Lögberg - 10.10.1888, Blaðsíða 4
Nú eru komnir út af Lögbergi
];rír íjórö'u partar
á r g a n g s i n s.
Flestir blaSaútgefendur hjer í land-
inu ganga stranglega cptir því, a<5
blöðin sjeu borguS fyrir fram. Vjer
höfum ekki gengiS hart eptir því,
eins og lesendunum er kunnugt.
Vjer vonum aS menn láti oss held-
ur njóta þess en gjalda, og borgi
oss svo fljótt, sem þeir sjá sje.i
nokkurt færi á því.
Útg.
Vjer áminnum hjer meS kaup-
endur Lögbergs vinsamlega en al-
varlega um, aS tilkynna þaS Á
SKRIFSTOFU BLAÐSINS, ef
þeir skipta um bústaS, hvort held-
ur er hjer í bænum eSa annars
staSar, og jafnframt taka fram,
hvar þeir hafa áður veriS.
J)eir, sem ekki gera aSvart á
þennan hátt, þegar þeir flytja
sig, geta ekki ætlazt til aS fá
blaðiS heim til sín.
TTR BÆNUM
oo
GRENNDINNI-
Hon. Jos. Martin, fjármálaráðherra
íylkisins, hcfur höfðað mál gegn Acton
Burrows, • ritstjóra blaðsins Gall, út af
meiðyrðagrein, sem stóð i blaðinu þann
þ. m. Búizt er við að þetta mál
verði sótt af miklu kappi, enda hefur
Mr. Burrows fengið þrjá málafærslumenn
til að verja málstað sinn fyrir rjettinum
næsta þriðjudag, þegar málið verður
tekið fyrir. Mælt er að Hon. Thos.
Greenway muni einnig höfða mál á
móti blaðinu fyrir meiðyrði.
McKay, sem svo mikið hefur verið
talað um hjer í bænum út úr giptingar-
bralli þvi, sem liann hefur staðið í,
er nú í Montreal. Hann hafði farið frá
St. Paul til Chicago og þaðan til Mon
treal; þcgar frjettist að hann væri þar
niður kominn, var þegar send hraðfrjett
hjeðan um að taka hann fastan.
McKay á tvær konur í St. Paul og
þaðan hefur einnig komið beiðni um
að hann yrði tekinn fastur.
Sagt er að herra Frímann B. Ander-
son muni vera í þann veginn að selja
prentsmiðju sína og blað suður yfir
landamærin. Yissir landar syðra munu
ekki ófúsir að kaupa hvorttveggja, að
því, er sagt er. Jafnframt er og mælt
að ritstjórinn ætli til Toronto innan
skamms, og njóta tiisagnar í einhverju
við háskólann þar. Vjer óskum honum
til hamingja með hvorttveggja, því að
hvorttveggja virðist býsna vel til fallið-
Ilerra Frimann B. Anderson mun vera
orðinn saddur á ritstjórnarstörfunum, og
jafnframt líklegt að lesendum lleiim-
kringlu muni nú þykja nokkurn veginn
nóg komið af svo góðu. Og að því, er
hinu fyrirhugaða háskólanámi herra
Frímanns B. Andersons viðvikur, þá er
ekki örvænt um að liann kynni að geta
fengið dágóða nasasjón af einhverju við
háskólann, svo að hann þyrfti ekki að
verða sjer til stórminnkunar fyrir allt,
sem hann ritar — það er að segja, ef
hann þá hefur stillingu til að nota sjer
tilsögnina nokkra áratugi.
Ný menntastofnun (college) komst á
fót hjer í bænum í síðustu viku. Me-
þódistar eiga skólann, og hann á að
heita Wc&ley Cottege.
Northern Pacific og Manitoba-járn-
brautarfjelagið hefur samið við George
H. Strevel um að leggja fyrstu 20 míl-
urnar af brautarstúf þeim, sem leggja á
milli Morris og Brandon. Mr. Strevel á
að fá 8 cents fyrir kúbík-jardið, og
hefur járnbraut aldrei verið lögð fyrir
jafnlítið í þessu landi, enda olli það
járnbrautarmönnum mikiliar furðu.
Útfluttar vörur frá Winnipeg í síðast-
iiðnum septembermánuði námu $94,142;
í sama mánuði í fyrra $388,381. Tollað-
ar vörur voru fluttar inn í bæinn í þeim
mánuði fyrir $114,259; í sama mánuði í
fyrra fyrir $99,882. Ótollaðar vörur
$17,337; í sama mánuði í fyrra $15,630.
