Lögberg - 01.03.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.03.1893, Blaðsíða 2
s LðGBERG MIÐVIKUDAGINN 1. MARZ lsö^. % 0 q b c x g. Ire.ífí it af> 5T3 Main Str. Winnipeg . i' The I.óqberí' Printins'& Publishint; Coy. (Incorporated 27. May 1890). KlTSTJÓRI tKBITOR): Il/A’AP p/öple/psson ■■ psiness manager: JOHNA. BLÖNDAL. UijLVSiNGAR: Smá-auglýsingar í eitt i'cipti 25 cts. fyrit 30 orS eða 1 þuml. ilkslengdar; X doll. uru mánuSinn. A stærri . tglýsinguir: eOa augl. um len ri íma ai- dát ui epíir samninir i IJSTAD A-SK.JPTI kaupenis Eetðar að tii uynna sknyl: u og geta aœ íyrverandi bú -ao .afrnramt. fANÁSK klPT tii AFGRI.IBSLUSTORU blaðsins er:. 1 Ht L0CEEf{G PRINTINC & PUBUSK- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOR LÖ««ERfi. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. — MIÐYIKU UAGINN 1. MAP.Z 1893.— IJf Samkvæmt. landslögum er uppsögn vaupanda á blaði ógild, nema hann sé • tvuldlaus, þegar hann segir upp. — El laupandi, sem er í skuld við blað- ð flytr vistíerluni, án þess að tilkynna !■ úmilaskittin, þá er það fyrír dómstól- u min álitin sýniieg sönuun fyrir prett- i.sum tilgangi. C íf Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- ;ð i blaðinu viðrkenning fyrir móttöku a.lra peninga, sern kví hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða rneð bréfum, ekk.i fyrir peningum, sem meun af- áenda sjálflr á afgreiðslustofu blaðsins1 i.ví að þeir menn fá samstundis skriflega \ ðrkenniug. — Bandarikjapeninga tekr baðið fullu verði (af Bandarikjamönn- um), og frá ísiandi eru íslenzkir pen ingaseðlar teknir gildir fuliu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í i’. 0. Money Orders, eða peninga í lit , stered Letter. Sondið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg í„ rir innköllun. rAðsmanna-skipti. LögLerg skiptir um pessi mán- aöamót um ráðsmenn. Mr. Magnús Paulson, s-era verið hefur business- manager blaðsins um tvö ár, yfirgefur oss nú, til þess að taka að sjer önnur störf, eptir sinni eigin ósk, og prátt fyrir pað að bæði stjórnarnefnd blaðs- ins og verkamenn mundu helzt hafa kosið, að hann hjeldi áfram ráðs- mennsku sinni. Detta blað og út- gáfuneínd pess á Mr. Paulson mjög mikið að pakka — pað vita peir bezt, sem kunnugastir eru. Betri ráðsmann gerum vjer oss ekki í hugarlund að oss hefði verið auðið að fá, jafnvel pótt vjer befðum átt kost á að velja úr öUum íslendingum hjer vestra. En auðvitað bætir pað úr skák, að Lög- bergi hefur tekizt að fá í lians stað mann, sem aðstandendur Lögbergs liafa, fyrir mjög nákvæma viðkynn- ingu, álíka tiltrú til eins og peir báru til Mr. Magnúsar Paulsons, pegar liann byrjaði að gegna störfum sinum á skrifstofu pessa lilaðs. Vjer göngum að pví alveg vísu, að öllum hlutaðeigendum verði liinn nyi ráðsmaður, Mr. John A. Blöndal, eins geðfelldur, eins og pað hefur valdið oss mikillar ánægju að fá hann ípjón- ustu pessa blaðs, sein liann annars hef- ur ávallt stutt öfluglega, beinlínis og óbeinlínis leynt og ijóst, síðan fyrst að pað leitaði stuðnings meðal pjóðar vorrar. SJERA MATTHÍASAR SAM- ' SKOTIN. Gersamlega ósatt er pað sem