Lögberg - 02.01.1889, Side 2

Lögberg - 02.01.1889, Side 2
/ J ö q b £ x %. MIDVIKUD. 2. JANÚAR 1889. ÓTÖEFENDUR: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Árni Friðriksson, Binar Hjörleifsson Ólafur Þórgcirsson, Sigurður J. Jóhanncsson. Allar upplýsingar viðvikjandi verði á auglýsingum i „Lögbergi" geta menn fengið á skrifstofu blaðsins. Hve nœr sem knupendur Lögbergs skipta um bústað, eru Jeir vinsamlegast beðnir, að senda skriflegt skeyti um )>að til skrifstofu blaðsins. Utan á öil brjef, sem útgefendum „Lög bergs“ eru íkrifuð víðvíkjandi blaðinu, Ktti að skrifa : The Lögberg Printing Co. 35 Lombard Str, Winnipeg. I. íslendingar i Vestur- heimi. Yíir höfuð má segja að þetta liðna ár hafi verið gott og bless- að fyrir landa hjer vestan hafs. Vjer höfum auðvitað ekki stigið mörg stór stig til framfara, en vjer höfum engu að síður haldið jafnt og þjett áfram í framfara- áttina. Mest stingur það að voru áliti 1 stúf við það sem áður hefur átt sjer stað, að Islendingur hef- ur fengið sæti á Dakota-þinginu. Hjer norðan megin land mæranna höfum vjer því miöur ekki á neitt líkt að benda. Og það er sjálf- um oss að kenna. það er naum- ast vafi á því, að Islendingur mundi hafa getað náð þingmennsku við síðustu kosningar, hvort sem rej'nt hefði verið í St. Andrews- kjördæminu eða í Suður-Cypress. En það var ekki reynt. Eins varð ekkert nema ráðagerð úr því að fá íslending inn í bæjarstjóm Winnipeg-bæjar, og leikur þó eng- inn vafi á því, að það hefði tek- izt, ef hæfur maður hefði fengizt til að bjóða sig fram. Af almennum fjelagsskap íslend- inga hefur langmest kveðið að kirkjulega fjelagsskapnum þetta ár. Tveir nýir söfnuðir hafa gengið inn í kirkjufjelagið, í Duluth og Victoria B. C. Söfnuður hefur og myndazt í þingvalla-nýlcndunni, sem ganga mun inn í kirkjufje- lagið innan skamms, að því er tiameÁningin segir. Mjög vönduð kirkja hefur verið byggð á Gard- ar í Dakota á þessu ári, sem kost- aði $2000. Svo hefur og verið byrjað á kirkjubygging af Vída- línssöfnuði í Dakota, og lokið við kirkjuna í Pembina. Viðbúnaður hefur og verið hafður til að byrja á kirkjubygging með vorinu í Argyle-byggðinni, og höfðu fengizt uin $1000 í samskotum til þess fyrirtækis, þegar vjer frjetturn síð- aðst. Söfnuðirnir þar hafa og ráð- ið sjer íslenzkan prest, scm vænt- anlegur er þangað síðar í vetur. Af öðrum fjelögum íslendinga virðist sem stendur kveða 'mest að Good-templar-stúkunum íslenzku í Winnipeg. í þeiin cru eitthvað um 300 manns, og er þó ekki nema 1 ár og fáeinir dagar síðan Islendingar byrjuðu á þeiin fje- lagsskap hjer. Drykkjuskapur með- al íslendinga lijer í bæ er nú ná- lega alls enginn. Á öðrum fje- lögum hefur lítið borið. Helzt munu kvenvfjd-ögin hafa látið til sín taka. þau hafa reyndar ekki unnið í neinu sjerstöku augna- miði, eða haft neina ákveðna stefnu þetta nýliðna ár, fremur en und- anfarin ár. En þau hafa hlaupið undir bagga með ýmsum góðum fyrirtækjum, og þannig gert tölu- vert gagn. ÞjóSmenningarfjelag var stofnað hjer í bænum í jan- úarmán. í fyrra, en enginn árang- ur hefur enn sjezt af því. Menn- ingarfjelag myndaðist eg í fyrra vetur meðal nokkurra Islendinga í Dakota. það er enn sem kom- ið er kunnast af deilu