Lögberg - 25.02.1891, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.02.1891, Blaðsíða 4
4 LéeBF.RG, MinVlKUÐASINN 25. FEBR. í8«I. 3C ö jg b c t g. Gefið út aS 573 .llain Str. Winnipes* af Tht Jöghcrg Trinting T'- Tublishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjcf.i (Editor): EINAR HJÖRLEIFSSON businrss makager: MAGNÚS PAULSON. AUGLVSINGAR: Smá*aug(ýsíngar í eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orð eSa 1 þuml. dáikslengdar; 1 doll. um mánu'ðinn. Á stærri auglýsinguin eSa augl. um lcngri tíma af- sláttsr eptir samningi BÚSTADA-SKII'TI kaupenda rerður að til- kynna skrijleya og gela um fyrverandi bú- stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFÖREIÐSLUSTOFU blaðsins er: TliE LCCEEP,C PP,INTiKC & PUBLISH. CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Marl. UTANÁSKMFT til RITSTJÓRANS er: LUITOK I.Öt.BElUL I'. O. BOX 308. WINNH’EG MAN. AttWMJA CL . *S- f£B. Jiyi —- tW Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hanu segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið, flytr vistferlum, án pess að tiikynna hcimiiaskiftin, þá er )>að fyrir dómstól- uuum áiitin synileg sönuun fyrir prett- vistitn tilgang’.. tW Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- uð í blaðinu viðrkenaing fyrir móttöku Rllra peninga, sem því hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða með bréfum, en eltki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálflr á aigreiðslustofu blaðsins, l vi að-K’ir rnenn fá samstundis skriflega viðrkenning. — Bandarikjapeuinga tekr blaðið fuilu verði (af Bandatíkjaxönn- um), og frá íslandi eru íslenzkir pen- itigaseðlar teknir gildir fullu verði sem burgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. Mr.ney Ordert, eða peninga í Ile- gistercd Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, s«ui borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaoorgun fylgi fyrir innköllun. Eins og kunnugt er, eru lðnd fjlkisins á valdi Doininion-stjórnar- innar. Hvernig virðist þeim sem kunnugir eru, Dominionstjórnin hafa notað það vald ? Ny-íslend- ingar ættu a minnsta kosti að muna, hvernig þeir voru leiknir af aptur- haldsstjórninni, þegar þeir voru látnir borga háar sektir fyrir að höggva timbur kring um Drunken Point á jörðum, sem þeir áttu heimting á eignarbrjefi fyrir. t>að er ekki svo að sjá sem apturhaldsstjórninni sje annt um að Ny-íslendingar greiði atkvæði við kosningarnar 5. marz. í Nyja ís- landi eru 2C8 kjósendur og pað er um 50 mílur á lengd, og á öllu pví flæmi úiskurðar stjórnin að skuli vera 1—segi og skrifa einn— kjörstaður. Til samanburðar má geta þess, að í Winnipeg-bæ eru 43 kjörstaðir, og í St. Andrews og Kildonan, þeim parti Lisgarkjör- dæmis, þar sem mest er af ka- þólskum fylgismönnum stjórnarinn- ar, er hvert einasta skólahús kjör- staður. Þar cr álitið hælilegt, að kjósendur eigi jafnlangt á kjörstað eins os’ börn til skólanna. En ö Ny-íslendingum er látinn duga einn kjörstaður. Slík ósvífni er fágæt. Hjer er ekki nema um tvennt að gjöra, sem stjórninni getur geogið tll: Annaðhvort vill hún sjfna Ny- íslendingum, að i raun og veru sjeu þeir nú ekki þess verðir, að atkvæða þeirra sje leitað, þó mað- ur neyðist til að setja þar upp einn kjörstað rjett til málamynda— eða þá hún vill gera þeim sem örðug- ast fyrir að neyta kosningarjettar síns. Hvorttveggja er vitaskuld 6- svinna, óhæfa; en það er einstak- lega líkt öðrum aðförum stjórnar- nnar við