stendur í síðustu Hkr., að ritstj. Lög- bergs bafi nokkru sinni lofað, að mæla rneð samskotum til sjera Matth- íasar. Hegar Capt. Jóhannes Iíelga- son og Mr. Finney komu inn á skrif- stofu haus til pess að biðja um aðstoð Lögbergs, kvaðst hann ekkert mundu sklpta sjer af málinu, nema peir sendu sjer skiiflega áskorun um pað. Um hitt sagði hann ekki eitt einasta orð, hvernig liann mundi taka málinu, ef sú áskorsn kæmi. Hann Jofaði að eins að gera pað að urnræðuefni í Lögbergi, ef pessu skilyrði væri full- nægt — og pað loforð hefur hann efnt. Þecrar honum var færð áskor- unin, minntist hann ekki heldur á pað með einu orði, livernig hann mundi taka í málið, pó að Hkr. staðhæfi, að liann liafi pá lofað að leggja pví með- mæli. Það er eins og hver önnur af peim lygasogum, sem blaðið er að bara út um psssar mundir. Jafnmikill sannleikur er í peirri sögn Hkr., að ritst. Lögbergs hafi tek- ið nauðugur í málið á pann hátt sem hann gerði pað. Jón Ólafs3on, ritst. Heimskr., veit pað eins vel eins og nokkur annar maður, að ritst. Lög- bergs liefur aldrei skrifað „pvert um geð sjer“ nokkurt orð í pað blað, sem honum verið í hendur fengið, og J. Ó. veit pað líka, að pað eru harla lítil lík- indi til að hann geri pað framvegis, eða að nokkur af peim mönnum, sem að Lögbergi standa, fari fram á slíkt. Að lygunum undanskildum, er annars dálítið gaman að pessari síð- ustu Hkr-grein. Blaðið kannast sem sje vid pað, pó að pað geri pað með vífilengjum og bulli, eins og pví er tamt, að pað liafi farið með ósannindi, par sem pað sagði, að sjera Matthíasi hefði verið boðið að mæta á Chicago- syningunni sem fulltrúi af íslands hendi. Það neyðist til að kannast við pað, að honum liafi aldrai verið á sjfn- inguna boðið, heldur að eins á fund, sem ekkert kemur sj'ningunni við. En svo segir pað jafnframt, að engin ástæða hafa verið til annars en sk/ra rangt frá pessu í Hkr., af pví að rjett hafi verið frá pessu skfrt í hlöðunum á Islandi! Ekki er kyn, pó að al- menningur manna beri heldur lina virðingu fyrir Hkr., pegar ritstj. henn- ar er ekki vandari að fyrir hennar htínd! Hkr. verður að fyrirgefa, pó að vjer leggjum ekki mikið upp úrsögu- sögn hennar um pað, að landshöfðingi íslands geti ekki veitt sjera Matthí- asi styrk til vesturfararinnar. Vjer erum pess fullvissir, að ritst. hennar hefur aldrei litið í fjárlögin frá síðasta pingi — svo vel pekkjum vjer mann- inn. Og pó að hann gæti pulið pau upp utan bókar, pá eru mjög lítil líkindi til að hann færi rjeit með. t>ó að ekkert sje tekið til greina, nema sannsögli hans, eða hitt pó heldur, síð- astliðnar vikur, pá pætti oss gaman að sjá pann ærlegan rnann, sem hefði prek til að staðhæfa pað, að hann tryði einu einasta orði, sem J. Ó. segir í Hkr., án pess að roðna útaðeyrum og ofan á liáls. En segjum, atí hatin fari af hend- ingu rjett með í p3tta skipti, og að landshöfðinginn hafi ekkert landsfje til umráða, sein hann geti veitt til slíks. Er fyrir pað loku fyrir pað skotið, að einhverjar ráðstafanir kunni að verða gerðar á íslandi til pess að styðja sjera Matthías til ferðarinnar? Ilefur Hkr. nokkurt landsfje til