Alþýðublaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 7
axasíld gott hrá í „kippers ff UNDANFARED hefur dval- Izt hérlendis sérfraeðingur til leiðbeiningar fyrir íslenzKan niðursuðuiðnað. Er hér um að ræða norska vélaverkfræðing- inn Carl Sundt Hansen, sem kom hingað til lands 4. maí, en heldur ' utan árdegis í dag. Sundt Hansen starfaði hér um mánaðarskeið í fyrra og var því ýmsum aðilum í niðursuðuiðn- aði að góðu kunnur. Starfi Carls Sundt Hansen hér var hagað þannig, að hann heimsótti nær allar starfandi niðursuðuverksmiðjur og t.ók til athugunar tæknileg vanda- mál þeirra, eftir því sem óskað var og tími leyfði, og skrifaði síðan álitsgerð fyrir hverja verksmiðju um athuganir sín- ar. T.d. voru margir tillögu- uppdrættir að niðurskipun véla gerðir með það fyrir augum að gera framleiðsluna sem hag- kvæmasta, veittar voru leið- beiningar um val á tegundum véla og athuganir gerðar á ein- stökum atriðum, svo sem áfyli- ingu og lokun dósa, hitamæl- ingum og lofttæmingu. Einnig voru ýmis fjárhagsleg atriði í sambandi við framleiðsluna tekin fyrir. - segir norskur sérfræðingur í niðursuðu Carl Sundt Hansen og Sveinn Einarsson, verkfræðingur hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, ræddu við fréttamenn í gær. Hér á eftir fara nokkur atriði, sem Sundt Hansen telur sig geta bent á varðandi framtíð niðursuðuiðnaðar hér á landi: Svo virðist sem Faxásíld sé gotí hráefni til framleiðslu á reyktri síld (kippers) og síld í alls konar sósum. Niðursoðn- ar rækjur héðan eru gæða- mikJar. Hins vegar er vafa- samt, að þau mið, sem nú þekkjast, þoli meiri veiði, og mæla verður mjög eindregið með því, að leitað verði nýrra m:ða. Smásíldin er, a. m. k. á viss- um árstímum, gott hráefni til framleiðslu á síldarsardínum o. fl. Ekki má gleyma kryddaðri. Norðurlandssíld sem ákjósan- legu hráefni til framleiðslu á gaffalbitum og öðru síldargóð- gæti. Nota má einnig önnur hráefni, og hafa skyldi hug- Tvö skátamó anda yfir ÞESSA dagana eru haldin tvö skátamót hér á landi; ann- að x Botnsdal í Hvalfirði, en hitt í Vatnsdalshólum. Það er Skátafélag Akraness undir stjórn Páls Gíslasonar læknis, sem hefur undirbúið mótið í Botnsdal, sem hófst 29. f. m. ^ í dag mun forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, sem er verndari skátahreyfingarinnar á Islandi, heimsækja mótið í Botnsdal svo og helztu forráða- menn skátahreyfingarinnar hér lendis. Mótið í Vatnsdalshólum hafa skátafélögin á Blönduósi og Skagaströnd undirbúið og sækja það einkum skátar af Norðurlandi. Foringjar félag- anna eru Jón ísberg sýslumað- ur á Blönduósi og Ingólfur Ár- mannsson kennari á Skaga- strönd. Mótstímanum eyða skátamir dögunum í gönguferðir, skáta- leiki og ýmsar skátaíþróttir, en skemmta sér á skátavísu með söngvum og leikþáttum við varðelda á kvöldin. Báðum skátamótunum lýkur á morgun. fast, þegar framleidd er gæða- vara, að oft má ná hagstæðum árangri f járhagslega, þótt fram leiðslumagnið sé ekki svo ýkja mikið. ísland hefur á að skipa all- mörgum mönnum með tals- verða reynslu í niðursuðuiðn- aði. Samt er ríkjandi viss skort ur á fáglærðu fólki, t. d. verk- stjórum með þekkingu í verk- stjórn, almennri framleiðslu- tækni — og hagfræði og auk þess viðbótarfræðslu í niður- suðutækni. Allir, sem starfa að niður- suðuiðnaði, verða að hafa skiin ing á gæðunum, jöfn og mikil gæði eru grundvallarskilyrði í þessari