sinni við kirkjufjelagið. íslendingafjelagið í Munitoba hefur verið aðgerða- lítið þctta ár, nema að því leyti sem það liefur tekið að sjer að sinna bænum þeim um hjálp, sem komið liafa heiman af íslandi. Innflutningur var allmikill frá Islandi þetta ár. Oss er eigi kunnugt um með neinni vissu, hve margir hafa flutt að heiman til Bandaríkjanna; en til Canada komu þaðan á 13. hundrað manns. Auk þessa fluttu og til Canada nokkuð á 2. hundrað íslendingar frá Bandaríkjunum. Eitthvað á- líka af nýkomnu fólki mun svo hafa farið hjeðan suður yfir landa- mærin. Af þessum innflytjendum hafa annars um 300 farið til Nýja íslands og Selkirk; til Argyle-ný- lendunnar um 125, til þingvalla- nýlendunnar álíka margt; til Álpta- vatns-nýlendunnar 30—40; til Bran- don eitthvað um 60; til Carberry um 30. Svo hafa og nokkrir far- ið til British Columbia, Calgary og Qu’Appelle-dalsins. í járnbraut- arvinnu fóru um 170. Vjer get- um þess til að fyrirbyggja mis- skilning, að tölur þessar eru ekki nákvændega áreiðanlegar; því að eins og til hagar, er nálega ómögu- legt að vera viss um, hve marg- ir flytja til hvers staðar. En þær láta nærri sanni, og gefa inönn- um þvl nokkra hugmynd um, hvað af þessu fólki hefur orðið.—Aldrei liafa komið jafn-fátækir innfiytj- endur heiman að eins og í sum- ar. En að hinu leytinu var all- ur þorri þeirra hraust og duglegt fólk. Ekki höfum vjer orðið ann- ars varir, en að landar, sem í sumar komu, hafi almennt verið svo ánægðir með hag sinn það litla, sem af er, sem menn frek- ast hafa getað búizt við, enda var stórmikill inunur á, hve greiðlega og myndarlega gekk að taka á á móti þeim, í samanburði við það, sem átti sjer stað sumarið 1887. Efnahagur landa hefur áreiðan- lega færzt mikið í lag þetta slð- astliðna ár. Rcyndar skemmdist hveiti æði-mikið af frostum síð- astliðið sumar, en verðið á hveit- inu bætti skernmdirnar mjög upp^ svo óhætt er að fullyrða að hag- ur íslenzkra bænda í Ameríku hef- ur aldrei staðið jafnvel, eða neitt líkt því, eins og hann almennt stendur nú. Oss er fráleitt kunnugt um alla ;á landa, sem byrjað hafa á ýmis konar verzlunum út um nýlend- urnar á þessu ári. þeir eru ekki svo fáir. Hjer í bænum hafa byrj- að verzlun : 1 brauðsali, 1 skradd- ari, 1 líkkistusmiður, 1 ketsali (fjelag) og einn timbursmiður, sem selur einkum innanstokksmuni. þá er og ekki ástæða fyrir oss til úess að láta þess ógetið, að á æssu síðasta ári fengu landar nýtt blað — Lögberg. Á þessu ári' hef- ur og verið prentuð í prentsmiðju vorri fyrsta íslenzka bókin, sem út hefur komið í Ameríku, og sem nokkuð kveður að, þýðing sjera Jóns Bjarnasonar á bók Mon- rads „Úr heimi bœnarinnar". Vjer erum óneitanlega að halda I horfið, vjer íslendingar hjer vestra, og vjer höfum að öllu samanlögðu haldið strykinu eins vel þetta síð- astliðna ár, eins otc nokkum tíma að undanfömu, þó að sumum þyki íægt fara. það er hjartanleg ósk vor og von að á þessu ári, sem nú fer í hönd, komist landar vorir langt uin lengra áleiðis til framfara og menningar, en þeir hafa enn kom- izt, og að nýja árið verði þeim enn blessunarríkara en nokkurt ár, sem áður hefur runnið upp yfir þá hjema megin við Atlants- hafið. Yfirlysing sú, sem hjer fer á