um- ráða, og er hún ekki að bögglast við að koma sjera Matth. vestur? Ef pað er svo sjálfsagt, að sjera Matthías cigi að koma á pennan Chieago-fund, að pað sje „pjóðar-skömm“, eins og Hkr. segir, að hann sitji heima, eru pá ekki nokkur líkindi til, að einhverjir menn á íslandi hafi svo næma tilfinningu fyrir heiðri og vanheiðri pjóðarinnar, að peir sjái uin að „skömminni“ verði afstyrt? Gerir Kringlati sjer í hugar- lund, að hún ein hafi svo miklu næm- ari sjón fyrir sóma og vansóma, en allir menn á íslandi, að peir sitji í preifandi myrkri, en að hún oin sje að velta áfram í skínandi dagsljósinu? Og svo að eins eitt enn. Hkr. segir, að ekki verði nægur timi fyrir Lögherg til að heimta inn samskot og koma peim til sjera Matthíasar, ef pað byrji ekki að skipta sjer af málinu, fyir en pví pykir tími til kominn. Vjer leggjum [>að til, að Hkr. lofi Lögbergi að sjá fyrir pvf, og vita, hvernig pað kemst úr peim vanda. Lögberg hefur ekki hingað til purft að leita til Heimskringlu með afgreiðslu peirra peningamála, sem pað hefur tekið að sjer, og pað má inikið vera, ef [>að neyðist til pess nú á komanda vori. GERIR EKKERT TIL. Það er hreinn miskilningur af Jóni Olafssyni, of hann ímyndar sjer, að ritstjóra pessa blaðs sje nokkurt stríð I pví, að Heimskringla gefi I skyn að hann standi, að pví er menntun snertir, langt á baki peim herrum Eyjólíi Eyjólfssyni, Sigfúsi Anderson o. s. frv. Ritst. Lögbergs getur látið sjer slíkt liggja I Ijettu rúmi, af peirri einföldu ástæðu, að pað kemur ekki í bága við neitt, sem hann hefur nokk- urn tíma sagt. Hann hefur aldrei mikla/.t sjerlega af menntun sinni, ekki lagt í vana sinn að nota blað sitt til að skrifa par hól um sjálfan sig, eins og ritst. Heirnskr. hefur gert svo afkáralega, að pað er orðið að pjóð- sögu og hinu megnasta athlægi. Ritst. Lögbergs telur jafnvel vafasamt, hvort aðrir hafa sterkari tilfinning af pví en liann sjálfur, hve ábótavant nonum er í flestum greinum pekking- arinnar. Ekki hefur hann heldur með einu orði gert lítið úr menntun peirra manna, sem Jón Ólafsson telur honum svo miklu fremri. Ekki tekur Einar Hjörleifsson, pað heldurnærri sjer, pó að J. 0. geri mikið úr pví, hvað kvæði hans sjeu iriikið lakari en kvæði peiira skáld- anna Kristinns Stefánssonar og Sig- urðar J. Jóhannessonar. Honum hef- ur aldrei pótt ástæða til bera, að láta mikið yfir sínum skáldskapar-afreks- verkum, og hann hefur ekki heldur nokkru sinni með einu orði hallað á skáldskap pessara manna, hefur látið hann með öllu afskiptalausan, nema hvað hann hefur tekið í Lögberg pau kvæði, sem pei>- hafa boðið blaði hans. Ef Einar Hjörleifsson legði mikið upp úr dómum Jóns Ólafssonar «m sig, og paraf leiðandi tæki sjer pað nærri, pegar hann fær harðan dóm úr peirri átt, pá mundi liann líka geta huggað sig við sumt af pví sem áður hefur komið frá Jóns Ólafssonar penna. Ilann mundi pá meðal annars geta styrkt hug sinn með eptirfarandi um- inælum Jóns Ólafssonar, sem stóðu I Lögbergi 21jan. 1891: „Einar Hjörleifsson er ágætlega menntaður maður með einkar fjölhæf- ar gáfur .... Hann er annað bezta sacrnaskáld á vora tung’u .... Heilsu- lltill og fjelaus liefur hann unnið að pví fremur nokkrum öðrum, að koma íslenzkri blaðamennsku hjer inegin hafs á virðingarvert stig. — Oss hef- ur satt að segja opt sárnað, að sjá svo mikla og góða hæfileika slíta sjer upp á pví stritverki, sem hann hefur haft; vjer erum pess sannfærðir, að auðnist honum heilsa og næði, pá á pjóð vor mikils og göfugs árangurs að vænta af hans penna. „Vjer óskum pví af alhug, að kjör hans mættu verða svo, að hann fengi dálítið afgangsnæði frá atvinnu- siörfum sínum, sem hanri gæti varið til pess að neyta pess sem honum er bezt gefið, og flestöllum núlifandi ís- lendingum betur gefið — skáldgáfu sinnar bæði I bundnu og óbundnu máli. „Vjer óskum pess eigi síður síð- ur sakir pjóðeruis vors og bókmennta, heldur en sakir hans sjálfs.“ Með slíkan vitnisburð fyrir fram- an sig ætti Einar Hjörleifsson ekki að taka sjer pað nærri, po að nú sje af sama manninum getíð I skyn, að hunn sje „strákur11, „flækingur, sem hafi drukkið sig frá háskólavist“, liálf- stúdjeraður reyfari“ rneð „asnaeyru11 o. s. frv. Og hann gerir pað ekki heldur — inundi ekki einu sinni taka sjer pað nærri, pó að hann hefði ekki pennan vitnisburð til að ríðaaf baggarnuninn. t»ví að pað vill svo vel til, að hann hefur orðið pes» var, að liann hefur ekki notið minni góðvildar hjá al- menningi pjóðar vorrar, síðan Jón Ólafs ;on fór að gerahonum pann sóma að svívirða hann við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri. JÞví að nú er vitanlega svo komið, að pegar Jón Ólafsson ber óhróður á einhvern rnann og hleður hann illmælum, pá pykir pað einna ljósastur og ómótmælan- legastur vottur pess, að sá maður sjc að nokkru nytur. FJÁRMÁL MANITOBA-FYLKIS. Nokkur atriði úr þingræðu fjármála- ráðherrans Hon. D. II. McMillan 20. þ. m. Alls nema eignir fylkisins $3,941,- 073.19 fram yfir skuldirnar. Auðvit- að er pessi upphæð mjög undir pví komin, hve liátt eru virt lönd vor og aðrar fasteignir, en jeg hygg, að menn sannfærist uni, að virðingin sje ekki of há, pegar menri sjá liana. Fenja-i.öni). A!s eru 3I6,f>74 ekrur af fenja- og myrar-löndum, sem virt hafa verið á $1.61-| ekran, alls $511.226. Auð- vitað búurqst við við, að Dominion- stjórnin láti af hendi við fylkið miklu meira af slíkum löndum. Engin lönd hafa verið látin af hendi um nær pví tvö árin síðastliðin, og við höfum ástæðu til að kvarta undan pví, að stjórmn skuli hafa haldið pessum lönd- um lengur en hún hefði átt að gera. Fylkið ætti að fá pessi lönd til umráða, jafnskjótt sem skoðunarmennirnir liafa l_ýst yfir pví, að pau sjeu fenjalönd. Dominion-stjórnin hefur haldið pess- um löndum í nærfellt tvö ár undir pví yfirskyni að allir aðrir, sem gera kröfu til peirra, skuli geta fengið sinni kröfu fullnægt, og svo er afgangurinn feng- inn fylkisstjórninni í liendur. Nú ættu löndin, eins og jeg hef sagt, að vera fengin fylkisstjórninni til um- ráða, jafnskjótt sem pau hafa verið skoðuð, og svo ætti Manitoba-stjórn- in að sinna kröfunum. Tjón pað sem Manitoba-fylki hefur beðið við petta fyrirkomulag, ætti Dominion-stjórnin að bæta pví upp. Skoðunarmennirn- ir skjfrðu 1888 frá 49,399 ekrum, sem okkur bæru, og par af fengum við 1890 ekki nema 36,479 ekrur,og pann- ig hafa 13,000 farið í einhverja aðra átt. Jeg er ekki fær um að skýra pinginu frá pví, hve miklu meira kann að hafa verið tekið frá okkur á sama hátt á síðustu 6 árunum, en pað hlyt- ur að hafa verið rnikill fjöldi ekra. Við höfum ekkert fengið síðan 1890, og vonumst pví epnr mfTcrTli viðTiót inn- an skamms. Sivói,A-i.