Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1913, Blaðsíða 2
104 ÞJ;0ÐVILJINN. ÞJÓÐVILJINN. Veré árgangsins (minnit SO arkir) 3 kr. 50 a., «rlendis 4 kr. 50 a. o? í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg úgild n«ma komin sé til útgefanda fyrir 30. dag lánímánaðar og kanpandi samkliða uppsögninni kergi skuld sina yrir blaðið. telur Dani njóta þess endurgjalds fyr- ir strandvarnirnar, meðan þeir njóta jafnréttis við Islendinga, að því er fiskiveiðar í landhelgi vorri snertir. VI. Strandvarnirnar. Samþ. var svo hljóðandi fundarályktun í einu hljóði: Með því að strandvarnirnar, sem nú eru, og verið hafa að undanförnu, eru Islendingum algjörlega ófullnægj- andi, skorar fundurmn á alþingi, að gera sitt ýtrasta til þess, að koma strandvörnunum sem allra bráðast í viðunanlegt horf. Telur fundurinn, að ekki nægi í því skyni, ef vel á að vera, minna en 4 strandvarnar- bátar, er hver um sig sé á stærð við strandgæzluskipið við Færeyjar, og sé einum þeirra þá sérstaklega ætlað að gæta norðvesturkjálka landsins. VII. Landsbankamálið. Samþ. var í emu hljóði svo hljóðandi fundará- lyktun: a, Fundurinn skorar á alþingi, að hlutast til um, að Landsbankinn sé studdur á þann hátt, að starfs- fé hans sé aukið að mun og að landssjóði og öðrum opinberum sjóðum sé gert það að skyldu að fylgja þeirri reglu að tela honum ávöxtun fjár sins. b, Til þess að greiður aðgangur verði að fasteignalánum um sem allra lengst áraskeið og með sem ákjós- anlegustum kjörum, skorar fund- urinn á alþingi, að stofna óháðan veðbanka, er hafi nægilegt trygg- mgarfé t. d. 2—3 millj. króna og sé að öllu á ábyrgð landssjóðs. VIII. Bannlögin. Um þau urðu tals- verðar umræður. Að endingu var samþ. svo hljóðandi tillaga frá síra Þórdi Olafssyni með 18 atkv. gegn 1: Að gefnu tilefni lýsir fundurinn því yfir, að hann er mótfallinn af- námi laga um bann gegn innflutn- ingi áfengra drykkja og álitur sjálf- sagt, að reynsla eigi að fást fyrir áhrifum þeirra, áður en þeim sé í nokkru breytt. IX. íslenzk sérmál á dönskum ráð- herra-samkoinum. Ut af orðasveim- inum um það að ráðherra íslands hafi á dönskum ráðherrafundi rætt íslenzk sérmál með dönsku ráðherr- unum, skorar fundurinn á alþingi að skipa rannsóknarnefnd, sbr. 22. gr. stjórnarskrárinnar, til þess að gengið verði sem ýtarlogast úr skugga um hvernig þessu heíir verið varið, og svo að gætt verði landsréttinda Is- lands, svo sem þurfa þykir. Samþ. í einu hljóði. X. Brunabótamál. Svo hljóðandi til- laga frá Jónasi kaupm. Jónassyni: a, Fundurinn skorar á alþing að sam- þykkja lög um að öll brunabóta- ábyrgðarfélög, sem vátryggja hér á landi, setji tryggingu í banka fyrir öllu eða nokkru af vátrygg- ingarupphæðinni og hafi varnar- þing hér á landi. Enn fremur frá þingmanninum: b, Fundurinn skorar á alþingi að gera sitt ýtrasta til þess að lögin um stofnun brunabótafélags Island frá 22. nóv. 1907 komi sem allra bráð- ast til framkvæmda. Tillögurnar samþ. í einu hljóði. XI. Símamál. Fundurinn telur það sjálfsagða rétt- lætisskyldu landssjóðs, að létta af einstökum héruðum gjöldum er þau hafa lagt á sig, til þess að komast í ritsima- eða talsíma-samband. Samþ. í einu hljóði. XII. Brimbrjóturinn í Bolungarvík- urverzlunarstað. Skorað á alþingi að veita allt að 40 þús. kr. til framhalds brimbrjót- inum í Bolungarvík. Tillagan samþ. í einu hljóði. XIII. Læknamálið. Tillag frá J'étri Oddssyni kaup- manni: Fundurinn skorar á alþmgi að gera Bolungarvík ásamt Hólshreppi að sórstöku læknishéraði. Tillagan samþ. í einu hljóði. XIV. Innlent eimskipafélag. Fundurinn tjáir sig því eindregið meðmæltan að alþingi styðji innlent eimskipafélag sem bezt og láti enda landssjóð taka hluti í félaginu að mun, ef