atvinnugrein. Gæðaeft- irlitið verður að þróast áfram og smám saman að ná einnig til framleiðslu til neyzlu inn- anlands. Að lokum sagðí Carl Sundt Hansen, að markaðsrannsókn- ir, sala, vörugerð, menntun, fag manna, trygging jafnra gæða, allt þetta yrði að þróast samtím is. Það er margt, sem gera þarf, og ég vil halda því fram, sagði hann, að það sé ógjörlegt — jafnvel fyrir Islendinga — að framkvæma það á einu eða tveimur árum. En með síöðugu, einbeittu starfi verður mark- inu náð, þótt það kunni að íaka nokkur ár' * Sveinn Einarsson skýrði frá því, að fyrsta niðursuðuverk- smiðja á íslandi hefði verið stofnuð árið 1902 á ísafirði, en nú væru um 10 verksmiðjur á landinu. Árið 1957 hefðu t. d. niðursoðnar fiskafurðir verið tæplega ¥2% af heildarútflutn- ingsverðmæti sjávarútvegsaf- urðanna, en sama ár 15% í .Noregi. Niðursuðuiðnaður er mjög hagstæður frá þjóðhags- legu sjónarmiði og þess því að vænta, að heimsókn Carls Sundt Hansen hingað yrði til að örva vöxt og viðgang þessa iðnaðar. Svavar og félagar í ferðahug HLJÓMSVEIT Svavars Gests, sem landskunn er úr útvarpsþættinum „Nefndu IagiS“, hefur leikið í Sjáífstæðishúsinu í Reykjavík um árabil, en hyggst nú venda sínu kvæði í kross og fara norð ur og austur urn land í hljómleikaför. Á hljómleikum hljóm- sveitarinnar verður færð- ur upp getraunaþátturinn „Nefndu Iagið“ og há pen- ingaverðlaun veitt. Þátt- unum verður ekki útvarp- að, heldur hafðir á hljóm- leikunum til fjölbreytni. Fyrstu hljómleikar Svavars Gests verða á Ak ureyri næstkomandi föstu dag 8. júls. Síðan heldur hljómsveitin norður og austur á firði, en leikur á dansleikjum um helgar. retð viljð líkð sendð fðllbyssu- ðus herskip Þeim varð um sel i Þjórsá! Framhald a£ 1. síðu. Hann kvað verð á selskinni ágætt; rúmar 800 kr. fyrir skinn ið í fyrra, ef það komst í 1. gæða flokk. Mun ekki vera lakara verð fyrir skinnin í sumar. — Annars er mikil vinna að verka selskinninn undir sútun, ef þau eiga að lenda í 1. flokki, og má engin fita vera eftir í skinninu — sagði Tómas Tómasson í Fljótsihólum að lokum. Aðalútflytjandi selskinnanna er Þóroddur. E. Jónsson, stór- kaupmaður í Reykjavík. Tek- ur hann selskinn frá bændum við Þjórsá og Ölfusá í umþoðs- sölu. — a. BRETAR eru með ráða- gerðir á prjónunum um að senda f eiknmikil verk- smiðjuskip á f jarlægu fiskimiðin. Þetta er einn liður í viðbúnaði þeirra vegna stækkunar ís- lenzku landhelginnar og fyrirhugaðra ráðstafana Norðmanna í þeim efn- um. Skipin verða móðurskip brezkra togara og taka við afla þeirra. Það verður flakað í þeim og þau verða búin beztu kælitækjum. Þetta er byggt á upplýsing- um brezkra útgerðarmanna. Ráðagerðir eru uppi um að taka jafnvel í notkun gömul herskip, sém flotinn hefur f^gt, og hreyta þeim í verk- smiðjuskip. Það er von útgerðarmanna, að með þessu móti eigi þeir auðveldara með að keppa vi3 t. d. íslendinga og Norðmenn, sem oft á tíðum skila fiskinunx á brezkan markað beint af eig- in miðum. Þá er talið sennilegt, að þýzk ir útgerðarmenn séu með svip— aðar ráðagerðir á prjónurium. KOMNIR HEIM • NfU MENN af áhöfn „Dranga jökuls“ komu heim í gærkvöld* með Viscount-flugvél Flugfélags íslands, „Hrímfaxa“. Skipstjórinn, kona hans og sonur, komu hins vegar heim í fyrradag. Þeir, sem eftir voru í Skbt- Iandi í gær, munu væntanlegir hingað í dag. Alþýðublaðið — 2. júlí 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.