þcssar kosningar. Svo tclst til sem 3,000,000 bushela sjeu nú hjer 1 fylkinu af hveiti, sem er svo skemmt, að ekki borgar sig að íiytja það austur til Montreal, af því að vegurinn þang- að er svo langur og flutningsgjald- ið svo hátt. t>ar á móti er svo stutt til Minneapolis, að þar mundi moga fá $1,000,000 fyrir þessar þrjár milliónir bushela—ef ekki væri tollgarðurinu. McKinley-lögin hafa gert ómögulegt að flytja hveiti suður. Sömuleiðis bægir tollgarð- urinn mönnum frá að fá sunnan að svín, er ala mætti á þessu skemmda hveiti. Niðurstaðan verður svo sú að mikið af þessu hveiti verður ó- n/tt hjá mönnum. Skyldi það verða óliagur, þegar þannig er ástatt, ef frjálslyndi flokkurinn fengi að gera samninga við Bandaríkin um afnám alls tolls milli landanna ? Sem stendur er kartöflu-ekla í Bandaríkjunum. Hjer í fylkinu eru miklu meiri kartöflur en menn geta fært sjcr í nyt. En tollgarð- urinn gerir ómögulegt að flytja nokkuð suður fyrir línuna af þeirri vöru. Fyrir bragðið verður vafa- laust mikið af kartöflum ónytt hjá oss. Hvernig lízt bændum á, að lofa frjálslynda flokknum að kom- ast að völdurn, þó ekki yrði ann- ar áraDgur af því eu sá, að vörur þeirra þyrftu ekki að verða ónytar? Eða finnst þeim þeir vera of ríkir ? Dað er eptirtektavert, að árið 1878, þegar apturhaldsstjórnin komst að völdum, var ekki nema einn millióna-eigandi til í Canada, Sir Hugh Allan. Nú má að minnsta kosti telja 100. En jafnframt í^anga verkamenn í Toronto at- vinnulausir, matarlausir, allslausir, knyjandi á náðir bæjarstjórnarinnar þar um einhverjar ráðstafanir til þess að þeir og fjölskyldur þeirra skuli geta haldið lífinu. Og hvervetna um landið er hin mesta deyfð í at- vinnu og viðskiptum manna. Detta er aðalatriðið í þeirri stefnu, sem fjárhagsmál þjóðarinnar eru að taka í höndum apturhaldsstjórnarinnar: milliónirnar hjá einstökum mönnum, at/innuleysið og sulturinn hjá al- menninsfi. Mestallur sá fiskur, sem seldur er frá Winnipegvatni, fer suður yfir landamærin til Bandaríkjanna. T>ar er eins cents tollur á hverju fiskpundi. Takist frjálslynda flokkn- um að komast að völduro í þetta sinn og ná samningum við Banda- ríkjastjórn um afnám alls tolls á landainærunum, þá hækkar fiskurinn í verði að minnsta kosti um eitt cent á hverju einasta pundi. Mundi það koma sjer illa fyrir landa vora í Nyja íslandi ? i Stjornar-kostnadurinn. Frjálslyndi flokkurinn hjer í landinu hyggat að lækka tolla-álög- urnar á almenniniri. I>að er enn O ekki víst, hver aðferð verður valin til þess. Verði mögulegt að kom- ast, að viðunanleííum samninwi við BandaHkin um afnám alls tolls á vörum, sem fluttar eru milli þessara landa, þá ætlar frjálslyndi flokkur- inn að gera það, svo framarlega sem hann komist að völdmn eptir þessar kosningar. Verði það <3mögu- legt, þá verður (ollur lækkaður eða numinn með öllu af ymsum nauð- synjavörum. „Ilvað leiðir af þessu?“ spyrja svo apturhaldsmer.nirnir. „I->að“, segja þeir, „að fara verður að leggja á beina skatta til þess að bæta upj tekjuhallann og standast kostnaðinn. Og ekki er það betra en tollarnir“. Setjum nú svo að leggja þyrfti beina skatta á menn í stað tolla. Vjer sjáum fyrir vort leyti ekkert voðalegt við það. Vjer sjáum ekki í hverju það er verra fyrir menn, að borga einhverja ákveðna upphæð I landsins þarfir, heldur en að kaupa allar sínar nauðsynjar með uppskrúf- uðu verði. Víst er um það, ac tollaruir eru einhver sú órjettvísasta tekjugrein, sem nokkurt iand getui haft. Við