Lögberg - 20.02.1889, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.02.1889, Blaðsíða 3
meS öllu. Að hrísleifarnar hafa haldizt — enginn veit reyndar, frá hve fjarlægum tíma — í mýrlend- um stöðum, þar sem þó einmitt er líklegt, að skóíjur hafi allt af smávaxnari verið en víða annars- staðar, mun meðal annars stafa af |?ví, að vatn hefur setið ]mr kyrrt í jörðunni og lopt og ylur hefur eigi náð ]»ir að nægilega til þess að láta þcssar leifar fúna. En annars staðar, þar sem þurrt var land og loptið náði að hafa áhrif talsvert niður í jarðveginn, þar hafa eðlilega allar skógarleifar, smáar og stórar, biátt fúnað og með öllu horfið. Jarðvegurinn er hvervetna á Islandi ákaflcga laus, hylskinn og gljúpur, nema á sum- um mýrlendum stöðum, enda hef- ur livergi myndazt mór, þessi sam- hræra af órotnuðum cða hálfrotn- uðum jurtaleifum, nema einniitt þar, og því stendur heldur ekki til, að trjáleifar frá löngu liðinni tíð finnist annars staðar en þar 1 jarðveginum. Með öðrum orðum: maður getur ekki buizt við að finna lcifar af skógi í jörð á Is- landi nema einmitt á þeim stöð- um, þar sem allar líkur eru fyr- ir því, að skógurinn hafi verið með lang-smávaxnasta móti. (Meira). Um akuryrkju a Islandi. Jeg hef lesið ritgerð „íslendinga- fjelagsmanns“ í Lögbergi með at- hygli, og er jeg að mörgu leyti á sama máli og hann uin apturför íslendinga í búnaði; jeg kalla pað apturför, því að pað er ekkert efa- mál, að búskapur Islendinga fyrrum hefur verið fremri en nú á dögum. Nú vex ekkert korn á íslandi, en það hefur vaxið þar. t>eita er eitt dæmi til sönnunar. Skógurinn varð að þoka undan fyrir jarðræktinni, en menn fóru of hart í að höggva hann, og upp- rættu hann ' með öllu, þar sem menn hefðu átt að skilja eptir skóg, til að vernda landið fyrir skriðum °g byljum, og margar mýrar, sem nú eru gagnslitlar og þv( nær ófær- ar yfirferðar, munu hafa verið skógi vaxnar, og þar hefði skógurinn bet- ur verið ósnertur. Til akuryrkju þarf land, sem liggur nógu hátt og hallandi, til þess að vatnið ept- ir leysingarnar á vorin renni af því. I>etta hafa menn sjeð, þegar þoir í fyrstu byggðu bæina sína; þeir eru allir byggðir á hæsta blettin- um á jörðinni, þar sem gróður var liklegur, og túnið, hið einasta sýn- ishorn af ræktuðu landi, liggur allt I kringum bæinn. Túnið hefur svo verið tevgt á alla vegu eptir, því, sem land og mannskapur leyfði. Við þetta situr enn í dag, og nú kemur spurningin: „Er þetta ekki allt sem vjer get- uin gert við þetta kalda og hrjóst- uga land?“ Sumarið er stutt, það er satt, en þá verðum vjer að tjalda því, sem til er, og reyna að rækta það sem vjer getum ræktað, og láta hitt eica sior. Auðvitað er að suð- ræn aldini geta ekki vaxið á Is- landi. Vjer höfum sjeð, að kartöfiur geta vaxið á íslandi, og það er ekkert efamál, að ineira inætti að kartöflurækt gera, en nú er gert, með því að velja gott útsæði, og eins og mörguin af lesendum Lög- berf/s mun kunnugt, er tnikill mun- ur á þeim tíma, sem það tekur hinar mismunandi útsæðistegundir að ná fullum þroska. Hið sama er að segja um kornsæði. Það eru til tegundir af byggi og höfrutn, sem ekki þurfa þrjá mánuði til að ná fullum þroska; flatbaunir (Beans) og ertur (Peas) þurfa ekki lengri tíma, og sama er að segja um „Buckwheat'*. Þess- ar korntegundir held jeg að hægt væri. að rækta á Islandi; jeg get ekki sjeð, hvers vegna þær