Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Blaðsíða 8
90 ÞJCÐVILJINN. XXIX., 24.-25. Sigurður heitinn var söngmaður góður og ýmislegt vel um hann. „Christianssund11 kom hicgað írá Vestfjörðum 17. þ. m., og eigi fátt farþega, þar á meðal: Baldur kennari Sveinsson og frú hans, frú Ragn- heiður Björnsdóttir (ekkja Páls skálds Ólafsson- ar), ungfrúrnar Soffia og Svafa Jóhannesdætur frá Isafirði o. fl. A fundi bæjarstjórnarinnar 20. þ. m. var rædd heiðni hr. Gísla Þorbjarnarsonar, er sótt haiði um leyfi til þess að setja upp hringekju, svo nefnda, við Bergstaðastrætið hér í bænum. BæjarBtjórnin synjaði um leyfið. f Laugardaginn 22. þ. m. andaðist hér i bænum frú Metta Kristín Ólafsdóttir, kona Ólafs bókhaldara Runólfssonar, sem verið hefur árum tanian starfsmaður í hókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar hér í bænum. Hún var fædd í Hafnarfirði 14. nóv. 1841, og voru foreldrar hennar: Ólafur Þorvaldsson og Lilja Aradóttir, hjón, er heima áttu i Hafnarfirði. Frú Kristin sáluga var tvigipt, — giptist j fyrst (1859) Ólafi kaupmanni Jónssyni í Hafnar- j firði (f 1882), og varð þeim alls 8 barna auðið, j en að eins 6 þeirra náðu fullorðins aldri. Börnin, sem upp komust, voru: 1. Síra Ólafur, prestur að Hjarðarbolti í Dölum 2. Guðjón, verzlunarmaður, í Ameríku 8. Lilja, prestsekkja, í Reykjavik 4. Guðrún, gipt Daniel bakara Bernhöft i Reykjavík. — Hún dó 19. maí 1892 5. Níelsína Abígael, gipt Daniel bónda Dan- ielssyni á Lágafelli 6. Valgerður, gipt Karli verzlunarstjóra Niku- lássyni. Seinni manni sínum, Ólafi Runólfssyni, gipt- ist Kristín heitin 28. febr. 1891. Banamein Kristínar sálugu var hjartaslag, — hafði kvöldið áður gengið alheil irekkju, en var örend kl. 3 um nóttina. „Gullfoss11 kom hingað, úr New York-förinni; að kvöldi 27. þ. m. Meðal farþega hingað voru: Frúrnar Lára Bjarnason i "VVinnipeg; og systur hennar, Guð- rún og Kirstín, Pétursdætur, kaupmennirnir: Geir Thorsteinsson, Jón Björnsson og Jónathan Þorsteinsson, og enn fremur 17 Vestu--íslending- ar. — f 26. þ. m. andaðist í Hafnarfirði Sigurður kaupfélagsstjóri Bjarnason, — fékk hjartasiag þá um morguninn, er hann var að fara á fætur, og var þá þegar örendur. Kolaskip, er „St. Helens11 heitir, kom hingað 28. þ. m., fermt kolum til kolaverzlunar Björns Guðmundssonar. f Að morgni 26. þ. m. andaðist hér i bæn- um Gísii HjálmarBSon, Bolvíkingur, er ísfirðing- ar o. fl. kannast við, — var áður um tíma verzl- unarmaður við Ásgeirsverzlun á ísafivði. Til lesenða Jjóöviijans” Þeir, sem gjörast kaupendur að 29. árg. „Þjóðv.“, er hófst síðastl. nýár og eigi hafa áður keypt blaðið, fá alveg ókeypis, sem kaupbætir, siðasta ársfjórðung næstl. árgangs (frá 1. okt. til 31. des.). Sé borgunín send jafnframt þvi, er beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur einuig, ef óskað er, 200 bls. al skemmtisögum og geta, ef vill. valið um 8., 9., 10., 11., og 14. söguheftið i sögusafni »Þjóðv.« .— Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir borga 29. árgang fyrir fram. Til þess að gera nýjum áskrifend- um og öðrum kaupendum blaðsins sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu andvirðisins snertir, skal þess getið, að borga má við allar aðal-verzlanir landsins, er slika innskript leyfa, enda sé utgefanda af kaupandanum sent innskriptarskirteinið. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér útsölu »Þjóðv.«, sérstaklega íþeim sveitum, þar sem blaðið heíir verið litið keypt að undanfömu, geri svo vei, að gera útgefanda »Þjóðv.« aðvart um það, sem allra bráðast. ---- Nýir útsölumenn, er útvega blað- inu að minnsta kosti sex nýja kaup- endur, sem og eldri útsölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhverja af forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.“, er þeir geta sjálfir valið. Utanáskript til útgefandans er: Skúli Thoroddsen, Yonarstræti 12, Reykjavík. ""rITSTJÓRI OG EIGANDI: SKÚLI THORODDSEN Prentsmiðja Þjóðviljans. 188 henDar var, enda hafði málarinn málað hann mjög greini- lega, eigi síður, en hvað annað, brosið á vör hennar, o. fl. "Windmuller efaði alls eigi, að það væri einmitt sami hringurinn, sem hún hafði á höndinni, sem fylgt heíði móður Gíoar i gröfina, né heldur efaði hann, að hann hefði haft eiginlegleikana, sem Zampietro gat um. Sannað var þetta að vísu enn eigi, en skylda Wind- mallers auðsjáaolega sú, að reyna, að freista þess. Ekki þurfti nú annað, er litið var á gögnin, er hann hafði þegar aflað, en að snúa sér til lögreglustjórnarinnar. Morghan’s-hjónin yrðu þá hneppt í varðhald, — líkið yrði grafið upp, og við réttarhöldinn yrði þá rótað við allri fortíðinni, og að íokum kæmi svo dómurinn. I huganum sá Windmuller sjálfan sig í dómsalnnm, og Gío náföla á bekknum, sem vitnunum er ætlaður. „Nei!u sagði hann víð sjálfan sig. „Það verður að hlífa henni, losa hana við það! Til eru háar skyldur, sem öllum öðrum mannlegum skyldum er æðri! Og til er hegning, sem stundum getur orðið allri jarðneskri réttvísi harðari, því að allt íllt hefnir sín ein- att, fyr eða síðar. Hér hefur hefndin og þegar komið, í hælana á glæpnum! Móður Gioar er fórnað til alls einskis, að eíns af misskilningi, eða rangri ímyndan! Windmuller leit kringum sig, — heyrðist bergmál- ið hafa endur-ómað síðustu orðin, sem hann hafði hugs- að sér! En lætur Onerta sér nú lynda, að sitja með það, sem orðið er, og bera alls ekkert úr býtum. 189 Reynir hún eigi, að feta enn lengra sömu glæpa- brautina, sem byrjuð er, þ. e. að hrinda ogGíoúrvegi? En hv: hugsaði hann að eins um Onestu, en sleppti alveg manni hennar úr huga sér? Þetta var nú í annað sbiptið í dag, er hoDUm hafði orðið það á! Hann leit þó svo á, sem hún hefði að vísu átt upp- tökin, en hann verið verkfærið, sem hún notaði! Þessari skoðun sinni var hann þó farinn að breyta að mun! Að því er snerti það, er gjörzt hafði, er setið var ný skeð að borðum, hefði hver annar, en Windmuller óefað litið á málið, sem hér seeir: Hr. Morgban stríddi Gío með kökunum, og kona hans hafði þá aðvarað hann, þar sem flestum er ílla vi5 slíka ertni! Að því er Windmuller snerti lá á hinn bóginn alveg. sérstök þýðing í aðvörun Onestu. En þá þýðingu þekkti hr. Morghan auðsjáanlega ekki, — hefði þá eigi horft eins forviða á konu sína, sem hann gerði. Windmuller hafði og helzt virzt hann vera, eigL að eins forviða, heldur og hræddur! Það gat stafað af því, að hann þyrði hvorki að sitja, né standa, nema sem henni þóknaðist. Auðsjáanlega hafði honum þó þegar tekizt að friða. hana! Windmuller datt nú í hug símskeyti, — ritað með tölum, í stað bókstafa. Hann hafði enn eigi gefið sér tíma ti! að lesa það,. en tók það nú upp úr vasa sÍDum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.