Lögberg - 20.11.1889, Blaðsíða 1
r Lögberg ci ycnð út at l’rentfjclagi Lögltergs,
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja nr. 35 Lombartl
Str., Winnipeg Man.
Kostar $1.00 um árið. Borgist fyrirfram.
Einstök númer 5 c.
Lögberg is published every Wednesday hy
the Lögberg Printing Company at Xo. 35
Lombard Str., Winnipeg Man.
Subscription Price: $1.00 a ycar. Payable
in advance.
Single copics 5 c.
2. Ar.
WINNIPEG, MAN. 20.\NÓVEMBER 1SS9.
== 4------------
Nr. 45.
INNFLUTNINGUR.
í þ\'í skyni aS íiýta som mest aS mögulegt er fyrir því að i
auðu löndin í
MANITOBA FYLKI
byggist, óskar undirritaður eptir aðstoð við tið útbreiða upplýsingar
viðvíkjandi landinu frá öllum sveitastiórnum og íbúum fylkisins,
sem hafa hug á að fá vini sína til að setjast hjer að. Jiessar upp-
lýsingar fá menn, cf menn snúa sjer til stjórnardeildar inntiutn-
ingsmálanna.
Látið vini yðar fá vitneskju um hina
MIKLU KOSTI FYLKISINS.
Auonamið stjórnarinnur er með öllum leyfilegum meðulum að
draga SJERSTAKLEGA að fólk,
SEM LEGGUR STUND Á AKURYRKJU,
og sem lagt geti sinn skerf til að byggja fylkið upp, jafnframt því
sem Jtað tryggir sjálfu sjer þægileg heimili. Ekkert land getur tek-
ði þessu fylki fram að
LANDGÆDUM.'
Mcð
HINNI MIKLU JÁRNBRAUTA-VIDBÓT,
sem menn bráðum ycrða aðnjótandi, opnast nú
ÍRMANLEGUSTU NÍLENDU-SVÆDI
og verða hin góðu lönd þar til sölu með
VÆGU VERDI oo
AUDVELDUIVI BORGUNAR-SKILMÁLUM.
Aldrei getur orðið of kröptuglega brýnt fyrir mönnum, sem
eru að streyma inn í fylkið, hve mikill hagur er við að sctjast að
í slíkum hjeruðum, í stað þess að fara 'til fjarlægari staða langt
frá járnbrautum.
THOS. GREENWAY
ráðherra akuryrkju- og innflutningsmála.
WlNNIPEG, MaNITOBA.
MITCHELL DRUG CO.
— STÓRSALA Á —
Infjum o9 patcttt-mcbölum
Winnipeg, Man.
Eintt agentarnir fyrir hið mikla norður-
amerikanska heilsumeðat, sem læknar hósta
kvef, andþrengsli, bronchitis.
raddleysi, hæsiog sárindi ikverk-
u n u m.
Urays sír«»i» rtr kvodu úr
raudu sreui.
Er til sölu hjá öllum alminnilegum
Apótekuru,m ogsveita-kaupmönnum
GRAVS SÍRÓP læknar verstu tegundir af
hósta og kvefi.
GRAYS SÍRÓP læknar hálssárindi og hæsi,
GRAYS SÍRÓP gefur J-cgar i stað Ijetti
bronchitis.
GRAYS SÍRÓP er helsta mcðalið við
andþrengslum.
GRAYS SÍRÓP læknar barnaveiki og
kíghósta.
GRAYS SÍRÓP er ágætt meöal við tæringu.
GRAYS SIRÓP á við öllum veikindum i
hálsi, lungum og brjósti.
GRAYS SÍRÓP er betra en nokkuð annað
meSal gegn öllum ofannefnd-
um sjúkdomum.
Verd 25 cents.
Við óskum að eiga viðskipti við yður.
EDINBURGH, DAKOTA.
Yerzla með allan þanta varning,
sem vanalega er seldtlr í búðum í
smábæjunum út utn landið (general
stores). Allar vörur af beztu teg-
undum. Komið inu og spyrjið um
verð, áður en þjer kaupið annars-
staðar.
HOUGH & CAMPBELL
Málafærslumenn o. S. frv.
Skrifstofur: J62 Main St.
