Lögberg - 08.02.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.02.1893, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG MIDVIKGDAGINN 8. FEBRAÚR 1898. % ö q b c r q. v / —» Ge.if> út aö573 Slain Str. Winnipeg af Tht I.öjberg Printing & Publishins; Coy. í Incorporated 27. May 1890). Ritstjóri (Ei/itor): EIKAK HJÖKLEIFSSOE busiinRss managfr: KIAGNÚS PA ULSON. AUOLÝSINGAR: Smá-auglýsingar 1 eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orö eCa 1 þuml. dúlkslengdar; 1 doli. um mánuSinn. A stærri lUgiýsiugum eSa augl. um lengri tfma ai- siát ur eptir sarnain/i iil ST V;> A-SKIF'TI kaupenda veröur að'i) K\r>. f* n/i'na o geta um fyrvcrcsnii bú itaA' iafniramt. i.’Tan \-.k-<1PT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsíns er: THL L0r.tt£HG PHiNTIKC & PUBLISK- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOK LÖKBERG. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. — MIÐVlKU DAGINN 8. FEB. 1893. --- Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöi ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við hlað- ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett vísum tilgang'. Í3f“ Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- uð í blaðinu vtðrkenning fyrir móttöku allra peninga, sem því hafa borizt fyrir- farandi viku i pósti eða með bréfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálflr á afgreiðslustofu blaðsins' því að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkeDning. — Bandarikjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönn- um), og frá íslandi eru íslenzkir peD ingaseðlar teknir gildir fullu veröi sem borgun fyrir biaðið. — Sendið borgun í P. <>. iloney Orderts, eða peninga i lie yUtered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir ÍDnköllan. Eins ocr áður hefur stuttlega ver- ið drepið á hjer í blaðinu, hefur stjórn- arbylting orðið í síðastliðnum mánuði á Hawaii eða Snndwich eyjunum, drottningin þar verið rekin frá völd- um, og bráðabyrgða-lyðvaldsstjórn sett í staðinn. Það er ekkert leynd- armál, að undirróður hefur átt sjer stað af hálfu nokkurra .Bandaríkja- m tnna, enda sendi bráðabyrgða-stjórn- in tafarlaust sendinefnd á fund Banda- ríkjastjórnar til pess að semja við hana um innliman eyjanna í Bandarík- in, og er sfi sendinefnd nú í Wash- ington, og Bandaríkjastjórn hefur lát- i3 hersveitir ganga á land á eyjunum til pess að halda f>ar reglu. Samt sem áður virðist enn mjög vafasamt, hvort nokkuð muni verða úr f>ví, að eyjarn- ar verði innlimaðar í Bandaríkin. t>að hefur áður komið til orða, en ekk- ert orðið úr, og af hálfu Bandaríkja- stjórnar hefur því um mörg ár verið fram lialdið, að eyjurnar ættu að vera sjálfstætt ríki. Bandaríkin hafa líka á síðari árum haft öll p>au viðskipta- hlunnindi par á eyjunum, sem f>au hafa eptir æskt, meiri hlunnindi en nokkur önnur f>jóð heimsins, svo að f>að er ekki sjáanlegt í fljótu bragði, hvað f>au mundu vinna við að svipta eyjarnar sínu pólitíska sjálfstæði. Auk f>9ss er f>ess að gæta, að aðrar f>jóðir heimsins mundu af alefli setja sig á móci innliinan eyjanna I Bandaríkin, svo að ólíklegt er, að hún muni f>ykja svara kostnaði. Enn hefur ekkert frjezt, hvernig samningarnir ganga milli sendinefndarinnar og stjórnar- innar í Washington, enda inunu peir skamint komnir. En gengiðerað f>ví vísu, að nefndin hafi innlimun á boð- 8tólum. Blaðamaður einn hjer í bænum átti fyrir fáum dögum tal við einn af hinum heldri fylgismönnum fylkis- s'jórnarinnar á fiinginu viðvíkjandi stefnu J>eirri sem tekin muni verða í vínsölumálinu. í>ingmanninum