beina skatta er venjuleg- ast höfð einhver hliðsjón af efna- hag gjaldenda. Tollarnir lijer 1 landinu koma opt og tíðum þyngst niður á þeim sem sízt skyldi, efna lausum fjölskyldumönnum. En hvað sem nú kann að mega mæla fram með beinum sköttum, þá er það alls ekki fyrirætlan frjáls- lynda flokksins að fara að leggjr, þá á. Hann ætlar að taka annað til bragðs. Hann segir sem svo: „Við skulum sjá, hver útgjöldin þurfa í raun og veru að vera, hvað mikil þau verða, þegar búið er að draga frá þær upphæðir, sem að gagns- lausu og meira eða irinna óráðvand- lega er sóað út af apturhaldsstjórn- inni. Frjálslyndi flokkurinti ætlar að reyna, hvort ekki má takmarka útgjöld stjórnarinnar. Og því verð- ur ekki neitað að fyrir sjónum manna, eins og þeir almennt ger- ast, ætti slíkt ekki að vera alsend- is ómögulegt. Dað er ekkert smáræði, sem stjórnarkostnaðurinn er að aukast hjer í Canada. Og það er aðgæt- ifndi, hvor stjóriiinálaflokkurinii paö er, sem ber ábyrgðina á þeim kostn- aðarauka. Fylkjasambandið var stofn- að árið 1867, eins cg kunnugt er. Svo sat apturhaldsflokkurinn að völdum þangað til 1873. Pyrsta árið eptir stofnun fylkjasambands- ins var stjórnarkostnaðurinn $13,486,- 093. Árið, sem endaði 30. júní 1874, fyrsta stjórnarár Mackenzies (frjálslynda flokksins) var stjórnar- kostnaðurinn $23,316,316, og var það nokkru minna en apturhalds- stjórnin hafði gert áætlun um árið á undan. Dannig hafði apturlialds- stjórnin aukið kostnaðinn á þessu tímabili um nærfellt 10 miljónir lollara. Fjárhagsárið 1877—78, síðasta itjómarár Mackenzies, var kostnað- irinn kominn upp I $23,503,158. Dannig jókst kostnaðurinn þessi jögur ár, sem írjálslynda stjórnin ■sat við völdin, að eins um $186,842. Svo komast apturhaldsmeiinirnir xptur að völdum. I>essi ár, sem stjóru þeirra hefur setið við völdin í síð- ira skiptið, hefur liún aukið kostn- iðinn um hjer um bil 12| millíón lollara. Síðastliðið fjárhagsár var itjórnarkostuaður Canada $35,994,031. Vjer getum gert oss dálitla íugmynd um, hvað þessar tölur >yða með samanburði við Bandarík- in. Árið 1845 var mannfjöldinn í 3andaríkjunum 20 milllónir. Dá >ar stjórnarkostnaðurinn þar 23 nillíónir dollara. í Canada eru 1890 5 millíón- ir manna. Til þess að stjórna þeim þarf Sir John svo að segja 36 nillíónir dollara. Eru ekki nokkur líkindi til, að jinhvers staðar muni mega halda tparara á? Hvað virðist lesendum vorum? Að minnsta kosti er það sann- Jæring foringjanna fyrir hinum frjáls- ynda stjórnmálaflokki landsins, ið komast megi af með miklu minni átgjöld, og þess vegna þurfi ekki að leggja á beina skatta, þó að tolltekjur landsins minnki að all- miklum inun. Og vjer höfum ástæðu til að etla sð þeim flokki muni takast það, ef hann kemst að völdunum I þetta sinn. Hann fór allt bðruvísi með landsins fje, meðan hann sat við styrið í Ottawa, heldur en apturhaldsflokkurinn hefur gert, eins »g monn geta sjeð af tölum þeim er standa lijer að framan í þessari grein. Vjer höfum líka nokkra reynslu fyrir oss með frjálslynda flokkinn að því er snertir meðferð á almenn- ings fje í hinum ymsu fylkjum. Tökum til dæmis Manitoba. Meðan apturhaldsflokkurinn sat hjer að völdum, kvörtuðu mótstöðumenn stjórnarinnar sífellt undan eyðslunni, því, að stjórnin hefði fjölda af ó- þörfum embættismönnum. Norquay- stjÁrnin taldi þær umkvartanir liót- fyndni eina og illgirnis-uppspuna frjálslynda flokksins, fullyrti að ó- mögulegt væri að stjórna fylkinu 190 „Og hvað sagði hann?