Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.06.1913, Blaðsíða 2
ÞJCÐVjILJINN. XXVII., 22.-23. £6 ÞJÓÐVIL.TINN. Yerl árgang;sins (minngt 60 artir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o? í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag jnnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi akuld sína yrir blaðið. IJ 1 1 ö n d . Rvík 5. mai 1913. —o— I síðustu útlendum blöðum, er oss hafa bonzt (í öndverðum maí þ. á.), eru þessi tíðindi markverðust: Danmörk. I landsþinginu urðu örlög grundvallar- laga-breytinganna, sem vænzt hafði verið. Eptir tillögu friis greifa var þeim vísað frá, með rökstuddri dagskrá (3. apríl þ. á.), er samþykkt var með 38 atkvæðum gegn 31. Stjórnin hefir þó eigi rofið landsþingið, en tjáist fyrst vilja sjá, hvernig kosning- arnar til fólksþingsins fara (seint í maí þ. á.) f 4. apríl þ. á. andaðist í JKaup- mannahöfn Oddgeir Stephensen, leikhús- stjóri. — Hann var sonur Oddgeirs sál- uga Stephensen’s, er lengi var forstjóri ísl. stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn. Fyrri part aprílmánaðar þ. á. kom afskaplegt sildarhlaup inn í Litla-Belti, og barst sjómönnum þá svo mikil síld í hendur, að þeir gátu eigi selt hana alla, og er mælt, að sumu hafi þá verið fleygt í sjóinn aptur, — tök þá líklega brostið í svip til að hagnýta hana. Nefnd manna hefir nýlega skipast í Danmörku, er ætlar að láta mála mynd af Georgi, G-rikkja konungi, og gefa Krist- jánsborgarhöllinni i Kaupmannahöfn. Stungið hefir verið upp á tvennu, — annað hvort að málverkið sýni hann, er Ihidrik Dana konungur VII. kvaddi hann, og lagði honum heilræðin, er hann tók við konungdómi í Grrikklandi, eða þau augnablikin, er hann, sem sigurveg- ari, hélt innreið sína í Saloniki i vetur, er leið, og er eigi ólíklegt, að hið fyrra verði þá fremur kosið. I Holbæk, kaupstað á Sjálandi, fund- ust nýlega í jörðu leifar af kirkju, sem þar hefir verið á miðöldunum, á dögum Eiiiks Glipping’s (hann var Dana kori- ungur 1259—128G; — var þá myrtur af grímuklæddum mönnum, í hlöðu í Finne- rup, 22. nóv. 1286). Merkilegast þykir það, að því er fund þenna snertir, að þess sést hvergi getið í dönskum annálum, né ella, að þarna hafi nokkru sinni kirkja verið. Svíþjóð. Leikhús í Stokkhólmi, Östermalm-leik- húsið, branrr ný skeð, og stafaði bruninn af því, að einn leikendanna, sem var drukkinn, hafði kastað frá sér vindlmgi (,,cigarettu“), sem eigi var slokknað í. Regna-kirkjan i Svíþjóð brann ný skeð meðan á guðsþjónustugjörðinni stóð. Altaristöflunni úr kirkjunni, silfur- gnpum hennar og skjölum varð þó b jargað. Að ári (1914) ætla ýmsir verkfræð- ingar („ingeniörar1*, frá Norðurlöndum, l sem og frá Þýzkalandi og Rússlandi, að j halda fund í Málrney, um sama leyti sem alþjóða-sýning verður þá og haldin þar. Siðan ráðgert, að þeir ferðist eitthvað j um Svíþjóð, og kynni sér stórkostiegustu | mannvirkin þar o. s. frv. Holland. 1U. apríl þ. á. bar svo við i borginni Antwerpen, að kvennmaður nokkur af heldra tagi, er gengið hafði að heiman, og tvílæst þá herbergi sínu, faun kvenn- I mannslík í rúmi sínu, er hún kom heim | aptur, og sást þó hvorki að farið hefði í verið inn um glugga eða dyr Kvennmaðurinn, sem örendur fannst í rúminu, var í faglegum fatnaði, svo að ráða mátti af því, að hún hefði verið i tölu efnaðra fólksins. Hvernig í öllu lá, var eigi upplýst orðið er síðast fréttist. Belgía. Þar er verkfall mikið ':m þessar mund- ir, — sagt, að það nái jafn vel til 370 þús. verkamanna. i Vilja verkamenn á þenna hátt knúja fram breytingar á kosningalögunum. Anð 1893 tókst þeim á þann hátt, að neyða íhalds-ráðaneytið, er þá sat að stjórn til að samþykkja stjórnarskrána, sem nú er, og rýmkaði þá að mun um kosnmgar- réttinn. Engu að síður er þó enn svo ástatt í Belgíu, að þó að hver karlmaður, sem 25 ára er orðinn, njóti þar kosningar- réttar, þá hafa þeir þó tr.