ö>in. Mæld skóla-lönd í fylkinu eru alls hjer um bil 897,000 ekrur, og gizkað er á, að ómældu löndin muni alls vera ein tnillíón. Þcgar pessi lönd eru seld, heldur Dominion-stjórn- in andvirðinu, en borgar okkur leigu af pví. 1 ár hefur fylkið I fyrsta sinn fengið pessar leigur, og námu pær $8,698,34. Mig langar til að benda á, að ekki er sjeð sem bezt fyrii liag fylkisins með pessu fyrirkomulagi. Fylkisstjórnin ætti að hafa umráð yfir passum löndum, og bera ábyrgð á meðferð peirra. Jeg vil benda á, hvern skaða við höfum haft af með- ferð pess fjár, sem fengizt heftir fyrir löndin. Alls voru seldar til 31. des. 1891 21.717 ekrur, og fyrir pær feng- ust $158,620. Á árinu 1892 voru alls seldar 53,030 ekrur fyrir $421,- 517,76. Söluskilmálar voru peir, að einn fimmti partur skyldi borgast peg- ar I stað og afgangurinn í fjórum af- borgunum. Svo fengust eitthvað yfir $10,000 fyrir hey, timbur og steina á löndum pessurn. Dominion landlög- iu leggja svo fyrir, að pessu fje skuli komið á vöxtu, og leigurnar af pví skuli árlega borgaðar fylkisstjórninni. Fyrstu peningarnir fyrir pessa land- sölu komu inn árið 1883, en ekki kvað rnikið að henni fyrr en 1887 og 88, og 31. des. 1891 var fjeð, sem stjórn- in hafði veitt viðtöku, komizt upp S $150,787,76, og er pað ekki lítið fje. En prátt fyrir pað, að pessi sjóður hefur stöðugt verið að vaxa í höndum sambandsstjórnarinnar um slðastliðin 10 ár, höfum við engar leigur fengið af honum fyrr en nú, að við höfum fengið eina $8,698,34. Kostnaðurinn við pessar 21,716 ekrur, sem seldar höfðu verið um árslok 1891, var $15,- 095,20, eða nálega dollar á ekruna. Jeg held pað sje gætilega talað af mjer, aðsegja, að par hafi $10,000 ver- ið eytt að ópörfu. Þessi upphæð sam- anstendur af tvcirnur liðum; $6,945,43 gengu fyrir ráðsmennsku og bókhald I Ottawa. Nú hef jeg reiknað pað út, að einn skrifari mundi g<íta gert allt pað bókhald, sern til pessa parf, á ein- um, tveimur mánuðum, og I mesta lagi inundi hann purfa til pess prjá mánuði. Einn skrifstofumaður I hverri sem lielzt stjórnardeildinni hefði getað bætt pessu verki á sig, par sern pað nær yfir svo langan tíma, án [>ess að hoinun hefði fundizt tilfinnanlegur vcrkauki I pví, og víst er uni pað, að við lijer hefðum gert pað, án pess að bæta við okkutí mönnum. Það er líka gaman aö sjá, hvernig menn hafa fengið upphæðina til að verða svobáa. Manitoba hefur verið látin boro-a c5 $6.945,43, helminginn af skrifstofu- inaiina-launum frá 21. jan. 1880 til pess tíma er reikningurinn var búinn; hinn heltningurinn var tekinn af skólasjóði Norðvestur 'I'erritóríanna. Fyrsta sal- an fór fram 1883, en launin eru reikn- uð frá 1880, og við höfum verið látnir borga reikning.shald um prjú ár, peg- ar enga reikninga var að halda, og liggur mjer við að halda, að slíkt sje óparfa-kostnaður. Það sem ekki fór fyrir bókhald fór I virðingar á lönd- um, prentun, uppboðshald, o. s. frv. Jeg hef ekki pennan reikningsundur- liðaðan, en jeg veit að kaup uppboðs- haldaranna að eins fyrir pær 53,030 ekrur, sera seldar voru 1892 nam $3,874,50. 