Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1913, Blaðsíða 2
226 ÞJOÐVILJINN XXVLL, 60.-61. ÞJÓÐVILJINN. Vsrð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. og i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifieg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi Bamhliða uppsögninni borgi skuld sina yrir blaðið. f Jakob Estrup (fyr danskur forsætisráðherra) Á aðfangadag jóla (24. des.lþ.Já.) and- aðist í Danmörku stjórnmálamaðurinn Jakob Brönnam Scavenius Estrup. Estrup var, sem kunnugt er, mjög tammur íhaldsmadur, og mun lengi íll- ræmdur í sögu Dana, þar sem hann stýrði ráðaneyti í Danmörku í frek 19 ár (þ. e. frá 1875—1894), og lengstum í í trássi vid fólksþingid, er hvað eptir annað synjaði honuin íjárlaga, svo að gefin voru út hver bráðabirgðafjárlögin á fætur öðrum, — auk ýmsra annara bráðabirgðalaga, er gefin voru eingöngu út í þeim tilgangi, að geta fengið póli- tiska andstæðinga dærada, sem glæpa- menn. Mun og hafa minnstu munað, að upp- reisn yrði þá í Daumörku um eitt skeið, og banatilræði var honum sýnt 1885, er sakaði þó eigi. Síðustu 13—14 árin var Estrup lands- þingsmaður, og barðist nú síðast gegn grundvallarlaga-breytingunni í Danmörku Dráfall hans getur nú og að líkind- um haft áhrif, að hún nái nú fremur en ella, fram að ganga í landsþinginu, þar sem eigi var þar nema eins eða tveggja atkvæða munur, — hægrimenn ögn lið- fleiri, en hinír, sem henni eru fylgjandi. Svo naut Estrup mikiliar konungs- hylli á ríkisstjórnarárum Christian’s IX., að hann var sæmdur æðri tignarmerkjum, en nokkur annar ókonungborinn maður í Danmörku. Stjórnarferill Estrup’s sáluga á að vera, og verður einatt, öllum til viðvör- unar. í ár (þ. e. 1913) voru 25 ár liðin, siðan Pasteur-stofnunin í Paris tók til starfa, árið 1888. Pasteur hafði þá litlu áður fundið upp aðferð, til að lækna þá, er bitnir höfðu verið af óðum hundum, og var því í snatri skotið saman um 2 millj. króna, og Pasteur-stofnunin („Institut PasteurK) sett á fót. , Hann var, fæddur 27. des. 1822, og stýrði síðan Pasteur-stofnuninni til dánar- dægurs (f 28. sept. 1896). Árið 1907 erfði Pasteur-stofnunin 25 milljónir franka eptir bankamann nokk- urn, Osiiis að nafni, og er því nú orðin mjög öflug stofnun. Síðah Pasteur’s missti við, hefureinn af lærisveinum hans, Roux að nafni, haft aðal-stjórn stofnunarinnar á hendi. Frá Yestflr-íslendingum^ Nýtt hlutafélag, er nefnist: „The Vikmg Press, Limited11, er nýlega stofn- að i Winnipeg, og hefur það nú. tekið að sér útgáfu og ritstjórn blaðsins „Heims- krmgla“. Hr. Gunnl. Tr. Jónsson, er verið hefir ntstjóri blaðsins um hríð, sleppti því ritstjórninni í októberlokin þ. á., og tók félagið blaðið þá að öllu leyti aás sér. Stefna blaðsins sögð verða óbreytt eptir sem áður. Ymsir kunningjar Moritzar heitins Halldórssonai 'yfirkennara Priðrikssonar) læknis í Park River í Norður-Dacota, létu, á nýliðnu hausti, reisa fagran og veglegan bautastein á leiði hans í kirkju- garðinum i Grardar. Plytur ekkjan þeim þakklæti sitt, og barnanna, í vestur-íslenzku blöðunum, sem hingað bárust nú síðast. Að þvi er snertir hluttöka Winnipeg- Islendinga i eimskipafélaginu, sbr. 58.—59. nr. blaðs vors þ. á., virðist það verið hafa misskilningur, er hingað hafði borizt, — hluttakan þar mun minni, en blað vort, og fleiri blöð, íslenzk, töldu hana þá orðna. I „Heimskringlu“ (6. nóv. þ. á.), sem hingað er ný komin, sést, að á fundin- um 28. þ. á. hefur hr. Ame Eggeitsson talið hluta-loforðin, sem þá voru fengin hjá Winnipeg-íslendingum, vera að eins 77,500 kr. En vitaskuld hefir nú eitthvað bættst við í Winnipag síðan, — auk þess, er í Islendinga-byggðunum utan Winnipeg- bæjar safnast. Sjálfstæðisfélagið í Revkjavik. Sjálfstæðismenn hafa að undanförnu haldið fundi á laugardagskvöldum í fund- arsal „K. F. U. M.