Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1915, Blaðsíða 7
ÞjOÐ VILJIiSxV.
89
XXIX., 24.-25.
7. — Sigr. Guðrmindsson á Li'óaavatni
Líklega verða það þeir sira Asgeir i Hvammi,
og síra Páll Stephensen, sem aðal-kosningar-
hríðin verður mest um.
„IngólfshvoIl“.
„Ingólfshvolu, hús dánarhús Guðjóns heitins
Sigurðssonar, úi-smiðs, er nú i ráði, að Oddfélag-
ar í Reykjavik kaupi, fyrir OS1/^ þús. króna, og
flytja þá fundasal sinn þangað.
Skaðinn, som af brunanum mikla hlauzt, kvað
vera metinn alls 17,760 kr., sem Oddfélagar fá
þá og að sjálfsögðu borgaðau, og nota til að-
gjörða á húsinu.
Maður fyrirfer sér.
(íslendingur i Kaupmannahöfn)
Ný frétt er hingað, að Moeses Jónsson ís-
lendingur, er dvaldi i Kaupmannahöfn, hafi fyrir-
farið sér þar, — atvinnuskortur, og peninga-
vandræði, kreppt svo mjög að honum.
Aður enn maður þessi sigldi til útlanda,
dvaldi hann hér i höfuðstaðnum (Reykjavík), en
kvað hafa verið ættaður úr Mosfellssveitinni.
REYKJAVÍK
29. mai 1915.
„Christianssundu, aukaskip „Sameinaða gufu-
skipafélagsins11, hélt héðan til ísafjarðar laugar-
daginn 15. þ. m.
„Erfðaskráin hennar Binu frænku11 er nafnið
á sjónleik eptir danska leikritahöfundinn Edgar
Höyer, sem félagið „Hringurinn“ sýndi hér i
bænum i „Iðnó“, fjögur kvöld í röð, 18.—21. þ. m.
Agóðanum ver félagið til styrktar fátækum
berklaveikis-s j úk lingum.
Höfundur leikritsins, hr. Edgar, er fæddur
í Kaupmannaböfn 24. okt. 1859 og varð yfir-
réttarmálafærslumaður árið 1886.
Hann hefur samið fjölda leikrita, er sýnd
hafa verið i leikhúsum i Kaupmannahöfn, og sum
og í Noregi og í Svíþjóð.
Leikurinn þótti fara konunum (meðlimum
,,Hringsins“) mjög vel úr hendi og skemmtu
áhorfendurnir sér prýðilega.
„Morgunblaðið11 (15. mai) getur þess, að hr.
Harry Bookless, bróðir útgerðarmannsins i Hafn-
arfirði, hafi nýlega fallið i orustu á Gallipoli-
skaganum, — var einn í herliðinu, sem brezku
herskipin skutu þar á land, til þess aðhaldatil
Konstantínópel þá leiðina.
Hr. Harry Bookless var staddur í Hafnarfirði,
er norðurálfu-ófriðurinn hófst, og brá þá við og
gerðist sjálfboðaliði í her Breta.
„Gullfoss" lagði af stað hingað heimleiðis frá
New York að kvöldi 14. þ. m.
Seglskipsfarm af cementi fékk verzlunarfélag-
ið Johnson & Kaaber frá útlöndum 16, þ. m.
f Aðfaranóttina 17. þ. m. andaðist hér í bæn-
um frú María Finsen, ekkja Óla heitins Finsen’s
póstmeistara.
Hún var fædd 18. júlf 1845, og voru foreldr-
ar hennar: Þórður háyfirdómari Jónassen og
Soffía, kona hans.
26. júni 1875 giptist hún Óla póstmeistara
Finsen (f 1897) og varð þeim alls 6 barna auðið.
— Af börnunum eru nú þessi 4 á Hfi:
1. Soffía, gipt Pétri Hjaltested, aðstoðarmanni
i Stjórnarráðinu.
2. Vilhjálmur, ritstjóri „Morgunblaðsins11.
3. Carl.
4. Hendrikka,
og eru hin tvö síðast nefndu enn ógipt.1)
1) Carl giptist i dag ungfrú Guðrúnu Aðal-
stein, simamey, og færir blaðið þeim heilla-ósk
sfna.
Frú María Finsen var einkar stjóinsöm sem
húsmóðir, vel menntuð og prúðmannleg i fram-
göngu, og f hvivetna mesta sómakona.
Börnum sínum var hún hin umhyggjusamasta
og vinum sínum hin trygglyndasta.
„Flora“ lagði af Btað héðan vestur og norður
um land.
Meðal farþega, er héðan fóru með skipinu,
var Páll bæjarfógeti Einarsson á Akureyri.
„Vesta11 kom hingað trá útlöndum, sunnan
ura land, 21. þ. m., og hafði á hingað-leiðinni
komið við á Austfjcrðum.
Frá útlöndum kom með skipinu: Nathan
umboðssali, og frá Austfjörðum: Guðm. land-
læknir Björnsson (úr embættiseptirlitsferð), Lárus
bóksali Tómasson o. fl.
Jarðarför frú Mariu Finseu fór fram hér f
bænum laugardaginn 22. þ. m.
