Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Blaðsíða 2
06 & J C f)| V í o i í'i N. XXIX, 26,—29. Birting leynisamningsiiis. Hamtarir „ný-bræðinga“. Það er auðséð á seinustu tölublöðum ísafoldar, að „ný-bræðingum“ hefir komið það ílla, að leynimakk forsprakka þeirra, þremenninga, var birt almenningi. JÞeim hefur sárnað það, að geta ekki haldið áfram uppteknum hætti, að veiða einn og einn mann í einu í net sitt, án þess að hægt væri að skýra þeim málið trá sjónarmiði andstæðinganna. Þeir vissu, sem vonlegt var, að afl- inn myndi torsóttari, ef viðkomandi hefði leynisamninginn sjálfur við hendina. Til þess að svala heipt sinni út af von- brigðunum, hafa þeir nú tekið upp það bragðið, sem algengt er hjá mönnum, er vita sig hafa gjört eitthvað íllt: að ráðast á þá, er komu í veg fyrir, að þeir gætu haldið áfram ósómanum, með alls- konar brígslum og íllyrðum. Orðin, sem klingja sífelt eru þá þessi, að þeir, sem birt hafa leynitilboðið hafi framið níðingsverk: rofið þaguarskyldu o. s. frv. Þótt alþýða manna sé yfirleitt þakk- lát þeim, er flettu ofan af atferli „ný-bræð- inga,“ þá er þó ekki loku fyrir það skot- ið, að þessi gifuryrði Isafoldar ásamt út- úrsnúningunum og blekkingunum, sem þeim fylgja, kunni að ganga í einhverja, og skal málið því skýrt hér, eins og i þvi liggur. Þegar þreinenningarnir komu úr ut- anför sinni, þá tjáðu þeir fiokksmönnum sínum, að það, sem þeir hefðu meðferðis, væri aðeins yfirlýsing um það, hversu langt Danir vildu teygja sig til samkomu- lags — sjálfir væru þeir alls óbundnir við það. Enn fremur kröfðust þeir þess, að tilboðinu væri haldið leyndu og lof- uðu þá jafnframt, að ekkert skyldi gert i málinu fyr en tilboðið yrði op- inberlega birt. Að þessu gagnast næg vitni. Þegar svo Einar Arnórsson hefir lýst því yfir, að hann vilji taka tilboðinu, sem flokksinenn hans vildu ekki líta við og þegar hann í trássi við flokk sinn, tekur við ráðherra embætti og þetta gei izt alltsaman án þess ad lofoi did um ad birta tilbodid sé uppfyllt, þá er þad aud- sœtt, ad andstœdingar »ný-brœdingsins« er u ekki lengur bundnii þagnar skyldunni. Að- al íorsendan fynr gildi loíorðs þeirra er sem sé brostin. Þetta hlýtur hver heilvita maður að sjá. Um gildi þessa loforðs, sem hér er um að ræða, verður ekki farið eptir öðr- um reglum en þeim, er gilda um samn- inga manna á milli yfirleitt. Það er því fjarri öllum sanni, að hér sé um nokkur heitrof að ræða. Fullyrðingar ísafoldar og Guðmundar Hannessonar eru ekki annað en áfram- hald af blekkingum „ný-bræðinga“ og þeim mun ósvífnari orð en áður eru við höfð, vegna þess að mennirnir ráða ekki við heiptina út af því, að þeir fengu ekki í ró og næði að halda áfram hinum fyrri blekkingum. Það hefði jafnframt verið hin stak- asta óhæfa af sjálfstæðis þingmönnum, ef þeir hefðu ekki birt leynitilboðin. Enginn mun sá, að hann álíti það ó- drengskaparbragð af manni að aðvara einhvern mann, er annar ætlar að vega að baki honum. Og hér er um það atriði að ræða, sem eaki er minna virði. Hér var að ræða um það að taka saman höndum við erlent vald til þess að vega ad baki al- þingi Islendinga. Birting leyni tilboðsins var tilraun til þess að koma i veg fyrir að þetta yrði gert. Og hati þingmennirnir þökk fyrir við- leitni sina. Hávat dur. Jón Jensson yflrdómari. Hann lést að heimili sínu í gær eptir langvarandi heilsubrest. Helztu æfiatriða hans verður getið síðar hór í blaðinu. HugleiðiDgar um stjórnarskrármálið. Herra ritstjóril Jeg er einn þeirra manna, sem hafa horft og hlustað á stjórnmálaaðfarirnar í höfuðstaðnum nú síðustu mánuðina og ekki lagt til þeirra, en þetta hetir mór dottið í hug út af þeim. Jeg leit svo á í vetur, þegar stjórnar- skrármálið