fór- ust orð á f>essa leið: „t>að er örðugt að gizka á, hvað gert muni verða; pað er komið undir skoðunum meiri hlutans í þinginu, og sem stendur veit jeg ekki um f>ær skoðanir, og get ekki talað í annara nafni en mín sjálfs. Sumum finnst, að með f>ví að gefa almenningi kostá, að greiða atkvæði um málið, og gefa sveitunum sem ruest vald til að tak- marlca eða banna vínsöluna, sje allt gert af stjórnarinnar hálfu, sem hægt sje. En jeg held ekki, að Manitoba- menn muni gerasig ánægða með pað. t>egar peir hafa synt með svo miklum atkvæðamun, að peir óski eptir að vín- sölubann sje í fylkinu, J>á finnst mjer, að eitthvað ákveðið verði að gera í pá átt. Reynslan hefur synt, að fylkið hefur ekki vald til að banna tilbúning og innflutning áfengra drykkja. Allt sem við getum gert, er að takmarka eða banna söluna. t>ess vegnavirðist mjer, að pað eina, sein við getum gert, sje að skora á Dominionstjórn- ina, að gefa út lög pau sem á parf að halda, eða pá að við sampykkjum lög- in og fáum Dominionstjórnina til að staðfesta pau“. Eins og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, hefur Dalton Mc- Carthy, einn af máttarstólpum con- servatíva flokksins í Ontario, lyst yfir pví, að hann sje tollverndarstefnunni fráhverfur orðinn, í peirri mynd sem hún nú befur hjer i landinu. l>ó er ekki svo að skilja, að hann gangi til fulls í lið með frjálslynda flokknum í pví máli. Hann er að pví leyti kom- inn á skoðun frjálslynda flokksins, að vald verksmiðjueigendanna í austur- fylkjunum sje að verða ópolandi, og að tollurinn sjúgi út bændurnaúti um landið, og pví verði að ljetta á mönn- um tollbyrgðunum. En honum kem- nr ekki saman við frjálslynda flokkinn um aðferðina. Frjálslyndi flokkurinn leggur meiri áherzlu á góð viðskipti Canadamanna við Bandaríkjamenn, en við nokkra aðra pjóð; hann lítur svo á, að hvað sem öllu öðra líði, pá hafi Canadamenn ekki ráð á, að vanrækja viðskipti við 00 millíónir manna, sem eru næstu nágrannar. Mr. McCarthy aptur á móti leggur aðaláherzluna á viðskiptin við Breta. Fyrir lionum vakir f>að, að tiöppustig sje haft á tollinum eins og á sjer stað á Frakk- landi og Þyzkalandi; á peim vörum, sem fluttar eru frá Stórbretalandi og öðrum peim löndum, sem kynnu að greiða fyrir verzlunarviðskiptum Cana- da, vill hann færa tollinn niður um 10 af hundraði, en láta háa tollinn halda sjerá peim vörum,sem fluttareru inn í landið frá Bandaríkjunum. Ef inenn skyldu halda, að slík ráðstöfun ylli grernju sunnan landamæranna, leggur hann pað til, að greitt verði fyiir við- skiptum við Stórbretaland á annan veg, t. d. með pví, aö lækka tollinn á >eim vörum, sem Canadarneun verða að fá frá Stórbretalandi. En hvor stefnan sem tekin yrði, vill hann láta gefa stjórninni í Wasbington í skyn, að geri hún nokkrar tilslakanir við Canada, pá komi ámóta tilslakanir apt- ur hjeðan að norðan. Jafnvel pótt >eir menn, sem liallast að sem frjáls- astri verzlun,hafi fagnað yfir sjálfstæði >eirri og kjark peim sem komið hefur fram hjá McCarthy, par sern hann hef ur rifið sig út úr flokk peim sem næst- um pví hefur trúað á hann um svo mörg ár, til pess að fylgja sannfær- ing sinni, pá hefur verið tekið fremur dauflega tillögum hans viðvíkjandi aðferðinni til að ljetta tollbyrðarnar. Meðal annars er komiztað orð; á pessa leið í ritstjórnargreiu í Toiontoblað- inu Mail, sem er McCarthy vinveitt- ara en flest önnur blöð: „Mjög líklegt er, að almenningsálitið muni að miklu léyti hallast að peim grnndvallarskoð- unum, sem liggja bak við tillögu McCarthys. Tollurinn hefur allt af venð að smáhækka, síðan