ekki geta vaxið þar. Náttúrlega mætti búast við því á íslandi, eins og hvar annars staðar í heiminum, að korn- rækt misheppnaðist í sumum árum, og eki<i sízt við fyrstu tilraun. Um hveiti og rúg er öðru máli að gegna. Vorhveiti (Springwheat) er að minni hyggju til einskis að reyna. t>á er vetrarhveiti og rúg- ur. Þvl er hvoriíteggja sáð að haustinu til, og mætti halda, að vetrarkuldinn á Islandi mundi drepa það. Mjer er þó næst að Imvnda mjer, að það mætti heppnast að rækta hvortteggja á Islandi. Jeg hefi sjeð hveiti á auðri jörð um alllangan tíma þola 10—20 stig fyrir neðan 0 á Fahrenheit, og mundi það kallað hart frost á Is- landi. Snjórinn hlúir að þvl, meira en menn almennt ætla, og hann er optast nógur á Islandi. Rúgur er almennt talinn seigari til að þola frost en hveiti. Að jarðvegurinn á Islandi sje nógu góður til þess, að korn geti vaxið þar, held jeg ekkert efamál, þangað til að jeg sje hið gagn- stæða sannað. Islendingafjelagsmaður hreyfirþeirri spurningu, af hverjum Islendingar heima eigi að læra akuryrkju, og getur um það álit manna, að Norð- menn standi oss næstir og sjeu þvl bezt fallnir til að kenna akur- yrkju íi Islandi. Þvl mótmælir hann. Hann kveður Skota standa fram- ar I búnaði og því betur fallna til að kenna Islendinguin, og kemur því fram með þá uppástungu, að fiytja fáeina af þeiru til lslands, og setja þá ]>ar niður. Jeg held að þeir, sein næstir standa til þess að kenna Islending- um heima, sjeu hvorki Norðmenn nje Skotar, heldur Islendingar I Ameríku, og það af þeirri ástæðu, sem sumir gera gys að, og það er, að þeir eiga heima þar. Að Norðmenn og jafnvel Skotar sjeu aldir upp I löndum, som lik- ari eru Islandi, helilur en Ameríka (hvort heldur eru eignir Bret.a eða Bandafylkin), vegur ekki upp á móti hinu, að það væri Islendinga eigið land, sem þeir væru að rækta; og ef þeir hefðu lært búnað I Ameríku, þá væri líklegt, að þeir gætu neytt einhvers af lærdómi sínuin á Islandi, þó að sumt væri ólíkt því, sern verið hefði I Ameríku. Emil Schou, liryant & Stratton Business College, Buffalo, N. Y. TIÍÚARBOÐS-DEILAN. Sjera Friðrik J. Bergmann, correspon- ding secretary fyrir ísl. lút. kirkjufjelag- ið, skrifar I Free Press )>. 14. i>. m. Til ritstjóra Fret Press. Ilerra. — í blaði yðar )>. 12. febr. kem- ur það fram, að nokkrir prestbyterianar I þessum bæ hafa mótmælt sumu af J>ví er sagt var á fundi, sem lialdinn var I lútersku kirkjunni á laugardaginn var, viðvíkjandi trúarboðs-starfi Manitoba- skólans. Það kemur og fram að þessir prestbyterianar iiafa skýrt yður frú þvi, herra ritstjóri, að nálega allir, sem við- staddir voru á þessum fundi, hafi lýst trúarboði presbyterínnanna sem væri það tál og humbug. Þessir presbyteriönsku bræður vorir liafa mótmælt þessari lýs- ingu. „Þeir segja að orð það sem fari af prestbyteríönsku kirkjunni, sem er langsterkasta kirkjan I Manitoba, ætti að vernda öll fyrirtæki hennar gagnvart slíkum orðatiltækjum. Ilöfund þessarar greinnr langar nú til að lýsa yfir því við yður, herra ritstjórj^ og við almenning manna, að liann ber einlæga virðingu fyrir prestbyteríönsku kirkjunni sem heild. En jafnframt er það hjartans sannfæring hans að trúar- boð Manitoba-skólans, sem Dr. George Bryce hefur haldið fram meðal íslend- inga I þessum bæ, sje óvirðing fyrir presbyteriönsku kirkjuna, og það þykir honum af einlægum hug illa farið. Þessi