eptir, stendur í 4. tölubl. Lýðs, og vjer höfum fengið áskorun um að birta hana í blaði voru: „t>ar eð ég úr öllum áttum heyri því dróttað að mór, að ég só höf- undur kvæðisins um ísland, sem ritstjórn blaðsins „Lögbergs“ hefir nafnlaust prentað, og sem vakið hefir ekki lítið hneyksli hér á landi, finn ég skyldu mína, að yfirlýsa því, að kvæði þetta er ortaf m é r. En jafnframt I annan stað votta ég, að ég hef enga heimild gefið til þess að kvæði þetta yrði p rentað, sízt á þann hátt, sem gjórt hefir verið. Kvæðið er þannig tilkomið, að á slðastl. vori samdi ég nokkur at- riði úr. leik, er ég kallaði: „Ide- alista og R e a I i s t a“, og fór þar fram sókn og vörn um hin helztu lífsspursmál, er nú eru á dagskrá, svo sem: trú og vantrú, frjálslyndi og ófrjálslyndi, ísland og Amerika. Leikurinn er að vísu ekki hálfsaminn enn, en senur af honum eru til, og fáeinir kveðling- ar. Einn þeirra kveðlinga var nú einmitt þetta Lögbergskvæði, og annað hitt kvæðið með sama brag5 3em prentað er I 1. tbl. „Lýðs“. bv>tt ég sé nú höf. beggja kvseð- vr na, læt ég (I leiknum) gignstæð- ar pérsónur yrkja þau og kveða. Að svo mæltu skal 6cr hvorki af- O saka sjálfan mig né kvæðið, en skora vil ég á hvern einasta mann, sem eitthvað þykist þekka kveðskap minn, anda og innræti, að bera því vitni, hvort mér muni vera eigin- legt að yrkja nlð um land vort eða þjóð, þegar ég yrki I s j á 1 f s m I n n a f n i. En eigi ég óvildar eða öfundarmenn nokkra, læt ég þá ráða dómum sínum, en ég mun ráða kveðskap mínum. Matth. Jochumsson. Sjera Matthías Jochumsson hefur rjett að mæla: hann gaf oss ekki heimild til að prenta kvæðið. En hann bannaði oss það ekki heldur. Og honum hefur alveg gleymzt að láta oss vita af því að kvæðið væri úr neinum öðrum lcik, en þeim, sem hann og aðrir standa I ár frá ári á íslandi við hafís, harðindi og alls konar eymdarskap. Vjer efumst auðvitað ekki um að svona standi á kvæðinu, fyrst sjera Matthías segir að svo sje, eins og líka lofkvœðinu I 1. bl. Lýðs, sem ann- ars jafnframt „átti að syngjá á t>ing- velli I sumar, en gleymdist“. En þegar 27. bl. Lögbergs kom út, gát- vm vjer ekkert um það vitað. Auðvitað gat það ekki verið full ástæða til að prenta kvæðið, að höf- undurinn bafði ekki bannað oss það, og að hann hafði ekki látið oss vita að það væri úr leik, Vjer prentuðum það af því, að með sömu ferð og þetta kom til vor, komu jafnframt brjef, þar sem vjer vor- um beðnir — { guðs nafni— að út- vega löndum á Islandi hjálp hjeð- an frá Ameriku, því að þeir ættu svo hörmulega bágt. Og vjer höfð- um ástæðu til að halda að kvæðið mundi standa I nokkru sambandi við þessi brjef; að minnsta kosti þorum vjer að fullyrða að sjera Matthías mun hafa vitað um sum þeirra, áður en þau fóru af stað oss virtist sem þetta kvæði bætti brjefin upp, gerði þau enn fyllri; oss virtist sem það sýndi „svo sorg- lega vel, næstum því svo áþreifan- lega, I hvaða raunaskapi bræður vorir og systur á Norðurlandi eru um þessar mundir“, eins og vjer þá komumst að orði. Eins og á stóð virtist oss það þvl skylda vor að prenta kvæðið, fyrst oss hafði ekki verið bannað það. Meiru höfum vjer svo ekki við þetta að bæ‘a, nema ef vera skyldi því, að vjer vonumst eptir að fá inn- an skamms tækifæri til að mæla fram með þessu nýja leikriti, sem þjóð vor á von á, og vjer hlökkum mjög til að fá að sjá það.