Lögberg - 02.05.1888, Side 2

Lögberg - 02.05.1888, Side 2
LÖGBEEG- MIDVIKUD. 2. MAÍ 1888. UTGEFENDUR: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Arni Friðriksson, Einnr Hjörleifsson, Ólafnr Þórgeirsson, Sigurður J. Jóliannesson. Allar upplýsingar viðvíkjandi verði á angK'singum i „Lögbergi“ geta menn íengið ú skrifstofij blaðsins. Hve nær sem kaupendur Lögbergs skipta um bústað, eru Þeir vinsamiegast beðnir, að senda skriflegt skeyti nm Það til skrifstofu blaðsins. Utan á öll brjef, sem útgefendum „Lög- l>ergs“ eru skrifuð víðvikjandi blaðinu *tti að skrifa : The Lögberg Printing Co. 14 Rone Str., Winnipeg Man er borgað fyrir að gera, og sjeu ekki að vasast í öðru á meðan. A Islandi eru prestamir „agitat- orar“, skólakennararnir málafærslu- menn, lögreglust j (iramir blaðamenn —og allir eru þeir þingmenn. Hvort er eðlilegra? Hvort mun hollara? ENDURSKIPTING KJÖRDÆM- ANNA. SVIPTIR ATKÆÐISRJETTI. Nú er afgreidd frá þinginu sem liig ákvörðun um það, að embætt- ismenn sambandsstjómarinnar og fylkisstjórnarinnar, sem fá $350 í laun og jtar yfir um árið, skuli ekki hafa atkvæðisrjett til fylkis-þing- kosninga. í Ontário, Brittish Gol- umbin, og Prince Edwards Idand er þessi ákvörðun einnig í gildi, o§ búizt er við, að þetta muni innan skamins komast á í New Bruns- wicle, Nova Scotia og Quebec. Astæðurnar fyrir þessari laga- ákvörðun hggja í augum uppi. Em- bættismennirnir era að miklu leyti á náðum stjómarinnar. Hún getur hegnt þeim tilfinnanlega fyrir óhlýðni, og hún getur sjeð það við þá, ef þeir greiða atkvæði, eins og hún óskar. j)>ið er til of mikils ætlazt af þeim, ef búizt er við, að þeir komi fram sem sjálfstæðir rnenn við • atkvæða- greiðslona. það veitir mörgum örð- ugt að skera úr með rjettvísi, þeg- ar öðrumegin er hagur þjóðarinn- ar og hinumegin persónulegur ávinn- ingur jæirra sjálfra. Við þetta munu fiestir kannast, að því, er snertir embættismenn þá, sem fylkÍHstjórnin setur. En ákvörðunin hefur fengið nokkru rneiri mótstöðu að því, er snertir embættismenn sambandnstj ('rrnar- innnr. Um jiá hefur verið sagt, að þeir geti vel fylgt fram sjálf- stæðri skoðun í fylkismálum. það er líka satt að nokkru leyti. í þeim inálum fylkisins, sem ekkert koma sambandsstjóminni \ið, og sem engin ástæða er fyrir hana að láta sig neinu skipta — í þeim máluin geta embættismenn hennar haft sjálf.stæða skoðun. En allir vita, að svo er ekki um öll fylkis- mál. Stundum getur fylkið kom- izt að því fullkeyptu, að sækja rjett sinn í greipar sambandsstjórn- innar. Og í þeim málum er hætt við, að sjálfstæði þessara manna kynni heldur en ekki að linast. En skyldi ekki íslenzkum em- bættismönnum þykja haii, ef svona væri farið með þá? Á íslandi eiga prentararair að senda lög- reglustjóranum það, sem þeir prenta. þar þykir það ósvinna og kúgun, cf li'greglustjórinn má ekki sjálf- ur vera prentari, og senda sjálf- um sjer það, sem liann sjálfur prentar. Á íslandi jiykir það harð- stjóm og ofbeldi, ef embættis- menn mega ekki ldaupa frá sínu verki, og skilja það eptir í grein- arleysi, meðan þeir sitja á þingi. Og cmbættismennimir útvega sjer heldur læknisvottorð, en beygja sig undir aðra eins rangsleitni. Hjer er ætlazt til að einbættis- mennirair geri það verk, sem þeim