Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Blaðsíða 1
Þ JÓÐVILJINN.
M 28-29 Reykjavik 26. júni 1915. XXIX. áig.
Landsbankinn. Fyrst um smn frá 1. júlí næstk. verður Landsbankinn opinn kl. 10 árd. til 3 síðd.f en ekki á öðrum tíma dags. Bankastjórnin verður til viðtals kl. 10-12. Vátryggið eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.) tynr eldsvoða í brunabótaí'élaginii „ Generar stofnsett 1885. Aðal-umboðsmaður fyrir ísland: Sig. Thoroddsen adjunkt.
BANKAS TJÓRNIN. TJmboðsmaður fyrir Norður-lsafjarðar- sýslu er Jón Hróbjar tsson verzlunarstjóri.
Islandsbanki.
Frá í. júíí næstkomandi verður isíands-
banki fyrst um sinn opinn kí. ÍO árdegis tit
k/. 4 síðdegis, en eigi aðra tíma dagsins.
BANKAS TJÓRNIN.
Stjórnarskráin staðfest.
Konungsúrskurður gefinn út
uui sérstakan íslenzkan fáua.
Símskeyti, er landritara barst frá ráð-
herra 19. júni síðastl., tjáir honum, að
stjórnarskráin hafi verið staðfest og kon-
ungsúrskurður gefinn út um sérstakan
íslenzkan fána.
Staðfesting
stjórnarskrárinnar.
Einar Arnórsson tekur höndum
samait við danska ráðherra
tii þess að traðka íslenzku
þingræði.
Svo sem þegar er kunnugt orðið og
sést af símskeyti ráðherra til landritara,
sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu,
hefir ráðherra Einar Arnórsson orðið til
þess að skrifa undir staðfesting stjórnar-
skrárinnar með konungi vorum.
Með hvaða skilorði hann hafi skrifað
undir staðfestinguna, er ekki enn þá aug-
lýst opinberlega frá hærri stöðum, en
það er þegar kunnugt orðið af birtingu
„leynitilboðsins“, að það er danska stefn-
an, sem ráðherra hetír metið meira, og
fytirvari Alþingis frá því i sumar, sem
lotið hefir í lægra haldi — ekki verið
tekinn til greina.
Pað hefir verið sýnt svo rækilega fram
á það af Sjálfstæðismönnum (þ. e. and-
stæðingum ,,ný-bræðingsins“) að „leyni-
tilboðin“ dönsku fullnægja á engan hátt
kröfum þeim, er Alþingi gerði með fyrir-
varanum í sumar í sambandi við sam-
þykkt stjórnarskrárbreytingarinnar. Þvi
hefir ekki verið mótmælt enn þá með
neinum rökum. „Isafold“ mun hafa sleg-
ið því fram einu sinni, út í loptið, en
enga tilraun gert til þess að færa þeirri
staðhæfing stað, með samanburði á „leyni-
tilboðinu'* og fyrirvaranum.
Það liggur einnig í augum uppi, að
svo getar ekki verið, að skilyrði Alþingis
sé tekið til greina með „ný-bræðingnum“
svo nefnda. Hefði svo verið, þá hefði
það verið algerlega óþarft af Einari Arn-
órssyni að vera að koma heim með til-
boðið til þess að reyna að fá hina tyrri
flokksmenn sína til þess að gleypa við
tilboðinu og hverfa frá hinni fyrri atefnu
sjálfs hans og þeirra. Hann hefði þá
getað tekið við ráðherratign viðstöðulaust
og skrifað undir stjórnarskrána.
Þegar svo á daginn kom, að meiri
hluti Sjálfstæðismanna vildi ekki hlaupa
frá áður gerðum krötum sinum, þá tekur
hann saman vid dönsku rddherrana og
„heimastjórnar“menn(?) — tekur við ráð-
herratign, undirsknfar með konungi stað-
festinguna á grundvelli „leynitilboðsins11,
virdir ad vettugi þd dlyktun, sem hann
sjdlfur hafdi verid einn af adal-forkólf-
unum ad, ad Alþingi gerdi í sumar.
Með þessu atferli sínu gerir ráðherra
sig sekan í tvennu:
I fyrsta lagi hvikar hann sjdlfur frd
kröfum þeim, et hann liafdi ddur talid
sjdlfsagdar og jafn vel hrddnaudsynlegar
til þess ad halda óskertum landsréttindurn
vorum samkvœmt stjórnar skrdnni.
í öðru lagi rœdst hann d rétt Alþing-
is til þess ad rdda því sjdlft, med hvada
skilordi dkvedid frumvarp verdi ad gild-
andi lögum eda ekki.
Og það er ekki eins og hér sé að
ræða um eitthvert almennt frumvarp og
þýðingarlaust eins og fjöldinn af þeim frum-
vörpum eru, sem Alþingi er að afgreiða.
Nei! Það er undirstadan undir þing-
frelsi vort — grundvdllarlög okkar og einn
af þýdingarmestu lidunum i sjdlfstœdis-
mdli þjódarinnar, sem hér er umadrœda.
Og þar að auki mál, sem Alþingi er,
með ályktun sjálfs þess, búið að segja álit
sitt um.
Nú kemur til kasta þingsins og þjóð-
arinnar að bæta sem bezt má úr óhæf-
unni og láta slíkt atferli og þetta ekki
haldast mönnum uppi óátalið.
Hdvardur.