Winnipeg Man.
tp'J'I IsiioSiinolull
með „Dominion Linunni"
frá Islandi til Winnipeg:
fyrir fullorðna yfir 12 ára $41,50
„ börn 5 til 12 ára.... 20,75
,, „ 1 „ 5 ára.... 14,75
seiur b. L. Baldvinsson
175 ROSSS TR. WINNIPEG.
MUNROE &WEST.
Málafœrslvmenn o. s. frv.
Freeman Bi.ock
490 IVJain Str., Winnipeg.
vel þekktir meðal íslendinga, jafnan reiðu-
búinir til að taka að sjer mál þeirra, gera
yrir j)á samninga o. s. írv.
A. Haggart.
James A. Ross.
IIAIiGAIiT & ItOSS.
Málafærslumenn o. s. frv.
DUNDEE BLOCK. MAIN STK
Pósthtískassi No. 1241.
íslendingar geta snúið sjer til þeirra ineð
mál sin, fullvissir um, að þcir láta sjer vera
erl (ga ;ii.,t i < ji 1: j:i sem ræ
legast.
JARDARFARIR.
Hornið á Main & Notre Dame eI
Líkkistur og allt sem til jarð-
rfara þarf.
ÓDÝRAST í BŒNUM.
Jeg gcri mjer mesta far uin, að
I sem bezt fram
við jarðarfarir.
Telephone Nr. -Í13.
Opið dag og nótt.
M. HUGHIES.
ASSUIfVNCE COY OF CANADA.
HOFUDSTOLLOG EIGNIR $2.500.000
Lífsábyrgð oi slysfaraábyrgð sem stendur $ 17,000,000
LIFSABYRÓOIRNAR SKILYRDISLAUSAR
Tryg|[ið líf yðar nú og náið í arðinn
fyrir árið 1889.
ITlios, ííilroy |
Jbm L* Ajidersonj1
Skrifstofa 377 Main Str.
Aðal-
I agentar.
16 EV3IKLAR VETRAR 16
SKEIITlfERDIR
.
---frá— -
Manitoba til Montreal
Og ALLRA STADA \ :stur í ONTARIO
epti
N or thepnPacifle&Manitoba
j á r ii branti 11 n i.
Eina brautin með mpdegisverðarvögnum
milli stað.i i Manitoba ojTOntario, ef koin-
ið er við i St. Paul og|CHICAGO.
Farbrjef til sölu á epti^fylgjandi dögum:
Mámufng n.J- 18., SS.ýflbv., ™2.' og 9. des.
og daglega frá 16. til 23. des., og 6. til
8. jan., að báðum dögitm meðtöldum.
$40 ~ F,'nl Fnun Aptur — $40
90 FARBRJEFIN GILDA—f 90
Dagar f Níutiu Daga \ Dagar
Menn mega vera 15 daga hvora leiö, o
standa við á ferðunum. Timinn sem far-
brjefin gilda, má lengjast um 15 daga gegn
$5 borgun, eða um 30 daga gegn 10 daga
borgun, ef menn snúa sjer til járnbrautar-
agentsins á þeim stað, sem menn ætla til
samkvæmt farbrjefinu.
Viðvikjandi frekari upplýsingum, kortum,
tímatöflum og farbrjefum sem gilda á miðdegis-
veröarvagna brautinni, skrifi menn eða snúa
sjer til einhvers af agentum Northern Pacific
& Manitoba brautarinnar eða til
HERBERT J. BELCH,
Fa.brjefa agent 486 Main St.. Winnipeg,
J. M. GRAHAM. II. SWINFORD,
Aðalforstöðumaður. Aðal agent.
Winnipeg.
FRJETTIR.
í London á Englandi er fjelag,
sem hefur fyrir mark og mið að
vinna að nánara sambandi milli hinna
ýmsu hluta brezka ríkisins (Imperial
Eéderation Eeague). F’jelagið hefur
einkum látið til sín taka á síðustu
tímutn, og er það þakkað (eða kennt)
Sír Charles Tupper, fulltrúa Can-
ada stjórnar í Loudon. Fjelagið
hjelt fjölmennan . ársfund í síðustu
viku, og voru þar saman komin ýms
stórmenni, sem málinu eru hlynnt.