þá er endurskipting kjördæm- anna um garð gengin. Ný-Islend- ingar fcngu ekki ósk sína upp- fyllta. Eins og getið er stuttlega um í síðasta blaði Lögbergs, var Gimli Co. slengt saman við St. Andrews-kjördæmið. Oss þykir það illa farið. Krafan var sanngjörn, og það virðist lítil ástœða til að synja þess, sem um var beðið. En það er nú koinið sein komið er, og menn verða að hugga sig við það, að þessi kjördœmaskipting muni ekki standa til eilífðar. því verður heldur ekki neitað, að Ný-Islcndingar mega miklu betur við una nú en áður, og gera það auðvitað líka. það var aldrei nein ástæða til, að slengja þeim saman við Rockwood-búa, enda vissi það hver maður, að þeim var hnýtt þar aptan í af stjórn þeirri, sem þá sat að völdum í fylkinu, og ekki settir saman við St. Andrews- búa, til þess að Mr. Norquay skyldi því síður verða undir í St. An- drews. þess er líka getið til, að honum muni ekki vera um að hafa fengið þessa nýju kjósendur, enda bar hann fram þá breyting- aruppástungu í þinginu, að látið væri að óskuin Ný-Islendinga. Sú uppástunga Mr. Norquays var auðvitað ekki lastverð. En Ný-Is- lendingar hefðu vafalaust metið Mr. Norquay meira fyrir hana, ef hann hefði komið með hana, þeg- ar verið var að skipta kjördæm unuin undir hans eigin stjóm og eptir hans eigin höfði. Yfir Iiöfuð virðist skipting kjör- dœmanna hafa tekizt vel í þetta sinn, og vera fremur sanngjöm Að minnsta kosti getur engum dulizt sanngirni liennar um fram gömlu skiptinguna. Kjördœmin eru til- tölulega lík að fólksfjölda. Auð- vitað eru kjördœmin í Winnipeg fjölmennust. I Norður Winnipeg era taldir að vera 7,382 manns, í Miif - Winnipeg 6.212, og í Suð’- v/r Winnipeg 6,404. Annars er fólkstalan í kjördœmunum talin frá 1,700 og allt upp undir 3,000, nema livað í Morden eru 3,656 og í Rosenfeld 4,352. Meirijöfn- uði mun naumast hafa verið hægt að ná. Alls era kjördœinin mi 38, í stað þess að þau voru 35 á undan þessari síðustu skipting. Til samanburðar við þessa skipt- ing má geta þess, að þar sem eptir fyrri skiptinguna 4,000 íbú- ar voru að meðaltali í hverju þess- ara 6 kjördœma: Shoal Lalce, Turtle Mountain, Enst Brandon, West Brandon, Morris og South Duff- erin—þá vora ekki nema 1,004 íbúar að meðaltali í 6 fámennustu kjördœmunum. þess vegna hafa franskir kynblendingar verið svo öflugir við kosningar hingað til. Frainförin er því augljós. sjer hugmynd uin hverju þessar send- ingar muni nema, sem fara íráNorð- mönnum hjer í landinu til landa þeirra, sem heima sitja. kr. a. 2. ársfjórð. voru sendar 101,465.80 3. “ “ “ 185,552.40 4. “ “ “ 223,494.43 það verður alls 510,512.63. DÓMUR UM BOULANGER. Fáa menn í heiininum er, sem steiulur, jafn-mikið talað utn eins og Boulanger. Sumir trúa því, að liann muni verða viðreisnarmaður og nokkurskonar frelsari þjóðar sinn- ar, elska hann og hafa lotningu fyr- ir honum; aðrir hata hann, halda hann búi yfir landráðum, og muni steypa þjóð sinni í eymd og ógæfu; og enn eru þeir, sein fyrirlíta hann, eða að minnsta kosti þykjast gera það, og segja að maðurinn sje ekk- ert nema vindur. Zola, frægasti rómanahöfundur, sem nú lifir á Frakklandi, heyrir auðsjáanlega til þessum þriðja fiokki. Franskur ritstjóri hcfur fengið hann til að láta í ljósi álit sitt á