— Selkirk 28. des. 1888. Herra ritstjóri Lögbergs. 1 brjefi, sem jeg skrifaði yður fyrir meir en mánuði síðan, lofaði jeg með vissu skilyrði, að senda yður frjetta-pistil hjeðan við og við. t>ar eð þjer hafið I athugasemd við nefnt brjef mitt lofað að upp- fylla skilyrðið, sem jeg setti, þá álít jeg mig skuldbundinn til að binda enda á loforð mitt. Eins og jeg tók fram I ofan- nefndu brjefi, er hjer allmargt af íslendingum (nál. 40 fjölskyldur), og þar sem út lítur fyrir, að tala þeirra landa, sem taka sjer hjer bólfestu, aukist ár frá ári, þá finnst mjer við eiga að lýsa þessum litla bæ og atvinnuvegum þeirn, sem hjer eru stundaðir, dálítið. Selkirk er á vesturbakka Rauðár, 22 mílur fyrir sunnan Winnipeg- vatn. Má svo að orði kveða, að ekki sje djúpristum skipum, sem ganga eptir vatninu, fært lengra suður eptir ánni, því nokkrum míl- um hjer fyrir sunnan byrja streng- irnir, sem eru I Rauðá milli Selkirk og Winnipeg. £>að er að eins svo sem mánaðar-tími á vorin, eptir að ána leysir, eða meðan hún er I vexti, að vatns-skipin geta komizt hjeðan til Winnipeg. Af þessu leið- ir að bær þessi er aðalstöð sigl- inganna og verzlunarinnar á Winni- pegvatni, og er það þetta, sem hef- ur byggt bæ þennan upp, og sem heldur honum við; því að þó að akuryrkju-land hjer I kring sje eitt- hvert hið bezta I Manitoba, þá er akuryrkja lítið stunduð. I>etta kem- ur til af því, að hjer I nágrenn- inu búa mestmegnis Indiánar og kynblendingar; en þeir eru, eins og kunnugt er, áhugalausir við ak- uryrkju. Reyndar eru þessi lands- ins upprunalegu börn að smáfækka eða flytja sig burt, og hvítir menn að fjölga, og það er að eins tíma- spursmál að Indiánar og kynblend- ingaf hverfi hjeðan algerlega. Og þó að þetta fólk sje eins vel menntað og hvítir menn eru víða, þá þrá menn þann tíma, að það hverfi hjeðan, vegna þess að það er ekki framfara- nje framkvæinda-fólk. I>að er varla hægt að hugsa sjer fallegra eða betra bæjarstæði en Selkirk á flatlendu landi. Bærinn stendur á háum bakka, sem ómögu- legt er að áin nokkurn tíma flæði yfir. I>egar áin flóði yfir bakka slna I Winnipeg til forna, fór hún að eins upp á undlrbakkana hjer. Bakkarnir hjer eru skógi vaxnir og prýðir það mikið. Áin er orðin breið hjer, um 900 fet, og sjest alllangan veg upp og ofan eptir henni. Jarðvegurinn er sendinn, þegar upp á efri bakkana kemur, og er því aldrei forugt til muna, þegar votviðri ganga. Eins og ýmsum er kunnugt, var búið að ákveða 1876 að Kyrrahafs- járnbrautin lægi hjer yfir um Rauðá, og þá hefði allur sá mikli bær, sem nú heitir Winnipeg, verið byggð- ur hjer. Eu þessari fyrirætlan var breytt fyrir póitiskan undirróður. Jeg hef heyrt fjölda af merkustu Winnipeg-mönnum harma það, að Winnipeg-bær var ekki byggður hjer, sökum þess að bæjarstæðið hjer er svo miklu hentugra af nátt- úrunnar hendi. Bæjarbúar hjer eru um 1000 að tölu, því nær allir hvítir menn. Hjer I er ekki talið fólk það, sem er I vitskertra spítalanum, sem er innan bæjar-takmarkanna, og ekki heldur sá fjöldi af mönnum, sem er hjer að sumrinu ti), en ekki á hjer fastan bústað. Hjer