tollverndar- stefnan komst á, og um toll á mörg- um vörum má segja pað, að iðnaðar- framfarirnar, sem honuin áttu að fylgja hafa merkilega brugðizt, jafnvel pótt hann hafi haft afarmikil áhrif í pá átt að hækka verðið og prengja að bænd- um, og pó einkum járritollurinn, sem lagður var á 1887. En sú tilgáta Mr. McCarthys er ekki fjarri sanni, að pað mundi vekja gremju, ef farið væri á I augljósan hátt að gera Bandaríkja- mönnum örðugra fyrir en öðrum pjóð- um með viðskipti við Canada, og pað líka, pótt pað væri gert á leynilegan hátt.Það mundi jafnvel gera meira en vekja gremju; pað mundi leiða til hefndar-tilrauna. Auðvitað getur hvor hliðin gert hinni örðugt fyrir. Norðurálíu-pjóðirnar gera slíkt af miklu kappi, en afleiðingarnar verða tniður heppilegar fyrir pá sem búa til vörurnar og pá sem eiga að nota pær. Tollbardngi mundi verða allt annað eir æskilegui á |>essu megirilaridi. Það væri miklu betra að semja um til- slökun en :,ð reyna að fá hana með valdi. A Stórbretalandi mundu held- ur ekki margir líta velvildaraugum á slíka liaráttu.“ • FRAKKA OG PANAMA- HNEYKSLIN. Útðráttur úr grein í dönsku blaði. Blöð veraldarinnar tala með still- ingu um pað sem gerist í Lundúnum, St Pjetursborg, Vín og Berlin. Ef Panama-hneyksli hefði komið fyrir í einhverjum af pessum borgum, mundi mönnum að sönnu hafa pótt pað mikl- um tíðindum sæta, en erlendis mundi pað hafa verið rætt án nokkurrar á- stríðu. Þar á móti er eins og aðrar pjóðir taki beinlínis pátt í peim at- burðum, sem gerast á Frakklandi. í öðrum löndum dæma menn milli flokk- anna, en pegar um frariska atburði er að ræða, dæma inenn rnilli mannanna sjálfra. Þar af kemuc, hve dóroarnir eru hlutdrægir. Franskur hugaunar- liáttur hefur með bókmenntunum, list- unum og pólitíkinni gegnumsýrt heiminn svo, að allar pjóðir, jafnvel Þjóðverjarnir, telja höfuðstað Frakk- lands miðpunkt veraldarinnar. Ut- lendingum finnst peir sjálfir vera með í óganginum í París. Það fyrsta, setn menu gera á al- pyðufundum í Frakklandi, er að berj- ast, alveg líkamlega, um pað, hver vera skuli fundarstjóri. En pegar ráðið er fram úr pví máli. pá ræða inenn málin í friði. Frakkar fara par að, eins og peim er títt í allri sinni opinberu frainkomu, gera sig hlægi- lega, áður en peir taka til starfa. Þess vegna mega menn ckki, ef menn vilja syna Frökkum sanngirni, dæma pá eptir forsetakosningunni, nje eptir pví sem manni finnstumpá t fyrstu. Þeg- ar Wilsons-hneykslið komst upp, að hann, tengdasonur forsetans, hafði selt mönnum heiðursmerki, og að Frakkar höfðu verið alveg vitlausir eptir að kaupa pau, pá varð öll pjóð- in gersamlega hlægileg. í fystu var svo að sjá, sem lyðveldið mundi hrynja saman, en sá mikli, hálfskringilegi, óskapnaður færðist innan skamms í lag á pá leið, að bæði Wilson og Grevy urðu að gera svo vel og hypja sig, og að í staðinn kom forseti, sem alls enginn hafði neitt illt um að segja. En pað erlika af öðrum ástæðum, sem ekkort eiga skylt við lyndiseink- unn pjóðarinnar, að mönnum finnst nær pví ævinnlega pað sem við ber í Frakklandi vera öðruvísi en pað í raun og veru er. í Frakklandier allsendis óbundið prent- ogmálfrelsi; par getur hver einasti maður sagt opinberlega allt, sem liann vill, um pá menn, sem pjóðin liefur mest traust á. Til dæm- is má taka pað, að meðan Constans var innanríkisráðherra, bar Henri Rochefort pað upp á hann að hann hefði drepið Richard, landstjórann í Tonkiii. Nú er París full af útlend- um blaðamönnum, einkum Þjóðverj- um, sem ráðast, eins og hrafnar, á all- an pann prentaða ópverra, sem á hverj- um morgni er seldur