 26 eyjum, en brýr á milli borgarhlutanna, svo að nátt- úrufegurð er þar óefað mikil; — ibúar um 165 þús. að tölu. Mælt er, að sýning þessi eigi að verða enn tilkomumeiri en alþjóða-sýningin, er haldin var í Brussel, fyrir 2—3 árum, eða þar um. Frakkland. Eins og sum ísl. blöðin munu þegar hafa getið um, varð Briand ráðaneytis- forseti í stað Poincaré, er lýðveldisfor- »eti var kjörinn, eins og skýrt var frá í blaði voru ný-orðið. í stefnuskránni, er Briand-ráðaneytið birti þinginu, tjáist það vilja breyta kosn- ingarlögunum í þá átt, að rétti minni- hlutanna verði betur borgið, en nú er. — Veita vill ráðaneytið og uppgjöf saka, er um pólitiskar yfirtroðslur ræðir, — tryggja og verkamönnum hlutdeild i ágóða af iðnfyrirtækjum, sem og setja laga-ákvæði í þá átt yfirleitt, að sanngjarnari skipti verði en nú er, milli auðmagnsins, og þeirra, er vinnuna leggja fram o. ff. f Látinn er í janúarmán. þ. á. pró- fessor L. T. de Bort, nafnkunnur veður- fræðingur, 56 ára að aldri. Mælt er, að Falliéeres, lýðveldisfor- seti — embættistími hans var á enda 18. febrúar þ. á. — hafi áformað, að setjast

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.