eru 7 sölubúðir, sem verzla með klæðnað, allskonar dúka, skófatnað, veiðar- færi, te, kaffi, sykur o. s. frv. £>á eru tvær búðir, sem verzla með mjöl, hafra, hveiti, korn o. s. frv. Ein búð, sem verzlar með alskon- ar járnvöru, pjátur, ofna, steinolíu o. s. frv. Enn fremur eru hjer 3 járnsmiðjur, 1 vjelasmiðja, 1 rakara búð, 1 skósmiður, 1 aktvgja- og söðlasmiður, 1 sútari, 2 bakarar, 2 slátrarar, 1 læknir, 1 Ijósmyndari, 1 lyfsali, 1 bóka- og ritfanga-verzl- an, 1 pósthús, 1 hveitimyllna, 1 sögunarmyllna, 1 heflingar- og plæg- ingnrmyllna, 3 veitingahús (hotels) og 3 hestaláns-hús (livery stables). £>á eru hjer ýmsir trjesmiðir, eink- um skipasmiðir. svo eru hjer 3 kirkjur, 1 barnaskóli, vitskertra spít- ali fylkisins, eignarskjala skrifstofan fyrir sameinuðu hjeruðin (counties) Lisgar, Plessis og Gimli, hjeraðs- dóms skrifstofan og skrifstofa gufu- skipa-umsjónarmannsins fyrir Mani- toba og Norðvesturlandið. Flest hús eru úr timbri, en þó nokkur úr múr- steini, og vitskertra spítalinn, slórt og mjög vandað hús, sumpart úr höggnum steini frá Austur-Selkirk og aumpart úr múrsteini. Mörg íbúðarhús hjer eru sjerlega snotur, en engin mjög stór. Ýmsar búðir þar á móti eru allstórar og falleg- ar. Múrsteinn er búinn til bæði hjer og I Austur-Selkirk, og I Aust- ur-Selkirk er ágætis kalksteinsbrot; þaðan er kominn steinninn I ýms- um beztu byggingum I Winnipeg,og I vitskertra spítalanum hjer, eins og áður er á vikið. £>á má ekki gleyma því, að hjer er prentsmiðja, og er hjer gefið út vikublað, sem fieitir Selkirk Tte- cord. Að forminu til er það jarn- stórt og Lögberg, og verð hið sama og nú er orðið á Lögbergi, $ 1.00 um árið, en miklu er meira af aug- lýsingum I því en I Lögbergi. Hjer er Frimúrara-stúka, Foresters- stúka og St. Andrews-fjelag. Skot- ar eða menn af skozkutn ættum, eru hjer fjölmennastir, þá Englend- ingar, þá íslendingar, þá menn frá ýmsum stöðum I Canada og Banda- rlkjunum. Hjer sækja um 100 börn barnaskólann. Selkirk er löggiltur bær, og hefur sjerstaka bæjarstjórn. í bæjarstjórn eru 7 menn, oddviti og 6 nefndarmenn. F. W. Col- clough, þingmaður fyrir St.Andrews-- kjördæmi (sem Nýja fsland er part- ur af) hefur verið oddviti bæjar- stjórnarinnar lengst af I seinni tíð, og var endurkjörinn (I einu hljóði) fyrir næsta ár, þegar kosningar fóru fram sneinma I þessum mán- uði. — Meira síðar. Keneu. r 9 3§avbiní)in rt EBÍ.mbt, eptir Gunnar Gíslason. 11. sept. síðastliðinn var haldinn fund'- ur í fjelagshúsi íslendinga hjer í b:en- um, af nokkrum íslenzkum mannvinum, til að ræða um harðindin heima á Fróni, bæði af hverju sú hungursneyð stafaði sem þar er, og svo hvernig helzt yrði ráðin bót á henni. Var á ýmsa vegu rætt. um þetta efni, og hvernig bezt væri aði fá sem vissastar og áreiðanlegastar skýrsl- ur um ástandið heima. Það hafa að vísu nokkrir málsmetandi menn hoima skrifað hingað vestur um ástand og ör- byrgöina, sem þar er, cn hvergi nærri svo groinilega, sem þörf er á. Apt.ur hafa nokkrir gæðingar og skrumarar ritað þvert á móti, og haldið því fram, að þetta væri ekki nema vol úr einstöku mönnum, sem aldrei væru ánægðir og mögluðu af öllu. Vjer vitum, að það

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.