Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Blaðsíða 3
XXIX, 28.-29. Þ.jO±) VlLJIKN 97 var það þegar sýnt, að hinn nýi ráðherra ætlaði sér að fara sinu fram, hvað sem hver segði. Hvort sem sá yrði dómur þjóðarinnar, að hann hefði unnið með því þarft verk eða landráð. Það má kalla að þetta sýni kjark og sjálfstraust, en anr.að mál er það, hve heppilegt for- dæmi slíkt er í stjórnmálafari voru. Það er sagt, að maðurinn þykist eiga von í einhverjum meiri hluta í þinginu, en engin gögn hafa verið sýnd fyrir því. Og ólíklegt er að margir af fyrrverandi flokksbræðrum þeirra þrímenninganna gjörist til þess, að veita þeim, þessum mönnum, sem eru fyrst að verki með þeim í því, að syngja Sig. Eggerz lof og dýrð fyrir framkomu hans í málinu, en hlaupa svo í fangið á Heimastjórnar- flokknum til þess að óvirða hann og hans gjörðir. — Töldu hann fyrst hafa borgið málinu með kjarki og festu, en telja hann nú hafa hleypt því í strand af klaufaskap, þegar þeir þurfa að kljúfa flokkinn og komast til valda. Isafold hafði verið látin lofa því fyrir ráðherrans hönd, að málinu skyldi ekki til lykta ráðið, án þess það yrði oirt og rætt hér heima. En það var nú þegar augljóst, hver tími myndi verða til siíks. Og nú er það séð, hverjar ofnair urðu á þessu, því að nú er stjónarskráin stað- fest, með þeim atvikum og umkvæðum, sem ráðherra og Dönum hefir þóknast, hver sem þau hafa nú orðið. Ekki skal eg fortaka það, að það kunni að hafa orðið með þeim hætti, að rétti vorum sé að fullu borgið, og að vér megum vel við una. Ráðherra ei ekki enn farinn að hafa fyrir því, að láta oss neitt um það vita. En það er því miður einnig hugsanlegt, að ráðherra hafi gengið að staðfestinginni, þótt henni fylgdi eitthvað það, er þjóðin hefði aldrei gengið að, ef hún hefði fengið að vita og ráða. Og hvað verður þá? Hverjar verða afleiðingarnar? Eg er ekki ríkisréttarfræðingur. Yeit eg það að vísu, að stjórnarskráin er rétti- lega að lögum orðin. En virðist eigi fleirum en mér það geta orkað nokkurs tvímælis, hvort maður, sem í skýru um- boðsleysi flokks síns — umboðsleysi und- irskrifuðu af sjálfum honum m. a. — tekur til að makka um grundvallarvel- ferðarmál þjóðarinnar við aðrar þjóðir, — hvort hann getur að nokkru leyti skuldbundið þjóð sina, fram yfir það, sem hún vill samþykkja? Er nokkuð vit í því, að þjóðin verði að leggja árar í bát og hlíta réttarskerðingu, fyrir þá sök eina, að einhver maður — enda þótt þingmaður sé —, sem hún hefir aldrei beðið, né fulltrúar hennar, að fara með mál sín, lætur dubba sig til ráðherra, ef til vill segjandi skakkt til um það, að hann hafi fylgi meiri hluta þings, og traðkar svo yfilýstum vilja fulltrúanna? Nei, nú virðist mér allt hljóta að velta á því, hvernig þjóð og þing snýst við þessari framkomu mannsins. Ef þingið samþykkir hana, þótt ekki sé nema með þögninni, þá virðist mér fyrst vera unnt áð kalla oss að nokkru bundna við það, sem hann hefur gjört, og það gjörir þing- ið vitanlega, ef það álítur það hætíulaust. En et það skyldi sýna sig, sem þvi mið- ur er mjög hætt við, að staðfestingin hafi orðið með þeim ósköpum, að brugðist hafi verið stefnu og tilgangi Alþingis í fyrra með fyrirvaranum, þá sé eg ekki nokkra adra leid fyrir þingid, en gefa manninum þegar kjarngóda vantraustsyfii - lýsingu, með þeim ályktunum öðrum, er það kann beztar að finna oss til réttar- tryggingar, — það er að segja ef fram- koma