Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1915, Síða 8
80
ÞJC ÐVILJINN.
XXIX , 21.-22.
Bon og Loptur Guðmundsson (bróðir Gisla Guð-
mundssonar, gerlafræðings) hér i bænum, í dóm-
kirkjunni, að kvöldi miðvikudagsins 5. þ. m., og
voru þeir því miður hvergi nærri eins vel sótt-
ir, sem skyldi, enda sj&lfstæðismaunafundurinn
þá oe sama kvödið, og fjöldinn með allan hug-
ann þar.
Jarðarför dönsku stúlkunnar, ungfrú Kr. Niel-
sen er andaðist hér í bænum 28. april siðastl.,
sbr. síðasta nr. blaðs vors, fór fram fimmtudag-
inn 6. þ. m.
Margt Dana, sem heima eiga hér i bænum,
o. fl. o. fl. fylgdu henni til grafar.
Þvi miður mun það nú litlum vafa bundið, að
stúlkan, sem getið or i sm&greininni hér næst
& undan, hafi eigi tekið inn eitnð, sem varð henni
að bana, i ógáti, en beint viljað losna við lífið,
— hefir eigi getað borið kvalir þess lengur, eins
og það var orðið henni, hvað sem sýnilegum
hag bennar hefir liðið.
Það er óheppni i ástam&lum, sem gizkað er
&, að mestu, eða öllu; hafi þar um valdið.
Almennur stúdentafundur var haldinn i Báru-
búðinni hér í bænum fimmudagskvöldið G. þ. m.
og stofnuð þar deild af „norræna stúdentasam-
bandinuu svo nefnda.
Forgöngumaðurinn: .Steinþór Guðmundsson;
og hóf hann fyrstur umræðurnar.
f L&tinn er hér i bænum i þ. m. (maí)
Sigurður Waage, verzlunarmaður, 53 &ra að aldri.
.Hann var sonur Eggerts heitins stúdents, er
árum saman var kaupmaður, eða verzlunarmað-
ur hér í bænum.
Sjálfur rak Sigurður heitinn verzlun um hrið,
en gegndi þó optar ýmsum verzlunarstörfum
fyrir aðra.
Hans verður ef til vill síðar getið i blaði
voru n&nar.
„Botnia“ lagði af stað héðan að kvöldi föstu-
dagsins 7. maí þ. á.
Meðal farþega héðan var Jón klæðskeri Feld-
sted.
Sundkennsla er nú nýlega bvrjuð hérílaug-
unum, — hefir á nyliðnum vetri legið um hrið
niðri.
Um kennsluna annast þeir feðgarnir: Páll
Erlingsson (bróðir Þorsteins sk&ldB), og Erling-
ur, sonur bans.
„Sterling’1 kom hingað frá útlöudnm, fimmtu-
daginn 6. þ. m.
Meðal þarþegja, er með skipinu komu, voru:
Kjölbye (fulltrúi dönsku kaupstaðanna 1 Dan-
mörku, sendur, til að atbuga hér ýmislegt, or að
húsabrunanum mikla, aðfaranóttina 25. april síð-
astl., lftur), enn fremur: Magnús úrsmður Benja-
mínsson, o. fl.
ý Jarðarför Guðjóns heitins Sigurðssonar,
úrsmiðs, fór fram hér í bænum föstudaginn 7.
mai siðastl.
Húskveðjan hófst að heimili hins látna, á
„Ingólfshvoli11, kl. 11 f. h., og var herbergið, þar
som líkkistan stóð, tjaldað svörtu, í sorgar skyni,
og fagurlega Ijósað.
Síra Gisli Skúlason á Stóra-Hrauni flutti
húskveðjuna, og sungin voru þar tvö kvæði; —
annað, er ort hafði Guðm. skáld Magnússon, en
hitt eptir Guðm skáld Guðmundsson.
Loks var og, áður en kistan var hafin út úr
sorgar-heimiliuu, sunginn alkunni ótfararsálmur-
inn: „Af því að út var leiddur41.
í dómkirkunni, er tjölduð var snörtu, og Ijós-
uð að mun fagurlega, flutti Jón prófessor Helga-
son líkræðuna, og sungnir voru þar sálmarnir:
„Fótmál dauðans fljótt er stígið“, og „Óblessuð
stund, er burtu þokan liður“, og eitt frumkveðið
Ijóð eptir Guðm. skáld Magnússon.
Ýmsir vinir Guðjóns heitins báru likið i
kirkjuna, en „Oddfélagar“ báru það úr kirkjunni.
— Líkfylgdin var mjög óvnnalega fjölmenn er
bar vott um það tvennt, hve margir hér í bæn-
um höfðu þekkt, og lærtaðmeta hinn framliðna,
og um það, hve afar almenna hluttekningu hið
sviplega fráfall hans hafði vakið.
I líkfylgdinni var borinn fáni „Félags verzl-
unarmanna Reykjavíkur1', og yfileitt var útförin
nð öllu mjög prýðileg.
f 7. þ. m. andaðist hér i bænum Sigurður
skipherra Símonarson, 84 ára að aldri.