“ Auk stjórnarskrármálsins, fánamálsins j o. fl., hefur þar nú síðustu laugardags- kvöldin verið rætt um vænlegustu þing- j mannaefnin í höfuðstaðnum, af sjálfstæð- ismanna hálfu, við þingkosningarnar í april. Á fundinum, sem haldinn var laug- ardagskvöldið er var (27. des. þ. á.), var og nokkuð rætt um bæjarstjórnarkosn- ingarnar, sem fram eiga að fara í fyrsta mánuði nýja ársins. Fremur er þeim að fjölga, er fundi sjálfstæðisfélagsins sækja, en — þyrftu að verða miklum mun fleiri, en enn eru. Þýzkur prófessor, Otto Baschin i Ber- lín, hefir nýlega látið í ljósi þá skoðun sítia, að rnilli norðurpólsins og Berings- sundsins muni vera enn óþekkt og órann- sakað landflæmi. Landflæmi þetta byggur hann muni vera á stærð við Ítaíu, Austurríki, Þýzka- land og England. Skoðun sína byggir hann á straum- unum-þar nyrðra. Engin samvinna hugsanleg. r Ut 'af orðasveimi um væntanlega sam- vinnu milli sjálfstæðismanna og „heima- stjórnar“manna, við þingkosningarnar í apríl, getur „ísafold" þess réttilega í síð- asta nr. sínu, að eins og stefnuskrá flokk- anna er háttað, geti að sjálfsögðu eigi um neina slíka samvinnu milli flokkanna verið að ræða. Yæri það þvi mjög ílla farið, ef nokk- ur léti blekkjast af jafn algjörlega til- hæfulausum tilbúningi. Q-etgáturnar stafa að líkindum af því, að á síðasta Alþingi höguðu atvikin því svo, að báðir flokkarnir voru stjórninni andvígir í sömu málunum.'j ,j|| En þar sem aðal-stefna flokkanna er þó, sem kunnugt er, gagnólík, eigi hvað sízt, er til þeirra málanna kemur, er að sjálfstæðinu út á við lúta, reynir hvor flokkurinn auðvitað, að koma að sínum þingmannaefnum við þingkosningarnar 11. april. Þá munu og stjórnar- eða „sambands- flokks“-mennirmr eigi síður hafa sín þing- mannaefni í boði við þingkosningarnar. Reykvikingar hafa því nógu úr að velja, er þar að kemur. Úr ritsíma-umræðumiin 1913. (Kafli úl' þingræðu Sk. Th.) Kvölin skapar oss ftnningar-næmi.1) . . . Háttv. þm. . . . grömdust að mun um- mæli mín. — Eg sagði að eins, að ef kjdsendur hans hefðu og verið í tölu þeirra, sem átt hefðu að greiða tillag til simans, myndu þeir hafa verið »ð inun tuemari, og þá eigi háttv. þm. . . . hvað sízt, að því er það snertir, að flnna, bvað rétt er. Hér ræ<)h þá eigi um annað, en það, sem vér almennt rekum oss á í líflnu, þ. e. að sá, sem íllu — þ. e. einhverju siðfrœbilega röngu — er biittur, verður þá æ næmari, og flnnur þá fljótar, og glöggar, en ella, hvað Ijótt er, og íllt, sem og, hve afar-hrýn skylda allra það er þá; að þola eigi, að hann sé því beittur, augnahlik- íbu I?ngur......2) 1) Sbr.: Sá finnnr bszt, hvar skórinn kreppir að, ei ber hann. 2) Þó að eigin kvöl, eða bágindi — sem og bvers konar íll breytni annara í vorn garð — eigi að sjálfsögðu einatt að leiða til þess, að vér verðum þá því vorkunnlátari, og hjálpiusari, er öðrum mætir sama, þá er sú hættan jió œ nœrri, — og þá eigi hvað sízt, er bágirtdin eru lang- vinn, eða kvöl vor mjög afskapleg --: a) að vér verðum að steinum, þ. e. altilfinning arlausir, hvað annara raunir, eða bágindi, snertir, og b) að vér förum þá enda að bugsa alöíugt við það, sem rétt er, y förum að finna það, að oss sé alóskylt* að Iijálpa, 'fyrst oss var eigi hjálpað. Ólijálpfýsin — sem og það þá eigi síður, að eyrndin er eigi einatt fyrirbyggð, sem skyldi — hefnir sín þá á þjéðanum, og einstaklingunum, gerir menn eigi sjaldan að óvorknnnlátum og o- hjálpfúsum, altilfinningarlausHm steinverum. I

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.