“ „Hann gerði ekki nema hló að mjer, bölvaður“. „t>ið hafið víst orðið stórorðir?“ Brian hló gremjulega. „Já, við urðum það“. „Heyrði nokkur til ykkar?“ „Jeg held, að húsmóðirin liafi heyrt til okkar. Jeg sá hana í gang- inum, þegar jeg fór út“. „Sækjandinn kemur^neð hana sem vitni“. „Mjög líklegt“, sagði Fitzgerald eins og honum stæði alveg á sama. „Sögðuð þjer nokknð, sem get- ur orðið hættulegt fyrir yður?“ Fitzgerald leit undan. „Já“, svaraði hann með lágri rödd, „jeg talaði með fjarskalegum ákafa — sannast að segja vissi jeg eksi þá, hvað jeg sagði“. „Höfðuð þjer hótanir í frammi?“ „Já. Jcg sagðist skyldi drepa bann, ef hann hjeldi áfram þeirri fyrirætlun sínni að giptast Madge“. „0! ef húsmóSir hans sver, að hún hafi heyrt yður segja það, þá verður sá framburður örðugur fyrir vður. l’að cr ekki til neina cinri 195 inn út, nam hann staðar eitt augna- blik, og leit aptur fyrir sig á ljótu, gráu múrveggina. „Brian Fitzgerald“, sagði hann við sjálfan sig, ,,þú hefur ekki sjálfur drygt morðið, en þú veizt, hver gerði það“. XII. KAFÍTULI. Ilún var sönn kona. Heldra fólkið í Melbourne var í fjarskalegum „spenningi“ út af morðinu í hansom-kerrunni. Áður en upp hafði komizt um manndráp- arann, höfðu menn ekki litið á þetta öðru vísi en eins og hvert annað algengt morð, sein heldra fólkið þyrfti alls ekkert að taka til greina að öðru leyti en því, að það gaf mönnum gott umtalsefni. En nú þótti mönnum frarúúrskar- andi mikið uin málið vert, ept r að það hafði komizt upp, að morðing- inn var einn af helztu ungu mönn- um Melboume-b.æjar. Mrs. Grundy var öskuvond, talaði afdráttarlaust 198 Utn, og konur þeirra töluðu um það sjer til skemmtunar í görðun- um bak við húsin yfir þvottaborð- unum. Dagblöðin voru full af grein- um um þetta nafnfræga morð; og skemratiblöðin komu með samræð- ur, sem sjerstakir frjettasmalar þeirra áttu að hafa átt við Fits- gerald; reyndar höfðu þessir herrar sett þær samræður saman út úr frjettum, sem flugu manna á milli og sínum eigin ítnyndunum. Ein- um ungum manni með skáldskapar- tilhneigingum fannst jafnvel svo gott sjónleiks-efni í þessu máli, að hann fór að hugsa um, að búa til úr því sjónarleik í 5 þáttum — og 5 einu atriðinu átti að s|na heng- ing Fitzgeralds — og hann bauð leikhússtjóranum Williamson þennan leik í því skyni að hann yrði aýnd- ur á konunglcga leikliúsinu. En leikhússtjórinn hafnaði boðinu, svar- aði þurrlega, að hann sæi ekki, hvernig hægt væri að enda þenn- an leik svo, að vel færi á, af því að 5. þátturinn væri sem sje ekki á enda í því sanna lifi. Allir voru sannfærðir um, að Fitzgerald væri 187 „Já“, svaraði hinn og hikaði sig ofurlítið. „I>að var jeg“. Calton fór eitt augnablik að hugsa um, hvort þessi ungi maður mundi í rauninni ekki vera sekur, og hann varð ao játa það nieð sjálf- um sjer, að hoifurnar væru mjög illar fyrir honum. „Það er þá satt, sem blöðin hafa sagt?“ „Sumt af því“. Calton dró andann ljettara -— hjer var um einhverja vonar-glætu að ræða. „Þjer vissuð ekki að þetta var Whyte, þegar þjer funduð manninu liggjandi drukkinn hjá skozku kirkj- unni?“ „Nei, jeg vissi það ekki. Hefði jeg vitað, að það var hann, þá hefði jeg ekki reist hann upp“. „Þjer hafið auðvitað sjeð á eptir, hver það var?“ „Já. Og jeg sleppti honum, eins og blöðin sögðu, og gekk burt“. „Hvers vegna fóruð þjer svo skyndilega frá honum?“ Brian leit á spyrjandann nokkrum undrunarsvip.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.