8 uppboðsping voru hald- in milli 15. jan. og 10. febr., og liafa pví uppboðshaldararnir fengið hjer um bil $500 fyrir livert uppboð. Pening- um hefur verið eytt I að auglysa I blöðum I St. John, Halifax, Montreal, Toronto, Regina og Calgary. Jeg hef ekkert á móti pví, að auglyst sje í blöðum á hæfilega stóru svæði, en jeg sje ekki, hvert gagn er að pvf, að auglysa austur við Atlantshaf ogvest- nr við Klettafjöll. [Mr. McMillan kom með fleiri dæmi pess,hve samvizkusamlega skipt hefur verið við fylkið af sambands- stjórninni, að pví er skólasjóðinn snertir, en vjer látum oss nægja að tilfæra paðsem komið er. Hann lauk má1i sínu viðvíkjandi _ skólalöndunum á pessa leið:] Innan eins eða tveggja ára verð- ur pessi sjóður orðinn $000.000, og ef við mættum sjálfir ráða yfirpeim pcn- ingum, gætum við fengið miklu hærri leigur af peim en 3^ prct, sem við fá- um hjá sainbandsstjórninni. Við er- um stöðugt að lána sveitum og skóla- hjeruðum peninga fyrir 6 prct. leigu, og ef við hefðuin sjóðinn undir okkar liendi, gætum við bæði fengið liærri leigu og jafnframt hjálpað sveitunutn. En livað sem pví líður, pá eru paö rjettindi, sem við eigum lieimting á, að hafa pennan sjóð undir okkar liendi. Þingsályktun var gerð af pessu pingi árið 1884, sem fór fram á, að fylkið hefði pessa peninga til umráða, og af- leiðingin var sú, að sendinefnd fór austur til Ottawa, og var Hon. John Norquay heitinn, stjórnarformaður Manitoba, formaður peirrar nefndar. Hann sagði, að svönn, sem sú nefnd hefði fengið, liefði verið vantrausts- yfirlysing til Manitoba-manna um pað nð peir kynnu að fara með sínar eignir, og ljet skoðun sína í ljós með pessum orðum: „Við höfuin jafnlitla trú á Manitobastjórninni eins og hún synist hafa á okkur.“ John Norquay taldi petta rjettindi, sem öðrum fylkjum liefðu verið vcitt, en sem haldið væri fyrir oss. í söinu umræðunum sagði núverandi stjórnar- formaður: „Jcg mótmæli pessum af- skiptuin Dominion-stjórnarinnar af okkar málum, og segi, að svo lengi sem stjórnarformaðurinn er í peirri stöðu, sem liann nú er í, pá verður að ganga að pví vísu, að hann liafi traust Manitobamanna.“ Svona fórust leið- togum pólitisku flokkanna orð fyrir 10 árum, og pessi orð eru jafn-sönn p^nn dag í dag. Fylkið er nú 10 ár- um eldra en pað var pá, og samt sein áður er farið með pað eins og pað væri ómyndugur uuglingur, og eignuin pess er stjórnað af pessum fjárhalds- rnönnum í Ottawa, sem svo ánægðir eru með sjálfa sig. Mín skoðun er, að petta sje gagnstætt stjórnarskrá pessa lands, og að fylkjasambandið sje ekái nema nafnið tómt, ef öll fylk- in eru ekki sama rjettar aðnjótandi. Jeg hef bent á, að önnur fylki ráða yfir sínum eigin löndum, og við

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.