sterka sannfæring hans er á ástæðum byggð, og ástæðurnar eru I stuttu máli þessar: í iyrsta lagi: í þeim kristna heimi er það viðurkenndur sannleikur, sem eng- inn menntaður kristinn maður er I minnsta vafa um, að lút. kirkjan, sem upp runnin er I Þýzkalandi og hefur þar aðalstöðvar sínar, og sem nær yfir öll skandinavisku Norðurlöndin, stendur ekki á baki neinna hinna stærstu og áhrifamestu kirkjudeilda I gjörvallri kristninni, hvort scm litið er til hrein- leiks trúarbragðsnna eða siðgæðisins. Til þessarar virðulegu og álirifamiklu kirkjudeildar heyra allir íslendingar, sem setzt hafa að I þessu fylki. Þeir hafa sjálfir myndað söfnuði sín á meðal, þeir hafa sína eigin presta, þeir reisa stórar og hentugar kirkjur, og þeir starfa með áliuga og atorku að kristilegum fyrir- tækjum I öllum greinum. Þrátt fyrir allt þetta ræðst Dr. Bryce á verksvið þeirra, stofnar trúarboðs-fjelag I þessum bæ meðal íslendinga I þeim tilgangi, sem opinberlega er I Ijósi látinn, að rjúfa þann kirkjulega fjelagsskap, sem þeir sjálfir hafa myndað, og áfellir opin- berlega prest þeirra, sein er trúrækinn og fær miður, fyrir kaldar og óevan- geliskar prjedikanir, og það þó að Dr. Bryco skilji ckki eina cinustu íslenzka setningu. Ef höfundur þessar greinar veit nokkuð um presbjteriönsku kirkj- una, þá ætlar hann að það sje ein af hennar lofsverðu grundvallarsetningum, að rífa okki það niður, sem aðrir kristn- ir menn, sem jafnhátt standa, hafa byggt upp, að fást ekki við að afla sjer nýrra áliangenda meðal systur-kirknadeildanna að flytja ekki ófrið og illdeilur inn í þær fylkingar, sem eru að berjast fyrir sam- eiginlegum drottni þeirra. Ilvenær sem nokkur meðlimur presbyteriönsku kirkj- unnar brýtur á móti þessum grundvall- arreglum og fer einhvern veginn að ráði sínu þvert ofan í þær, þá bakar hanti sannarlega sinni eigin kirkju óvirðing, hvernig scm annars kann að vera ástatt um hann. í öðru lagi: Trúarboðinu er haldið fram á þann hátt, að engin kristin kirkju- deild. sem hefur gott orð á sjer, mundi kannast við slíkt, nje halda verndar- hendi yfir því. Bræðurnir Jóhannssynir reyna að taka hver öðrum fram í því að láta hræðilegustu fordæmingar-stóryrði dynja á öllum þeim, sem ekki vilja fylgjast með þeim. Þeir segja tilheyr- endum sínum, ipsissimis verbis, að prest- ur lútersku kirkjunnar sje að leiða all- an söfnuð sinn beina leið til lielvítis. Þeir jafna honum enn fremar saman við hinn nlkunna vantrúnrmann Robert Ingersoll, og taka það skýrt fram, að ef hundur, sem þeir ættu, væri svo ósvifinn að hlusta á annanhvorn þeirra manna, þá mundu þeir tafarlaust skjóta hann. Fyrir fáum dögum dó lijer í brenum heiðvirð öldruð kona, sein heyrði lút. kirkjunni til. Daginn eptir að hún var jörðuð fullyrtu þeir við tilheyrendur sina að hún væri einmitt á því sama augnablikinu að dansa í neðsta pytti und- irheimanna. Eptir þvl sem þeir segja, er það að vera Lúterstrúarmaður það sama sem að vera morðingi, hórkarl og porsónugjörfing hverskonar glæpa og ill- vorka. Ein stúlka, sem snúizt hafði í flokk með þeim, skelfdist af ofstækisað- förum þeirra, og ljet þú vita að hún ætlaði að yfirgefa þá. Þeir sögðu henni að hvert sem hún færi, skyldu þeir elta hana, bölva sjerhverju fótmáli hennar og hreyfingu og ofsækja hana til henn ■ ar síðasta andartaks. A fundinum í lútersku kirkjunni á laugardagskvöldið var tók höfundur þessarar gréinar )>að fram í ræðu sinni, að fyrirmyndin fyr- ir sannarlega kristilegri knrlmennsku væri það, að halda tryggð við það, sem bezt væri í eðlisf.nri manns. Mr. Jóhanns- son var skýrt frá þessu á fundi, sem hann hjelt á sunnudagskvöldið var, og við það gerði hann þessa viðfeldnu at- hugasemd: „Segið Mr. Bergmann að hann hefði heldur átt að segja lilheýr- endum sínum að halda tryggð við djöfulinn.