Bou- langer, og það er svona: Hvað er Bonlanger? Ekki annað en hæll með borða- lögðum fjaðrahatti ofan á. Og þ»ð sem er verra, það er, að þessi hæll svarar til þeirrar tilhneigingar, sem þjóðin hefur til að dýrka eitthvað í blindni, og sem illa leynir sjer; það gerir ekkert til, hvort það er konungsstjórn, keisarastjórn, alræðis- mennska, Gambettuskapur eða Bou- langerskapur. Ilve fegnir sem vjer vildum, gæt- um vjer þó ekki breytt þeim sögu- lega sannleika, að Frakkland hefur verið einveldi í átján aldir, að þessi langa kúgun hefur sett merki á hinn innsta merg í hverjum einasta frönskum manni, og að tilraunir vorar til að komast að þjóðveldinu, hinn fagri draumur vor um þjóð, sem stjórni sjer sjálf, þetta liggur í sífeldri baráttu við þessi voldugu merki, sem eptir eru af tilfinning- sem að erfðum hafa geng- Boulogne og Strasbourg voru af- staðin, og eptir að liann hafði lifað sínu auma lífi í felum í London! Blöðin þar gátu ekki fundið nóg af háðsyrðum og glensi til þess að smána, eins og þciin bjó í brjósti til- raunir hans til að komast til valda. Og þó varð hann Napoleon þriðji! Auðvitað, að geislarnir af frægu og gullnu nafni fjellu á hann, en verið þjer viss um, að það, sem lagði grundvöllinn til gæfu hans, er meira er nafnið hans: það er hugsjónin um að hann var fulltrúi hins franska ljóma; stríðin miklu, það er skurð- goðið, sein hann gekk fram undir. Síðan Gambetta leið, hefur Frakk- land orðið að vera án skurðgoðs; nú er Boulanger kominn. Látum oss leita að fyrstu ástæðunum fyrir ástsældum hans hjá lýðnum — ef þær eru nokkrar — og vjer munum komast að raun um, að þær hafa komið fram af — engul það gæti þó skeð, að Boulanger færi eins og Gambettu, að liann hefði eytt kröptum sínum til fulls, áður en hann næði takmarki sínu. GRÆ NLANDSFÖR NANSENS. PENINGASENDINGAR NORÐ- MANNA. Vjer höfum verið svo heppnir að ná í ,skýrslur ylir peningaupp- hæð ]?á, sem send var til Noregs á þremur fjórðu hlutum síðasta árs í póstávísunum einum. það er svo sem auðvitað að peningar hafa og veiið sendir á annan hátt, en af þessu, geta menn samt gert um, ið. Fjöldinn hjelt þegar, að Gambetta yrði alræðismaður, frelsari, og þetta sama heldur hann um þessar mundir um Boulanger. Gambetta og Bou- langer eru ekki nema skurðgoða- myndir hans. Gambetta gat þó að minnsta kost hælt sjer af að vera mikill mælskumaður. En hinn, sem situr í hans sæti, hefur til síns á- gætis — ekkert, ekkert, ekkert ! og það er hans styrkur. Hann er hugsjón. Hann getur gert allt, sem hann langar til, hann getur haft í frammi þau einstökustu bernsku- brögð, haugað yfirsjónum ofan á aulastryk — það skaðar ekki að minnsta leyti ástsældir hans meðal alþýðu; í auguin almennings kemur hann í staðinn fyrir hugsjónina um frelsara, tekna út af fyrir sig. Stjórnin, sem nú situr að völd- um, getur ofsótt hann, svívirt hann, rifið sundur einkennisbúnine-inn hans, tekið frá honum fjaðraskúfinn, brot- ið sundur sverðið hans: Boulanger heldur samt sem áður áfram að vera það, sem hann er: hugsjón! Eng- inn maður setur af, enginn maður tekur ástsældir alþýðu frá hlut, sem ekki er til* og sem ekki er annað en hugmynd út af fyrir sig! Hvernig hefur það getað atvik- azt — spyrjið þjer — að Boulanger skuli hafa verið útvalinn til