Húskveðjuna, er hófst á sorgarheimilinu (í
Austurstræti nr. 1) á hádegi, flutti síra Bjarni
Jónsson.
Dómkirkjan var að mun Ijósum prýdd f kórn-
um, og líkfylgdin all-fjölmenn.
Á undan líkræðunni, er dómkirkjupresturinn
síra Jóhann Þorkelsson flutti, vorn sungin síðustu
versin af 44. sálminum í passíusálmunum: „Vertu
guð faðir, faðir minn“, en á eptir sálmurinn:
„Hærra minn guð til þín“.
ý í 21.—22. nr. blaðs vors þ. á. var stutt-
lega getið láts Sigurður Waage verzlunarmanns.
Hann dó að morgni 5. maf siðastl., og voru
það afleiðingar „influenzu“-veikinnar, er leiddu
hann til bana.
Fæddur var hann hér í bænum 28. sept. 1861,
og var tvikvæntur. — Fyrri konuna. Magdalenu
Olsen, missti haun 1896, og drengur, er þau áttu,
var og dáinn á undan honum.
Seinni kona hans, er lifir hann, heitir Hend-
rikka Jónsdóttir, og eiga þau tvo drengi á lífi.
190
Símskeytið var þá svo látandi:
„Tom“, sem í spaugi er hér nefndnr Phöbus Morghan,
«r hér talinn maður, sem stúlkurnar hafa látið ósköpin öll
með, og talinn þó heiðvirður, að eðlisfari.
Hann neyddist, til að fara- alfarinn frá W . . ., vegna
hræðslu konu nokkurrar, tiginnar, er notaði hann, til að
hlífa annari konu, er hann eigi vildi, að komið væri upp um.
í Rómaborg er sagt, að hann hafi kvongazt rfkri, ítalskri
ionu, er mikinn arf eigi f vændum.
Faðir hans komst á vonarvöl, — átti námu, er flla
fór um“.
„Ríkri, ítalskri, konu, er mikinn arf eigi í vænd-
nm“, tók Windmuller upp aptur.
„Komst hann nú að sannleikanum fyrir brúðkauptð,
eða eptir það? Og hafi hið fyrra átt sér stað, hefur hon-
um þá þótt leitt, að hætta við allt, eða hefur hann —
hafi hið siðara vesið — borið vonbrigðin, sem heiðvirð-
um manni vel sæmdi?
Elskar hann konu sína sjálfrar hennar vegna?
Gerir Gío honum rangt til, er hún hefir ótrú á
honum, — ótrú, sem sprottin er þá að eins af því, að
henni geðjast eigi að honum?
Jeg þekki menn, sem heiðvirðir voru, meðan er fé
höfðu, en féllu síðan fyrir freistingunni, og hafa síðan
gert ýtrustu tilraunir til þess, að komast aptur á rétta
braut!
Hm! En hvað skyldi klukkan annars vera orðin?
Orðin — þrjú! Og enn ekkert starfað!
Kom inn!
Það var Pfifferling, sem var að troða sér inn um
dyrnar.
„Þóknast prófessornum að skipa mér nokkuð?“
187
„Þér megið kaila mig, hvað sem þér viljið, skilji
jeg eitt orð af þvi, sem þér segið!u svaraði Nikkel. „Hvað
eigið þér við? Segið það skýrt, og skilmerkilega! Til
hvers á eg að hjálpa yður?“
„Ætlið þér að telja mér trú um, að þér, eigi óskyn-
samari, en þér eruð, hafið eigi þegar gizkað á það?u svar-
aði Windmuller, og brosti, en hvíslaði síðan að henni:
„Við sameinum krapta okkar, og sjáum svo um, að Gío
verði þó húsbóndi í sínu eigin húsi! Skiljið þér mig
þá ekki?“
„Jú, vist geri eg það! En —
„En sofið nú fyrst stundarkorn!*1 mælti Windmuller
„Sjáum6t svo aptur! Sofið nú vel!“
l „Þakka yður! óska yður hins sama!“ tautaði Nikkel
frænka, lágt, og hvarf inn í herbergi sitt
Þar staðnæmdist hún um hríð, studdi höndum í
siðu, einblíndi upp í loptið, og hugsaði.
Loks brosti hún, og andlitið varð að mun býrara.
„Jæja! Jeg á þá að hjálpa Gio! Já, hví ekki?“
mælti hún við sjálfa sig. „Maður getur brennt á sér
putana — en hafi maður þá glófa, sem við á---------! fróð-
legt annars að vita, af hverju Maller gamli ræður það,
að jeg geti að liði orðið í því tílliti!“
Nikkel frænka sofnaði siðan, hálf-blægjandi.
Að þvi er Windmuller snerti, gerði hann á hinn
bóginn hvorki, að hlægja, né að tæra að sofa.
Honum bjó alvara í huga, og því ekkertfjær skapi,
en að fara að sofa.
Þegar hann var kominn upp á herbergi sitt, gekk hann
fyrst að mynd BíönkuCapello, og virt; hana lengi, og
nákvæmlega, fyrir sér, ekki sízt hringinn, sem á fingri