“ Þessi dæmi munu nægja t.il þess að sannfæra yður, herra ritstjóri, og alla sanngjarna lesendur yðar háttvirta blaðs um það, hverskonar trúarboð þetta trú- arboð Mauitoba-skólaus er. Fjölda má koma meö af vottum, til þess að bera vitni um að þetta sje satt, sem sagt hefir verið hjer nð framan, ef noltkur skyldi óska þess. Þetta er starf )>að, sem‘ Dr. Bryce cr að styðja með áliti því, sem liann og kirkja lians nýtnr, en hann gerir það undir fölsku yfirskyni, að því er jeg held, þar sem hann full- yrðir að guð sje að leiða sig til þessa eyðileggingar-starfs. Og þcssum ofstæk- islega llokkadrætti mótmæli jeg í nafni allrar lútersku kirkjumiar í þcssu landi. Og jeg skora hjer með á p'res- byteríönsku kirkjuna 1 Manitoba að lmg- leiða vandlega, hvort ekki sje ástæöa fyrir hana til að hætta að kannast við trúarboð Manitoba-skólans og styrkja það, til þess að komast hjá því að leiða óvirðing yfir málefni drottins síns. Ef þetta skyldi samt sem áður ekki verða gert, heldur haldið áfram tilraun- unum til að sundra vorum stóra og blómlega söfnuði i þessum V>æ, (>á munu verða gerðar ráðstafanir til að snúa inn- flutningi þjóðar vorrar í aðra átt en að undanförnu, og þá munu landar vorir verða varaðir við Mauitoba-fylki sem þeitn stað, er þeir sízt skyldu setjast að í. Þetta er sagt í fullri alvöru, og því skal verða bókstaflega framfylgt. Hvergi eru jafnmargir mikilsverðir borg- arar af vorri þjóð eins og í þessum bæ. Hvergi hafn þeir stuðlað jafnmikið að almennri velfarnan þjóðfjelagsins eins og í þessum bæ. Og hvergi hafa þeir orðið fyrir annari eins meðferð eins og þeir verða nú daglega fyrir nf liálfu prest- byteriananna. Það er skömm ekki að eins fyrir það kirkjufjelag, heldur fyrir allt þjóðfjelagið í þessu fylki. En jeg trej-sti á sanngirni og mannúð ensku- mælanda þjóðflokksins, og vona einlæg- lega að þessi ofstæki og þessir flokka- drættir verði mönnum almennt gremju- efni, og að ekki þurfi að taka til neinna örþrifsráöa til að forða kirkju vorri frá að falla í hendur óvina sinna. Skyldi þessi von samt sem áður bregðast, þá mun prestuin vorum og heldri leikmönn- um verða boðið ú fund i þessum bæ í aprilmánuði til þess að framfvlgja þess- ari ráðagerð í verki. 347 stóð gfáfkyr og gaf mjer allt færi á sjer, sem mOgulegt var, en hvort sem það var af J>ví að jeg var í geðsliræringu, eða það var vindinum að keuna, eða [>að var af J>ví að skotfærið var langt — J>á för eins og nú skal segja: Jeg hjelt að J>etta mundi takast Ijómandi vel, og hleypti af, og pegar reykjarmðkkurinn hafði rokið burtu, sá jeg mjer til gremju, að maðurinn stóð óskadd- ur, en j>ar á móti lá óbreytti liðsmaðurinn, sem með honum var, og sem hafði staðið að miunsta kosti J>rjú skref frá honum vinstra meg- inn við hann — hann lá endilangur á jórðinni, og virtist órendur. Foringinn, sem jeg hafði iniðað á, sneri sjer við skyndilega, og tók að renna til liðs síns, og var auðsj&anlega hræddur. „Ágætt, Quatermain“, söng