hans virðist ekki svo vaxin, að skapa þurfi honum'frekari víti fyi ir hana. Comes. Rausnargjöf. Hjónin Jóhann P. Pétursson á Brúna- stöðum og kona hans, Elín Guðmunds- dóttir, hafa nýlega gefið Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði 10 þúsund krónur. Svo er tiiætlast af gefendum, að féð verði lagt í sjóð, er nefnist „Framfarasjóður Lýtingsstaðahrepps“. Peningana á að ávaxta í Sparisjóði Sauðárkrókshrepps i 85 ár. Eptir það má verja helmingi vaxtanna til ýmsra þarfa hreppsins. Jóhann á Brúnastöðum hefir áður gefið hreppnum 1000 kr. 210 ar fratn yfir ákveðinn tíma, virtist Anna-María þó enn ein vera ferðbúin. Seinlæti sem sí*t er ný bóia á ítiliu! Á ioiðinni niður stigann mætti Windinuller Tonio, er sagði honum, að Morghan hefði, fyrir kl.tíma skropp- ið út, og vær: enn eigi kominn aptur, en gufufleytan biði einatt! Tonio innti Windmuller eptir því, hvort hann not- aði eigi farið, og kvaðst hann þá heldur kjósa ao fara alla leið fótgangandi. En er Windmuiler var rétt ný stíginn út úr hús- inu, n ætti hann manni, sem auðsjáanlega ætiaði inn í húsið Maðurinn hélt á nafnspjaldinu sínu i annari hönd- inoi, en þreifaði með hinni, til að reyna að tínna raf- magnshnappinn, sem ýtt var á, til þess að húsbjallan hringdi, og einhver kæmi þá til dyranna. Maðarinn var miðaidra, og tók hattinn þegar ofan, mjög kurteislega, er hann sá Windmuller. Windmuller tók nú og kveðju hans mjög kurteis- lega. og staldraði við, í stað þesa að ganga þegar fram hjá honum. Yarð honum það alveg ósjálfrátt, eins og opt vildi verða um margt, er hann gerði „Hvað þóknast yður?“ mælti hann. „Jeg vildi gjerna tala við eiganda hússins!“ flýtti komumaðurinn sér að segja. „Er hún ekki heima?“ „Nei!“ svaraði Windmuller, al-hiklausf, datt í hug, að betra væri. að GKo fengi að vera í friði. „í dag got- ið þér ekki fengið, að tala við hana! En ef þér viljið 199 „Jeg skal þegja, svo að ekki verði sagt, að jeg skáldi“, mælti hann hlægjandi. Gío soeri sér þá og undan og spurði nú einskis frekar. Eptir dálitla þögn settist Gío siðan aptur niður og var nú stillt, og sett og að mun glaðlegri orðinn á svip- inn, en fyr hafði verið. „Jæja! Mér er sönn ánægja að þvi, að þér verðið hér þá enn um hrið“, mælti hún síðan. „Og sjálferjeg þá enn fáfróðari um málið en barnið“. „En þar sem eg get nú að likindum eigi fallið dýpra i yðar augum, en orðið er“, mæ!ti hiin ennfremur, „eptir að hafa faðmað yður að mér og sýnt yður hve svartur innri maður minn er, þá ætla eg að spyrja yður að einu: „Kunnið þér ekkert ráð til þess, að reka af höndum sér svo nefndar vinkonur?“ „Það er spurning, sem hugsa verður þá um i nótt!“ svaraði Windmuller, í all-gamansömum róm. „En þar sem við höfum nú talað um málið, er olli hingað komu minni, langar mig til þess, að vera nú dálitið forvitinn! Jeg hefi opt haft gagn af þeim lundernis-löst mínum, og geri mér því alls eigi far um að bæla hann niður! Jeg rakst á Onestu hjá dyrunum að herbergi yðar, og afréð hún mér þá, að hitta yður að máli, þar sem þér værið í íllu skapi, og sjálf virtist mér hún þá vera svo á sig kornin, — að eg eigi kveði þar harðar að orði! Já, fyrirgefið ókurteisi mína! En þegar málsgögnum verður að safna, þá —“ „Jeg er hrædd um, að ókurteisin verði þar mín megin!“ svaraði Gío, eptir dálitla þögn. „Mér er ílla við, að minnast á það! Er það nauðsynlegt“?

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.