Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.10.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN.
51. tbl.
Reykjavík 25. október 1913.
XXVII. árí
Alþingi rofið.
Kosningar 11. april næstk.
Horfurnar i stjórnarskrár-
málinn.
22. þ. m. barst landritara svo látandi
nímskeyti frá ráðherranum:
K.höfn 20. okt. 1913.
Alþingi rofið i dag. Kosningar
fara fram 11. april 1914. Tekiðfram
i konungsbréfinu, að ef ný kosið Al-
þingi samþykki stjórnarskrárfrum-
varpið óbreytt, mnni konungur stað-
festa það, en jafn framt verður ákveð-
ið eitt skipti fyrir 811, samkvæmt 1. gr
frumvarpsins, með konungsúrskurði,
sem ráðherra íslands ber upp fyrir
konungi, að lög og mikilsvarðandi
stjórnarráðstafanir verði, eins og hing-
að til, borin upp fyrir konungiírík-
isráðinu og á þvi verði engin breyt-
ing nema konungur staðfesti I8g um
réttarsamband milli landanna, þar sem
önnur skipun sé á gerð.
Það má skipta þessu skeyti í tvö aðal-
atriði, sem athuga ber, hvort fyrir sig,
ákvörðunina um hve nær kosningar skulu
fara fram og horfurnar um staðfestingu
stjórnarskrárfrumvarps síðasta þings, og
hver skilyrði eru sett fyrii henni.
Um kjördaginn verða sjálfsagt skipt-
ar skoðanir, en erfitt er það að velja kjör-
dag sem jafn heppilegur sé öllumlands-
hlutum og kjördæmum. Það sem að því
er, að kosningarnar fari svona snemma
fram, er fyrst og fremst það, að á þeim
tima geta veður og vötn verið svo vond,
að stórbagi verði að. Sérstaklega kem-
ur þetta hart niður á þingmannaefnum
í víðáttumíklum kjördæmum, sem erfið
eru yfirferðar, eða þar sem þingmaðurinn
cr búsettur langt frá kjördæmi sínu, en
útilokað er það ekki, — jafn vel þótt
kosið sé : hverjum hreppi — að veður
geti verið slíkt, að kjósendur komist ekki
á kjörfund, eða vötn tálmi ferð þeirra,
frekar en á öðrum tímum, sem um var
að velia.
Hins vegar virðist mér að það sem
einna mesta beri að leggja áherzluna á,
er kjördagur er ákveðinn, sé að gera sem
flestum kjosendum mögulegt að neyta at-
kvæðisréttaT síns, og að því er það snertir,
virðist 11. apríl úr því, sem komið var
"Vá,tryg;gið
eignr* yðar (híiss, liÚMgrög°n,
vörnr o. íl.) tyvif cldsvoða
i Drvncvanótafélaginvi
„General",
stoínsett 1885.
Aðal-umboð*maður fyvtr
íf-il Jl »1<I :
Sig-. Thoroddsen
adjunkt.
UmboÖNmaðui- fyrir Norð-
vn*-tsafiarðai*sýsln er Jón
Ilróbjartsson rerzlunar-
stjóri. Dnglegur umboðs-
maðnr óskast fy rir Vestur-
liaaf jaroraT*s3''sislTx.
— að kosningamar ekki gátu farið fram
í haust— ekki ílla valinn. Aðvísueru
þá margir sjómenn fyrir löngu komnir
til skips, en þar sem þetta er laugardag-
urinn fyrir páska, munu þeir þó flestir
verða inni, ef að vanda lætur. Vitaskuld
er það, að margir sjómenn verða fjar-
verandi frá heimilum sínum, vegna þess
að þeir eru við sjó í veiðistöðum, þar
sem róðrar eru stundaðir á vetrurnar, svo
sem við ísafjarðardjúp og i Vestmanna-
eyjum, en að minnsta kosti nokkuð af
þeim alla jafna komið heim kringum
„lokin" (11. mai), og þá eru líka allir
skútumenn inna. En þar á móti vegur
nokkuð, að þá eru nokkrir þeir menn
farnir heiman frá sér, til atvinnu annars
staðar, sem heima eru 11. april. En þar
sem það bætist við, að þá er lit.il hætta
af vondum veðrum og vötnum, virtist
þó miklu meira mæia með því, að hafa
kosningarnar ekki fyr en kringum 11.
maí.