Good út úr sjer; „J>jer haflð skotið honum skelk í bringu“. Af J>essu varð jeg mjög reiður, pví sje mjer mögulegt að komast hjá J>ví, er mjer af- leitlega við að liitta ekki, J>egar fjöldi manua liorfir á mig skjóta. Þegar manni getur ekkert farizt vel. nema eitt verk, pá kann maður betur við að missa ekki J>að orð, sem af manni fer í þvi efni. Jeg var alveg utan við mig af pví, hve illa mjer hafði tekizt, og jeg tók J>ví til ðrprifsráða. Jeg miðaði skyndilega á foringjann á hlaupunum, og hleypti annari kúlu af. Masn- garmurinn sló upp höndunum, og fjell áfram á andlitið. I j>etta skipti hafði jeg hitt; og—-jeg 346 ætluðu sjer að gera J>etta prefalda áhlaup á öll- um stöðunum í einu. „Betur að við hefðum nú eina Gatling-biss- una!“ stundi Good, pegar hann virti fyrir sjer breiðfylkingarnar, sem fyrir neðan okkur stóðu. „Jeg skyldi sópa sljettuna á 20 mínútum“. „Við höfmn enga, svo pað er gagnslaust að andvarpa eptir henni; en að pjer reynduð eitt skot, Quatermain. Reynið J>jer, livað J>jer getið komizt nærri J>essum hávaxna náunga, sem virð- ist vera fyrir liðinu. Jeg wil veðja 10 á móti einum að pjer hittið hann ekki, og einu pundi, sem skal borgast skilvíslega, ef við komumst nokkurn tima út úr pessu, um það, að kúlan skal ekki lenda nær honuin en 5 faðina frá honum“. Mjer gramdist petta, svo jeg hlóð express- bissuna mina, og beið svo pangað til pessi kunn- ingi rninn hafði gengið hjer ui. bil fimm faðma burt frá liði sínu, til pess að fá betra útsý-ni yfir vlgi okkar; með honum var einn óbreyttur liðsmaður. Jeg lagðist J>á niður og ljet bissuna hvíla á steini. Jeg miðaði á hann. Það var um J>essa bissu eins og allar express bissur, að henni var ekki ætlað að flytja lengra en 175 faðma; jeg varð pví að gera fyrir pví, að braut kúl- unnar beygðist niður á við á leiðinni; jeg mið- aði J>ví á miðjan hálsinn, og mjer taldist svo til, að kúlan ætti að koma i brjóstið á honum. Hann 343 segja, að aldrei hef jeg sjeð fegurrl fejón en Sir Henry Curtis í pessum búningi. Hann sýndi á pann bezta hátt, sem mögulegt var, hve dvrðleg- ur líkamsskapnaður mannsins var, og þegar Ignosi kom rjett á eptir i samskonar búningi, pá J>ótt- ist jeg aldrei fyrr hafa sjeð tvo menn jafn-vask- lega. Af Good og mjer sj&lfum er pað að segja, að hringabrynjurnar fóru okkur ekki nærri pví eins vel. Fyrst og fremst var Good ófáanleo-ur til annars en að vera í buxunum sinum, og feit- laginn, stuttvaxinn maður með eitt glerauga'og helminginn af andlitinu rakaðan, klæddur i hringabrynju, sem vandlega er gyrt ofan i mjög slitnar loðnar bómullarbuxur — liann er skrítnari heldur en hvað hann er tilkomumikill. Fyrir mig var hringabrynjan of stór og pvi fór jeg I hana utan yfir öll fötin, og við J>að gúljiaðist hún út hjer og J>ar heldur ólaglega. Jeg fór úr buxunum, J>ví að jeg hafði afráðið að fara ber- fættur i bardagann, til pess að verða pví ljettari á mjer, ef óhjákvæmilegt skyldi vérða að láta skyndiiega undan siga, og var í engu að neðan verðu nema skónum úr ósútaða leðrinu. Svo hafði jeg spjót, skjöld, sem jeg vissi ekkert, hvernig jeg átti að nota, tvo kastknifa, skamml bissu, og feykilega mikinn fjaðraskúf, sem jeg nældi efst ofan i hattinn, sem jeg var vanur að vera með á veiðum, svo að jeg skyldi verða nokkuð grimmilegur ásýndum; þetta var allur minn bún-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.