Hann mun bafa verið einn hinm fyrstu, er
skipstjóru hafði á höndum á þilskipum hér við
Faxaflóa.
Börn hans eru, Rannveig Sigurðardðttir, og
Þorsteinn Sigurðsson, og dvaldi Sigurður heiiin
síðustu árin & heimili Páls skipheira Matthías-
sonar, tengdasonar síns (á Vesturgötu 32) og
andaðist þar.
Sigurður beitinn var dugandi maður, og að
mörgu vel gefinn.
AUGLÝSINGUM,
sem birtast eiga í „Þjóðv.“,
má daglega skila á afgreiðslu
blaðsins í Vonarstræti 12.
RITSTJÓRI OG EIGANDI:
SKÚLI THORODDSEN
Prentsmiðja Þjóðvilians.
180
að eg léti, sem mér litist vel á hana? Mér fer sá leik-
urÍDD einatt mjög vel!u
Windmuller fór ná aptur að hlsegja.
„Ferið þar heldur gætilega! svaraði Windmuller.
„Ekki að vita, hvernig því væri tekið!u
„Jæja, þá það!“
„Hérna er nú höHin!u mælti Windmuller síðan, að
fám mínútum liðnum. „Gætið yðar nú, og látið yður
ekki henda neina heimskuna! Það legg eg afar-áherzlu á!u
„Sjálfsagt!14 svaraði Pfiðerling lágt, og gekk nú
ögn á eptir húsbónda sínum inn i höllina.
„Er þegar sezt að borðum?“ spurði Windmuller
ráðskonuna, er til dyra kom. „Þá verð eg, að flýta mér
upp! Maðurinn hérna er þjónninn minn, — hefir, af
misskilningi, farið að elta mig hingað! Yiljið þér sjá
eitthvað fyrir honum, udz eg hetí skýrt Gio írá komu
hans?u
Windmuller sá nú að Pfiflerling var nú vísað til
vinnufólksins, og kjötpottanna.
„Hann er annars dæmafár!u hugsaði Windmuiler,
með sjálfum sér, er hann gekk upp stiganD. „Þarna
hýmir hann og bíður, í pósthúsinu, allan fyrri part dags-
ins, og er þess albúinn, að biða þar jefn vel allan dag-
inn, ef á þarf að halda, og laumast svo að baki mér; er
eg skrifa símskeitið, án þess að eg verði þess var! Annað-
hvort er mér að fara aptur, eða honnum að fara fram!
En það tjáir eigi, að hrósa honum, því að eigi þolir hana
þ&ð betur, en almennt gjörist!u
Máltíðinni var svo langt kominn er Windmller kom
inn i matsalinn, að verið var að bera þar um ostinn.
„Jeg bið margfaldrar fyrirgefningar“, mælti hann,
181
er hann kom inn dyrnar „Kæra Gio! Viljið þér nú
láta néðina koma í etað réttarÍDS, og gefa mér eitthvað
að borða? Þér eruð kærleiksríkari en engill, en eg orð-
inn glor svangari, en nokkur verksmaður hefur nokkru
sinni verið! Sólskinið lét mig alveg gleyma, hvað tím-
anum leið! Ríalto-hluti borgarinnar er og fyrirtaks
skemmtilegur! En getið þér gizkað á það, Gío, hverjum
jeg mæti þá af tilvilju? Þjcninum mínum, sem heldur
á ferðapjöDkunum sínum! Eins og vant er, hefur hann
TOÍsskilið mig, sauðurinD, og eitthvað verið þá annars
hugar, og leggur af stað á eptir mér! Jeg vissi eigi,
hvaðan á mig stóð veðrið, og sendi hann auðvitað rak-
ieiðis heim aptur! En má hann þó ekki fá að hvílast
hérna nokkra kl. tímana Gío?*
Gio var nú litið á gest sinn, en mælti síðan, án
þess minnsta hik væri á henni:
„Kæri frændi! Hann getur verið hér, meðan þér
eruð hér, — þekkir og yðar nótur, og tiktúrur, og yður
því að mun þægindi að veru hans hér! Það er autt
herbergi beint á móti herberjunum yðar, og það getur
Jóhann þá feDgið! Hann Jóhann, gizka jeg helzt á!u
„Telesfor Pfifflerling heitir hann nú reyDdar!1* svar-
aði Windmuller, og gerðist af hlátur að mun.
„Jeg nefni hann og aldrei fornafninu!14 mælti
Windmuller enn fremur. „Finnst það of fyrirhafnar-
mikið!“
„Afar-stórheimskur hlýtur hann að vera, að geta
misskilið yður svo brapalega, að koma hingað alla leið
frá Vín, ekki skemmra, en það þó er!“ mælti Onesta,
og hagræddi nú gullbrúnu hálf-gleraugunum sínum svo,
að hún sæi Windmuller þess betur. ,