öfaldan, og enda þrefaldan kosningarrétt, er öðrum fremur borga skatta. Árið 1908 voru því t. d. 971 þús. kjósendur, er eitt atkvæði hafði hver, en 370 þús. kjósendur, er hver höfðu tvö atkvæði, og 284 þús. er hver hafði þrjú atkvæði. Þetta hefir vaidið því, að stjórnin er nú æ í höndum „klerka-flokksins“, sem svo er þar nefndur, og una frjálslyndir menn og jafnaðarmenn því hið versta. 26. apríl þ. á. hófst heims-sýning (eða alþjóða-sýning) í borginni Gent, og er < gert ráð fyrir, að hún verði jafn vel enn mikilfenglegi i, en sýningin, sem haldin var í Brússel fyrir fám árum. Óefað eykur það mjög aðsóknina, að náttúr ufegurd er að mun i Grent, þar sem borgin er reist þar, sem árnar Lys og Schelde renna saman, og skipa-skurðir o. fl. valda því, að segja má, að hún sé byggd á 26 eyjum; en brýr þá og hví- vetna milli borgarhlutanna. Bænnn er verzlunarborg mikil (ibúar um 165 þús.) — og hefir þó aldrei náð sama blóma, sem á 16. öldinni, þ. e. áður en Karl keisari V. lagði þar flest í rústir. Frakkland. Fraakneski ræninginn Lacombe, er j dæmdur hafði verið til margra ára betr- j unarhúsvinnu, fyrir rán og morð, eða hluttöku í morðum, slapp úr fangelsinu 5. apríl síðastl., og komst upp á húsþak. Húsið var þegar um kringt varðmönn- um, og gerði hann sér þá lítið fyrir, og kastaði sér niður af húsinu, svo ad hauskúpan moladist, og heilinnn slettist í ýrnsai át.tii. Hafði hann áður sagt, að hann gæti eigi á neinn hátt hugsað til fangelsis- vistarinnar, — það honum meiri kvöl, en svo, og kaus þá fremur, eða — öllu held- ur — gat eigi annað, en enda lif sitt, sem fyr segir, þar sem engin var undan- komu vonin. t Dáin er nýlega frú Antoine Poin- caré, móðir frakkneska lýðveldisforsetans, sem nti er. Hún dó snögglega, — 74 ára að aldri. 1 ráði er, að hr. Poincaré, lýðveldis- forseti Frakka, bregði sér seint í júní þ. á. til Lundúna, — verði þar í boði Ge- org’s, Breta konungs, 23.—25. júní næstk. j 8. apríl þ. á. andaðist J. A. E. Constans, frakkneskur stjórnmálainaður, fæddur 1833, og því orðinn áttræður. Hann var lögEræðingur og háskóla- kennari í lögum, en varð þingmaður 1876, og eptir það opt ráðherra, og þótti ein- att atkvæðamaður. — Sendiherra Frakka var hann og um hríð í Kína, Konstan- tínopel og Indo-Kína. Ekki hvað sízt var hann „kristmunk- um“ þungur í skauti, er um skilnað ríkis og kirkju var að ræða á Frakklandi. Yfirleitt mun Constans hafa verið tal- inn einn af merkari stjórnmálamönnum Frakka. Þýzkaland. Kjötvandræði hafa i vetur keyrt mjög úr hófi í Berlín, og kjötið því Ol’ðið þar svo dýrt, ad ei hefir verid annara, en efnadri rnannanna, ad afla séi þess. í marzmán. þ. á. var t. d. slátrað alls 24,508 gripum færra, en í sama mánuði í fyrra, og talið, að bæjarbúar hafi, hvað nautaket snertir, orðið að sætta sig við 22u/n minna, en þá, og af svínaketi við 14u/0 minna. Nú er mælt, að hátíðahöldin, í tilefni af 25 ára ríkisstjórnarafmæli Vtlhjálms keisara verði látin byrja í Berlín 9. eða 10. júní næstk., en adalhátídisdagunnn verdi þó 16. júní (15. júní 1888 andaðist Friðrik keisari, faðir Vilhjálms). Talað er um, að <S'O stærstu boryirnar á Þýzkalandi láti í sameiningu skreyta sem fagurlegast skemmtigötuna: „Uriter den Linden“, sem er veglegasta gatan í Berlín. Að öðru leyti verður borgm þá og sem fagurlegast prýdd, og þar mikið um. dýrðir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.