á götunum. Þess- ar lygasögur eru svo á augabragði telegraferaðar út um heiminn, en verst- ar eru pær sem sendar eru til pyzkra blaða, og svo paðan víðsvegar. Viðvíkjandi Panama-málinu báru t d. pyzk blöð pað út í byrjuninni, að öll frönsk blöð væru við málið riðin, sjer til skammar, og svo stóðu bæði í blöðum Þjóðverja og annara pjóða niiklar hugleiðingar um niðurlæging frönsku blaðanna. Um pað mál er nú pað að segja, að Panamnfjelagið hafði borgað fyrir pað sem í frönsku blöðunum er kall- að publicite, og með pví er átt við auglysingar í greina-formi í texta- dálkum blaðsins. Allir vita, að menn geta fengið bók hælt, mælt fram með hlutafjelagi o.s.f. ítextdálkum Iranskra blaða ef menn borga (50 franka fyrir línuna. Með pessum auglysingum, sern Panatnafjelagið hefur notað í svo ríkulegum mæli, eru blöðin notuð ranglega eptir hugmyndum annara Norðurálfu-pjóða um pað mál. En samt sem áður er par ekki um nein svik að ræða, pví að frönsku blöðin bjóða bi.itt áfram pessar auglysingar fy-rir ákveðna borgun. Sá mikli munur, sem er á pyzku og frönsku blaði, er í pví innifalinn, að ritstjórn pyzka blaðsins ábyrgist hvert einasta atriði, smátt og stórt, bæði í greinum og auglysingum, en nöfn peirra manna, sem í ritstjórninni eru, standa ekki undir greinunum. Allt öðruvísi er pessu varið á Frakk- landi; par leigir venjulega pað hluta- fjelag, sem á blaðið, spekúlöntum pá dálka, sem ætlaðir eru sjerstaklega til auglysinga, en notar svo sjálft texta- dálkana fyrir pessar dyfru auglysingar, °S jafnvel pótt pær komi ritstjórninni ekkert við,pá eru pær settar innan um ritstjórnargreinar blaðslns. En und- ir ritstjórnargreinunum standa merki eða nöfu höfundanna. Það er petta merki eða petta nafn,senr gefur grein- unum sitt gildi. Þegar inenn lesa grein eptir einhvern valinkunnan blaðamann, pá lesa menn liana með fullu trausti, vegna nafnsins, sem und- ir stendur, en ekki vegna pessa að hún stendur í pessu og pessu blaði, sem tpekúlantar reyna að hafa svo mik- ið upp úr sem peim er mögulegt. Það má kaupa hvað sem menn vilja inn í blaðið, en pað er ómögulegt að kaupa pað inn með nafni pekktra blaða- manna, af pví að peir eru ekki til sölu. Það eru frönsku blaða-spekú- lantarnir, sem hafa fenpið svo mikið af peninguin peim sem nota átti á Pa- namaeiðinu, en ekki frönsku blaða- mennirnir, sem opt eru fátækir, en ávalt heiðarleoir. Ef sú breyting kæmist tafarlaust á með lyðveldis-fyrirkomulaginu, að allir færu að verða ágætismenn, pá væri lítill vandi að stjórna lyðveldi. En pað ummyndast ekkerl pjóðfjelag viðpað, að keisari ersendurútúr land- inu, og að æðsta valdið kemst í hend- ur forseta af borgaralegum ættum. Mennirnir verða peir sömu sem peir áður voru, og stjórnmálamönnunum, sem enn standa með annan fótinn í gamla ástandinu, er ef til vill um inegn að ráða bót á leyndarmáli venj- unnar. Að líkindum hefur stofnsetn- ing lyðveldisins mesta pyðing fyrir >jóðlif Frakka á pann hátt, að pað sem á keisaratímunum gerðist í kyr- >ei, pað gerist nú fyrir allra augum. Það er óhugsandi að annað eins mál og Wilsons hneykslið hefði komið upp undir stjórn Napóleons; pað hefði tafarlaust verið bælt niður, og Napóleon III. hefði ekki sagt af sjer, jafnvel pótt pað hefði komizt upp, að einhver af hans nánustu ættingjum hefði selt heiðursmerki. Slíkt hefði pá verið talið smámunir einir. Nú er öðruvísi ástatt. Jafnvel smáblöð, sem hafa mesta orð á sjer fyrir lygar, geta með fáeinum dálkurn sundrað peim flokki lyðveldisins, sem við völdin situr, pegar pað er synilegt, að sá flokkur gengur ekki á dyggðanna vegi. Eptir