Auk þcssa eru þær vörur, sem til bæj-
arins voru fluttar í þessum mánuði, og
sem ætlazt var til að cytt skyldi verða
hjer í bænum. Af þeim vörum námu
þær, sem tollur var lagður á, $120,025;
í sama mánuði í fyrra $101,761; ótollað-
ar $17,337; í sama mánuði í fyrra $15,630.
Tollurinn af vörum, sem fluttar voru til
bæjarins í síðastliðnum mánuði, nam
$37,029,39; í sama mán. í fyrra $31,650,64.
Söfnuðurinn íslenzki hjelt fund í gær-
kveldi (þriðjud.). Reikmngar kirkjunnar
voru lagðir fram, en þó ekki endurskoð-
aðir að fullu. Endurskoðunarmennirnir
lofuðu að liafa lokið starfi sínu fyrir
næsta þriðjudagskveld. Þá ætlar söfnuð-
urinn enn að halda fund, og þá verða
kirkjureikningarnir lagðir fram fullgerð-
ir. Allir þeir, sem einhverju hafa safn-
að til kirkjunnar, eru beðnir að gera
svo vel og srekja þann fund, og gera
þar grein fyrir því, sem þeir hafa tekið
á móti, eða fengið loforð fyrir. Jafu-
framt eru menn beðnir a5 gefa sig
fram á þeim fundi með sín eigin loforð.
Fiskiveiða-tímabilinu á Winnipeg-vatni
er nú lokið. Fiskur þessa tímabils er
metinn á $150,000.
Nú er verið að leggja bönd á Rauð-
árdalsbrautina frá Assiniboine-ánni til
Water Str. hjer í bænum, en engir járn-
teinar eru enn komnir inn í bæinn.
Teinarnir eru að eins komnir út á miðja
Assiniboine-brúna.
Afráðið er að senda hjeðan innflutn-
inga-agenta í haust til Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar. Þcir fara hjeðan á stað
í nóvember eða desember, og svo er til
ætlazt að þeir komi aptur með innflytj-
endur svo snemma i vor að þá verði
tími til að sá.
Hon. J. A. Smart liggur hættulega
veikur í taugaveiki. Haldið er að hann
muni hafa orðið veikur í þinghúsinu,
sem kvað vera svo óhollt, að þar sje
lítt mögulegt að halda heilsu.
KJ ÖTVERZLUN.
Jeg hef ætíð á reiðum höndum
miklar byrgðir af allskonar nýrri
kjötvöru, svo sem nautakjöt, sauða-
kjöt, svínsflesk, pylsur o. s- frv.
Allt með vægu verði.—
Komið inn og skoðið og spyrjið
um verð áður en pjer kaupið ann-
ars staðar.
Jolin Landy
220 ROSS ST.
selnr líkkistur og anna<3, sem til gieptrunar
heyrir, wbjraat í bœnum. Opid dag og nótt.
S. P0LS0N
LANDSÖLUMADUR.
Bæjarlóðir og bújarðir keyptar
og seldar.
ffi ;i t u x t ;i q a r b a r
nálægt bænum, seldir með nijög
góðum skilmálum. Skrifstofa í
Harris Block Nain Str.
Beint á móti City Hall.
E, B, H i c h a r d s o n,
BÓKAVEHZLUN, STOFNSETT 1878
Verzlar einuig með allíkonar ritföng,
Prentar með gufuafll og bindur hœkur
Á horninn nmlspœins llfja póstliúsínu.
Maln St- Winnipeg.
NÝ FÖT! NÝ FÖT!
Nýkomnar kaustvörnr.
Ný liaustföt, $11,00 virði, fyrir $6,50
Ný haustföt, $16,00 virði, fyrir $9,50
Ný haustföt, $18,00 virði, fyrir $10,50
Nýir haustfrakkar, $12 virði, fyrir $7,50
Nýir, ljómandi frakkar (icorsted), $16,00
virði, fyrir $11,00
Góðar ullarbnxur fyrir $1,50.
KOMIÐ OGSJÁIB.
FLEXON & 00.
(tfnafncbingdr og Xifsalar.
Cl.ARENDON HOTEL BlOCK
€3 iAven.n.e.