Fundurinn samþykkti að skora á
brozku stjórnina að halda með á-
kveðnu millibili fundi, þar sem menn
frá öllum pörtum ríkisins kæmu sam-
an, til þess að ræða þau mál, sem
varða allt ríkið, og sem þegar eru
svo á veg komin, að þau verða rædd
á þennan hátt. Þess er og vert að
geta1 að fjelagið ætlar ekki að halda
fram tollsambandi milli ríkishlutauna,
eptir því sem mönnum fórust orð á
þessum fundi. Þvert á móti mælti
Rosberry lávarður, einn af lieldri
mönnum frjálslynda flokksins og ein-
dreginn federaliuu-mVhiT, sjerstaklega
móti öllum tilraunum til að ko'l-
varpa frjálsum viðskiptum.
í Brazilíu var hafin uppreisn fyrir
síðustu helgi, en frjettirntir þaðan
eru enn mjög óljósar. Augnamið
uppreisnarinnar er sagt sje að stofna
lýðveldi. Svo er og sagt að her-
liðiðveiti uppreisnar-mönnunum. Einn
ráðherrann hefur verið skotinn. Mik-
ið uppnám varð á kaupmanna sam-
kundnnni í New-York, þegai þess
ar frjettir bárust þangað, enda er
það og ekki íurða, þar sem meginið
af kaffi því, sem drukkið er í Ame-
ríku, kemur frá Brazilíu.
— Eptir að það var sett, sem
að framan ér’ ságt, hára 'greinilegri
frjettir komið af þessari uppreisn.
Stjórnarbreyting hefur á orðið. Keis-
arinn hefur verið settur af, og er
kotninn á leiðina til Portúgal. Lýð-
veldisstjórnin er mynduð, og allt
er nú í friði og spekt. Stjórnar-
byltinsr þessi er ntjög einkennileg,
ekki að eins að því leyti, live
fnðsamlega og kyrrlátlega hún geng-
ur, heldur og engu síður að því leyti,
að keisarinu, sem nú hefur verið settur
af. Dom Pedro, naut svo mikillar
vinsældar af almenningi manna, að
hann er talinn einhver hinn ást-
sælasti konungur, sem nokkurn
tíma ltefur ríkjuin ráðið. Hann
hefur vafalaust verið frjálslyndast-
ur allra sinna samtíðakonunga, og
það má vafalaust fullyrða, að þau
ráð, sem þjóðin nú hefur þrifið til,
þar sein hún hefur gert uppreisn
og stofnað lj’ðveldi, þau eiga að
mjög miklu leyti kyn sitt að rekja
til þess frelsis-anda, sem gengið hef-
ur út til þjóðarinnar frá keisaran-
um sjálfum. l>að lítur því nokk-
uð einkennilega út, að nú skuli
einmitt honum vera vikið frá völd-
utn. Aðalorsökin til þess er talin
sú, að dóttir keisarans, sem við
ríkinu átti að taka, að honum liðn-
um, er hötuð af þjóðinni, háurn
sem lágum. Brazilíu-menn hafa
lengi búið yfir þessu hatri, og ekk-
ert að hafzt, en nú á síðustu tíin-
um liafa ýms smærri atriði riðið af
baggamuninn, svo sem ráðríkis-að-
farir stjórnarinnar við síðustu kosn-
ingar. Annars eru þær frjettir,
sem enn hafa Jtomið um ujipreisnina
taldar all-varhuiraverðar. Ensrar
frjettir höfðu nefnil. komið, þegar
síðast frjettist, beint til sendiherra
Brazilíu í Washington viðvikjandi
stjórnarbyltingunni. Uppreisnartr.enn
hafa auðsjáanl. orðið ofan á í Rio Jan-
eiro höfuðborginni, og ráðaþaröllutn
sköpuðum hlutum, þar á meðal frjetta-
þráðuuum. Þess vegna hafa enn
koinið frjettir frá uppreisnarmönn-
unum einutn. En eptir fáa daga
búast menn við að kosnurigssinnar
muni eitthvað geta látið til sín
heyra frá öðrutn borgum.
Vatnsveitingar eru nijög á dag-
skrá í Norður Dakota um þessar
mundir, og herða auðvitað þurkarn-
ir í sumar sem leið mjög’ inikið á
slíkum hugmyndum tneðal pranna.