að íklæða þessa hugsjón holdi og blóði? það er leyndardómur! Ef til vill af því að hann ríður svörtum hesti, ef til vill af því að hann heitir Boulanger — almennu, ljótu nafni, sem á vel við klúra findni kjallarabændur. Menn losna ekki við Boulanger, hvað sem menn taka til bragðs! Hver veit annars, hvað verða kann! Hvers vegna skyldi hann ekki geta orðið alræðisrnaður? Látum oss muna eptir Louis Napóleon árið 1848, þegar hlægilegu æfintýrin lians í °g Á laugardajinn kemur siglir hinn ungi, norski vísindamaður, Frithjof Nansm á stað til íslands, og hefur með >ví Grænlands- för sina. pflð hefur áður verið minnzt á Nansen og ferð þcssa í Lögbergi. Frá ÍBlandi siglir Nansen með norsku síldarveiðaskipi vestur yfir Gríenlandshaf og til austurstrandarinnar á Grænlandi. Að sjálfri ströndinni kemst hann þó ekki á skipinu, því að framan við tröndina liggur hafísbelti, margra mílna breitt. Yfir þetta ísbelti verður hann að fara fótgangandi. Það er ekki hættulaust, því að ísinn er ekki samfastur, lieldur sam- anstendur af ísflákum, allt að 70 feta þykkum, og þeir eru á sífeldri hreyfingu. Á þessum parti ferðarinnar hefur Nansen með sjer ljettan bát, og dregur liann á meið- um. Á daginn ætiar hann ntS sofa og hvíla sig, en ferðast á nóttum. Ilann hefur hefur með sjer tjöld, sem sett verða nið- ur á ísinn, og svefn-poka, sem tíðkast á Grænlandi og óhjákvæmilegir eru ]>ar, í staðinjj fyrir rúmföt. En næst landi er autt vatn. Yfir það fer Nausen með fje lögum sinum á bátnum, sem áður er á minnzt. En Jjó að það sje hálfgarð glaefraför frá skipinu til lands, þá byrja þó hætturnar ekki fvrir alvöru fyrr en komið er á iand, og komast á yfir hinar ógurlegu íibreiður, semþekjaausturhluta Grænlands. Um þessa jökla liggja djúp gljúfur eSa sprungur í ailar áttir, og það þarf á einstökustu að- gietni rS halda, ef maönr á ekki að lenda í J>eim, áður en mann varir. Dauðinn er þar hvervetna á gægjum. Menn ganga því |>ar við broddstafi og skrúfa járnbrodda neðan í stígvjelin. Þar sem örðugast er yfir að komast, binda þeir sig saman með löngu reipi. pví hærra sem dregur, J>ví sljettari verður ísinn. En þá mæta manni aðrir örðugleikar. Sólargeislarnir bræða ísinn, og mynda ár, sem renna út af jökltnum a allar hliðar, og það er mjög mikil hættuför að komast yfir sumar þær ár. Allar þessar ár hverfa að lokum nið- ur í holur, sem liggja niður í undirdjúp jarðarinnar, og gem kallaðar eru jjökul- brunnwr. pegar enn hærra dregur, hverfa árnar og isinn, og þá liggur ieiðin eptir miklum, snæþöktum flötum, hjer um bil sljettura, og þar er ágætt skíðafæri. Snjór- inn er skjallahvítur, svo að hafa verður dökk gleraugu, til þess að hlífa augun- um. Drykkjarvatn fá menn hjer með því að bræða snjó með spírituslömpum, sem taka verður með með í því skvni. Svo fer að halla vestur af, og þá fer landslagið, eða rjettara sagt íslagið, að verða eins og að austanverðu, oj þá verða aptur fyrir manni sömu hætturnar, eins og áður en komið var að snjóaljett- unum — þangað til komið er að nýlend- unum Kristianshaab og Jakobshavn við Diflko-fjörðinn. Þangað er ferðinni lieítið. Duluth 24, april 1888. Heiðraði ritstjóri „Lögbergs". Með því engum af Islendingum, er lifa hjor í Duluth, hefur kom- ið til hugar að rita í blað