íslenzkur Maður í búöinni, ætíð
reiðubúinn til að taka á móti vor-
um ísleuzku skiptavinum.
FLEXON & CO.
™ SSLIÍE STORE
426 Main Str.
IIIHOESE
COR. Ross & ISABEL STR.
Jeg eigandi Dundec House leyfi
mjer að tilkynna viðskiptavin-
um minum og öllum yfir höfuð,
að aldrei í manna minnum hafa
vörur verið seldar við jafn-lágu
verði og ]?ær eru nú í |pUHÍ)CC
Dousc.
Sumarvarningur fyrir hálfvirði.
Haust- og vetrarvarningur af öllum
tegundum kemur daglega til mín
austan lir stórbæjunum.
Allskonar kallmannaldœð'naður,
slcyrtur og hálstau nú nýkomið.
Neckties, Neckties, Neckties,
ineð gjafverði.
= Glysvarningur, ur,
klukkur, fiolin etc. sje
þetta pantað hjá mjer, þá sendi
feg það að kostnaðarlausu fyrir
kaupanda til hvers staðar sem
vill í víðri veröld.
Gleymið’ engu af þessu.
J. BERGVIN JÓNSSON
rSiguvJiu $. Joltanneöson
298 Ross Str.
hefur til sölu
LÍKKISTUR
á allri stærð og hvað vandaðar,
sem menn vilja, með lægsta verði.
Hjá honum fæst og allur útbúnað-
ur, setn að jarðarförum lítur.
L
Geta nú sýnt
n ýj ar haustvörur
í öllum greinum.
Ábreiður, ullartau, kjólatau o. s. frv.
með lægsta verði, sem fáanlegt er
i þessum bæ.
Robinson&Co.
402 MAIJST STlt.
Islenzki skraddariun
Erl. Gislason,
133 EOSS ST.
býr til föt eptir máli. I^anchst- og mjlli-
skyrtur og Ulsters lianda kvennfólkinu.
Gjörir víð og pressar gömul föt etc.
Lang ódýrasta skraddara búð í bænum.
J i o íi m (i 1 i
eptir Sigvalda Jónsson Skagfirðing
eru til sölu á skrifstofu Lögbergs.
Kosta í kápu 25 c.
—
T5 tí
'Eo $
I S.
bB A
t-i
£
's5
STOFNAD 18TI •
HÖFUÐSTÓLL og EIGNIR nú yflr . .........$ 3,000,000
LÍFSÁBYRGÐIR........................... 15,000,000
Forseti..... Sir W. P. Howland, c. b.; k. c. m. g.
Yaraforsetar . Wm. Elliot, Esq. Edw’d Hoopek, Esq.
Stjórnarnefnd.
R'VJUt
Hon. Chief .Tustice Macdonald.
W. H. Beatty, Esq.
J. Herbert Mason, Esq.
James Young, Esq. M.P. P.
M. P. Ryan, Esq.
S. Nordheimer, Esq.
W. H. Gipps, Esq.
A. McLean Howard, Esq,
J. D. Edgar, M. P.
Walter S. Lee, Esq,
A. L. Gooderham, Esq.
Forstödiimndnr - J. K. JIACDONALD.
Manitoba gkein, Winnipeg------D. McDonald, umsjónarmaður.
» -nr ,^ERR>-----------------------gjaldkeri.
A. W. K. Markley, aðal umboðsmaður Norðvesturlandsins.
J. N. Yeomans, aðal umboðsmaður.
230
lega stórvöxnum, nenia hvað hjer og par stóðu
upp eins og fjaðraskúfar af viltum asparagus, og
áin babblaði í sítellu glaðlega við hliðina á okk-
ur; í hlýja loptinu heyrðist suða gegnum laufin
á silfurlitu trjánum, dúfurnar kvökuðu kringum
okkur, og ljósvængjaðir fuglar flögruðu, líkastir
lifandi gimsteinum, frá einni grein til annarar.
Dað var líkast því, sem hjer væri aldingarður-
inn Eden.
í>að sló oins og einhvorri töfra-þögn á okkur.