Einkum hefur verið talað um boraða
(artesiska) brttnna, og gera margir
sjer mjög góðar vonir um að mjög
mikið gagn geti að þeitn orðið.
t sfðustu viku var haldinn fjöl-
mennur fundur í Grand Forks til
þess að ræða um það efni. Stór-
kostlegust var tillaga forsetans frá
Norður Dakota háskólanum. Hann
vildi láta grafa skurð, feæði í sigl-
inga og vatnsveitinga skyni, úr Mis-
souri-fljótinu, þvert yfi'r ríkið fyrir
sunnan Devils Lake til Rauðár, og úr
Rauðá til Mississippi-fljótsins. Skurð-
urinn átti, eptir hans hugmynd, að
liggja um setn flest þorp og í sem
flestar ár að mögulegt væri, og
liggja í boga; tneð þvf áleit hann
að komast mundi mega hjá lokum,
sem yrðu óhjákvæmilegar ef stefnati
væri höfð beitini frá Missouri-fljót-
inu, og sem bæði kostuðu ógrynni
fjár og jafnframt þyrftu stöðugrar
aðgæzlu. Háskóla-forsetinn sagði,
að nú væri að því komið, að geysi-
miklar vörur yrðu fluttar norður
Rauðá, eptir Winnipegvatni, til
Hudsons-flóans og þaðan til Liver-
pool, og mundi þá þessi skurður
koma í góðar þarfir. Honum þótti
sem mæla mætti skurðfarveginn í
vetur og grafa hanti næsta sumar.
Ekki gerði ræðumaðurinn sjer samt
góðar vonir um að congressinn
mundi fallast á tilhiguna. — Fuml-
urinn samþykkti kjarnyrtar áskor-
anir til congressins um að veita
nægilegt fje til að koma vatns-
veitingum á með öllu mögulegu
móti.
Akaflegt regn kom í Pennsylva-
níu á sunnudagskveldið var, og
hjelzt heilan sólahrtng, svo að stór-
flóð hljóp f ár. Einkum er það
Schuylkill fljótið, setn hefur flóð
upp yfir bakka sína og mörg hundr-
uð ekra eru í >katí. Ymsar hrýr
hafa sópazt burtu og járnbrauta-
vagnar hafa ekki getað komizt á-
frain. Kjallarar undir húsum hafa
fyllz.t, og allmikið af húsum vnr
í mikilli hættr, þegar sfðast frjettist.
Miklu umtali veldur út um alla
Canada sú fyrirætlun Manítóba-stjórn*
arinnar, að afnema trúarbragðakennsl*
una úr öllum alþýðuskólum fylkisins
og hafa sama fyrirkomulag við alla
skólana, svo að enginn greinarmunur
verði framar á tilsögn þeirri sem börn
kaþólskra manna og prótestanta fá
Eins og nærri má geta, eru athuga-
semdirnar sumar með og sumar mót.
Yfir höfuð má segja, að prótestant-
ar utan Manitoba-fylkis sjeu þessari
fyrirhuguðu ráðstöfun hlynntir, en
kaþólskir menn eru hvervetna and-
stæðir henni. Nýlega hefur Mereier,
æðsti ráðherra Quebec-fylkis, drejiið
á þettá mál S ræðu, sem hann hjelt
í pólitísku fjelagi í Montreal, og
síðar hefur hann skýrt skoðanir sín-
ar enn nákvæmar fyrir blaðamönn-
um, sem hafa fundið hann að máli
viðvfkjandi þessu atriði. Hann held-
ur þvf fram, að hvar sem trúar-
bragðadeildir, hvort heldur sjeu ka-
þólskir menn eða prótestantar, sjeu
í minni hluta f einnverju fylki, J>ar
eigi J»ær að njóta jafnrjettis við
minni hlutann. En að hinu leytinu
varar liann prótestanta við Jjvf, að
ef Jjeir láti kenna aflsmunar Jjar
sem Jjeir eru í meiri hluta gagn-
vart kaþólskuin mönnum, og traðki
rjetti þeirra, eins og honutn þykir
Manítoba-stjórnin ætla að gera’, ]>á
muni kajjólskir menn í Quebec-fylk-
inu fara llkt að ráði sínu gagnvart
jirótestöntum þar.