strandaði, sem konungur ve- fengdi ráðherra Sigurð Eggerz um það, að hann færi rétt með erinai Alþingis. Lá þá beinast við að leita úrskurðar Al- þingis um það, hvað sannast væri í þessu. Þetta var hugsanlegt á þann hátt, að þingmenn meiri hlutans lýstu yfir því, hvort þeir féllust á málsmeðferð ráðherra eða eigi, og þetta gerðu þeir, svo sem kunnugt er. Ef konungur vildi eigi láta sér þetta nægja, þá hefði mátt búast við þvi, að hann kveddi saman aukaþing. Hin aðferðin, sem hann tók, að kveðja fyrst foringja minni hlutans á sinn fund, og láta hann svo — að þvi er öllum virðist aoma saman um — leggja grund- völl undir nýjar samningatilraunir og velja menn úr meiri hlutanum til þess að bræða um þær, — það virtist ekki til þess fallið að efla samvinnuþýðleik eða mýkja skap íslendinga. En úr því að þessi leið var samt valin, þá var ekkert við því að segja þá í stað. Má vera að meiri hluti fulltrúanna hefði getað gert eitthvað til þess aðskýrabet- ur skoðun sína fyrir konungsvaldinu, en skylda verður naumast sagt að þeim bæri til þess. Því var vorkunnlaust að þekaja þær, eptir þær viðtökur, sem ráðherra tékk, þá er hann kom heim. Einir af þeim, sem skýrast tóku í þann strenginn, að það væri ekki til- hlýðileg aðferð í þessir máli, að makka um það við einstaka menn á bak við meiri hluta Alþingis, voru einmitt tveir af hinuin kvöddu konungsgestum, þeir Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson, þá er þeir skrifuðu undir það í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að þeir hefðu ekkert umboð haft frá flokknum og verður það ekki um ot lofað, hve myndarlega þeim fórst það, þótt þeir ættu sjálfir i hlut. En svo láðist þeim að gjöra það, sem mér virðist að þeir hefðu endilega átt að gjöra næst, en það var að síma til kon- ungs og tjá honum að þeir væru um- boðslausir til allra samninga. Það hefði verið í alla staði rótt gjört. Hitt var i alla staði sjálfsagt, að þeir færu, ef konungur vildi samt sem áður tala við þá. Ekki skal eg heldur liggja þeim þre- menningunum á hálsi fyrir það, þótt þeir leiddust til þess út í Höfn, að fara að bollaleggja eitthvað við Dani um það, hvernig hugsanlegt væri að róta fram úr deilumálunum. Það gat verið freistandi fyrir menn, sem höfðu áhuga á því, að stjórnarskrármálið næði fram að ganga. En auðvitað átti þá ekki að geta verið um annað að ræða, en lauslegar uppá- stungur, sem Alþingi vilda aðhyllast, enda var það látið í veðri vaka, að svo væri. En aðferðin, pukrið allt, var svo af- leit, að jafnvel þótt mennirnir hefðu nú komið með eitthvað skynsamlegt, sem lítandi var við, þá mátti búast við því, að alþýða manna liti á það með tortryggni og ógeði, meðan hún fékk ekki að vita hvað það var. Ekki bætti það til, er svo margir flokksbræður þessara manna, þeir er fengu að sjá leyndardóminn, á- litu ekki við honum litandi. Var það engin furða, þótt mönnum leiddist drátt- urinn á birtingunni, einkum með þvi að telja mátti víst, að þeir þrímenningarnir sýndu þeim mönnum leyndarmálin, sem þeim sjálfum gott þótti, því að hvaðan átti einstökum mönnum annars að koma sú vizka, að tilboðin væru svo ljómandi aðgengileg, ef þeir hefðu ekki séð þau? — En hins vegar höfðu þeir félagar nokkra vörn ; málinu, á meðan ekkert verulegt var gjört, meðan engar afleið- ingar voru sýnilegar af makki þeirra við Danskinn. En það var nú ekki lengi. Og þeg- ar einn af þrimenningunum tekur við ráðtierradæmi vitanlega í því skyni, að undirskrifa stjórnarskrána með þeim skil- málum, sem í „launbræðingnum“ fólust, — þá gjörbreytist ástandið í einum svip. Úr því að þá var eigi sprett þagnarfyr- irbandinu frá fólanum þeirra félaga, þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.