Dví olli bæði unaðsleikur staðarins, og svo þessi
sterka meðvitund um hættur, sem við vorum
komnir úr, og um fyrirheitna landið, sem við
vorum loksins komnir til. Sir Plenry og Umbopa
Sátu og töluðu saman í hálfum hljóðum einhvern
hrærigraut af bjagaðri ensku og illri-zúlúsku;
en alvarlegir voru þoir; og jeg Íá, með augun
hálflokuð, á ilmríku burna-rúminu og gætti að,
hvað þeiin liði. Allt í einu hvarf Good mjer, og
jeg fór að líta í kringum mig, til þess að vita,
hvað orðið hefði af honum. Jeg sá hann þá sitj-
andi á árbakkanum; liann hafði verið að baða
sig í ánni. Hann var nakinn, nema hvað hann
var í ullarskyrtu; óstjórnlega hreinlætis-æðið hans
hafði náð sjor aptur, og hann var því önnuin
kafinn við að búa sig sem allra bezt. Ilann
hafði þvegið gútta-perka kragann sinn, hrist allt
ryk úr buxunum sínum, frakkanutn og vestinu,
og nú far hann að brjóta fötin sainan vandlega
231
áður en hann var búinn til að fara í þau, og
á meðan á því stóð hristi hann höfuðið með
sorgarsvip yfir öllum götunum og rifunum, sem
eðlilega höfðu komið á þau á þessari óttalegu
ferð okkar. Svo tók hann stígvjelin sín, nuddaði
þau með handfylli sinni af burna, og nuggaði
þau svo loksins með fitustykki, sem hann hafði
verið svo hugsunarsamur að geyma af ketinu af
incónum, þangað til þau voru orðin tiltölulega
lagleg. Eptir að hann hafði athugað þau nákvæm-
lega gegnum gleraugað sitt, fór hann í þau og
fór að byrja á nýju verki. Úr dálitlum böggli,
sem hann bar, tók hann fram vasa-greiðu; í hana
var festur ofurlítill spegill, og í honum skoðaði
hann sig nákvæmlega. Það var svo að sjá sem
hann væri ekki ánægður, því að hann fór að
greiða hárið sjerlega vandlega. Svo varð dálítið
hlje, og á meðan skoðaði hann, hver breyting
hefði á orðið; enq var hann ekki ánægður. Hann
þreifaði á hökunni á sjer; á hana höfðu nú safn-
azt 10 daga skeggbroddar. „Það getur þó aldrei
skeð“ hugsaði jeg, „að hann ætli að fara að
reyna að raka sig“. En það ætlaði hann. Ilann
tók fitu-molann, sem hann hafði nuggað um stíg-
vjelin sín, og þvoði hann vandlega í ánni. Svo
fór hann aptur ofan í böggulinn, og tók út dá'
lítinn vasa-rakbníf með spelku við blaðið, af
þeirri tegund, sem þeir menn kaupa, sem hrædd-
ir eru um að skera sig, og eins menn, sem ætla
234
„Hvaðan komið þið?“ hjelt hann áfratn, hverj-
ir eru þið? og hvers vegna eru andlit þriggja
ykkar hvít, og andlit þess fjórða eins og andlitin
á sonum mæðra okkar?“ og hann benti á Umbo-
pa um leið og hann sagði þetta, og því brá
fyrir í huga mínum að hann hefði rjett að mæla.
Llmbopa var líkur þessum mönnum, sem otóðu
frammi fyrir okkur, í andliti, og eins var mikli
vöxturinn á honurn. En jeg hafði engan tíma til
að hugsa um þessa líking.
„Við erum útlendir menn, og komum í friði“,
svaraði jeg, og talaði mjög hægt, til þess að
hann skyldi geta skilið mig, „og þessi maður er
þjónn okkar“.
„Þú lýgur“, svaraði hann, „engir útlendir menn
geta farið yfir fjöliin, þar sem allt deyr. En
lygar ykkar gera ekkert til; ef þið eruð útlend-
ir menn, þá vorðið þið að Jeyja, því að engir
útlendir menn meíra lifa í landi Ivúkúananna.
Það eru lög konungsins. Búizt því við dauða
ykkar, þjer útlendu menn!“
.Teg kunni þessu dálítið illa, einkuin með því
jeg sá að hendur nokkurra mannanna fóru að
laumast niður nieð sfðum þeirra; við hlið hvers
þeirra hjekk eitthvaö, sem mjer virtist líkt stór-
um og þungum hnífi.
„Hvað segir dóninn?“ spurði Good.
„Hann segir það eigi að hengja okkur“, svar-
aði jeg önuglega.