að Napoleon prins ljezt f Afríku, sundraðist flokkur Bónapart- istanna af innbyrðis doilum. Legi- tfmistarnir (flokkurinn, sem heldur fram gömlu frönsku konungsættinni) hurfu, pegar greifinn af Chambord í Frohsdorff, og Orleanistarnir fengu svo mikla skömm af peim mökum, sem peiráttu við Boulanger, að engum dettur framar f hug í alvöru, að greif- iun af París komist nokkurn tíma til valda. Þegar svo loksins Leó páfi 14. fjekk fyrir skömmu síðan frans>ca klerkalyðinn til að halla sjer að lyð- veldipu, pá var par með úti um alla lyðveldissinna. Eptir eru pá 3 stóru lyðveldisflokk- arnir, opportúnistarnir, railíkali. flokkr- inri og sósíalistarnir. Það eru opportún- istarnir, millibilsmennirnir milli for- tíðarinnar og nútíðarinnar, sem eink- um inunu fá hneysu af Panama- hneykslinu. Nú verður pað radíkali flokkurinn og sósíalistarnir, sem taka við arfleifð peirra. Frakkland, sem 1793 hjó höfuðið af einveldi sínu, virðist ætla að liöggva höfuðið af sínu borgaravaldi 1893. A pann liátt getur Panama-hneykslið fengið afar- víðtæka pyðingu, pví að á eptir op- portúnistunum kemur að líkindum lyðveldi sósíalistanna. íslendingar í pessu landi, sem senda peninga til íslands fyrirfarbrjef handa vinum sínum, geta snúið sjer til mín með pað persónulega eða skrif- lega. Jeg ábyrgist að koma peningun- um með skilurn, og sömuleiðis að skila peim aptur, án nokkurra affalla, ef peir ekki eru notaðir fyrir farbrjef, nema öðruvísi sje fyrirmælt af peim, er pá sendir. Jeg hef haft petta á liendi í nokk- ur undanfarin ár, og pori jeg að vitna til peirra, sem mig hafa beðið fyrir slíkar sendingar, um pað, að óánægja eða óskil hafa ekki átt sjer stað í einu einasta tilfelli. Þeir sem fá fargjöld í gegnum mig er búizt við að kómi með hinni alkunnu Allanlínu, og fylgjast pann- ig með aðalhópum íslendinga, sem hingað koma að sumri. W. H Paulson. Winnipeg, Man. Paul Hagen Yerzlar með ÁEENGA DRYKKI og SIGABA. Aðalagent fyrir Pabst,s Milwaukee Jleer. East Grand Forks, Minn. W D. BRADSHAW. Livery feed & Salc Stable. Ilefur kesta til leigu og til sölu. Far'ð meP Tieitafin eða nxatlft ykRá'r til kami þegar þið þurlið að standa við í Gavalier, Haun er skammt fyrir sunnan þá Curtis & Swanson. OSCAR WICK, „E, ílraml Torks Nurscry*'. hefur til sölu allur tegundir af trjam sem þróast í Minnesota; og N. Dakota hann hef ur sk uggatrjie, ýms ávaxtatrje, stór og l ítil, einnig Fkógartrje og runna, blóm o. s. frv. Mr. IV'ick er svenskur að æt t og er alþekktur fyrir að vera góður og áreiðaníegur maður í viðskipt- um. Þeir sem æskja þess gela smíið sjer til E. II. Bergmanrs, Gardar, og mun hann gefa nauðsy nlegai upplýsing- ar og pantar fyrir þá sem vilja. OSCAR WICK, Prop. af E. G rand Forks Nursery. E. G RAN D FORKS, MINN Eigan di “Winer“ Olgcrdalmssins EAST CR/ym foi^ks, - NlINn. Aðal-agent fyrir ■‘EXPORT BEER“ VAL. Itl.A TZ’S. Hann býr einnig til hið nafnfræga CRESCENT MALT EXTRACT Selur allar tegundir af áfengum drykkj - um bæði í smá- og stórskaupum. Einn ig fínasta Kentucky- ög Austurfyikja Rúg-“Wisky“. sent í forsigluðum pökk- um hvert sem vera skal. Sjerstök um öunun veittöll um Dakota-pöntnuum. HUGHES& HORN selja líkkistur og annast um útfarir. Beint á móti Commercial Bankanum. Allur útbúnaður sá bezti. Opið dag ognótt. el. 413 . T.C.NUGENT, CAVALIEU Physician & Surgeon Útskrifaðist úr Gny’s-spítalanum í London Meðliir.ur konungl. Sáralœknaháskólans. Einnig konungl. læknaháskólaus ! Edin- burgh. — Fyrrum sáralæknir í breska- hernum. Office í McBeans Lifjabúð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.