Annars er það óhafandi, sem tæplega
er stjórn og þingi vanvirðulaust, að kosn-
ingarlögin skuli ekki þannig útbúin, að
menn geti neytt kosningarréttar síns, hvar
sem þeir eru, sízt þar sem slikl erílög-
um annars staðar, svo sem í Noregi, og
hefir reynst vel framkvæmanlegt.
Þá flytur og skeytið þau tíðindi, að
stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings muni
geta öðlast konungstaðfestingu, og er það
sjálfsagt megin þorra landsmanna gleði-
•fni. Margir eru að vísu stóróánægðir
með það — meðal annara sá er þetta
ritar —, þykir það i mörgum efnum of ó-
frjálslynt, t. d.: skipun efri deildar, kosn-
ingarrétturinn til hennar og að hún að
nokkru leyti er órjúfanleg; en þegar jeg
hins vegar lít á það, að í henni felast
verulegar umbætur og tæpast hægt að
ná viðunanlegri kostum fyrir frjálslynda
menn í bráð, virðist mér þó ekki áhorfs-
mál fyrir þá að samþykkja hana óbreytta
á næsta þingi, hafi þeir afl atkvæða til
þess.
En það fylgir böggull skammrifi. Þetta
staðfestingarloforð er ekki skilyrðislaust.
Skeyti ráðherra skýrir frá því, að stað-
festingin sé bundin þvi skilyrði, að sam-
tímis komi út konungsúrskurður, þar sem
ákveðið verði, í eitt skipti fyrir öll, að
málin skuli bera upp fyrir konungi i
ríkisráðinu, nema konungur staðfesti lög
uni réttarsamband landanna sem geri
breytingu þar á.
Svo sem menn muna, strandaði stjórn-
arskrármálið á því 1912, að konungur
vildi ekki fallast á að fellt væri burtu
ákvæðið um að bera skyldi málin upp
fyrir konungi i rikisráðinu. Þingið i sum-
ar fór þann milliveg, að leggja það á
vald konungs, að ákveða það, á ábyrgð
íslandsráðherra, hvar það skyldi gert, og
mun sjálfsagt hafa verið gengið út frá
því að ekki væri frágangssök að ganga
að því, þótt það yrði í ríkisráðinu, en
vitaskuld med þvi ófrávikjanlega skilyrái,
ad téttarstada vor og sérstada rádheua
vors í tikisrádinu i engurýrnadividþad,
frá þvi sem nú er, og eptir skeyti ráð-
herra verður ekki séð, að svo verði, þar
virðist ekki gert ráð fyrir neinni breyt-
ingu á stöðu ráðkerrans, og því slegið
föstu, að Íslendingar ráði þvi einir með
konungi sínum, hvar málin eru borin
upp fyrir honum, og þar sem sagt er,
að staðunnn skuli ákveðinn i eitt skipti
fyrir öll, þar til breyting verður á rétt-
arsambandi landanna, virðist það ekki
geta haft sérstaklega mikla þýðingu, því
að ákvæði, sem sett er með konungsúr-
skurði má vitanlega alltaf breyta með
úrskurði sömu stjórnarvalda, sem hann
hafa sett. I þessu ákvæði virðist það
eitt felast, að núverandi konungur muni
ekki fáanlegur til þess, að breyta slíkum
virskurði, og að íslendingar ekki geti
þóttst vanhaldnir þótt þeir ekki fái slíka
breytingu, svo lengi, sem ekki er gerð
önnur skipun um samband landanna, en
það virðist líka hljóta að vera undirskiiið,
að miðað sé við það, að ekki verði sú
breyting á kringumstæðunum að nauð-
synin á því að málin séu borin upp ann-
arsstaðar en í rikisráðinu verði brýnni,
og að eins með þeim skilningi virðist
mér íslendingar geta gengið að þessu
skilyrði.
En það hafa borist önnur tíðindi af
þessu máh en símskeyti ráðherra. „Vísir"
birtir í fyrradag svo látandi símskeyti,
dags. daginn áður:
Stjórnarskráin í ríkisráðinu í gær-
dag. TJmræður prentaðar. Konung-