yðar um efnahag og afkomu landa sinna hjer, þá dirfist jeg að rita þcssar fáu línur áhrærandi það málefni, og yfir höfuð leitast við að skýra frá ásigkomulagi og at- vinnuvegum hjer í Duluth, þótt jcg viti að margir af löndum mín- uin muni vera færari til þess en jeg; þar fyrir ber jeg og það traust til þeirra, að leiðrjetta það, sem ranghermt kann að verða, ef þjer, hr. ritstjóri, lánið þessum línum rúm í blaði yðar. Hjer í bænum munu vera ná- lægt 80 íslenzkar sálir, og af þeirri tölu 16 hús-iáðendur. Efnahagur þeirra er nokkuð mismunandi, eins og sjá má af því, að ekki hafa fleiri en þrír eignarráð yfir hús- urn sínum ásamt tilheyrandi lóð- um. Tvéir landar eru mjólkursal- ar, og eiga frá 10—20 kýr hvor, og sitt hrossið hvor; 2 eiga hús- in, sem þeir búa í, en ekki lóðim- ar. Óhætt er að segja, að helm- ingur húsráðenda sjeu fremur fá- tækir menn, er eingöngu lifa á daglaunavinnu. Heilsufar manna er hjer gott og öllum löndum líð- ur hjer vel. þó hafa ekki ncma fimm af löndum haft stöðuga at- vinnu næstliðinn vetur. Einn af þeim vinnur sem ársmaður hjá auðmanni hjer í bænum; annar vinnur við harðvöru-búð; þriðji vinnur við grocery-búð; fjórði vinn- ur viö sögunarmyllu; fimmti hefur unnið við timbursmíðar. Kaupgjald er hjer lágt á vetram, eins og víðar mun eiga sjer stað, þótt menn geti fengið eitthvað að gera. þar jeg' ætla að margir fróðir, greindir, fjörugir og kátir dreng- ir muni vera hjer meðal landa minna, þá gegnir furðu, hve lítið hefur verið um skemmtisamkomur hjer hjá okkur íslendingum, á við það, sem mun eiga sjer stað á öðrum stöðum í Ameríku, þar sem landar eru samankomnir, og þó að þeir sjeu ekki fjölmennari en við erum. þó má geta þess, að 19. apríl, sem eptir íslenzku tíma- tali bar upp á sumardaginn fyrsta, var hjer haldinn fy^irlestur af hr. Leifi Hrútfjörð. Efni fyrirlesturs- ins var um stjórnendur Noregs. Hr. Leifur byrjaði á uppruna Har- alds hárfagra, og endaði á dögum Margrjetar, þegar Noregur ásamt íslandi koinst undir Danmörk. Óhætt er að fullyrða að fjórðung- ur landa hjer hafi sótt fyrirlest- ur þennan, en eins og víðar mun við gangast, þegar slíkt fer fram, vora misjafnar skoðanir manna á fyrirlestri þessum. Mesta áherzlu lögðu surnir af áheyrendum á það, að fyrirlesturinn hafi ekki verið skörulega framfluttur. Aptur sögðu þeir, er sanngjarnari þóttu§t vera, að það hafi komið til af augn- veiki og 1 jósleysi, og þóttust draga það af því, að vel væri ræðu- maðurinn lesandi. Á undan fyrir- lestrinum var af hr. Guðmundi Guðmundssyni mælt fram víg Snorra Sturlusonar, kvæði cptir Matthías Jocliumsson, og fór hr. G. fyrst nokkrum orðum um ágæti þess, ásamt því að hann hefði valið það af þeirri ástæðu, að sjer hafi þótt það eiga vel við sumardag- inn fyrsta og það efni, er fyrir- lesturinn hljóðaði un. Á eptir fyrirlestrinum mælti hr. G. fram eptirinæli eptir sjera Hallgrím Pjet- ursson, og gerðu menn góðan róin að því. þar eptir skemmtu inenn sjer með fjörugum sam- ræðum, og sumir voru svo ánæe-ð- . ~ Ö ir, að þeir ljeku við hvern sinn fingur. Jafnvel ljósin Ijeku þeir svo, að þau dóu. í nóvember 1886 var hjer af íslendingum stofnað fjelag er þoir kölluðu Lestrar- og framfarafjelag

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.