þurfa þykir. Samþ. í einu hljóði. XV. Fjármálin. Fun durinn tj áir sig mótf allinn h ækk- un allri á embættismannalaunum eigi hvað sízt að því er til æðri embætta kemur. Samþ. í einu hljóði. Með því að ekki voru fleiri mál tekm fyrir var fuudi slitið sama ár og dag. IJétur Oddsson Oddur Gudmundsson fundarstjóri. fundsrritari. Þingmálafundur Norður-ísflrðinga, er að fram- an getur, var því miður eigi svo fjölsóttur, sem j æskilegt hefði verið — fundarmenn þó nær sjö tugir, eða þar yfir, og fjöldinn allur kjósendur. Á fun.linum mættu og tveir fulltrúar frá stór- stúkuþinginu, er haldið var um þær mundir á Isafirði. Það voru þeir: Kristinn bóndi Guðlaugsson á Núpi i Dýrafirði og Þórður prófaatur Ólafsson á Söndum. Tildrögin þau, að ný frétt var orðið, að á þingmálafundi að Grund í Eyjafirði hefði verið samþykkt tillag.a um afnám bannlaganna. Það, að þingmálafundurinn eigi var fjölsótt- ari, stafaði af þvi, að vorvartíðartíminn er æ mesti anna tíminn í Norður-ísafjarðarsýslu, og var það þá eigi hvað sízt að þessu sinni er lang- vinnt aflaleysi var á undan gengið, en góður afli þá nýiega kominn. Á hinn bóginn voru ástæður mínar þess vald- andi, að eg eigi gat komið því við, að halda fundi á fleiri stöðum í kjör Jæminu, eins og heppi- XXVII., 27.-28. legra hefði þó verið, og mig bafði mjög langað til. En yfirskoðun landsreikninganna, er eg, sem annar yfirskoðunarmaðurinn, var bundinn við, var eigi lokið að þessu sinni, fyr en seinast í maí þ. á., þar sem okkur yfirskoðunarmönnunum eigi hafði borizt landsreikningurinn 1911, fyr „n seinast í rnarz þ. á. Var og, af stjórnarinnar hálfu, sem von var, enn ósvarað athugasemdum okkar yfirskoðunar- mannanna, er eg fór vestur til þingmálafundar- halda, og þvl eptir, að gera tillögur til úrskurða, að svörum stjórnarinnar fengnum, — sem vænzt var þó, að yrði að vora um garð gengið, áður en j alþingi kæmi saman, 1. júli næstk., og mátti dvöl mín í kjördæminu því eigi verða, nema sem allra styttst.*) Jeg drap á þetta i byrjun þingmálafundarins, en þykir þó réttara, að geta þess og í blaðinu, svo að það berist því fremur til eyrna allra kjós- enda minna i Norður-ísafjarðarsýslu. Rvík M/„ 1913. Sk. Th. Donsku blcðin og „Fálka‘‘-hneixlið. Hvað hefir ráðherrann aðhafst? Hví hefir yfirmaður „Fálkans“ eigi verið heira kvaddur tafarlaust? Símfregn, er barst frá Danmörku 18. júní þ. á., segir, að dönsk blöó telji fána- töku yfirmannsius á „Fálkanum“ fyllilega lögum sa.mkvæma(!), — þ. e. líti svo á málið, eptir það, er þeim hafði borizt skýrsla téðs „Fálka“-forstjóra um málið. Aður höfðu dönsku blöðin á hinn bóg- inn látið, sem leitt væri, hversu til hefði. tekizt. Ekki þarf að geta þess, að þegar dönsku blöðin lita svo á málið, sem fyr segir, þá liafa þau eingöngu haft dönsk laga-ákvœdi, ada danskar siglinga-reglur í huga. Islenzk lög þekkja þau ekki, né hirða um að þekkja, — láta tilfinningar nai, sem sprottnar eru af vanþekkingu á isl. lagafyrirmælum, og byggðar á rangii eda mtsskilmni, danskri þjóðernis-ræktarsemi, hlaupa rned sig i gönur, og koma sér til þess, að kveða þá upp alrakalausa dóma. En skylt var þeim, að dœma eigi — og það að alórannsökuðu máli — og sizt þá án þess að hafa aflað sér nægilegrar þekkingar, að því er það snerti, hvaða lögum bæri að fara eptir, er um íslenzka hötn var að ræða. Attu þá og, œsingalaust, að geta fundið, hvað rétt var. *) Al-ólokið þá og yfirskoðun fylgireikning- anna með Iandsreikninginuni, þ. e. aðallega: Reikningar „Fiskiveiðasjóðsins'1, „Ræktunarsjóða- ius“ og „Kirkjujarðasjóðsins'1, — bárust eigi yfir- skoðunarmöununum, frá stjórnarráðinu, fyr eu að vfirskoðun landsreikninganna lokinni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.